Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 36
ai<;lVsin<;asíminn kh: 22480 AUGLÝSINCiASÍMINN ER: 22480 JfiorcunMíitní) MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Ljósm Mbl. Friðþjófur. 13. kaupskipið stöðvast í dag SAMNINGAFUNDUR hafði ekki í gærkveldi verið boðaður í kjara- deilu togarasjómanna og Félags íslcn/kra hotnvörpuskipaeigenda og er nú alllangt liðið frá því er síðast var haldinn fundur. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd FlB nema kröfur yfirmanna á togurunum 7,4 milljón króna útgjaldaaukningu að meðaltali á hvert skip, en kröf- ur undirmanna, sem þó eru helmingi fleiri en yfirmenn, nema samtals um 4 milljón króna útgjaldaaukningu á hvert skip. Sú tala myndi þó hækka óhjákvæmilega, ef gengið yrði að kriifum yfirmanna. Samtals nem- ur því útgjaldaaukning vegna krafna togarasjómanna rúmlcga 11 milljónum króna á hvert skip, sem samtals eru 22. llcildarút- gjaldaaukning togaraútgerðar- innar yrði því um fjórðungur milljarðs, ef að kröfunum yrði gengið. eyri, en mun stöðvast á sunnudag, er skipið kemur til Reykjavíkur. Ekkert skipa Hafskips hefur enn stöðvazt vegna verkfallsins, en Laxá verður fyrst til að stöðvast, er væntanleg til Reykjavíkur hinn 24. maí, Langá kemur 2. júní, en Hvítá, Selá og Skaftá eru væntanlegar um 5. júní. Þá hefur eitt skip Skipadeildar SÍS stöðvazt, Stapafell. Þá hafa þrjú önnur flutningaskip stöðvazt, Framhald á bls. 39 Morgunblaðsmenn skruppu út I Skrúð um hvítasunnuhelg- ina. A lcið sinni til Reyðar- fjarðar hittu þeir fyrir þennan hreindýrahóp í Fagradal og var hann að sjálfsögðu mynd- aður. Sjávarútvegsráðherra: Samúðarverkfall vélstjóra á kaupskipaflotanum hefur nú þeg- ar stöðvað 12 kaupskip og hið 13. mun bætast í hópinn í dag. Sex Eimskipafélagsskip hafa þegar stöðvazt, en þau eru: Reykjafoss, Irafoss, Ljósafoss, Álafoss, Mána- foss og Askja, og i dag stöðvast Selfoss. Urriðafoss er væntanleg- ur á fimmtudag og mun þá stöðv- ast. Af skipum Skipaútgerðar rikisins hefur Hekla stöðvazt og nú er Herjólfur að stöðvast, þar sem skipið er að fara í slipp, en það hefur þó haft heimild til þessa að flytja mjólk og annan varning til Vestmannaeyja á undanþágu. Esja er nú á Akur- Friðun veiðisvæða vegna smá- fiskadráps kemur til greina MATTHIAS Bjarnason sjávarút vegsráðherra tjáði Morgunblað- inu I gær, að allt eins kæmi til greina að friða ákveðin veiði- svæði ef það sannaðist að smá- Umfangsmikið hasssmygl 1 rannsókn — 2 í varðhaldi FlKNIEFNADÖMSTÖLLINN i Reykjavlk vinnur nú að rannsókn á umfangsmiklu hassmáli sem upp komst í síðustu viku. Hafa tveir piltar um tvítugt verið úr- skurðaðir í allt að 15 daga gæzlu- 9skipseldu fyrir 13,3 millj. króna Síldarverð í Danmörku er ákaflega misjafnt um þessar mundir, en ef síldin sem seld er þykir góð fæst ákaflega hátt verð fyrir hana. Til dæmis fékk Súlan EA 93 krónur fyrir hvert kg. í gærmorgun er skip- ið seldi I Hirtshals. 1 gær seldu 9 skip I Hirtshals og Skagen, alls 383.3 lestir fyrir 13.3 millj. kr. og var meðalverðið kr. 34.76. Skipin, sem seldu i gær voru þessi: Rauðsey AK 50.6 lestir fyrir 2 millj. kr., Óskar Magnússon AK 73 lestir fyrir 2.1 millj. kr., Arni Sigurður AK 26 lestir fyrir 450 þús. kr., Súlan EA 11 lestir fyrir 1 millj. kr., Fifill GK 88 lestir fyrir 2.5 millj. kr., Ásberg RE 9 lestir fyrir 290 þús. kr., Helga 2. RE 60 lestir fyrir 2.6 millj. kr., Reykjaborg RE 13 lestir fyrir 350 þús. kr. og Guðmund- ur RE 52 lestir fyrir 1.9 millj. kr. varðhald á meðan rannsókn máls- ins fer fram. Þeir eru báðir ís- lenzkir. Arnar Guðmundsson, fulltrúi hjá dómstólnum, tjáði Morgun- blaðinu í gær, að s.l. fimmtudag hefði komizt upp um tilraun til að flytja inn hass frá Danmörku. Rannsókn málsins hófst þegar og hafa mjög margir verið yfirheyrð- ir vegna þess. Arnar sagði að á þessu stigi málsins væri hægt að meta umfang þess með fullri vissu og þvi vildi hann engar töl- ur nefna um magn á hassi. Kvað töluverða vinnu vera eftir við rannsókn málsins. fiskadráp væri óvenjumikið á umræddum svæðum. Ráðherra lét svo um mælt í tilefni fullyrð- inga fiskifræðinga og skipstjóra um óhemju mikið smáfiskadráp á svæðum útaf Norður- og Norð- vesturlandi. Ráðherrann lét þess hins vegar getið, að ráðuneyti hans hefðu engar skýrslur né tillögur borizt frá Hafrannsóknastofnuninni. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgina, fá íslenzkir tog- arar geysimikinn smáfisk á veiði- svæðunum úti fyrir Norður- og Norðvesturlandi. I einstaka hali hafa reynst allt að 82.4% talinna fiska undirmáls- og smáfiskur. Vegna þessa máls hafði Morgun- blaðið samband við Sigfús Schopka fiskifræðing og spurði hann hvort Hafrannsóknastofn- unin myndi leggja fram einhverj- ar tillögur i átt til friðunar á þessum svæðpm. Sigfús Schopka sagði, að enn sem komið væri hefðu þeir eink- um Kolbeinseyjarsvæðið í huga. Hafrannsóknastofnunin ætti eftir að fá skýrslu frá Vilhjálmi Þor- steinssyni fiskifræðingi sem verið hefði um borð í einum togaranna og gert mælingar. Friðun á þess- um slóðum gæti ekki átt sér stað i einu vettfangi, en málið væri allt í undirbúningi, í sambandi við frekari útfærslu landhelginnar. Þegar Strandagrunnið hefði verið friðað f fyrra, hefðu brezk veiði- skip veitt þar áfram, og því væri það til lítils að banna islenzkum skipum veiðar, þegar annarra þjóða skip gætu sópað upp aflan- Laxveiði hófst í LAXVEIÐI hófst i gærmorgun með því að net voru lögð i Hvitá I Borgarfirði. Fékkst ekkert í fyrstu lögn enda áin tær og köld. Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri sagði i gær, að enn sem komið væri, mætti aðeins veiða gœr i Hvítá og yrði svo fram til 1. júni, en þá yrðu nokkrar ár opnaðar. — Hins vegar hefði verið tilhneiging i þá átt síð- ustu ár að færa opnunartíma ánna eilítið aftur, og því ekki víst að allar ár yrðu opnaðar 1. júní, sérstaklega þar sem þær væru nú mjög kaldar. Tíeyringur seldist á 48 þúsundföldu nafnverði! Guðmundur listaverkasaii Axelsson Klaustur- Menntamálaráðherra: Útgáfa orðabókar stöðvuð Reglur um stafsetningu endurskoðaðar „Það verður nú fljótlega skipuð ný nefnd íslenzkusérfræðinga til að endurskoða reglurnar um staf- setningu og við höfum látið stöðva útgáfu islenzkrar orðabók- ar vegna þessa," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra I samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskrift 33 þingmanna, sem vilja láta taka upp aftur gömlu stafsetninguna þar sem Z er m.a. í ritmálinu. „Annars er fremur lítið um þetta að segja á þessu stigi,“ sagði menntamálaráðherra, „eftir bréf hundraðmenninganna var farið að kanna þetta mál betur og það má segja að frumvarpið, tillagan og undirskriftirnar hafi ýtt undir nánari skoðun á þessu máli. Al- þingismenn hafa áréttað vilja sinn með þessum undirskriftum, fram hjá því verður ekki litið og málið því skoðað upp á nýtt. Akvörðun í hraðað, því þessu þetta máli verður sr vandræða- ástand, kostar heilabrot, vinnu og peninga.'1 Menntamálaráðherra kvað það hafa komið til tals hvort stöðva ætti um stund útgáfu hjá Ríkisút- gáfu námsbóka, en ekki þótti það ráðlegt. Hins vegar var stöðvuð útgáfa á íslenzkri orðabók fyrir grunnskólakennslu, en hún var rituð eftir nýju reglunum. Hand- ritið var tilbúið í setningu, en verður nú látið bíða frekari ákvörðunar. Hins vegar hefur verið unnið samkvæmt áætlun við útgáfu barnaskólabóka. hólum hélt myntuppboð í Tjarnarbúð á laugardaginn og var þar margt um mann- inn. Mörg verðmæt mynt var í boði og voru dæmi þess, að peningur væri seldur á 48 þúsundföldu nafnverði. Þetta dæmi er 10 eyringur frá árinu 1925 sem sleginn var á 4 þúsund krónur að viðbættum 20% söluskatti eða samtals 4800 krónur. Grænn 500 króna seðill sem tekinn var úr umferð 1948 var sleginn á 52 þúsund krónur að viðbættum söluskatti eða samtals á 62.400 krónur. Þykkur túkall frá árinu 1966 var sleginn á 12 þúsund krónur og 5 og 10 króna seðlar frá árinu 1885 voru slegnir á 40 þúsund krónur hvor. Tveir ríkisskildingar frá 1885 voru slegnir á 2 þúsund krónur hvor. Minnispeningur Jóns Sigurðsson- ar frá 1961 fór á 48 þúsund krón- ur og minningarskjöldur um Sig- urð Nordal frá árinu 1966 fór einnig á geypiháu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.