Morgunblaðið - 21.05.1975, Síða 35

Morgunblaðið - 21.05.1975, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 39 Ljósm. Hermann Stefánsson. Síðastliðinn laugardag kviknaði f vöruflutningabifreið skammt vestan við Hornafjarðarfljót. Eldurinn kom upp f stýrishúsi og brann þar allt sem brunnið gat, og einnig komst eldurinn f vöruhúsið og reyndist erfitt að glfma við eldinn þar. Bifreiðin er Ifklega ónýt. Malaysia vill eðlileg samskipti við S-Víetnam Kuala Lumpur, Malaysin, 20. maí. AP. MALAYSIUSTJÖRN reynir nú eftir diplómatiskum leiðum að koma á eðlilegum samskiptum við bráðabirgðabyltingarstjórnina i Saigon, að því er talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Kuala Lump- ur sagði í dag. Sagði hann orð- sendingar hafa farið milli ríkis- stjórnanna og þeir tólf embættis- menn fyrrverandi stjórnar S- Vietnam í Maláysiu byggju sig til Landa rækju og þorski Siglufirði, þriðjudag. I DAG kom togarinn Sigluvík hingað inn til löndunar með 80—90 tonn af fiski, sem verður unninn f frystihúsinu hér. Þá kom úr róðri einn Húsavíkurbát- anna, sem er við rækjuveiðar. Hann var með 7—8 tonn af rækju og var henni ekið héðan til Hvammstanga þar sem hún verð- ur fullunnin. Þá er þess loks að geta að Siglufjarðartogarinn Dagný fór til Húsavfkur og var að landa í dag 150—170 tonna afla sem verður unninn þar. — mj ------» ♦ ♦ ÍBK —Valur 0:0 IBK og Valur mættust í 1. deild í knattspyrnu f gærkvöldi. Leik- urinn fór fram í Keflavik og lauk honum með jafntefli 0:0. Kefl- víkingar fengu vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks sem markvörður þeirra Þorsteinn Ólafsson tók en skot hans fór í þverslá. Skotland vann 3:0 Skotar léku landsleik við Norður-Ira í Bretlandseyjakeppni landsliða í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Hampden i Glasgow og unnu Skotar 3:0. Mörkin gerðu McDougall, Daglish og Parline. Skotar hafa þar með tekið forystu í keppninni. Þeir mæta Englendingum á Wembley á laugardaginn. — Meinhof Framhald af bls. 1 að fá að ganga um fangelsisgarð- inn tveir og tveir saman, að fá að deila klefum um takmarkaðan tíma og* fá að ráðgast óhindrað meðan á réttarhöldunum stendur. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Stuttgart og Bonn vegna réttarhaldanna og hótana félaga í hreyfingunni um hermdaraðgerðir. brottfarar og hygðust fara til Bandarikjanna og Frakklands. Malaysiustjórn hefur ekki feng- ið svar frá valdhöfum í Kambódíu síðan nýja stjórnin þar var viður- kennd, að því er talsmaðurinn sagði AP-fréttastofunni. — Laos Framhald af bls. 1 að sér og félögum sínum liði mjög vel, þeir fengju nægan mat og aðrar nauðsynjar, en væri bannað að yfirgefa hús sín. Bandariska sendiráðið í Viantiane bar fram harðorð mótmæli i dag í þriðja sinn vegna meðferðarinnar á Bandarikjamönnunum, en stjórn Laos hefur þegar beðist opinber- lega afsökunar á því að þeir voru hnepptir i varðhald og lofað að hraða eftir fremstu getu tilraun- um til að fá þá lausa. — Óhöpp Framhald af bls. 2 mönnunum og voru með hótanir. Kom siðar í ljós að önnur þeirra var hlaðin og spennt og ekki annað að gera fyrir piltana en taka i gikkinn. Hefði getað hlotist af stórslys því þetta eru skaðræðisvopn, fimm skota hagla- byssur nr. 12. Piltarnir voru settir inn og kom síðar í ljós að annar þeirra hafði ýmis óupplýst af- brotamál á samvizkunni. — Aska Framhald af bls. 3 „Við ræddum við forsvarsmenn bæjarstjórnar um þessi mál fyrir skömmu," sagði Hrafn, „m.a. um staðsetningu áætlaðra flugvallar- mannvirkja og einnig það að nú ætti að fara að keyra ösku i slitlag á völlinn. Voru engar athuga- semdir gerðar við það.“ Aðspurður svaraði Hrafn því til, að hann vissi ekki til að neinn hefði verið spurður að þ'vi, hvorki Náttúruverndarráð né aðrir, þegar ákveðið var að aka ösku i flugbrautina á sínum tíma. Það hefði vantað stað til að keyra ösk- unni á og þótt hefði ágætt að aka henni i flugbrautina, því leng- ingar var þörf. Hrafn sagði, að Flugmálastjórn hefði keypt rúm- metrinn af ösku af Viðlagasjóði á 30 kr. í fyrra, en ef það þyrfti að flytja þetta efni til Eyja færi rúm- metrinn yfir 1000 kr. Kvað Hrafn stórgrýti hafa verið komið upp úr brautinni þegar ákveðið var að gera enn eina tilraun með slitlag, en ofanílag hefur ekki verið sett í flugvöllinn í Vestmannaeyjum siðan 1971. Samkvæmt sumar- áætlun Flugfélags tslands er flog- in 31 flugferð til Eyja á viku og er það mesti fjöldi ferða á einn stað innanlands. Náttúruverndarráð hefur engin afskipti haft af þessari þróun mála á Heimaey, en þegar verst hefur látið i norðanátt hafa Ofan- byggjarar, þeir sem búa sunnan flugvallarins, ekki séð út úr aug- um fyrir öskuhríð frá flugbraut- inni. Hrafn Jóhannsson kvað Flug- málastjórn hafa samið við Land- græðsluna um að reyna að sá i flugbrautarkantana, en það hefði engan árangur borið. Var það gert með flugvél. — Lénharður Framhald af bls. 17 Vonbrigði miðað við sviðsverkið Guðlaugur Jónsson: Ég veit ekki hvað skal segja. Ég sá Lénharð fógeta á leiksviði i Reykjavik fyrir mörgum árum og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með kvikmyndina miðað við samanburð á leiksýningunni í Iðnó forðum. Mér fannst þessi nýja sýning að öllu leyti tilkomu- minni. — 13. skipið Framhald af bls.40 Karlsey, skip Þörungavinnslunn- ar, Svanur og Kyndill. Talsvert umtal hefur orðið vegna samúðarverkfalls vélstjóra á kaupskipaflotanum og gætir talsverðrar óánægju með verkfallsboðunina á meðal manna á kaupskipum. Er það og sér i lagi vegna þeirrar uppbyggingar Vél- stjórafélags Islands að samkvæmt lögum þess þarf ekki félagsfund til þess að heimila stjórn og trúnaðarmannaráði að boða vinnustöðvun. Er það i valdi stjórnar og trúnaðarmannaráðs að taka ákvörðun um boðun vinnustöðvunar eða samtals 15 manna, 9 manna stjórnar og 6 manna trúnaðarmannaráðs. Hjörtur Hjartar, forstjóri skipa- deildar SlS, sagði í viðtali við Mbl. i gær, að ljóst væri, að sára- fáir ef einhverjir vélstjórar á kaupskipum hefðu átt þess kost að segja álit sitt á þessari ákvörð- un áður en hún var tekin. Morgunblaðið spurði Ingólf Ingólfsson, formann Vélstjóra- félags Islands, að því nýlega, hve margir hefðu sótt fund stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins, sem tók þessa ákvörðun um samúðarverkfallið. Ingólfur neitaði að svara þessari spurningu Mbl., en sagðist full- vissa blaðið um að ákvörðunin væri lögleg á allan hátt. Hann var jafnframt spurður að þvi, hve margir vélstjórar á kaupskipum ættu sæti í 15 manna stjórn og trúnaðarmannaráði, en því vildi hann heldur ekki svara. Um af- greiðslu verkfallsboðunarinnar hefur hins vegar heyrzt, að 11 manns hafi setið fundinn, 9 hafi samþykkt verkfallsboðun, en 2 verið á móti. — Portúgal Framhald af bls. 1 semi og tilraunir til að steypa stjórninni. Ásakanir þessar, sem voru falskar leiddu til þess að 20 manns voru handteknir fyrir meinta fasistastarfsemi. Hefur handtaka þessara manna vakið miklar deilur og óróa innan hers- ins. — Óttuðust Framhald af bls. 1 og að áhöfn skipsins sé nú i vörslu thailenzkra yfirvalda. James Schlesinger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því á fundi með fréttamönn- um i dag, að alls hefðu 5 banda- riskir hermenn fallið við björgun Mayaguez, 16 væri saknað og milli 70—80 hefðu særst þar af þrir alvarlega. Talið er að þeir sem saknað er verði taldir af eftir 1—2 daga. Talið er að um 35 Kambódíumenn hafi fallið i átök- unum. Mótspyrna sú sem Banda- rikjamennirnir mættu, er þeir réðust á land á Koh Tang eyju, var miklu öflugri en þeir höfðu gert ráð fyrir. — Minning Framhald af bls. 30 innilega samúð og bið þeim allrar blessunar. Samferðamenn hinnar látnu ágætiskonu munu ávallt minnast hennar með virðingu, ást og þökk. Ritað 16/5 1975. Ingimar li. Jóhanncsson. — Sósíalismi Framhald af bls. 4 hafa ekkert aflögu fyrir sæmi- lega máltíð. Ekki einu sinni fornan silfurkross sem aðeins „foringjis", skrítnir útlend- ingar, hafa áhuga á. Og götusalinn harmaði að hinir góðu tímar þegar keisar- inn var við völd eru liðnir. „Þá fengum við að minnsta kosti nóg að borða.“ Og hann bætti við: „Ekki fyllir þessi sósíal- ismi magann." — Yfirlýsing Framhald af bls. 4 um þvi yfir að H. S. hefur alls ekki notað aðstöðu sína sem rektor L. Sk. til að troða i okkur „litt þroskaðar sálir“ sinum eigin skoðunum. Auðvitað höfum við kynnst hans skoðunum á hinum og þessum málefnum i vetur, en einnig hefur hann kynnt okkur rækilega málin frá fleiri hliðum. Nemendur hafa verið hvattir til að koma með sinar eigin skoðanir og rökræða þær. Það ætti því að vera hverjum heilvita manni aug- Ijóst að skoðanafrelsi ríkir á skólanum og þar með engar þvinganir í trúmálum. Til dæmis má geta þess að f vetur hafa Kirkjuritið og Morgunn, rit sálar- rannsóknarmanna legið hlið við hlið í bókasafninu nemendum til aflestrar. Við viljum taka það skýrt fram að við ætlum alls ekki að blanda okkur i deilu þá sem risið hefur út af grein H. S. f Kirkjuritinu, 4. tbl. 1974, aðeins benda á að okkur finnst H. S. hafa orðið fyrir ómak- legum árásum varðandi samband sitt við nemendur. Að lokum óskum við H. S. gæfu og gengis á komandi árum með von um að hann standi af sér allar árásir. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Reykjavik, 11. mai 1975. Nemendur L. Sk. veturinn 1974—75. — Thailand Framhald af bls. 1 flóttamenn notuðu til að koma sér úr landi hefði verið skilað. Sendiherra Thailands i Washington hefur verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða og er hann væntanlegur til Bangkok á morgun. Fréttamenn telja óvist hvort sendiherrann muni snúa aftur til Bandaríkjanna, því að hér sé um að ræða mótmæli vegna aðgerða Bandaríkjanna á dögun- um. Thailendingar hafa látið i ljós vilja á þvi að Bandaríkjamenn kalli herlið sitt heim frá stöðvum í Thailandi, eins fljótt og unnt er, en það stakk nokkuð í stúf við fyrri yfirlýsingar, er Kukrit for- sætisráðherra sagði í dag, að of snöggur brottflutningur banda- rísku hermannanna gæti haft vandamál í för með sér fyrir Thai- landsstjórn, þ.e.a.s. að taka yfir flugstöðvarnar fjórar og aðrar bækistöðvar án þess að slíkt hefði verið nákvæmlega skipulagt. Mikill þrýstingur hefur verið á Thailandsstjórn af hálfu stúdenta og vinstri manna i landinu, að hún reki úr landi þá 27000 Banda- ríkjamenn, sem þar eru. Hafa talsverðar mótmælaaðgerðir farið fram til stuðnings þessari kröfu og eftir Mayaguez-atvikið hafa þessar raddir orðið mun háværari en áður og fengið betri hljóm- grunn meðal almennings. — Jafnvægi Framhald af bls. 3 og aðgerða til varðveizlu þess frjálsa markaðskerfis, sem bezt hæfði I nútlð og framtlð. Hann sagði, að þegar um væri að ræða uppbyggingu atvinnustarfsemi væri i grundvallaratriðum aðeins um tvo kosti að velja, annars veg- ar rlkisrekstur i miðstýrðum áætl- unarbúskap og hins vegar einka- rekstur, er starfaði innan frjáls markaðskerf is. Hann sagði ennfremur, að óhætt væri að fullyrða. að afskipti rikisins af verðlagsmálum hefðu með öðru leitt yfir okkur hinar verstu afleiðingar óðaverðbólgu og væri sennilega á góðri leið með að leggja frjálsan atvinnurekstur i rúst Þá lagði hann áherzlu á, að frelsi til atvinnurekstrar væri ein tegund af frelsi einstaklinganna. Gisli W Einarsson sagði, að þó að gagnrýni á ágóðasjónarmiðið hefði oftast byggzt á misskilningi og skorti á grundvallarþekkingu á markmiðum og starfsemi sam- keppnisfyrirtækja, væri Ijóst, að vegna breyttra viðhorfa yrði að taka ágóðasjónarmiðið til endur skoðunar. Skyldur stjórnenda fyr- irtækja væru ekki einungis gagn- vart eigendum fjármagnsins. Þeir hefðu sömuleiðis skyldum að gegna gagnvart öðrum aðilum eins og starfsmönnum, neytend- um, kaupendum, seljendum og þjóðfélaginu i heild. Gera mætti ráð fyrir, að þetta hefði i för með sér, að frjáls atvinnurekstur yrði að taka sjálfstætt meiri og virkari þátt i að ná félagslegum markmið- um. Siðdegis I gær fluttu erindi á viðskiptaþinginu: Dr. Þráinn Egg- ertsson, sem lýsti frjálsu hagkerfi og hlutverki verðmyndunar. Þá ræddi Guðmundur H. Garðarsson um gildi frjáls markaðsbúskapar frá sjónarhóli launþega. Prófessor Ólafur Björnsson lýsti þróun verð- lagsmála og verðlagslöggjafar slð- ustu áratugi og ræddi hver áhrif sú þróun hefur haft á atvinnuvegi og hagvöxt I landinu. Loks ræddi Ólafur Davíðsson um verðmyndun I hinum ýmsu framleiðslugreinum. Fundum viðskiptaþingsins lauk I gær með panelumræðum með þátttöku: Gisla V. Einarssonar, Geirs Hallgrimssonar, Guðmundar H. Garðarssonar, Gylfa Þ. Gísla- sonar, Halldórs Jónssonar, Jó- hanns J. Ólafssonar, Kristmanns Magnússonar, Þráins Eggertsson- ar og Önundar Ásgeirssonar. Hjólhýsi til sölu Tabbert-hjólhýsi (v-þýzkt), 15 fet að lengd til sölu. Húsið er til sýnis í Gljáanum H/F Ármúla 26 sími 66370.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.