Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Laufey Guðlaugs- dóttir—Minning HINN 13. þ.m. andaöist í Borgar- spítalanum frú Laufey Guðlaugs- dóttir, Langholtsvegi 47 hér í borg, eftir langvarandi vanheilsu. Er því enn höggvið stórt skarð í hóp vina minna og venslamanna, þar sem hin látna var tengda- móðir yngstu döttur minnar, Ásgerðar. Mér er því bæði ljúft og skylt að minnast frú Laufeyjar með nokkrum orðum, nú þegar hún er öll. — Sigríður Laufey hét hún fullu nafni og var fædd á Stokks- eyri 28. júlí 1906, dóttir hjónanna Guðlaugs Skúlasonar, Guðlaugs- sonar í Nýjabæ í Flóa og Unu Gísladóttur, Guðnasonar, bónda í Þverspyrnu, Hrunamannahreppi. PJkki kann ég að rekja nánar ættir þeirra, en veit, að þau Una og Guölaugur voru hin mestu dugnaöar- og sæmdarhjón, virt og vel metin af samtíðarmönnum sínum. Þau giftust um síðustu aldamöt, liðlega tvítug að aldri. Bjuggu fyrst á Stokkseyri en fluttu lil Reykjavíkur 1913. Ciuð- laugur var fjölhæfur verkmaður, enda mjög eftirsóltur til sjós og lands. Hann var lengi á togurum á þeim árum, sem það þótti arðbær atvinnuvegur. Una var forsjál og dugleg húsmóðir, þeim búnaðist því vel og eignuðust fljótt allstórt hús, sem þau bjuggu i tii elli. Fimm voru börn þeirra, fjórir synir og ein dóttir, sem hér um ræðir. Bræðurnir eru allir á lífi, búsettir hér í borg og hinir nýt- ustu þegnar þjóðfélags vors. Laufey ólst því upp á góðu heimili og naut í ríkum mæli ástar og umhyggju foreld-ra sinna og bræðra, enda þeirra frænd- semi góð alla tið. Laufey naut ekki annarrar skólagöngu en barnaskölans. Slikt var ekki tíska á þeim tíma, en hún vandist snemma vinnu, bæði heima og að heiman. Þannig lærði hún allt það, sem húsfreyjum í þann tíð þótti nauðsynlegt, enda bæði vinnufús og verklagin. Hún þótti t.d. ágæt saumakona og hafði ánægju af því starfi. Hinn 23. september 1925 giftist Laul'ey eftirlifandi manni sínum Ágústi Jónssyni, bílstjóra, fjöl- hæfum dugnaðarmanni, fóslur- syni sæmdarhjónanna Ólafs Gunnlaugssonar og Helgu Þor- kelsdóttur i Ártúnum í Mosfells- sveit. Þau Ágúst og Laufey hafa alltaf verið búsett hér í Reykjavík og alltaf búið i eigin húsnæði að undanskildum fyrstu 5 árunum, lengst af á Langholtsvegi 47. Mér finnst það kraftaverk fyrir barn- margan verkamann að geta eign- ast þak yfir höfuðið á kreppu- árum fjórða tugar þessarar aldar. Laufey og Ágúst hafa eignast 10 börn. Allir geta skilið hvílíkt starf er fólgið í að sjá svo stóru heimili farborða. Húsbóndinn er að vísu dugnaðarforkur og úrræðagóður en ég hygg að hann telji hlut húsfreyjunnar ekki minni, því að hún reyndist bæði hagsýn, fjöl- hæf og dugleg til verka, ástrík og umhyggjusöm móðir og eigin- kona. Heimilið var hennar heimur. Fyrir það fórnaði hún öllu lífi sínu og starfi með glöðu geði. Börn þeirra hjóna eru, talin í aldursröð: Guðlaugur Gunnar, bóndi í Stærribæ í Grímsnesi, kvæntur Halldóru Jónsdóttur. Ólafur Helgi, járnsmiður, dó 1971. Vigdís Sigurbjörg, dó í bernsku. Victor Sævar, yfirverk- stjóri hjá bæjarsimanum, kvænt- ur Ásgerði Ingimarsdóttur. Vigdís Elín, g. Magnúsi Sigur- geirssyni, bílstjóra, Skúli, iðn- verkamaður hjá Járnsteypunni h/f. Unna Svandís iðnaðarverka- mær, heitbundin Ólafi Kristófers- syni, bankastarfsmanni, Hrafn- hildur Auður, g. Stefáni Benediktssyni, starfsmanni hjá Shell. Ingi Björgvin, iðnverka- maður hjá Kassagerð Reykja- víkur, og Aldis, sem enn er heima í föðurgarði, ásamt Inga og Skúla. Barnabörnin eru orðin 15 og tvö barnabarnabörn. Ég hygg að þessi niðjahópur sé og verði traust og gott fólk, sem stendur vel í sinni stöðu. En vegna tengsla minna við þennan hóp þykir sennilega ekki hæfa, að ég hafi fleiri orð þar um. En ég vil ekki láta þess ógetið, að meiri hluti þessara systkina, barna Ágústs og Laufeyjar, starfaði með mér í góðtemplara- félagsskapnum. Yngstu systkinin voru mörg ár i barnastúku, sem ég veitti forstöðu. Öll reyndust þau fórnfús og skylduræknir starfsmenn, sem báru foreldrum sínum ágætt vitni. Fyrir það er ég þeim alltaf þakklátur, bæði mfn vegna og félagsskaparins. Betur væri að sem flestir æskumenn fetuðu þar í þeirra spor. Laufey var vel gefin og lagleg kona, prúðmannleg i framkomu, orðvör og umtalsfróm, enda vinsæl og vel metin í hvívetna. Hún átti frábærlega létta og glaða lund en var þó svo ótrúlega kjark- mikil, þegar á móti blés. Félags- lynd var hún að eðlisfari og starf- aði í kvenfélagi safnaðar síns og Styrktarfélagi vangefinna. Segja má, að Laufey rétti hverju góðu málefni hjálparhönd eftir mætti, enda- trúuð kona, þótt hún hefði ekki mörg orð þar um. En þar mun hún hafa styrks leitað í and- streymi lifsins. Og eins og að framan sést, komst Laufey ekki framhjá erfiðleikum á langri Ieið. Tvö börn sín missti hún. Annað þeirra, Ólafur, var veikur árum saman, þar til yfir lauk. Móðir Laufeyjar lamaðist og lá mörg ár rúmföst. Laufey kom iðulega til hennar og hjálpaði gömlum föður sínum við hjúkrunina. Sjálf veikt- ist Laufey af þrálátum hjarta- sjúkdómi fyrir nær tveim tugum ára og bar þann kross ævilangt. Tvisvar sinnum fóru þau hjón er- lendis í læknisleit og oft var Laufey lengi á sjúkrahúsum hér, sárþjáð. Oft héldu ástvinir hennar, að síðasta stundin væri að koma, en aftur og aftur sigraði lífsþrek sjúklingsins, lífsgleði og bjartsýni, svo að hún gat aftur stundað störf sín. En að lokum bilaði þrekið. Fyrir rúmum fimm vikum fór Laufey enn á sjúkra- hús og átti ekki afturkvæmt. En hún talaði lítið um sínar eigin þjáningar. Hugurinn var allur hjá ástvinum hennar, eiginmanni, börnum og fjölskyldum þeirra. Hún var þeim öllum kær og þau henni. Þar bar aldrei skugga á. Mér er það t.d. vel kunnugt að dóttir min, Ásgerður, og Laufey voru miklir vinir, því að hún var elskuleg tengdamóðir og amma. Það er sannleikur, sem einn vin- ur Laufeyjar sagði, að hún var ein af þessum hljóðlátu hetjum hversdagslífsins. Það verða margir, er sakna vinar í stað nú þegar frú Laufey er horfin af sjónarsviðinu og þeir mest, sem stóðu henni næst. En ekki tjáir um að fást. Öll förum við þessa leið að lokum. Valdi dauðans verða allir að lúta. Og þegar heilsan er farin, er hann kærkominn gestur. En þegar vinur deyr, mun það vera ein besta huggunin að hugsa um það sem var — og þakka forsjóninni fyrir að hafa átt samfylgd góðs vinar mörg ár. Svo mun og verða við brottför umræddrar ágætis- konu. — Hér læt ég staðar numið. Með línum þessum votta ég ástríkum eiginmanni og öllu skylduliói frú Laufeyjar Guðlaugsdóttur Framhald á bls. 39 t PETRlNA berta ólsen Hamarsstfg 37 Akureyri lést á Landakotsspítala 5. þ.m.. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum af alhug auðsýnda sam- úð. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Ásta Vilhjálmsdóttir, Kristján Guðmundsson Sesselfa Eldjárn. S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholti 4 Slmar 26677 og 14254 Eiginkona mín t KRISTJANA JÓSEFSDÓTTIR. frá Görðum Aðalvfk, Laugarnesvegi 106. Reykjavík, andaðist í Landakotsspftalanum aðfaranótt 1 8. maí. Betúel Jón Betúelsson. Útför, JÓNU GUORÚNAR SIGUROARDÓTTUR, Njálsgötu 81, er andaðist 1 3. maí s.l. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. maí kl 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Einarsdóttir. t Maðurinn minn ALFONS GÍSLASON frá Hnífsdal andaðist I Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 1 9. maí. Helga Sigurðardóttir t Eiginmaður minn, JÓN Ó. NIKULÁSSON skipstjóri, Ljósheimum 20, andaðist i Landspítalanum mánudaginn 1 9. mai Fyrir hönd vandamanna, Margrét Kristinsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ODDUR G. RÖGNVALDSSON Vesturgötu 56 lést mánudaginn 1 9. mai á Borgarspitalanum. Arndís Ólafsdóttir Ólafur Guðni Oddsson Ragnhildur Gunnarsdóttir Þórður Oddsson Hildur Marfasdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN NfELS JÓHANNSSON, Skólavörðustíg 17b, andaðist á Borgarspítalanum 18. maí. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 3. Vilborg Guðjónsdóttir, Bjarni Á. Jónsson, Kristjana Stefánsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Gfsli G. Hafliðason, Guðný Ýr Jónsdóttir, Þurfður J. Jónsdóttir, Gylfi Baldursson, Kristfn H. Jónsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson. og barnabörn. t Sonur minn, RAFNSVAVARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 22. maf kl. 3 e.h. Þórunn Guðmundsdóttir t KRISTMUNDUR GfSLASON rafvirkjameistari, Óðinsgötu 8b, Reykjavfk verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. maf kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeir sem vildu minnast hins látna, láti Ifknarstofnanir njóta þess. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts móður- minnar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, frá Hemru. Guðrún Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Bjarni Einar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson. t Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og húsbónda mfns, ÞÓRÐARGUONASONAR, Hvftanesi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði handlæknis- deildar IV A Landspftalans. Guðni Þórðarson, Sigrún Jónsdóttir, Björn Þ. Þórðarson, Lilja Ólafsdóttir, Sturlaugur Þórðarson, Herborg Antonfusdóttir, Eva Þórðardóttir, Magnús Hafberg, Aage Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.