Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAI 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 72 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABILAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbikar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. BÍLALEIGAN— 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioivŒen Útvarpog stereo, kasettutæki þakgluggar VmAONÚS HflMIK • KCFlAVlK • IlMI (92)3075 Sjónvarps- og útvarps- viðgerðir Kvöldþjónusta — Helgarþjón- usta. Símar 1 1770--- 1 1741. 1 0% afsláttur til öryrkja og elli- lífeyrisþega. Sjónvarpsviðgerðir, Skúlagötu 26. cBaby' cBuggy' WEIGHS ONLY 6 Ibs Regnhlífa kerrurnar sem allstaðar fara sigurför. Nýkomnar regnkápur með hettu og innkaupa- töskur. Nýtt Dúkkukerrur Leikfangaver, Klapparstíg 40,simi 1 2631 Reynslan frá Danmörku Þórarinn Þórarinsson segir svo I leiðara Tímans sl. mió- vikudag: „Diinsk blöð skýrðu frá því um sfðustu helgi, að danska rík- ið hefði á fjárhagsárinu, sem lauk 30. marz sl„ greitt um 2,5 milljarða danskra króna i at- vinnuleysisstyrki. Miðað við að sú tala atvinnuleysingja, sem nú eru skráðir I Danmörku, héldist, yrði árleg greiðsla ríkisins vegna atvinnuleysis- styrkja um 5 milljarðar danskra króna, eða næstum 140 milljarðar íslenzkra króna. Þótt þessar tölur séu háar sýna þær aðeins lftið brot af þvf tjóni, sem atvinnuleysið veidur Dönum um þessar mundir. Hið mikla vinnutap danska þjóðar- búsins, sem hlýzt af því að rúm- lega 100 þúsund vinnufærra manna ganga atvinnulausir, nemur að sjálfsögðu marg- faldri þeirri upphæð, sem ríkið greiðir í atvinnuleysisstyrki. Mesta tjónið, sem hlýzt af at- vinnuleysinu, er þó tvlmæla- laust fólgið í þeim dapurlegu andlegu áhrifum, sem fylgir þvf, að vinnufúst fólk fær ekk- ert verk að vinna, er samrýmist getu þess og starfslöngun." Mikið afrek „Það eru ekki aðeins Danir, sem hafa búið við stórfellt at vinnuleysi að undanförnu Þetta gildir einnig um næstum allar nábúaþjóðir okkar í vestri og austri, Island má heita næst um undantekning að þvi leyti að þar hafa allir haft nóg verk að vinna, er þess hafa óskað. Að þvf leyti hafa Islendingar varizt kreppunni, sem nú fer um löndin, betur en flestar þjóðir aðrar. I sannlcika sagt er þetta mikið afrek, sem sjaldn- ast er nægilega á loft haldið, þegar rætt er um stjórnarfarið I landinu. Því er ekki að neita að það hefur kostað verulegt átak að halda uppi fullri atvinnu í landinu á þcim krepputímum, sem hafa rfkt í heiminum um skeið. Það hefur orðið að grfpa til gengisfellinga og ýmissa fjárhagslegra aðgerða annarra. sem hafa haft nokkra kjara- skerðingu í för með sér. Reynt hefur verið að vega gegn þess- ari kjaraskerðingu með því að bæta sérstaklega hlut þeirra lægstlaunuðu. Þrátt fyrir þess- ar aðgerðir má fullyrða, að ls- . lendingar búa um þessar mundir við betri kjör en flestar þjóðir aðrar, t.d. við miklu betri kjör en þær þjóðir, sem búa við sósíalískt hagkerfi. Það er vissulega afrek að halda uppi slfkum lffskjörum og fullri atvinnu, þegar stórfellt atvinnuleysi hcfur herjað flest lönd.“ Þjóðin gefi byr í seglin „Því er ekki að neita, að nú eru ýmsar blikur á fofti, sem geta bent til þess, að ekki takist að halda áfram fullri atvinnu. Þar stafar nú sérstök hætta frá ýmsum smáhópum, sem efna til skæruverkfalla, sem geta léitt til þess að margfalt fjöl- mennari starfshópar missi at- vinnu sfna. Það ætti ekki sízt að vera áhyggjuefni verkalýðs- hreyfingarinnar, sem leggur Sr. Bernharð skrifar frá Eþíópíu: Sósíalismi ÞVl hefur verið lýst yfir, að Eþíópia sé nú sósialistískt ríki. Gallinn er bara sá, að fæstir virðast vita hvað við er átt með því! Að vísu koma stöðugt fleiri Kínverjar hingað svo að eþíóp- íska flugfélagið flýgur auka- ferð til Peking í hverri viku. Kínverjarnir sjást hér aðeins í hópum, alvarlegir yfirlitum i sniðlausum einkennisbún- ingum sínum. Enginn veit hvað þeir fást við. Líklegast eru þeir ráðgjafar, enda geta vanþróuð lönd margt lært af reynslu Kín- verja. Hvort þau vilja greiða sama gjald er önnur saga. Tanzaniumenn hafa lika sent hingað ráðgjafa, og þeirra sósialismi er annar en sá kín- verski. Meðal Afríkuríkja er Tanzanía mjög virt, enda er for- ingi þeirra, Nyerere, frábær leiðtogi. Virkur stuðningur þeirra við' stjórn Eþíópíu er afar mikilvægur. Þá koma Rússar hingað unnvörpum og manna hvern spitalann á fætur öðrum. Svo eru Svíar allmargir, en Eþíópar virðast ekki taka þeirra sósíalisma mjög alvar- lega. En það er mikilvægt, að al- menningur viti hvað er á döf- inni, svo að hann geti myndað sér skoðanir. Þess vegna höfum við verið með fjölmarga þætti hér í útvarpsdagskránni um kristna trú og marxisma. Enn- fremur hefur kirkjan gengizt fyrir námskeiðum um sama efni. Umræðan er lifandi meðal hins upplýsta fólks, hversu vinna skuli að bættu lifi í Eþíópíu. En það virðist vera harla til- viljunarkennt hvernig hin sósíaliska ríkisstjórn útfærir hin ýmsu kennileiti stjórnmála- stefnu sinnar. Eina vikuna var rokið til og þjóðnýtt allt hvað af tók. Fjöldi einkafyrirtækja urðu skyndilega ríkiseign og ungur piltur úr hernum var gerður að forstjóra, en fyrrver- andi stjórnendum með alla verkkunnáttuna var úthýst. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Við áttum litinn bækling í prentun, þegar þjóð- nýtingarvikan skall á fyrir 2 mánuðum. Hann er ekki ennþá tilbúinri. Lyfjaverksmiðjurnar voru lika þjóðnýttar og nýju forstjórarnir vildu ekki hlusta á ráðleggingar kapitalistanna til dæmis um pöntun hráefna eriendis frá: Arangur: Skortur á ýmsum lyfjum. Það er dapurlegt að svona skuli takast til. Sannarlega ætti hin fátæka eþiópíska þjóð að njóta ágóðans af stórfyrirtækj- um, sem flest eru í eigu rikra útlendinga. En það þarf mikinn þroska og aga til að gera bylt- ingu og þessi tittnefnda bylting étur gjarna börnin sín, sem kunnugt er. Teferi Banti, for- maður herráðsins, ekur nú um í keisarabifreiðinni og það er engin beygla. Hann situr einnig í skrifstofu keisarans er var, og það hefur ekki verið dregið úr iburði þar. Sjáist glæsibílar á götum úti, má yfirleitt greina hermenn í makindum í aftur- sæti en auðmjúkur bilstjóri er við stýrið. Lögin um dreifingu jarðeigna tóku gildi fyrir nokkrum mán- uðum við mikinn fögnuð lands- manna, enda hefur lénsskipu- aðaláherzlu á atvinnuöryggið, ef skæruhernaðurinn innan hennar verður þannig til að koma á atvinnuleysi. Með því er lfka skynsamleg viðleitni hennar til að gera heildarsamn- inga brotin á bak aftur.“ Hér fjallar ritstjóri Tímans vissulega um tímabært um- ræðuefni. Megintilgangur efna- hagsráðstafana núverandi rfk- isstjórnar hefur verið sá, að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, atvinnuöryggi almennings og áframhaldandi verðmætasköpun f þjóðarbú- inu. Launajöfnunarbætur og skatteftirgjöf til lágiaunafótks, í formi tekjuskattslækkunar, tollalækkunar og lækkunar söluskatts, er ætlað að vernda kaupmátt láglauna, þrátt fyrir verulega rýrnun þjóðartekna, auðvelda kjarasamninga og tryggja vinnufrið. En við get- um ekki siglt út úr brimgarði aðsteðjandi efnahagsörðug- leika, nema þjóðin sjálf, allur almenningur í landinu, gefi þann byr I seglin, sem til þess þarf. t því efni getum við mikið lært af dýrkeyptri reynslu fólks í nágrannaliindum. lagið verið einn vérsti þröskuldur í vegi til framfara i landi hér. Þar segir, að enginn megi eiga meira en 25 hektara lands, og ennfremur, að enginn megi hafa vinnufólk á bæ sínum. Vegna þessa hafa stór- jarðeigendur ekki undirbúið land sitt undir uppskeru þar sem þeir búast við að missa það á hverri stundu. Uppmæling hefur hins vegar ekki hafizt enn. Hver á að gera það? Slikt verður aðeins framkvæmd með vopnavaldi og herinn er önnum kafinn að berja á skæruliðum i Eritreu. Þvi er fyrirsjáanleg stórum minni uppskera þetta árið og var þó matarskorturinn nægur fyrir. Vöruverð hækkar dag frá degi og þeir sem þjást mest eru, eins og vanalega, þeir sem minnst mega sín. Götusalarnir eru örvænt- ingarfullir. Varla sést ferða- maður á götum úti og heima- menn hafa ekki áhuga á varn- ingi þeirra, fornum silfurkross- um og stolnum klukkum. Verðið á krossunum er nú helmingi lægra en fyrir tveim- ur árum. I gær bauð einn mér kross til kaups fyrir sæmilega máltíð. En þeir eru miklu fleiri sem ekkert hafa til að selja, Framhald á bls. 39 Auðunn Blöndal: Kirkjan og sannleikurinn ÉG sem þessar línur rita gat ekki stillt mig um eftir að hafa heyrt og lesið um þær skoðanir sem fram hafa komið um is- lenska kirkju og presta, eftir að grein séra Heimis Steinssonar kom í síðasta Kirkjuriti. Ég er einn þeirra sem hef „frelsast“ eins og það er kallað í Biblí- unni. Kristur sagði: Ég er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. A jólunum töluðum við um að okkur sé Frelsari fæddur, en hvar er svo Frelsarinn þess á milli? Einhver kynni að spyrja: Frá hverju hefur þú frelsast? Og því er til að svara að fyrir 10 árum síðan splundraðist heimili mitt sökum drykkju- skapar og óreglu samfara honum, en í dag er ég ham- ingjusamur maður af þvi mér var boóað orð Biblíunnar ómengað og óútþynnt af hvers- konar andatrúarkenningum. Ég er í íslensku Þjóðkirkj- unni, en þar heyrði ég aldrei að ég gæti frelsast frá þessu böli, og fór að sækja samkomur hjá svokölluðum sértrúarflokki, en þar fann ég að boðuð er sú heilnæma trú sem séra Hall- grímur Pétursson, sem allir eða flestir Islendingar virða mikils, boðaði. Hann talaði enga tæpi- tungu um glötunina og að við yrðum að frelsast. Eru orð hans orðin úrelt? Hann minntist ekki á að miðlar eða dáið fólk mundi vera okkur hlifiskjöld- ur, en i dag er eins og engir þurfi að frelsast nema drykkju- sjúklingar og aðrir álíka, hinir eru álitnir af mörgum ein- kennilegir eða eitthvað öðru- vísi en annað fólk. Nei, Guð blessi þá presta sem boða fagn- aðarerindið ómengað, en tala ekki einungis til að geðjast mönnum. Jesús segir í 10. kap. Jóhannesarguðspjalls: Sann- lega segi ég yður: sá sem ekki gengur um dyrnar inn í sauða- byrgið, heldur stígur yfir annarsstaðar, sá er þjófur og ræningi. 1 sjöunda versi sama kapitula segir hann: Sannlega segi ég yður: sá sem ekki gengur um dyrnar inn í sauða- byrgið, heldur stígur yfir annarsstaðar, sá er þjófur og ræningi. 1 sjöunda versi sama kapitula segir hann: Sannlega, sannlega segi ég yður: ég er dyr sauðanna. Hann sagði ekki mið- illinn er dyrnar, eða hinn dáni er dyrnar. Það stendur lika í Biblfunni: „Leitið ekki frétta við framliðna“ og á öðrum staó: „Þeir sem það gjöra eru Drottni andstyggð". Að endingu er eitt af sein- ustu versum Biblíunnar, Opin- berun Jóhannesar, 22. kapituli, 18. vers: Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spá- dómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur sem um er ritað í þessari bók. Og í 19. versi: Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádóms- bókar þessarpr, þá mun Guð burt taka hlut hans i tré lífsins og í borginni helgu sem um er ritað í þessari bók. Þess Vegna finnst mér að þeir sem boða andatrúna ættu jafn- vel að hafa aðra bók en Biblí- una í höndunum. Og mundu það séra Heimir, að þú átt marga stuðnings- menn, sem eru stoltir af kjarki þínum og fyrst og fremst er ég viss um að Guð stendur með þér, þar sem þú berð sannleik- anum vitni. Virðingarfyllst. Auðunn Blöndal. YFIRLYSING frá nemendum Lýðháskólans í Skálholti ÞRIÐJUDAGINN 6. maí s.l. birt- ist í Tímanum og Þjóðviljanum| grein eftir Valdimar Lárusson sem nefnist: „Ofsatrúarrektorinn i Skálholti og hin hreinatrú". Þaö er augljóst af lestri þessarar greinar að höfundi hennar er alls eindis ókunnugt um hvernig Heimir Steinsson hefur hagað starfi sínu sem rektor Lýðháskól- ans í Skálholti. 1 þessari grein er m.a. sagt að Heimi Steinssyni gefist gott tæki- færi til að meðhöndla og upplýsa lítt þroskaðar sálir þeirra ung- menna sem honum er með þess- um hætti (þ.e. sem rektor Lýð- háskólans í Skálholti, innskot nemenda) trúað til að uppfræða i andlegum og veraldlegum efnum að eigin geðþótta. Við nemendur Lýðháskólans i Skálholti veturinn 1974—75 lýs- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.