Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1975 23 ...-...... ' ' I Umrœður um fóstureyðingar Rut Magnúsdóttir: Að girnast og njóta Árið 1975 hefur verið gert að „Kvennaári" í þeim góða til- gangi að vekja athygli á málefn- um og hagsmunum kvenna, sem eru helmingur alls mann- kyns, og búa við afar misjöfn kjör viða um heim. Svo gerist það hér á okkar litla landi, að fámennur hópur kvenna not- færir sér aðstöðuna til þess að gera að aðalmarkmiði og hápunkti í svokallaðri baráttu kvennaársins slagorð sitt: kon- an krefst þess að fá fullan rétt yfir likama sínum — rétt á frjálsum fóstureyðingum. Nú orðið hefur hver einasta stúlka, eldri en 11—12 ára, heyrt talað um frjálsar fóstureyðingar. En að hvers konar myndum verður þetta í ómótuðum huga þeirra? Það er svo þægilegt og auð- velt: 1 Stúlkan getur lagzt með hvaða pilti, sem henni sýnist. Og ef pillan bregzt, eða þykir of dýr eða torfengin — þá skrepp- ur stúlkan bara á spítala stutta stund. Þá er allt í lagi, og mað- ur getur skemmt sér áfram, alveg áhyggjulaus. Er þá allt í lagi? En hvað verður um tilfinningalíf þess- ara stúlkna eftir nokkur ár? Þær hafa aldrei þurft að taka á sig ábyrgð gerða sinna — en ábyrgðarleysi fylgir öryggis- leysi, og síðast örvænting. Þær eru ófærar um að elska og verða sjálfum sér og öðrum til ógæfu. II. En konurnar, sem berjast fyrir frumvarpinu, sérstaklega fyrir 9. gr. um fullan sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna — stefna þær ekki að göfugu marki? Einstaklingsfrelsi og jafnrétti kynjanna eru fögur orð. Fyrrum var sagt um barns- hafandi konur: Hún gengur ekki kona einsömul. Þetta lýsir nákvæmlega ástandi hennar til likama og sálar. Það lif sem hún gengur með, er ekki einungis hennar lif, heldur einnig líf mannsins, og auk þess sjálfstæður einstaklingur. Tilvera þessa nýja lifs hefur áhrif og gjörbreytir allri tilveru hennar, og þetta gerir það frá fyrstu stundu, sem hún er viss um það. Þessi tilfinning á ræt- ur sinar í innsta eðli konunnar — en innsta eðlið getur yfir- skyggzt af öllum þeim fjölda stórra og fagurra orða, sem á hana dynja: einstaklingsfrelsi, til dæmis. En hvað er einstaklingsfrelsi á kostnað annarra? Hvar er ein- staklingsfrelsi allra þeirra margra, .sem biða eftir sjúkra- húsrúmi vegna sjúkdóma? Þeir mega gjarna biða enn lengur, af þvi að fóstureyðingar þola enga bið, en verða að ganga fyrir öllu. Og hvað um einstaklings- frelsi hins ófædda? III. Hver kona gefur hluta af sjálfri sér með hverju barni, sem hún fæðir. Á sama hátt deyðir hún hluta af sjálfri sér með fóstri, sem hún getur fengið „löglega eytt að eigin ósk“, því verður ekki um villzt. Til eru skýrslur, sem eiga að sanna, að viss hundraðshluti kvenna, sem fengið hafa fóstur- eyðingar, hafi ekki orðið fyrir neinum teljandi andlegum og/eða líkamlegum áföllum. En hvað eru „teljandi áföll“? Og hver veit um allar óhamingju- stundir, og hver veit um öll þau áfengis- og lyfjavandamál, sem koma til sögunnar árum eða jafnvei áratugum seinna? Þau -eru beinar afleiðingar, en komast aldrei á skýrslur. IV. En svo er það röksemdin, sem alltaf má beita og vera viss um áheyrn: Övelkomin börn eiga ekki að fæðast. Þá er það skylda okkar, og ber að stefna að því af öllum krafti, að öll börn, sem eiga að fæðast, verði velkomin í þennan heim. Börn krefjast fórna. En að fórna einhvérjum af sinum eigin kröfum er holl- ara fyrir mann, en að fá þær allar uppfylltar. Piltur og stúlka, sem verða fyrir því „óhappi" að hún verð- ur ófrísk, verða hvorugt að meiri mönnum með þvi að fá fóstureyðingu eftir næstu helgi. Áftur á móti geta þau bæði orðið að betri einstakling- um, betri þjóðfélagsþegnum og hamingjusamari manneskjum með þvi að ala upp barnið sitt i sameiningu. Ef einhverra löggjafa er þörf, þá ætti hún að stefna i þessa átt frekar en að frjálsum fóstur- eyðingum. V. Við lifum i þjóðfélagi allsnægta, velferðar, tækninn- ar — og okkur er kennt að gera takmarkalausar kröfur til lifs- ins á öllum sviðum. Af öllum boðorðunum tíu, sem mörgum finnast úrelt nú á dögum, þykir langómerkilegast það, sem byrjar: þú skalt ekki girn- ast... Þú skalt einmitt girnast og njóta alls þess, sem þú kemst yfir. Það er boðorð nútímans: að girnast og njóta — en i þessu tilfelli á kostnað hins ófædda lífs. Allir vita, að það eru ýmsar leiðir til að forðast barneignir, allar betri en fóstureyðingar. Allir vita líka, að heimurinn er þegar fullur af börnum, sem fá misjafnt atiæti til líkama og sálar, og að um þau þarf að hugsa fyrst og fremst. En fáir virðast hugsa um það, að það afl, sem dregur karl og konu hvort að öðru, má nota til betri hluta en að koma af stað vandamálum, sem leiða þurfa til fóstureyðinga. Framhald á bls. 28 frjálsar fóstureyðingar. Sumar þjóðir eru að þrengja löggjöf sína i þessum málum á ný vegna geysilegrar fjölgunar fóstureyðinga og af einhverju hlýtur það að stafa: Konur hætta nefnilega að lita á fóstur- eyðingu sem neyðarúrræði, heldur lita á hana sem þægilega lausn á tímabundnum erfiðleik- um. Því hefur verið til svarað, að konur, sem notfærðu sér fóstureyðingar á þann veg, væru ekki færar um að verða mæður. Þarna er á ferð eitt þægilegt slagyrði til viðbótar, sem er út í hött. Þetta gefur frekar tii kynna, að siðfræði almennt og virðing fólks fyrir lífinu og líkama sínum fari þverrandi, þegar það hefur þessa Ieið í bakhöndinni og líti hér hver í eigin barm. Einnig með óvelkomnu börnin: Tel ég vist, að fleiri en ég þekki dæmi þess, að fólk hafi innilega óskað sér varna, sem svo hafa alls ekki verið velkomin, er þau komu. Það má því teljast furðu- legt, að vel upplýst fólk skuli slá um sig með þvílikum gaspuryrðum. Þá er og að nefna þau dæmi, sem „baráttusamtökin" taka máli sínu til stuðnings, en þau hafa það sameiginlegt, að vera flest komin til ára sinna. Hafa þessir aðilar lagt fram tölur um fjölda fóstureyðinga t.d. á árinu 1973? Nei, það hafa þeir ekki gert, en ljóst er, að fóstúreyð- ingum hefur fjölgað mjög veru- lega hér á landi undanfarin ár (um 108% frá 1969) og að yfir- völd hafa rýmkað mjög leyfi á fóstureyðingum, svo að segja má, að þar sem þörf er, sé fóst- ureyðing veitt. Ekki dettur mér í hug frekar en öðrum að bera á móti því, að sorgleg mistök hafa átt sér stað og að óafsakanlegt er áreiðanlega í mörgum tilfell- um, hvernig sumar konur hafa verið látnar fæða af sér börn án þess að þær væru færar um og synjað um leyfi til fóstur- eyðinga, þegar víst þótti, að barnið yrði vanheilt. Þessum dæmum verður hins vegar ekki haldið fram til lengdar með nokkurri sanngirni, þar sem nú er margfalt auðsóttara að fá fóstureyðingu en t.d. fyrir 4 árum og sýna tölur það afdrátt- arlaust. Samkvæmt upplýsing- um, sem ég hef aflað mér, voru árið 1969 framkvæmdar 107 fóstureyðingar á Fæðingar- deild Landspitalans, en 223 árið 1973. Hins vegar er vert að hug- leiða eitt: Mundu frjálsar fóst- ureyðingar koma í veg fyrir, að vanhéil börn fæddust eða kon- ur, sem lítt eða ekki væru færar um að ganga með og fæða af sér börn, gerðu slikt? Það leyfi ég mér að stórefast um, enda erum við öll „misvitur" og sjáum ekki allt fyrir. Fullkomlega frjálsar fóstureyðingar mundu sennilega oft skapa meiri sál- rænan vanda hjá konum, en þeim væri ætlað að leysa. Fjarstæðukennt er einnig að halda því fram að læknirinn vilji ekki láta „valdið“ af hendi; „að hann vilji ráða“, rétt eins og börn væru að rifast um súkkulaðimola. Getur nokkur imyndað sér, að þetta sé eftir- sóknarvert „vald“? Læknir vinnur að þvi er ég bezt veit eið að því að vernda lif i sínu starfi og hann ber ábyrgð á sinum gerðum gagnvart sjúkl- ingnum og gagnvart samfélaginu. Læknirinn er einnig sá aðili, sem í þessu máli fjarlægir hálfþroskað líf úr likama móðurinnar og deyðir það þannig. Fóstrið ER lif og það verður einnig að hafa for- svarsmann, og þyki lækni ástæðurnar til eyðingar þess of litlar, ber honum að geta ráðið þar einhverju um. Ég álit, að meðalvegur i þess- um efnum sé hið eina verjan- lega. Hér getur aldrei verið um réttindi konunnar einnar að ræða, heldur og réttindi fóst- ursins, sem HLÝTUR að hafa þau sjálfsögðu mannréttindi að fá að haldalífi, sé það kleift. Þætti mér heldur ekki óliklegt, að þær konur, sem kannski þyrftu helzt af efnahags- og heilsufarsástæðum að losna við Framhald á bls. 28 Fóstureyðing — atriðið, sem gleymdist Kjartan Norðdahl: I þeim fjölmörgu umræðum og skrifum um fóstureyðiga- málið, sem átt hafa sér stað í öllum fjölmiðlum landsins, hefir farið furðulítið fyrir þeim þætti málsins, sem mér virðist vera höfuðatriði þess. Það er rætt um vald eða per- sónufrelsi, það er rætt um iæknisfræðilegar ástæður, félagslegar ástæður, efnahags- legt misrétti og það er rætt um pólitiskt og þjóðfélagslegt ástand, það er rætt um allt í sambandi við fóstureyðinga- málið nema það, sem hlýtur að teljast höfuðatriði þess, en það er spurningin: Hvenær hefir möguleikinn ný mannvera breytzt i staðreyndina ný mann- vera? Mig hefir lengi langað til að heyra rökstutt álit sérfróðra manna t.d. lækna og liffræð- inga á þessu furðuverki náttúr- unnar. Sköpun nýs einstakl- ings, þ.e. á hvaða augnabliki tilvera nýs einstaklings er orð- in staðreynd. Nú gafst kjörið tækifæri. Það átti að ræða um hið vandmeð- farna mál, fóstureyðingu. Það átti að ræða það i sölum hins háa Alþingis. En hvað gerist? Ailt þetta merkisfólk, sem látið hefir álit sitt i ljós, gerir varla meir en rétt tæpa á þessu aðal- atriði. Núna síðast á miðviku- daginn 16. apríl, var e_nn einn þatturinn um_ fóstureyðinga- málið. Umræður i sjónvarpi. Þegar rætt hafði verið fram og aftur um málið og alltaf um þessi sömu atriði, fór ég að hugsa um, hvort stjórnandi þáttarins ætlaði virkilega að skiljast svo við hann, að minnast ekkert á þetta atriði (hvenær fóstrið sé orðið ein- staklingur), en þá, alveg í lok- in, segir blessaður stjórnand- inn e-ð á þá leið, að nú sé þætt- inum að ljúka en áður vilji hann leggja fyrir læknana tvo spurningu, sem ekki hafi verið rædd áður I þættinum, en það sé þetta. Hvenær verður fóstrið maður, einstaklingur, hvar eru mörkin? Ég settist upp og ætlaði nú aldeilis ekki að missa af neinu og beið spenntur eftir því, hvað læknarnir segðu nú. En viti menn! Annar þeirra segir, að hann geti ekki skilizt svo við þennan þátt að minnast ekki aðeins á eitt atriði en það sé þetta, að sumar konur hafi farið til Bretlands til að láta eyða fóstri og aug- Ijóst sé, að um óréttláta mis- munun geti verið að ræða eftir efnahag. Um þetta spunnust dá- litlar umræður og sagði hver þátttakandi sitt, en loks var því lokið og ég beið þess, að stjórn- andinn ítrekaði spurningu sina, en hvað þá? Nei, onei, hann sagði stutt og laggott, að nú væri þættinum lokið. Það fékkst ekkert svar við því, hvenær fóstrið væri orðið maður, eða eins og mætti orða það, hvenær möguleikinn ný mannvera væri orðinn stað- reyndin ný mannvera. Ég á bágt með að trúa þvi, að menn skilji ekki að svarið við þessari spurningu er auðvitað meginatriðið í öllu málinu. Eða hvers vegna eru allir svona sammála um, að fóstureyðing sé alltaf neyðarúrræði? Svari nú hver fyrir sig af samvizku- semi. Hvers vegna neyðarúr- ræði? Ef, ég segi ef, fóstrið er ekki orðið einstaklingur strax við getnaðinn, hvers vegna er það þá svona mikið neyðarúr- ræði að láta nema það á brott? Læknar virðast sammála um að áhættan se' ekki mikil, ef fóstureyðing er framkvæmd nógu snemma. Ég þori óhrædd- ur að fullyrða, að vissu menn fyrir vist, að fóstrið yrði ekki staðreyndin nýr einstaklingur fyrr en eftir t.d. 12 vikur frá getnaði, þá þætti það alls ekkert neyðarúrræði þó að fóst- ur væri fjarlægt innan þess tíma. En það er einmítt þessi tilfinning manna, að með fóstureyðingu sé verið að stöðva framþróun einstaklings, ljúka lifi nýrrar mannveru, sem veldur því að alltaf er talað um fóstureyðingu sem neyðar- úrræði, annars væri ekki ástæða til að kalla hana neyðar- úrræði. Ég á enga ósk heitari í sam- bandi við þetta mál en að fá skýrt og greinilega fram álit manna á þvi, hvenær telja megi að nýr einstaklingur, ný mann- vera, sé orðin staðreynd en ekki aðeins möguleiki. Á því veltur öll afstaða manna til þessa mikilvæga máls. En hver getur i raun og veru svarað þessu? Er möguleikinn orðinn staðreynd strax á getnaðaraugnablikinu, eða eftir 12 vikur, eða þegar hjartað fer að slá, eða þegar heilinn fer að starfa, eða eftir fæðinguna, þegar fóstrið (barnið) er úr tengslum við móðurina? Hvenær? Já, það er vist ekki auðvelt að svara þessu. En þegar ég hér með bið menn vinsamlegast að ígrunda þetta vel og vandlega, vil ég um leið óska þess, að menn hafi tvennt i huga. Það fyrra er þetta: Alveg eins og að maður, sem grunaður er um glæp, skal álit- inn saklaus þar til sekt hans er sönnuð, og þangað til verður að bíða með dóminn, eins held ég verði að lita á fóstrið. Þangað til annað hefir verið sannað, verður að lita svo á að mögu- Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.