Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Árni Þórarinsson skrifar um Lénharö fógeta 9 HVERS vegna í ósköpunum „Lénharður fógeti? Þetta var sú spurning sem fyrst og fremst leitaði á mann strax er kvisaðist út um gerð þessarar sjónvarpsmyndar. Loksins þegar íslenzka sjónvarpið sýnir verulegan stórhug, fórnar umtalsverðu fé. tíma og fyrirhöfn, leggur til mannafla og umfangs- meiri framleiðslumaskínu en venja er til I þeim tilgangi að skapa alislenzka sjónvarpskvikmynd byggða á íslenzku bókmenntaverki, hvers vegna í dauð- anum þurftu forráðamenn þess að detta ofan á „ Lénharð fógeta"? 9 Svo fór maður að lesa þetta meir en hálfrar aldar gamla leikrit Einars H. Kvarans aftur. Eftir þann lestur var maður ekki frá því að þó að leikritið sjálft geti á engan hátt talizt frambærilegt leikhúsverk nú, þá mætti kannski gera eitthvað úr efnisuppistöðum þess i kvikmynd. En eftir að hafa séð þessa kvikmynd er spurningin því miður enn sú sama: Hvers vegna í fjáranum „Lénharður fógeti"? 0 Ástir þjóðernisbólga Leikrit Kvarans er í stórum dráttum byggt upp sem þjóðernisdrama annars vegar, mynd af viðureign íslendinga við áþján útlends valds, og ástardrama hins vegar, mynd af viðureign einstakl inga við tilfinningar sínar Meðhöndlun Kvarans á báðum þessum efnisþáttum er ábótavant alla vega miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar til leikritunar Þjóðernisdramað skortir nægilega undirbyggingu Lénharður fógeti, fulltrúi hins erlenda, kúgunarvalds er sagður uppi í krafti sundurlyndis íslendinga innbyrðis, þ e vegna togstreitu höfðingjavaldsins og kirkjulega valdsins. Þessum klofn ingi hinna innlendu valdaafla eru engin skil gerð í leikritinu Þess vegna skortir yfirgang Lénharðs forsendur innan ramma leiksins og af því leiðir að sameining íslendinga, samtök þeirra gegn fógetanum er líða tekur á leikinn hanga í lausu lofti ..Mannvonzka" Lén harðs, „skörungsskapur" Torfa í Klofa, leiðtoga höfðingja, og „manngæzka. sáttfýsi" Magnúsar, fóstursonar Stefáns biskups, eru eiginlega látin duga sem skýring á þessari þróun mála, á hinum eiginlegu þjóðfélags- legu niðurstöðum leiksins Þetta hafa höfundar kvikmynda- handrits sjónvarpsins látið gott heita, — að því einu viðbættu að í kynn- ingartexta í upphafi myndarinnar segir að á þessum tíma hafi verið „miklar ýfingar milli kirkju og veraldlegra höfðingja á íslandi " Þarna hefði þurft að stokka algjörlega upp aðdraganda hinna dramatísku átaka, hreinlega skrifa inn nýja kafla, skyndimyndir af þjóðfélagslegum jarðvegi fyrir yfirgang Lénharðs Þessi breiðari leikvettvangur verks- ins er því vanræktur Á hinn bóginn er mun meira lagt upp úr persónudram anum, — ástarsögunni í forgrunni hinna félagslegu átaka, hinni lang- þreyttu sögu um unga heimasætu, með íhaldssaman föður og tvo ólíka vonbiðla Ég er þeirrar skoðunar að nokkrar af persónum þessa leikrits búi þó yfir túlkunarmöguleikum sem unnt hefði verið að rækta, — einkum Lénharður og Guðný og hugsanlega einnig Eystein úr Mörk í þeim byltast stríðandi tilfinningar sem bjóða upp á verulega dramatisk átök. En einnig hér lætur Kvaran sér að mestu nægja ódýr- ar lausnir, texti hans gerir ráð fyrir grunnri persónusköpun, fólkið í leikn- um er fyrst og fremst týpur, vélgengar manngerðir hins hefðbundna meló- drama. Þetta láta höfundar kvikmyndahand- ritsins einnig gott heita Persónurnar, Lénharður, Guðný Og Eysteinn að nokkru leyti þó undanskilin — eru að mestu litlausar málpípur, vaxmyndir hins hástemmda, stirðbusalega texta Kvarans, sem að mestu er látinn halda sér óbreyttur. 0 Drama sem dettur á rassinn Þegar gallar þessara tveggja megin- þátta leikritsins eru látnir óáreittir er auðvitað ekki von á góðu. Fyrir utan þau grundvallarmistök að velja þetta leikrit yfirleitt til kvikmyndunar eru mistök númer tvö að umbylta þvi ekki gjörsamlega Höfundar kvikmynda- handritsins hafa tekið þann kost að narta i það hér og þar, en eftir stendur meira og minna sami gallagripurinn Þær fáu breytingar sem gerðar hafa verið eru þó flestar til bóta, svo langt sem þær ná Texti Kvarans er nokkuð skorinn niður, en það sem eftir stendur þjáist enn af hinu rómantiska bókmáli og stórskemmir framsögn margra leikaranna. Þau samtöl sem bætt er inn i eru hins vegar mun þjálli, eru á þolanlegu leikmáli. Textahöfundur Sunna Borg (GuSný) og Gunnar Eyjólfsson (LénharSur). hefði mátt vera alls óhræddur við að umskrifa allt leikritið. Kvaran var — alla vega í þessu leikriti — afar mis- tækur stllisti, og sum tilsvörin, ekki sízt samlíkingar ástaratriðanna, eru neyðar- lega illa orðuð. Helztu dæmin um hreinar efnisbreytingar er plslarvættis- dauði Eysteins og skerping persónu Hólms. Hin fyrri held ég að sé frekar til bóta fyrst melódramatikinni er qefinn laus taumurinn á annað borð, og hin siðari er hreinlega bráðnauðsynleg þvi Hólm er frá hendi Kvarans i meira lagi óskýr. Hins vegar er dregið úr umsvif- um Freysteins á Kotströnd, hefðbund- ins trúðhlutverks sem leysa átti af hina háfleygu rómantisku alvöru. Sú breyt- ing er umdeilanleg, en ekki mikilvæg Uppbygging leikritsins er saman- rekin, vitaskuld rigbundin leiksviði, og höfundur gripur oft til klunnalegustu bragða til að leiða leikpersónur sinar saman Þannig hittast allar aðalpersón- urnar á hlaðinu á Selfossi i 1. þætti samkvæmt lögmálum melódramatiskra tilviljana Þetta reyna handritahöfundar að leysa nokkuð upp i tima og rúmi, en þó engan veginn nægilega. Ljóst vírðist að þeir hafa átt í erfiðleikum með að vefa saman fundi og innbyrðis tengsl höfuðpersónanna með sannfær- andi hraða og stigandi. Mér fannst þetta allt bera að með of miklu Chaplinmyndatempói, — fundur Eysteins og Magnúsar, koma Torfa I Klofa til Selfoss, fundur Eysteins og Lénharðs o.fl Þarna skorti það sem á ensku er nefnt „pacing", þ e. að undir- bygging atriða sé nægileg, framrás, leiksögunnar sannfærandi Þetta held ég að séu tveir höfuð- gallar kvikmyndarinnar um Lénharð fógeta. Annars vegar meira og minna óhæfur leiktexti, hins vegar ónóg und- irbygging hinna þjóðfélagslegu og per- sónulegu átaka Sjálft dramað fær enga atrennu, og dettur þvi á rassinn. 0 Hasar og hestamennska Og gallarnir eru þvl miður margir fleiri. Upphafsatriði myndarinnar var skrýtið. Gamall maður og ungurdreng- ur reiða heim hris I kyrrlátri sveitasælu með hnegg hrossagauksins I bak- grunni (var hrossagaukurinn annars ekki ofnotaður?) Slðan koma þeir ekki frekar við sögu, heldur er klippt yfir á Ingólf og Guðnýju á ferð við vatn eitt I ókunnum erindagjörðum Átti ekki að klippa ribbaldaflokk Lénharðs þarna inn á milli til að undirstrika andstæður friðar og ofbeldis? Eða leiða þessi tvö öfl á einhvern hátt saman strax I upp- hafi til að setja það I fókus sem höfund- ar vilja teggja áherzlu á. Maður bara spyr, þvl gamli maðurinn og drengur- inn eru annars utanveltu við söguna. Þá skorti oft á að samtenging ólíkra leikvettvanga (athafna stormsveitar- manna Lénharðs annars vegar, og höfðingja og sveitunga hins vegar) væri nægilega markviss I klippingunni, en ekki gefst tóm til að nefna dæmi þar um. Og inn I miðri mynd er gripið til þess örþrifaráðs að láta þul skýra breytta stöðu sögunnar (Lénharður er setztur að á Hrauni o.s.frv ). Þarna er hreinlega gefizt upp við að segja sög- una á myndmáli að þvl er virðist að óþörfu, þvl stuttu seinna segir Ingólfur á Selfossi nákvæmlega sömu rulluna eftir messuna á Klofa. Ekki trúi ég öðru en þarna hefði mátt komast hjá neyðar- legri tvítekningu með smá tilfæringum I handriti eða uppstokkun atburðarás- ar. Höfundar myndarinnar leggja mesta áherzlu á tvo einföldustu möguleikana sem kvikmyndin hefur fram yfir leikrit- ið, þ.e. að sýna óaldaflokk Lénharðs á þeysispretti um víðáttur og fagurt landslag íslands, og að það með myndum sem aðeins var sagt frá með orðum I leikritinu, þ.e. ódæðisverk, nauðganir, svall og yfirgang Lénharðs- manna þetta er gott og blessað en er ekki nóg. Innantómur hasar er verri en enginn. Það verður að segjast eins og er, að heldur þótti mér leikstjórninni ábóta- vant I hasarnum. Svallveizlurnar lítið annað en bjálfalegt öskur. Þær skortir sanna innlifun og kraft, leikararnir virt- ust meira og minna úti á þekju og afskræmdu sig einfaldlega framan I myndavélarnar, Sama var að segja t.d, um nauðgun konu Freysteins Þar var Flosi Ólafsson alls ekki nógu grodda- fenginn, í þessu öllu var of mikill rembingur og þvingun. ofbeldisatriðin skorti virkilegt ofbeldi, leikurinn var of mikill leikur. Hér var of greinilega allt I plati. Sama má segja um flestar aðrar hópsenur Leikararnir þuldu upp bók- Húsbyggjendur Einangrunar plast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími:93-7370 Kvöldsími 93-7355. Kæru vinir og vandamenn! Innilegasta hjartans þakklæti vil ég færa ykkur öllum, sem á ernn eða annan hátt glöddu mig á 85 ára afmælisdegi minum, 29. apríl sl. Sérstaklega vil ég nefna Sigrúnu Einarsdóttur og Friðrik Valdemarsson, Huldu Einarsdóttur og Jón Ingibergsson og fjölskyld- ur þeirra. Öllu þessu fólki bið ég Guðs blessunar. Guðný Guðmundsdóttir Norðurbrún 1, Reykjavík. Byggung Kópavogi Áríðandi félagsfundur verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu Borgarholtsbraut 6 fimmtudaginn 22. maí kl. 2,30 Umræðuefni: Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir félagsins. Allir félagsmenn, sem áhuga hafa á þátttöku í I. byggingaráfanga eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað auglýsir: 3ja mánaða hússtjórnarnámskeið hefst 1 7. september 1975. Aðalkennslugreinar: Matreiðsla (m.a. hauststörfin), ræsting og hannyrðir. Valgrein: Vefnaður. Skólastjóri. PEUCEOT Til sölu Peugeot 204 árg. '12 ekinn 38 þús. km. Útvarp og 4 snjódekk negld. Uppl. hjá umboðinu. HAFRAFELL HF. GRETTISCOTU 21 SIMI 23511 Simca 1100 VF2 — sendif .bifreið Til sölu Simca 1 100 VF2 (Franska tröllið) árg. '74, falleg bifreið. Gul á litinn. Ekinn aðeins 8.500 km. Vökull h.f., Ármúla 36, sími 84366. Halló Halló Tækifæriskaup Sumarkjólatau í úrvali á 500 kr. Kvenkjólar, mussur, síðbuxur og blússur á 1 000 kr. Barnanærfatnaðurfrá 50 kr. Alls konar kven- nærföt á 100 kr. Barnasportbolir með myndum frá 250 kr. Herrapeysur og sportbolir á 1000 kr. og margt margt fleira. Lilla h.f., Víðimel 64, sími 15146. ÖRYGGISHJÁLMAR, ANDLITSHLÍFAR OG HLÍFÐARGLERAUGU í ÚRVALI SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.