Morgunblaðið - 21.05.1975, Side 33

Morgunblaðið - 21.05.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1975 37 \£- .■ 83? S\G6A V/öGA £ “Í/LVERAW umooo fyrlr amerískar, enskar og Japanskar bifreidir. Allt á sama stað er hjá Agli hraöa en þar er ákveðinn, ef gæta á fyllsta öryggis. — Setjið ykkur svo í spor þeirra, sem eiga að fylgjast með umferðinni. Þeirra starf er ekki öfundsverrt. Mörg dæmi gæti ég tfnt til en læt hér staðar numið. Hver og einn getur litið í sinn barm. Ferð þú eftir þinni reglugerð eða er kannski lítið orðið eftir af henni?“ 0 Lífslindir eða göróttir pyttir Arni Helgason f Stykkis- hólmi skrifar: „Þeim fækkar hugsjóna- mönnunum, hetjunum, sem bentu á veginn til dáða og fegurra lífs. Þeim fjölgar sem viljandi eða af múgsefjun gefa sig breiða vegin- um á vald, bandandi í öfugar áttir og teymandi ístöðulitlar sálir að óhollum lindum þangað sem allt endar I upplausn." Þvi er þetta rifjað upp að undanfarið hefi ég fylgst með greinum sr. Áreliusar Níelssonar, eins þeirra sivökulu manna sem aldrei þreytast á að benda á lífs- lindir og vara menn við keldunum og göróttum pyttum sem allsstað- ar eru að myndast i þjóðfélagi okkar. Ég hefi nú i rúm 30 ár þekkt þennan hugsjóna- og heiðurs- mann og alltaf er sama heiðríkjan í þvi sem frá honum fer í ræðu og riti og sami tilgangurinn: Að geta orðið sem flestum til góðs og að gagni. Þökk sé honum og þeim öðrum sem merki sannleikans og hins lifandi vors halda hátt á loft. Tilefni þessara skrifa minna eru að öðru leyti þau að ég var að lesa i Visi grein eftir einhvern geðprýðismann, sem kallar sig Ölaf Sveinsson. Hann þolir ljós- lega ekki birtu þá og heiðrikju sem stafar frá penna sér Árelius- ar.“ # Hver er „hagnaðurinn“? „Eftir þeim skrifum, sem þarna eru á ferð, fer það ekki á milli mála i hvers þjónustu Ólafur þessi er. Aðaláhugamál hans virð- ist vera áfengi og brennivins- drykkja. Hann er ekki að súta það þótt áfenginu fylgi slys og óham- ingja. Það skiptir hann engu þótt menn svipti sig lifi unnvörpum eftir stefnumót sin við Bakkus. 0 Grafið undan stoðum þjóð- félagsins „Ólafur þessi er dæmigerð mynd þeirrar lifstefnu sem ganar út i bláinn, er sama um allt heilagt og telur eðlilegast að ganga á skitugum skóm um helgi- dóma þjóðkirkjunnar. Það er ekki Htils virði fyrir ís- lenska þjóð að eiga slíka menn! En þvi er nú verr og miður að þeir eru margir Ólafarnir, sem maður rekst á nú á dögum. Þeir leiða fólk af réttum brautum og vegna geips þeirra og falskenninga er aldrei nægilega fjölmennt lögreglulið í friðsömu landi? Ef til vill tekst þessum fals- spámönnum og rökníðingum að grafa svo undan stoðum þjóð- félagsins og orméta þær svo að þær riði til falls. Og hvað tekur þá við? Hvað verða þá margir Árelí- usar lands og þjóðar til að benda á veginn fram? Ég var lengi í vafa um hvort þessi grein Ólafs væri svara verð. En svo sá ég að það eru alltof margir á sama andlega þroska- stiginu og hann. Þeir eru bara ekki nógu vitgrannir til að þora að segja þetta. Það þarf líka nokk- urn skammt af sjálfsáliti til að skrifa grein þar sem ekkert atriði styðst við sannleikann, þar sem hvergi örlar á staðreyndum. En „margur rakki að mána gó mest þegar skein í heiði, en ég sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði." Árni Helgason.“ Og hvað kemur þessum Ólafi við þótt hæli, stofnanir og sjúkrahús fyllist af fólki sem hefir beðið skipbrot við að fara eftir leiðbein- ingum áfengisdýrkenda. Nei, slíkt eru bara smámunir miðað við það að ríkið „hagnast" á þvi að sumt fólk er svo blindað að það sækir í eiturlindir i stað heilnæmra uppsprettna. En flest- ir skyni bornir menn vita þó að þessu er öfugt farið. Útkoman úr áfengisdæminu er neikvæð. Ólafi þessum er það fremur að skapi að krár risi á hverju götu- horni en kirkjur og helgidómar, enda er það dómur sögunnar að myrkraverk þola ekki helgidóma og hljómar kirkjuklukkunnar til- heyrir ekki þeim anda sem fagnar því þegar tappi er dreginn úr stút.“ KYNNINGAR- VILJIÐ ÞÉR GRÆÐA 100.00 KR ? Næstu daga verður kynningarsala á Afgacolor Insta- matic litfilmum fyrir pappír. Áður 378 kr. TMú 278 kr. Týli h.f., Austurstrœti 7. Gevafoto Austurstræti 6. Fótóhúsið Bankastræti 8 Filmur & vélar, Skólavörðustíg 41. LANCER'75: 2jadyra kr.978 þús. 4ra dyra m/hallanlegum sætisbökum, útvarpi, færanlegu stýri^^ og klukku /"' kr. 1001 þás. Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF Dómkórinn óskar að ráða söngfólk. Upplýsingar í síma 19958. Stjórnin. VELVAKANOI Velvakandi svarar I stma 10-100 kl. 10.30— 11.30. frá mánudegi til föStúdags 0 Lög og reglur „Hvernig er það meö okkur Islendinga, eigum við mjög erfitt með að fara að lögum og reglum — eða eru þau lög og þær reglur, sem við setjum, svo vitlausar, að ekkert — eða lítið — mark sé á þeim takandi?" Þetta hafði maður, sem leit inn til Velvakanda, að segja, og hann bætti við: „Þetta hefur oft hvarflað að mér og nú siðast i sambandi við deiluna, sem reis innan Kennara- háskólans. Þar var eftir því sem mér skilst ekki deilt um það, hver væru ákvæði I reglugerð skólans heldur hvort fara ætti eftir þeim ákvæðum eða ekki. Maður skyldi halda að um það þyrfti ekki að deila, reglugerð skólans ætti að blíva. Nei, nei, það var nú svolítið annað, sú reglugerð hafði verið svo þverbrotin á umliðnum árum að það jaðraði við hefð að ekki væri eftir henni farið.“ 0 Nátttröll „Það er algild regia, þegar deilumál rísa, að fleiri mál bland- ist inn í, og upphaflega kveikjan verður kannski aukaatriði áður en yfir lýkur. Það læt ég liggja á milli hluta hér. Þá vil ég ekki heldur né get dæmt um það, hvort umrætt reglugerðaratriði á rétt á sér eða ekki. Til þess er ég málum ekki nógu kunnugur. En hitt veit ég að reglugerð á ekki að vera þannig úr garði gerð að hún sé ekki tekin alvarlega og ef til vill beinllnist reiknað með að ekki sé farið eftir henni. Þegar nýrri stofnun er sett reglugerð má ætið búast við að á henni séu einhverjir hnökrar, sem reynslan verður að sniða af. En þá á líka að sníða þá af eins fljótt og við verður komið. Frum- útgáfuna á ekki að daga uppi eins og nátttröll með ákvæði, sem blás- ið er á. Það eykur á virðingarleysi fyrir lögum og rétti, verður þeim, sem vilja ekki hlíta nauðsynleg- um ákvæðum, kærkomið vopn og býður heim leiðindamálum og árekstrum að nauðsynjalausu." • Víða pottur brotinn „Því miður er viða pottur brotinn í þessum efnum hér hjá okkur. Við getum t.d. tekið hámarksaksturshraða á ýmsum götum i Reykjavík. Samkvæmt lögum eða reglugerð er hann svo litill að sárafáir virða hann. Annar hámarkshraði er orð- inn hefð (ég nefni engar töl- ur). Það skal þó skýrt tek- ið fram, að margar götur borg- arinnar þola ekki meiri þinunt bréfin til sölu á þriðju- dagskvöidið? — Pabbi ögraði honum svaraði hún stuttaralega. — Tommy hafði siæma samvizku, þegar hann hitti mig og hann sagði mér allt af létta, þegar við fórum út á ána. Hann sagðist hafa brugðist mér til þess eins að gcfa pabba dálitla viðvörun. „Ég vissi hversu skelfd- ur hann yrði ef hann vissi að ég hefði einhver bréf undir höndum frá þér. En það var alis ekki ætlun min að láta hann kaupa þau af mér, ... ég vona að þú skiljir það. Ég hugsaði bara með mér að hann skyldi fá að bjóða f þau og síðan ætlaði ég að rífa bréfin í tætlur fyrir framan ncfið á honum og segja að hann gæti átt sig og sína peninga. Sem þakk- lætisvott fyrir siðast. „En Tommy gerði það auðvitað ekki. Hann lét MIG fá bréfin. Ég reif þau og kastaði sneplunum i ána. En ég var hrædd og kvíðin og þorði ekki að vera lengur að heiman, svo að hann setti mig f land og ég hijóp heim, þegar klukkan var tfu mín- útur yfir tólf. — Segðu mér nú Agneta, sagði Christer seinmæltur. — Heldur þú í raun og veru að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.