Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 39
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 21 íslanflsmótll 2. flellfl ............. '.................................✓ Selfoss — Víkingur 5:1 HINN marksækni miðherji Selfyssinga, Sumarliði Guðbjartsson, reyndist nýliðunum I 2. deild, Vlkingum frá Ólafsvlk, erfiður á laugardaginn. er liðin mættust á Selfossi. Fjögur mörk skoraði Sumarliði i leiknum, sem Selfyssingar sigruðu 5—1. Má segja að þetta sé bærileg byrjun hjá Selfossliðinu, og má ætla að það hafi möguleika á að blanda sér í baráttuna á toppnum í sumar undir stjórn hins ágæta þjálfara sins, Árna Njálssonar. Sumarliði sýndi þarna mjög góðan leik, en hann er leikmaður sem virðist hafa mjög næma tilfinningu fyrir þvi sem gerist á vellinum og þeim möguleikum sem kunna að skapast. Milli sprettanna er Sumarliði ekki mikið áberandi á vellinum, en hann virðist jafnan vera á réttum stað á réttum tima. og notfærir sér þá möguleika, sem bjóðast, mjög vel. Staðan í hálfleik á Selfossi var 2—0. Sumarliði skoraði fyrra markið með skalla eftir aukaspyrnu og hið seinna, eftir að hafa prjónað sig i gegnum vörn Víkinganna. i seinni hálfleik breytti Sumarliði svo stöðunni fljótlega í 3:0 og skoraði það mark sitt á svipaðan hátt og annað markið. En Ólafsvíkur Víkingar náðu aðeins að rétta hlut sinn er 15 minútur voru til leiksloka, en þá skoraði Atli Alexandersson laglegt mark. Því svöruðu Selfyssingar hins vegar með tveimur mörkum á skömmum tíma. Stefán Larsen, kornungur leikmaður, skoraði fjórða markið og Sumarliði það fimmta. Sem fyrr greinir sýndi Selfossliðið lagleg tilþrif i þessum leik. Beztu leikmenn þess voru Sumarliði, Guðjón Arngrimsson tengiliður og Óskar Marelsson miðvörður. Allt eru þetta leikmenn sem eru mjög athyglisverðir og eiga örugglega eftir að láta enn meira kveða að sér í sumar. Vafalaust styrkist Vikingsliðið mikið þegar þjálfari þess, Ásgeir Eliasson, landsliðsmaður úr Fram, verður gjaldgengur með þvi, en það verður ekki alveg á næstunni, þar sem Ásgeir lék með Fram i Reykjavikurmótinu. Beztu menn Vikings í þessum leik voru þeir Atli Alexanderson, Konráð Hinriksson og svo Gylfi Scheving, sem jafnan er traustur og öruggur leikmaður. Stjl. Þróttur — Völsungur 4:0 16 ÁRA piltur í Þróttarliðinu. Þorvaldur Þorvaldsson, skoraði þrennu i fyrsta leik Þróttar i 2. deildar keppninni í ár, sem var gegn Völsungum frá Húsavik á Þróttarvellinum á laugardaginn. Sigraði Þróttur i leiknum 4:0. og má segja að vel sé af stað farið hjá liðinu, sem örugglega stefnir að því að vinna sér sæti í 1. deild að ári, undir stjórn hins nýja þjálfara sins, Sölva Óskarssonar. Þorvaldur á ekki langt að sækja það að vera seigur knattspyrnumaður. Bræður hans Helgi og Haukur hafa um langt árabil verið einna beztu knattspyrnumenn Þróttar og forystumenn i félaginu. Leikurinn á laugardaginn var tiltölulega jafn i fyrri hálfleik. Þróttarar voru þó jafnan atkvæðameiri. en gekk illa að skapa sér verulega hættuleg tækifæri við mark Völsung- anna, enda góð barátta í Norðanmönnum. Lögðu þeir aðaláherzluna á vörnina, greinilega með von um annað stigið í leiknum. En i seinni hálfleik kom greinilega fram mismunurinn á þjálfun liðanna. Þróttararnir virðast vera i góðri úthaldsæfingu og náðu að bæta við sig. meðan Völsungarnir urðu sifellt daufari og þreyttari. Gat ekki farið hjá þvi að Þróttur færi að skora mörk og kom það fyrsta snemma i hálfleiknum. Þorvaldur fékk þá sendingu út til vinstri og afgreiddi knöttinn með laglegu. viðstöðulausu skoti i markhornið hjá Völsungum. Skömmu síðar bætti hann svo öðru marki við með skalla. Kom þar harðfylgni hans til góða, þvi þótt hann væri lægri en flestir þeir sem börðust um knöttinn stökk hann upp á réttu augnablikí og náði að skalla. Þriðja mark sitt skoraði Þorvaldur með fallegu skoti af stuttu færi. um miðjan hálfleikinn, og undir lok leiksins bætti Sverrir Brynjólfsson fjórða markinu við með góðu skoti. Þróttarar áttu fjölmörg tækifæri til þess að skora fleiri mörk i þessum leik og gerðu reyndar eitt i viðbót sem dómarinn dæmdi af þeim fyrir klaufaskap. Tækifæri Völsunganna voru hins vegar fá i leiknum, enda virtist ekki hugur fylgja máli i sóknartilraunum þeirra. Beztir Þróttarleikmanna i þessum leik voru þeir Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhann Hreiðars- son og Gunnar Ingvarson sem barðist af miklum krafti og stöðvaði flestar tilraunir Völsunganna til sóknar. Í Völsungaliðinu var Hreinn Elliðason einna atkvæðamestur, en liðið lék sæmilega meðan fullur kraftur var í því, og verður örugglega ekki slakara i sumar en verið hefur undanfarin ár, þegar leikmennirnir eru komnir i fulla æfingu. —stjl. Haukar — Reynir 5:0 Haukar frá Hafnarfirði unnu sannfærandi sigur yfir Reyni frá Árskógsströnd á Kapla- krikavelli á mánudag. Að sögn hafa Árskógsstrandarmenn æft litið i vor og þeir munu vera eina liðið i 2. deild, sem ekki hefur fastráðinn þjálfara. En það sem þá vantar i sambandi við tækni, leikskipulag og þessháttar, bæta þeir upp með dugnaði og gefast ekki upp þótt móti blási. Það var nýliði i liði Hauka. Ólafur Jóhannesson, sem skoraði fyrsta markið á 25. mín. með fallegu skoti. Á 30. mín. opnaði markakóngur 2. deildar frá í fyrra, Loftur Eyjólfsson, markareikning sinn með þvi að skora úr vitaspyrnu, sem markvörður Reynis var þó nálægt að verja. Staðan var þvi 2:0 i hálfleik. Ólafur Jóhannesson skoraði 3ja mark Hauka á 64. mín. og var hálf klúðurslegt og sýndist sumum, að hann hefði notað höndina við það verk. Á 71. min. var Loftur aftur á ferðinni og skoraði fremur ódýrt mark. Guðjón Sveinsson innsiglaði svo 5:0 sigur Hauka í þessum leik með marki skömmu fyrir leikslok. Sigur Hauka gat orðið stærri eftir gangi leiksins, þvi þeir misnotuðu mörg góð tækifæri. Það verður án efa þungur róður i 2. deild fyrir hina litt leikreyndu menn Reynis, en hver veit nema þeir spjari sig, er líða tekur á keppnina. hdan. íslandsmótið 3. deild Fylkir — Grindavík 7:0 EINS og úrslit leiksins gefa til kynna var þarna um yfirburði Fylkis-liðsins að ræða, og náði það að leika allgóða knattspyrnu á köflum í leiknum. Grindvíkingar voru hins vegar fremur daufir í dálkinn, enda sennilega ekki komnir f æskilega æfingu. Þannig var þessi leikur t.d. það fyrsta sem hinn nýi þjálfari liðsins hafði með það að gera. í leiknum vildi það óhapp til að tveir leikmenn skölluðu saman með þeim afleiðingum að báðir hlutu töluverð meiðsli. Varð að flytja þá á Slysavarðsstof una og sauma 11 spor á höfði annars en 6 spor á hinum. Mörk Fylkis: Baldur Rafnsson 2, Ásgeir Ólafsson 2, Jón Sigurðsson 1, Gunnar Bjarnason 1 og eitt markið var sjálfsmark. stjl. Þór, Þorláksh. — Hrönn 7 H) ÞÓR frá Þorlákshöfn vann stóran sigur yfir Hrönn i fyrsta leik sínum í 3. deild. Þeir skoruðu 7 mörk án þess að Hrönn svaraði fyrir sig og voru mörg markanna mjög falleg. Jón Sigurmundsson skoraði strax á 1. mín. og hann bætti tveimur við síðar I leiknum. Eirikur Jónsson skoraði tvö, Sigurður Óskarsson og Sigmar Ottason eitt hvor. Lélegur leikur sögðu þjálfarar Framliðsins — ÞETTA var lélegur leikur sögðu þjálfarar Fram, Guðmund- ur Jónsson og Jóhannes Atlason, eftir leikinn í Hafnarfirði á laugardaginn. — Sérstaklega var Framliðiö slakara en við áttum von á. Við byrjuðum reyndar nokkuð vel í leiknum, en strák- unum tókst ekki að fylgja því eftir, og smátt og smátt misstu þeir tökin á leiknum. Það má segja að við höfum aldrei komizt verulega í gang f þessum leik. Ekki vildu þeir Guðmundur og Jóhannes kenna mölinni um hversu leikurinn var lélegur. — Malarvöllur er að minnsta kosti engin afsökun fyrir okkur, sögðu þeir, — en skýringarinnar er fremur að leita í þvi að Framliðið hefur ekki náð að mótast eftir þær miklu breytingar sem orðið hafa á þvi i vor. Sem kunnugt er hafa Framarar orðið fyrir miklum áföllum í vor. Guðgeir Leifsson, Asgeir Elíasson og Sigurbergur Sigsteinsson, sem voru fastamenn i liðinu í fyrra, eru ekki með þvi nú, og auk þeirra vantaði svo Kristin Jörundsson í liðið á laugardaginn, en óvíst er hversu mikið hann verður með því í sumar, þá varð Helgi Númason fyrir meiðslum nýlega og var ekki með í leiknum á laugardaginn, en von er til þess að hann geti hresst upp á fram- línu liðsins, sem var heldur dauf í dálkinn, og lítt ógnandi í leiknum á laugardaginn. — stjl. Sigur í leiknum var okkur mikilsverður BILLY Hodgson, hinn skozki þjálfari FH-liðsins, var að vonum ánægður eftir leik FH og F’ram á laugardaginn. — Það var mikið atriði fyrir okkur að sigra i þess- um leik, þar sem strákarnir öðlast þá meiri trú á sjálfa sig. Þessi sigur verður okkur ugglaust gott veganesti. — Og F’H-sigur í þessum Ieik var næsta sanngjarn, sagði Hodgson, — bæði vorum við meira með knöttinn og áttum betri tækifæri en Framararnir. Ég tel að okkur hafi tekizt að leika bærilega knattspyrnu í þess- um leik, en er viss um að FH-liðið á þó eftir að gera betur á því sviði þegar kemur fram á keppnistíma- bilið. —stjl. Jón Pétursson og Logi ölafsson berjast um knöttinn f leiknum á Kaplakrika. FH-ingar náðu báðum stigunum FH-ingar náðu báðum stig- unum í fyrsta leik sínum í 1. deildar keppni í knattspyrnu, er þeir mættu Fram á malarvellin- um í Kaplakrika á laugardaginn. Mark, sem Leifur Helgason skoraði með skalla á 35. mínútu, réð úrslitum í leiknum, en ekki verður annað sagt, en að sigur nýliðanna hafi verið sanngjarn. Þeir voru ákveðnari, áttu fleiri tækifæri og léku betur en Fram- arar, sem virðast óneitanlega vera í töluverðum öldudal um þessar mundir, sem reyndar er ekki nema eðlilegt eftir þær miklu breytingar sem eru að verða á liðinu. Má raunar segja að F’ramarar tefli að verulegu leyti fram nýju liði, og það sem meira er. Þeir leikmenn sem voru helztu mátt- arstólpar iiðsins í fyrra, Guðgeir Leifsson, Asgeir Eliasson og Sigurbergur Sigsteinsson, leika ekki með því í sumar. Sá fyrstnefndi er genginn i Víking og þeir síðarnefndu orðnir þjálf- arar úti á landi. Auk þess vantaði svo þá Kristin Jörundsson og Helga Númason í Framliðið í leiknum á laugardaginn. Leikurinn í Kaplakrika var ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Lengst af var um mikið hnoð og þóf að ræða — sparkað og hlaup- ið, og því var það töluverðum til- viljunum háð hvar knötturinn Texti: Steinar J. Lúðvíksson. Myndir: Friðþjófur Helgason. hafnaði. Framarar voru frískari i leikbyrjun, og áttu þá nokkrar sæmilegar sóknir, en enga sem var verulega ógnandi. Fór ekki hjá því að taugaóstyrkur var áber- andi meiri hjá FH-liðinu, en smátt og smátt fóru leikmenn þess að jafna sig og þar með að ná betri tökum á leiknum. Fór mark Fram að komast í hættu, eins og t.d. þegar Helgi Ragnarsson átti laust skot í stöng og út á 20. mínútu, eftir að markspyrna hjá Arna Stefánssyni í Frammarkinu hafði misheppnazt. Á 35. mínútu kom svo markið sem gerði út um leikinn. Þar var vörn Fram illilega sofandi á verð- inum, og fengu FH-ingar þann tíma til athafna sem þeim var nauðsynlegur Henson íþróttapeysur Öll 1. deildarfið Englands og íslands. Stæðir 28—38. Einnig landsliðspeysur Englands, Brasilíu, Þýzkalands og Hollands. Strax í byrjun seinni hálfleiks átti FH svo allgóð tækifæri til þess að auka við forskotið, en leikmenn liðsins voru of seinir að átta sig á möguleikunum sem buð- ust og „klúðruðu" færunum. Um miðjan seinni hálfleik tóku Þjálfarar Fram það til bragðs að skipta Kristni Atlasyni inná i stað Eggerts Steingrímssonar og færa Jón Pétursson miðvörð framar. Við þetta lifnaði nokkuð yfir lið- inu, en vörn FH-liðsins var jafnan vel á verði, og tókst að stöðva sóknaraðgerðir Framliðsins í fæð- ingu. — ÞAÐ er alltaf gaman að skora mark, og ekki sízt núna í þessum fyrsta leik FH í fyrstu deildar keppninni, sagði Leifur Helga- son, scm á 35. mínútu leiks FH og Fram skoraði lagiegt mark með skalla og átti mark þetta eftir að færa FH bæði stigin i leiknum í Hafnarfirði. Mark þetta kom þannig að FH- ingar áttu sókn upp vinstri kant- inn, þar sem Ólafur Danívalsson náði knettinum og spyrnti honum fyrir Frammarkið, beint á kollinn á Leifi sem síðan afgreiddi hann laglega í markið. Þótt vel væri að þessu marki staðið hjá þeim Ólafi og Leifi, áttu Framarar að geta komið í veg fyrir það. Bæði voru þeir seinir á móti Ólafi og eins var Annars var það áberandi í þessum leik, hversu framlína Framliðsins var slök og óákveðin. Aðeins einn maður reyndi að hreyfa sig eftir knettinum, Rúnar Gíslason. Meðan þjálfarar liðsins geta ekki komið meiri ákveðni og hörku í framlínumenn sína, þarf Fram varla að gera því skóna að skora mörg mörk í 1. deildar keppninni. Komi Kristinn Jörundsson aftur inn i liðið, má vænta þess að nokkuð rætist úr, en Kristinn er jafnan ógnandi og mjög markheppinn leikmaður. FH-liðið virðist mjög jafnt. fyrirsendingin ekki það föst að þeir áttu að geta náð lienni, og í þriðja lagi gleymdist alveg að gæta Leifs. I seinni hálfleiknum fékk Leif- ur Helgason svo gullið tækifæri til þess að bæta öðru marki við. Þá fékk hann knöttinn úti við vítaeigslínu. Árni Stefánsson, Frammarkvörður, freistaði að bjarga með úthlaupi, en Leifi tókst að snúa á hann. En í stað þess að skjóta þá strax virtist Leifur ætla sér að leika með knöttinn inn í Frammarkið, og á síðustu stundu tókst varnarleik- mönnum Fram að komast fyrir hann og stöðva hann. Var þarna um eitt allra bezta tækifærið i leiknum að ræða. — stjl. Leikmennirnir eru flestir ungir og eiga framtíðina fyrir sér. Ein- hvern veginn hefði maður haldið að þetta lið myndi njóta sin betur á grasi en möl, en það mun tæp- lega koma fram í sumar, þar sem FH-ingar eru ákveðnir að leika heimaleiki sína á malarvellinum í Kaplakrika. t STUTTU MÁLI: lslandsmótið 1. deild Kaplakrikavöllur 17. maf. (Jrslit: FH—Fram 1:0 (1:0) Mark FH: Leifur Helgason á35. min. (iula spjaldið: Logi Ólafsson. FH, og Ágústs Guðmundsson, Fram. Áhorfendur: 800. O 1 Hann skoraði... Dæmigerður malarleikur ÞETTA var dæmigerður mal- arleikur, sagði Haraldur Sturlaugsson Akurnesingur eftir leikinn á Skaganum. Við erum ánægðir með að hafa komið með annað stigið frá þessum leik. KR-inga hafa vfir að ráða ungum og frískum leik- mönnum og það var alls ekki tilviljun að þeir unnu Rykja- víkurmótið í vor. Auk þess hafa þeir allt að vinna, en við sem ætlum okkur að verja titil okkar verðum að leika gætilega, því í svona lcikjum geta minnstu mistök kostað mark og tap á báðum stigunum. Annars er það nú þannig að mölin virkar scm „jafnari" á lið og sést oft á tíðum ekki mikill munur á því hvort liðið er í 1. eða 2. deild, þegar leikið er á möl. Við hefðum unnið þennan leik með 3ja til fjögurra marka mun, ef við hefðum leikið á grasi, sagði Jón Gunnlaugsson. Okkar framlínumcnn, eins og t.d. Karl Þórðarson og Arni Sveinsson, ná ekki að sýna neitt af því, sem i þeim býr á möl- inni. Eg veit að leikurinn var ekkert skemmtilegur eða vel leikinn, en svona hafa nú leikirnir verið í vor hjá okkur, en þetta á eftir að gjörbreytast, þegar á grasið kemur. Við erum búnir að leika 11 leiki á möl i vor á rúmum einum og hálfum mánuði og fiesta í roki og kulda og erum satt að segja orðnir hundleiðir á slíkum aðstæðum. Okkur er því satt að segja farið að hlakka til að komast á grasið og eins og ég sagði áðan trúi ég ekki öðru, en að knattspyrnan hjá okkur eigi eftir að gjörbreytast. OK) var bezt við hæfi 1 lélegum leik IA og KR VIÐUREIGN Islandsmeistaranna frá Akranesi og Reykjavíkur- meistara KR lauk með marka- lausu jafntefli í 1. umferð Is- landsmótsins á Akranesi á laugar- dag. Sennilega er 0—0 bezta lýs- ingin á leiknum, því liðin sýndu mjög lélega knattspyrnu, þar sem varla örlaði á samleik eða öðru þvf sem knattspyrnu má helzt prýða. Hinsvegar fengu menn stóran skammt af hlaupum og spörkum út í loftið, þar sem til- viljun ein réð því hvar boltinn hafnaði. Var engu líkara, en að leikmenn hefðu það á tilfinning- unni að boltinn væri „baneitr- aður“ og því bezt að koma honum sem fyrst frá sér og það sem allra lengst. Veður var gott, en hins vegar var leikið á malarvellinum og þar er kannski að finna þá einu afsök- un fyrir þeim lélega leik sem iiðin sýndu þeim 1040 áhorfendum, sem komu til að sjá leikinn. FYRRI HÁLFLEIKUR: Akurnesingar höfðu undirtökin að mestu i fyrri hálfleik, en þeim gekk illa að komast í gegnum varnarmúr KR og skapa sér tæki- færi. Ef hægt er að tala um mark- tækifæri, þá var það snemma í hálfleiknum að Matthías var ná- lægt því að skora eftir að Magnús Guðmundsson markvörður KR hafði misst knöttinn, en hann hitti ekki markið. A 26. mín. komst Jón Gunnlaugsson í gott færi innan vítateigs eftir horn- spyrnu, en skot hans fór langt yfir markið. KR náði einstaka skyndisókn, sem allar gengu upp miðjuna og höfnuðu á höfði hins hávaxna Jóns Gunnlaugssonar, sem átti góðan leik og var án efa bezti maður vallarins. SLAKARI SlÐARI HÁLFLEIKUR: Það litla sem sagt hefur verið um fyrri hálfleikinn á' við um þann síðari, nema þá helzt það, að hann var sýnu slakari. Hjá hvor- ugu liðinu var um umtalsverð marktækifæri að ræða. Atli Þór Héðinsson skaut þó einu sinni í hliðarnetið í góðu færi og Davíð Kristjánsson varði gott skot frá Jóhanni Torfasyni. Seint í leikn- urn var Arni Sveinsson kominn í gott færi, en hann misnotaði það illa, og á síðustu mínútunni var mikill darraðardans innan víta- teigs KR, en það bjargaðist allt á síðustu stundu. Eins og áður hefur verið að vikið, var leikurinn slakur og fátt um fína drætti. Talsverðrar hörku gætti i leiknum og það er að verða áberandi í leikjum hjá okkur og á það ekki sérstaklega Myndir og texti: Helgi Daníelsson. við þennan leik, að eftir að leik- maður hefur brotið af sér og búið er að dæma, eru þeir að elta hver annan til þess að hrinda eða jafn- vel að „dangla" hver i annan. Slikt sem þetta er ákaflega hvim- leitt að horfa uppá svo ekki sé meira sagt. I mörgum tilfellum er erfitt fyrir dómarann að fylgjast með þessu. Þá er það áberandi og sást nokkrum sinnum i þessum leik, að leikmenn hanga í og halda hver öðrum. Væri það vissulega slæmt, ef knattspyrnan ætlar að fara að þróast í þessa átt, sem hlýtur að verða á kostnað þess, sem fólk kemur á vellina til að sjá, semsé góða og vel leikna knattspyrnu. Bæði liðin lögðu meira uppúr varnarleiknum og sat það í fyrir- rúmi að halda markinu hreinu. Sóknarleikurinn verður því meira og minna í molum, eins og berlega kom fram í þessum leik. KR lék með 8 i vörn og tvo frammi, þá Jóhann og Atla, og var þeim ætlað að hlaupa og vinna úr sendingum, sem meira og minna voru há- spörk, er höfnuðu á höfði Jóns Gunnlaugssonar. Akurnesingar léku ekki eins sterkan varnarleik, a.m.k. framan af leiknum, en þeim gekk illa að brjótast i gegnum sterkan varn- armúr KR. Matthías og Teitur áttu slakan leik, og sýndu lítið. Ungu mennirnir Arni og Karl kunna greinilega ekki við sig á mölinni, en það verður gaman að fylgjast með þeim þegar á grasið kemur. Einstakir leikmenn verða annars vart metnir eftir þessum leik, enda verður ekki öðru trúað, en að bæði liðin eigi eftir að sýna aðra og betri knattspyrnu, þegar á grasvellina kemur, sem vonandi verður í næstu umferð. Valur Benediktsson dæmdi þennan leik og gerði það með ágætum nema hvað hann hefði mátt hafa betri gætur á því þegar leikmenn eru að elta hver annan eftir að dæmt hefur verið á brot. í stuttu máli: Akranesvöllur 17. maí 1975. 1. deild (1. umferð) I.A. — K.R. 0—0 Gult spjald: Haraldur Sturlaugs- son tA Ahorfendur: 1040. Dómari: Valur Benediktsson. Litlu mufrar að Jón Alfreðsson nái þarna knettinum í góðu færi, en þeir Guðmundur Ingvason og Magnús Guðmundsson, KR markvörður eru aðeins á undan. Einkunnaoiöfin BHIIBlVlalllH IMH■ ■■■ «-■ ■ :.■ ■ ■ ___________< LIÐÍA: Davíð Kristjánsson 2 Benedikt Valtýsson 2 Björn Lárusson 2 Þröstur Stefánsson 2 Jón Gunniaugsson 3 Haraldur Sturlaugsson 1 Jón Alfreðsson 2 Teitur Þórðarson 1 Matthías Hallgrímsson 1 Arni Sveinsson 2 Karl Þórðarson 2 Hörður Jóhannesson (varam.) 1 LIÐKR: Magnús Guðmundsson 2 Guðjón Hilmarsson 2 Stefán Sigurðsson 2 Halldór Björnsson 2 Ottó Guðmundsson 2 Árni Steinsson 1 Baldvin Elíasson 1 Guðmundur Ingvason 2 Jóhann Torfason 2 Atli Þór Héðinsson 2 Hálfdán Örlygsson 1 DÓMARI: Valur Benediktsson 3 LIÐlBV: Ársæll Sveinsson 3 Haraldur Gunnarsson 1 Þórður Hallgrímsson 1 Valþór Sigþórsson 2 Friðfinnur Finnbogason 2 Snorri Rútsson 2 Örn Oskarsson 2 Karl Sveinsson 1 Sigurlás Þorleifsson 2 Sveinn Sveinsson 2 Tómas Pálsson 3 Haraldur Júlíusson (varam.) 1 LIÐ VlKINGS: Diðrik Olafsson 2 Jón Ölafsson 1 Magnús Þorvaldsson 2 Helgi Ilelgason 2 Róbert Agnarsson 2 Eiríkur Þorsteinsson 2 Gunnar Örn Krist jánsson 3 Jóhannes Bárðarson 1 Kári Kaaber 2 Stefán Halldórsson 3 Öskar Tómasson 1 DÓMARI: Baldur Þórðarson 3 LIÐ FH: Ómar Karlsson 1 Jóhann Ríkharðsson 1 Jón Hinriksson 2 Janus Guðlaugsson 2 Pálmi Sveinbjörnsson 2 Ólafur Ilanivalsson 3 ÞórirJónsson 2 Leifur Helgason 2 Logi Ólafsson 2 Helgi Jónsson 2 Viðar Halldórsson 2 LIÐFRAM: Árni Stefánsson 3 Ágúst Guðmundsson 1 Ómar Arason 1 Gunnar Guðmundsson Marteinn Gcirsson Jón Pétursson Símon Kristjánsson 1 Rúnar Gíslason I Steinn Jónsson 1 Trausti Haraldsson 1 Eggert Steingrímsson 1 Kristinn Atlason 2 DÓMARI: Eysteinn Guðmundsson 3 M N N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.