Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAI 1975 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Gleðjist gumar VÆRI maður spurður hvað honum þætti minnisverðast frá liðnum vetri á sviði menningar- málanna hérlendis kynni hon- um að vefjast tunga um tönn. Út komu nokkrar þokkalegar bæk- ur en fáar eða engar framúr- skarandi eða líklegar til langlíf- is. Leikhúsin ganga eins og smurð vél og njóta friðar og öryggis, þar rikir staðviðratími. Umræður um listamannalaun urðu með minna móti en þeim mun meiri um viðbótarritlaun svo ekki hallast áþar. Sem sagt: fátt nýtt. Menningarknörrinn marar á útsævi þar sem hvergi sér til stranda, hver aldan er annarrí lík og engin greinileg stefnumið blasa við augum. Stundum ber við að einhver stígur fram eins og skipstjóri i brú og vill fara að miða okkur út og síðan að gefa stefnu. Sem betur fer er skútan þannig gerð að margir geta stýrt í einu og hver i sína áttina eða réttara sagt — halda sig geta það. Ann- ars væri farkosturinn líklega búinn að steyta á einhverri flat- ey með sinn dýrmæta farm inn- anborðs og yröi ekki stjakað þaðan upp frá því. Vaktaskipti hafa orðið í brúnni hjá ríkisfjölmiðlunum. Ekki hefur þó orðið vart breyttrar stefnu enn sem komið er. Allmörg ár eru nú liöín síð- VORIÐ ætlar að verða seint á ferðinni að þessu sinni. Kulda- köstin ganga yfir hvert af öðru með nokkru millibili, svo að sá gróður sem lifnað hefur fölnar og hverfur. Farfuglarnir sem fylltu loftið söng kúra nú hljóðir og þannig er eins og allt hafi stöðv- azt nú um tíma. Frost er um nætur og nálægt frostmarki um hádaginn. Allur fénaður er að sjálfsögðu á gjöf ennþá, enda jörði.i sinuhvít og gróðurlaus. Nú er sauðburðurinn á næsta leiti og er reyndar lítilsháttar byrjað að bera sums staðar og á allsstaðar að vera kominn í fullan gang fyrir og um hvítasunnu, vonandi verð- ur norðanbálið þá gengið niður, er sýnt er að fé verður að gefa nokkuð ennþá. Allmikið hefur verið flutt af áburðí en hefur gengið hægar en æskilegt væri, þvi hér hefur verið framkvæmd hin árvissa vegabót, sem sagt þungatakmörk á vegum, og miðað við 7 tonna öxulþunga. Bílar sem Alsír verði full- trúi S-Víetnams NÝJA bráðabirgðabyltingar- stjórnín í Saigon hefur sent form- lega tilkynningu til bandaríska utanríkisráðuneytisins þess efnis að hún óski eftir að Alsir taki við stjórn sendiráðs Suður-Víetnams í Washington og 'verði fulltrúi hinna nýju stjórnvalda þar. Var tilkynningin send eftir venjuleg- um diplómatiskum leiðum og hafði verið búizt við henni í nokkra daga. Fram hefur komíð í ræðum hinna nýju valdhafa í Suður- Víetnam að þeir séu albúnir að taka upp stjórnmálatengsl við öll ríki þar á meðal Bandaríkin. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur staðfest að það hafi feng- ið orðsendinguna og sagði tals- maður þess að hún væri í athug- un. an þar var tekið að gefa nokk- urt rúm fyrir umræður um bók- menntir. I fyrstunni voru þær fjölbreyttar og stundum nokk- uð fjörugar en hafa orðið ein- hæfari og daufari með hverju árinu sem liður. Enda hafa stofnanirnar í reynd firrt sig ábyrgð á þeim með þvi að fela þær fólki sem er þeim annars allsendis óvandabundið. Islensk bókmenntaiðja er fjölbreytt þó afraksturinn sé ekki alltaf fyrsta flokks. En sé hún skoðuð frá einungis einu sjónarhorni er hætt við að myndin af henni verði jafnvel ennþá drungalegri en efni standa til. Og það er nú einu sinni lögmál að einhliða um- ræður, þar sem allir eru á sömu skoðun, verða alltafleiðinlegar og útkoman vcrður: hálfsann- leikur. Jafnvel miðaldamenn gerðu sér það ljóst og körpuðu eins og þeir ættu lífið að leysa um hégóma ef ekki mátti hrófla við stóra sannleika. Tími spádóma er ekki liðinn. Völvur rýna inn í framtíðina um áramót því hátíð er til heilla best (athyglisvert að konur skuli nú á tímum vera meiri spámenn en karlar). Spáð er um flóð, eldgos, stríð og trúlof- anir en menningin látin liggja milli hluta. Hún er orðin hluti við venjulegar aðstæður geta flutt 12 tonn mega ekki flytja nema brot af því, en slíku sporti hafa menn ekki ráð á í dag. Að sjálfsögðu verður áburði ekki dreift fyrr en veðurfar breytist. Nokkur klaki er ennþá i jörðu og þar af leiðir að allt hefur orðið mjög blautt þegar rignt hefur, en það hefur einmitt rignt mikið á milli kuldakastanna. Nú eru skólar yfirleitt að ljúka störfum og koma þá nemendurnir til starfa á heimilunum, þeir sem eiga heima í sveitum. Víða er fólk fátt á bæjum og ærin verkefni fyrir fleiri hendur á þeim mikla annatíma sem sumarið er i sveit- um. Nokkuð er áformað að grafa af framræsluskurðum hér í sumar og eru þær framkvæmdir að hefj- ast, enda klaki ekki meiri en svo að hann er ekki til híndrunar. Hætt er við að ræktunarfram- kvæmdir verði með minna móti i vor vegna hins háa áburðarverðs, því fyrst og fremst bera menn á þá ræktun sem fyrir er. Sagt hefur verið frá því í frétt- um, að skotmenn drepi og særi fugla á Reykjanesi. Þetta er hlið- stætt og víða gerist, hér um slóðir hafa stundum verið menn á ferð skjótandi fugla um varptímann og komið hefur fyrir, að sauðfé og hross hafa orðið fyrir skotum. Ekki hafa þessir piltar fyrir þvi að tala við neinn, heldur fara um eins og þjófar á nóttu. Er ekki kominn tími til að gera athugun á því hverjir eiga og þurfa að hafa byssuleyfi? Það er sannarlega kominn tími til að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið til þessa. Kuldalegt er að lita til fjalla og snjólínan nokkuð neðarlega, hítt er svo annað mál að á skammri stund skipast veður í Iofti. Fyrr en varir getur sumarsólin hellt geislum sínum yfir lög og láð og vakið til lífs þann gróður sem liggur nú í dvala. Og í dag ríkir friður við Sigöldu. daglegs brauðs. Og þar með hef- ur tungunni bæst nýtt hugtak: menningarneysla. Svona langt er sérhæfingin komin með alla sina framleiðni, framboð, eftir- spurn og tilheyrandi. Yfir allt þetta dynur svo kvennaárið með enn nýju hugtaki: karl- menningarneyslu. Kvenþjóðin gerist djörf en karlar sitja rjóðir, vel upp aldir og prúðir. Þeir eru meira að segja hættir að geta hneykslast á fyrirgangi kvenþjóðarinnar og þora tæpast að stynja upp orðum eins og pilsaþytur enda byrjaði kvenþjóðin sóknarlotu þessa með því að kasta pilsum og klæðast brókum. Þurfti ekki Þuríður formaður konungsleyfi til að ganga á buxum? Við sjá- um í anda skipstjóra á loðnu- skipum framtiðarinnar. Land- helgin verður einn lystigarður með rósrauðum fyrirheitum, ný Þuríður í hverju stýrishúsi. Það þótti hraustlega mælt þegar verkakona fyrir norðan, boldangskvenmaður, steig upp á vörubilspall til að flytja félög- um boðskap 1. maí og slöngvaði yfir viðstadda þessari tvíefldu athugasemd: „Er ekki kvenfólk og karlmenn eins líkamlega og andlega!" Nema hvað? Konur una ekki FASTEIGN ER FRAMTlÐ 2-88-88 Fossvogur glæsileg 3ja herb. íbúð á jarð- hæð. Vandaðar innréttingar. Laus fljótlega. Við Miðvang norðurbæ, Hafnarfirði. Vönduð 3ja herb. endaíbúð i háhýsi. Parket á gólfum. Glæsilegt út- sýni. Við Laufvang norðurbæ Hafnarfirði. Glæsileg 4ra herb. ibúð. Vandaðar innrétt- ingar. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Við Breiðvang, norðurbæ Hafnarfirði, 4ra— 5 herb. ibúð selst tilbúin undir tré- verk og málningu. Afhendist um áramót. Öll sameign fullfrá- gengin. Fast verð. Góð kjör. Við Borgarholtsbraut rúmgóð sérhæð i tvibýlishúsi. 3 svefnherb. m.m. íbúðin er öll nýstandsett. Stór bílskúr. Gott útsýni. Við Birkihvamm einbýlishús ca. 80 fm á einni hæð góð 3ja herb. ibúð. Bygg- ingarréttur og allar teikningar af 2x72 fm viðbyggingu. 3ja herb. íbúðir við Dvergabakka, Eyjabakka, Ira- bakka og Þórsgötu. 4ra herb. ibúðir Við Eyjabakka, Jörvabakka, Bergstaðastræti og Þórsgötu. Við Drápuhltð 2ja herb. rúmgóð kjallaraibúð. Samþykkt. Sérinngangur. Við Vallhólma Kópavogi fokhelt einbýlishús sém er hæð og kjallari. Innbyggður bilskúr. Hitaveitusvæði. Selst i skiptum fyrir góða 4ra herb. ibúð. Garðahreppur Flatir rúmgott einbýlishús með bilskúr. Stór stofa, 4 svefnherbergi, sjón- varpsherbergi, húsbóndaher- bergi m.m. Samtals 220 fm. Æskileg skipti á minni eign t.d. einbýli, raðhúsi eða sérhæð í Garðahreppi eða Hafnarfirði. AÐALFASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 14. 4. HÆÐ SÍMI28888 kvöld og helgarsimi 8221 9. Fréttabréf úr Holtum lengur þeirri verkaskipting að karl afli en kona eyði (það er að segja vinni úr). Karl tónskáld, kona hljóðfæraleikari, karl skáld, kona upplesari — svo dæmi séu tekin, það skal nú vera úrelt og teljast til liðins tíma. Viðtekin eðliseinkenni kynjanna skulu fara sömu leið, t.d. náttúra karla fyrir hasar- myndir og reyfara og áfergja kvenna eftir væmnum ástarsög- um. Flettum upp í Manni og konu: „Bónda þótti best til fallið að kveða rímur af Rollant eða Ferakut, sagði, að þeir hefðu verið hinir mestu garpar og kappar miklir Griðkonur sögðu, að fáar rimur mundu betri en Brönurímur. Hrólfur vinnu- maður lagði allfátt til þeirra mála, sagði, að enginn forn- manna væri sér jafnkær sem Grettir, kvaðst þó ógjörla vita, hvort af honum væri gjörðar rímur nokkrar." Við hlutverki Rollants, Ferakuts og Grettis tók síðar Maðurinn með stál- hnefana og enn síðar Dýrling- urinn og Harðjaxlinn. Griðkon- ur fá lika sína skammta síend- urnýjaða. Ég seilist til bókahillunnar og tek þá handfylli af ljóðabókum sem hendi er næst. Það verða sjö bækur alls. Engin þeirra skarar beint fram úr, sex eru undir meðallagi, ein að flestra dómi bæði vel ort og geðþekk og hún er eftir — konu. Útkom- an gæti orðið önnur ef höndina bæri annars staðar niður. En mundi þetta ekki falla nærri meðallaginu? Simone de Beauvoir sagði eitthvað á þá leið að karlmaðurinn nyti þess forskots fram yfir konuna að hún yrði ávallt að sanna hæfi- leika sína á hverju sviði og í hvert skipti áður en mark væri á henni tekið? Karlmaðurinn aftur á móti telst ekki ómerkur orða sinna fyrr en hann hefur að sínu leyti sannað að hann sé það! Enn þykjast konur þurfa að reka réttar síns gagnvart sam- félaginu og karlkyninu. Á bókmenntasviðinu eru þær eftirbátar karla með hliðsjón af magni en varla með hliðsjón af meðaltalsgæðum. Hins vegar hefur léleg framleiðsla skáld- kvenna átt undir högg að sækja fremur en framleiðsla karla af svipuðum gæðaflokkum vegna þess að konur hafa í mun ríkara mæli ástundað tilfinninga- semina sem óneitanlega hefur sínar broslegu hliðar. Eða hver leyfir sér að skopast að sögu- hetju sem hrækir karlmann- lega út yfir borðstokk þó svo að þvílíkri athöfn sé ekki lýst af tiltakanlegum glæsibrag? Öðru máli gegnir ef sama söguhetja er komin í land, búin að hafa uppi á sinni heittelskuðu og er látin segja með ljúfum klökkva í röddinni: „Ég elska þig!“ Þá er eins og allt snúist önd- vert og vesalings skáldkonan má prísa sig sæla ef hún verður ekki útlánahæst í bókasöfnum landsins. Svona er margt skrit- ið í harmoníu. Erlendur Jónsson. Iðnaðar- húsnæði 170 ferm., til leigu á góðum stað. Leigjandi, sem getur stand- sett húsnæðið, gengur fyrir. Upplýsingar í síma 36994. Höfum kaupendur af öllum stærðum íbúða, raðhúsum á Reykjavíiur- svæði. Kvöldsími 42618. Verzlunar- og iðnaðarhúsnæði til leigu 160 fm við Ármúla. Mjög gott húsnæði, hentugt til fjölbreytilegra afnota. Til- boð sendist Mbl. fyrir 25. maí merkt: Ármúli — 6916". Skrifstofuhúsnæði óskast Heildverzlun óskar eftir húsnæði nú þegar, eða síðar á árinu, 250—400 ferm. Skrifstofur og vörugeymslur þurfa ekki að vera á sömu hæð. Tilboð sendist Mbl. merkt. Skrif- stofuhúsnæði 6941 Herbergi eða lítil íbúð óskast Okkur vantar herbergi eða litla íbúð í sumar fyrir danskan starfsmann. Herbergið þarf að vera rúmgott, einhver afnot af eldhúsi eru æskileg. Laugarneshverfi, Vesturbær og fleiri svipaðir staðir koma til álita. Upplýsingar í sima 22299 eða 21 199 frá kl. 13 — 16 daglega. Scandinavian Airlines Laugavegi 3. M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.