Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Var flöskuskevt- ið grátt gaman? Moskvu. 19. mai. Heuter. TALSMAÐUR sovczka sjávarút- vegsráðuneytisins sagði f dag að Yfir 60% Breta vilja EBE-aðild London, 19. maí. Heuter. SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakannana í Bretlandi. sem birtar voru um helgina vilja 64% Breta vera áfram i Efnahagsbandalagi Evrópu, en 24% vilja fara úr því. Það var Louis Harrisstofnunin sem gekkst fyrir greindri könnun og var hún birt á sunnudag. Gallupstofnunin gerði könnun um svipað leyti og voru hlut- föll stuðningsmanna EBE þá 60% ámóti 29%. Virðist ljóst að ae fleiri Bretar hallast að því að réttara sé að vera i EBE, en í Gallup- könnun fyrr í þessum mánuði vildu 57% vera I EBE en 33% að Bretar segðu sig úr banda- laginu. sovézk stjórnvöld ættu ekki skýr- ingu á flöskuskeyti því sem rak við Morlai á Frakklandsströnd á laugardag. 1 flöskunni var miði á rússnesku og sagt vera frá skipi sem væri að sökkva í Atlantshafi og var miðinn dagsettur í febrúar og gefið upp númer skipsins. Sagði þar að öll von væri úti fyrir skipið, því að allir björgunar- bátar hefðu skolazt útbyrðis. Sér- stakt merki var undir skeytinu scm mun vera dulmál og sagði talsmaðurinn að það væri rétt skrifað I hvívetna og væri ein- kennisstafir stórs frystitogara. Aftur á móti hefðu engar fregnir borizt um að slíkt skip væri I hafsnauð né hefði nokkurn tfma verið saknað á þessum slóðum. Sagði talsmaður sjávarútvegs- ráðuneytisins að ráðuneytið myndi hafa samband við frönsk stjórnvöld til að kanna skeytið nákvæmlega, en eins og málin horfðu við nú virtist sem einhver hefði fundið hvöt hjá sér, svo óviðfelldið sem það væri, til að hafa þetta í frammi sem spaug. Myndin var tekin þegar Gerald Ford Bandaríkjaforseti sagði nánustu ráðgjöfum sínum um utanríkis- og öryggismál frá því að tekist hefði að ná skipinu „Mayaguez" og áhöfn þess heilli á húfi úr höndum Kam- bodlumanna. Fyrir miðju er Ilenry Kissinger utanrfkisráð- herra og síðan koma ráðgjafar forsetans, Brent Scowcroft, Robert McFarland og Donafd Rumsfield. Er léttir og gfeði augljós áandlitum aflra. • • Oldungadeildin vill aflétta banni á Tyrki Flokkur Bhuttos sigr- aði í Azad-Kashmir Mu/affarabad, Kashimir 20. maf Reuler. STJORNARFLOKKUR Pakist- ans, undir forystu Ali Bhuttos, vann um heigina mikinn sigur f þcim hluta Kashimir sem Pakist- an ræður og bentu líkur til að flokkurinn fengi hreinan meiri- hluta á þingi héraðsins eða 22 sæti af 42. Nýja héraðsstjórnin mun verða undir forystu Abdul Hamid Khans, sem er leiðtogi PPP-flokksins f Kashmir. Hpmid var forseti Kashmir á árunum 1963—1968, en verður samkvæmt nýrri stjórnarskrá for- sætisráðherra. Forseti var endurkjörinn þriðja sinni Mohammad Ibrahim. Hann hét því I kosningabaráttunni að halda áfram baráttu fyrir frelsi þess hluta sem er undir yfirráð- um Indverja. Hann sagðist múndu freista þess að byggja upp Amin hót- ar Tanzaníu London 20. maí. Heuter. IDI Amin, forseti Uganda, hefur hótað því að tortíma Tanzaníu ef stjórnvöld þar reyna að koma f veg fyrir að fundur Ein- ingarsamtaka Afrfkurfkja verði f Kampala, höfuðborg Uganda, í júlfmánuði. Sagði Amin í hvass- yrtri orðsendingu, að Julius Nyerere forseti Tanzanfu beitti hinum mestu bolabrögðum til að koma í veg fyrir að fundurinn yrði haldinn I Uganda. Myndi Ug- anda ekki sætta sig við slíkt og fara heldur með her á hendur Tanzanfu en þola það. fyrirmyndar lýðræðisríki í Azad Kashmir — eins og þessi hluti héraðsins er nefndur til að hvetja múhameðstrúarmenn handan vopnahléslínunnar til að rísa upp gegn indverskum drottnurum sín- um. Aftur á móti kvaðst hann ekki vilja gera neitt það, sem gæti stefnt friði í þessum heimshluta í voða og gæti valdið því að Pakist- an drægist inn í átök við Indverja nú. Hann kvaðst lfta svo á að það sem gerðist milli Kashmirhérað- anna tveggja væri þeirra mál og ætti ekki að þurfa að blanda Ind- verjum og Pakistönum í það mál. Washington 20. mai. NTB. Reuter BANDARlSKA öldungadeildin samþykkti f dag að afiétta vopnasölubanni til Tyrklands, sem hefur staðið f þrjá mánuði. Málið fer nú til fulltrúadeildar þingsins. Samþykktin mun hafa átt að styrkja samningaað- stöðu Henry Kissingers utan- rfkisráðherra, þegar hann ræð- ir við tyrkneska og grfska leið- toga á morgun, miðvikudag. Vopnasölubannið verður ekki formlega fellt úr gildi fyrr en fulltrúadeildin hefur einnig samþykkt það. Naumur meirihluti öldunga- deildarþingmanna samþykkti þetta eða 42 en 39 voru á móti. Engan veginn er talið öruggt að fulltrúadeildin fáist til að sam- þykkja að hefja hergagnasölu aftur til Tyrklands, og hefur öllu meiri andstaða verið þar en í öldungadeildinni. FRETTIR N-Kórea hyggur ekki á innrás — segir Kim II Sung I tilefni kvennaárs: Kvenmaður kleif Mount Everest Tókíó, 19. maí. Heuter. FORSETI Norður-Kóreu, Kim II Sung, hefur sagt, að Norður- Kórea hafi engar áætlanir á prjónunum um að senda herlið inn f Suður-Kóreu. Skýrði japanskt blað frá þessu og sagði að forsetinn hcfði skýrt japönsk- um gesti í höfuðborginni frá þessu. Hann sagði að Norður- Kórear hefðu nóg að gera við að vinna að eflingu hrísgrjónarækt- ar í landinu og hefðu engin efni á þvf að senda lið f suðurátt. Haft var og eftir honum að neyðar- ástand það sem hefði vcrið fýst yfir í Suður-Kóreu benti til að þeir hefðu í huga yfirgang gagn- vart norðurhluta iandsins. Myndu Norður-Kórear þó hvergi æðrast. Það var í fyrri viku að Park Chung-hee, forseti Suður-Kóreu, ákvað að setja ný lög i landinu, þar sem bönnuð er hvers konar andstaða við ríkjandi stjórn og sagði hann þessar ráðstafanir nauðsynlegar vegna vaxandi hættu á íhlutun úr norðri vegna þróunar mála í Indókína og falls Kambodíu og Suður-Víetnams í hendur kommúnista. Katmandu, 19. maí. Reuter. HÁLFFERTUG japönsk hús- freyja hefur kvenna fyrst komizt upp á tind Mount Everest, hæsta fjall heims. Utanríkisráðuneytið f Nepal greindi frá þvf um helgina að konan sem heitir Junko Tabei og er frá Tókfó og fylgdarmaður hennar hafi komizt upp á tindinn þann 16. maí s.l. Tabei er að- stoðarfararstjóri f kvennaleið- angri frá Japan, sem ákvað að freista þess að komast upp á tind fjallsins. Hæsti tindur fjallsins er 8.848 m og lagði Junko Tabei og fylgdarmaður hennar upp frá Sovézki rithöfundurinn Marchenko látinn? Moskvu, 20. maí. AP EIGINKONA sovézka rithöf- undarins Anatoly Marchenko hefur skýrt vestrænum frétta- mönnum frá þvf að hún hafi ekki fengið neinar fregnir af eiginmanni sínum síðan 12. aprfl og hún óttist að hann hafi dáið eftir fangt hungurverkfall sem hann gerði. Larisa Marchenko sagði að hún hefði heyrt frá manni sín- um daginn sem hann var send- ur til útlegðar i Síberiu. Marchenko skrifaði bók um fangabúðaveru og var hún gef- in út á Vesturlöndum, og heitir „My Testimony". Hann var í marz sl. dæmdur enn á ný til fjögurra ára útlegðar eftir að hann braut reglur fangabúð- anna sem hann sat í. Hafði hann verið dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu fyrir að reyna að flýja frá Sovétríkjunum um Iran. Síðar var dómur hans þyngdur um þrjú ár. Kona hans sagði að hún hefði engin svör fengið frá stjórnvöldum um afdrif manns síns. sjöttu bækistöð leiðangursins sem var í 8.500 metra hæð. Tuttugu og tvö ár eru liðin síðan Nýsjálendingurinn Sír Edmond Hillary komst fyrstur manna á tindinn ásamt aðstoðarmanni sín- um Tensing. Fimm japanskir karlar hafa komizt á tindinn á undan frú Tabei, þrir vorið 1970 og tveir til viðbótar haustið 19.73. Junko Tabei er gift og á þriggja ára gamla dóttur. Hún er þraut- reynd fjallgöngukona og var önn- ur tveggja kvenna sem komst upp á annan mjög erfiðan tind í Himalajafjöllum, Annapurna, í maímánuði fyrir fimm árum. Kvennaleiðangurinn lagði af stað frá aðalbækistöðvum sinum við fjallið — sem voru i 5.300 metra hæð — um miðjan marz- mánuð og sóttist ferðin seint framan af, auk þess sem ýmis óhöpp herjuðu á hópinn. Snjóflóð féll á búðir leiðangursins í byrjun maímánaðar og slösuðust þá all- margar leiðangurskvenna. 60 fórust 1 jámbrautarslysi Nýju-Delhi 19. maí Reuter. AÐ MINNSTA kosti sextíu manns létust og fjöldi manns slasaðist þegar hraðlest þeyttist I gegnum vörubíl, hlaðinn fólki, á vegamót- um f Vestur-Indlandi f gær. Allir sem létust voru á vörubflnum, sem var að flytja brúðkaupsgesti heim úr veizlu, að þvf er taismað- ur björgunarsveitarinnar skýrði fréttastofum frá. Meðal þeirra sem létust voru margar konur og fjöldi barna. Hraðlestin sem var á leiðinni Bombay-Madras stöðvað- ist ekki fyrr en hún var kominn röskan kílómetra frá áreksturs- staðnum. I dag var enn ekki vitað, hvort þessi tala látinna, sem nefnd er i upphafi, er alls kostar nákvæm og voru óstaðfestar fregnir þess efn- is að fleiri hefðu látizt og margir hinna slösuðu væru i lifshættu. Ævisaga Blakes bönnuð í Sovét Andersson í Búkarest Vinarborg 20. maí Reuter. UTANRÍKISRAÐHERRA Sví- þjóðar, Sven Andersson, koni til Búkarest til viðræðna við rúmanskan starfsbróður sinn, George Macovescu, um helgina. Andersson -mun dvelja í Rúmeníu fram á föstudag. London, 19. maí. Reuter. SJALFSÆVISAGA brezka gagn- njósnarans George Blake, sem flúði úr brezku fangelsi til Sovét- rfkjanna, hefur verið bönnuð þar f landi, að þvf er blaðið Sunday Express skýrði frá í dag. Blake sem var starfsmaður í brezka utanrfkisráðuneytinu var fæddur í Hollandi og var dæmdur f 42ja ára fangelsi f Bretlandi árið 1961 fyrir að láta Sovétmönnum f té brezk leyniskjöl. Hann slapp úr fangelsinu árið 1966 og skaut síðan upp kollinum I Sovétríkjunum árið eftir. Sam- kvæmt heimildum Sunday Express var bókin skrifuð með blessun yfirmanna KGB og „leikur því lítill vafi á að hefði bókin fengizt útgefin í Sovétríkj- unum, hefði verið litið svo á, að hún væri í þágu hagsrhuna þeirra." Með öllu er óljóst hvers vegna útgáfa bókarinnar hefur verió bönnuð í Soétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.