Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 20
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Sveit Jóns Hjaltasonar r * Islandsmeistari í bridge SVEIT Jóns Hjaltasonar varð Is- landsmeistari f bridge, sveita- keppni 1975. Keppnin hófst 15. maf og lauk annan f hvftasunnu. Sigraði sveit Jóns sex leiki og tapaði einum naumlega og hlaut 114 stig. Sveit Hjalta Elfassonar varð f öðru sæti með 107 stig. I sveit Jóns eru ásamt honum Jón Asbjörnsson, Guðmundur Péturs- son, Sigtryggur Sigurðsson og Karl Sigurhjartarson. Röð annarra sveita varð þessi: Sveit Þóris Sigurðssonar' 94 Þórarins Sigþórssonar 80, Helga Sigurðssonar 54, Boga Sigur- björnssonar 47, Þórðar Eliassonar 29, Braga Jónssonar 23. Nánar verður sagt frá mótinu í Bridgeþættinum á morgun. Metafli á Þorlákshöfn: Eskifirði hafi varla stoppað síðan það kom til landsins fyrir fjórum árum og hefur það reynzt mjög vel og verið aflasælt. _Ævar. Nýr kjörræðis- maður Portúgals HINN 23. aprfl var hr. Þór Þor- steins veitt viðurkenning sem kjörræðismanni Portúgals með vararæðismannsstigi f Reykjavfk. Eskifirði, 17. maí. VETRARVERTlÐ er nú lokið hér á Eskifirði og allir bátar búnir að taka upp netin. Heildarafli bát- anna og togaranna fram til 1. maf nam samtals 3478,5 lestum þar af var togarafiskur 2073 lestir og netafiskur 1405,5 iestir. Er þetta sennilcga mesti afli sem borizt hefur á land hér. Mest barst á land i apríl, 1279 lestir. Þá var landað 27,300 lest- um af loðnu. Aflahæstur af neta- bátum var Sæljón með 660 lestir, skipstjóri Arni Halldórsson. Sjómenn eru nú að búa bátana undir sumarveiðarnir. Fjórir fara á humarveiðar, þrír á togveiðar, einn í Norðursjó og minni bátar fiska i net og færi. Togararnir hafa aflað afbragðsvel að undan- förnu og landaði Hólmanes 110 lestum í þessari viku og Hólma- tindur 170 lestum eftir stuttar veiðiferðir og i dag Iandar Hólma- nes 200 lestum. Hólmatindur hafði 8. maí aflað 1204 lestir frá áramótum og Hómanes 15. maí 1229 lestir. Hólmatindur stoppaði 8. maí og er nú verið að mála hann og hressa upp á útlitið. Segja má að það skip Bíll skemmdur I SlÐUSTU viku voru unnin skemmdarverk á bifreið sem stóð fyrir utan bilasölu Alla Rúts við Nóatún. Búið var að skemma hurð vinstra megin, rífa spegil af fram- bretti Og spenna upp hliðarrúðu. Hugsanlegt er að einhver hafi tekið bifreiðina traustataki, ekið henni einhvern spöl og skilað henni aftur á sama stað. Bifreiðin er af Austingerð, dökkrauð og ber einkennisstafina R-44384. Ef ein- hverjir geta gefið upplýsingar um þetta mál eru þeir beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una. Lélegri vertíð lokið Þorlákshöfn, 20. maí. NU ER lokið hér heldur lélegri vertfð þvf sfðari hluti hennar brást alveg vonum manna. Ut- koman varð þessi: Bolfiskafli 13.864 tonn og loðna 16.276 tonn. Léleg vertíð á Hornafirði Á HORNAFIRÐI er mjög lélegri vetrarvertíð lokið. Heildarafli 15 báta varð alls 4288 lestir í 496 róðrum eða röskar 8 lestir til jafn- aðar í róðri. Er þetta 982 lestum meira en árið 1974 en þá voru sjóferðir ekki nema 414 og meðal- afli i róðri um 9 lestir. Mestan afla nú hafði M/B Haukafell, 457.5 lestir, skipstjóri Einar Ingv- arsson; næstir voru Eskey með 398.6 lestir og Gissur hviti með 398,5 lestir. Heildarloðnumagn var 15933 lestir á móti 16 þús lestum i fyrra. Af loðnu fóru í bræðslu 14800 lestir, annað var fryst og selt til bænda. Gunnar. Samtals er þetta 30.140 tonn. Róðrar voru samtals 1625. Meðal- afli f róðri er 8,5 tonn á bát. t fyrra varð bolfiskaflinn 16.630 tonn og loðnuafli 19.747 tonn eða samtals 36.377 tonn. Róðrar f fyrra voru samtals 1758 og meðal- afli 9,5 tonn. Afli einstakra báta varð sem hér segir: Arnar var með 669 tonn, Brynjólfur 891, Búrfell 648, Brimir 332, Björg 243, Dalaröst 348, Friðrik Sigurðsson 704, Flugunes 408, Fróði 498, Guð- finna 337, Gissur 236, Hannes Hafstein 487, Húnaröst 446, Jón á Hofi 656, Jón Sturlaugsson 473, Jón Helgason 523, Njöi^ur 673, Skálafell 733, Snætindur 491, Sól- veig 540, Sturlaugur 431, Skjöld- ur 157, Steinunn Sæmundsdóttir 148, Þorlákur 488 og Þórveig 158 tonn. Nú er verið að standsetja bát- ana og undirbúa allt fyrir sumar- úthaldið sem verður fiski- og humartroll. 4—5 bátar eru þegar byrjaðir með fiskitroll og 15—20 bátar verða gerðir út héðan í sumar. — Ragnhildur. I Ljúka burtfararprófi úr Tónlistarskólanum 1 KVÖLD og annað kvöld klukkan 19.15 efnir Tónlistarskólinn f Reykjavík til tónleika í Austur- bæjarbfói. Tvær stúlkur koma fram sem einleikarar á þcssum tónleikum, en þær eru báðar að ljúka námi í skólanum. I kvöld klukkan 19.15 heldur Elín Guðmundsdóttir sembaltón- leika. A efnisskránni eru verk eftir Morley, Rameau, Rychlik, Bach og Scarlatti. Annað kvöld á sama tíma heldur Vilhelmína Ölafsdóttir pianótónleika. A efn- isskránni eru verk eftir Nielsen, Beethoven, Chopin, Skrjabín, Debussy og Albeniz. A meðfylgjandi mynd sjást þær Vilhelmína (t.v.) og Elín. OSKAR Illugason skipstjóri verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni f Hafnarfirði f dag. Minn- ingargrein um hann mun birtast f Morgunblaðinu ámorgun. Greinargerð BSRB verður afhent í dag KJARADÓMUR hefur nú fengið kjaradeilu BSRB og rfkisins til umf jöllunar og hefur eins mánað- ar frest til þess að skila úrskurði sfnum eða til 15. júnf. t dag mun Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, skila greinargerð til dómssins. Talið er þó að dómurinn muni reyna að flýta störfum sfnum og skila niðurstöðum sem allra fyrst. Dregið í happ- drætti Lögreglu- kórs Reykjavíkur DREGIÐ hefur verið í happdrætti Lögreglukórs Reykjavíkur. Eftir- talin númer hlutu vinning: Far- miðar fyrir tvo með LKR til Kaup- mannahafnar 29.5 kom á miða númer 3218. — Farmiðar fyrir tvo með Úlfari i öræfaferð kom á miða númer 988.— Vikudvöl fyrir tvo i Flókalundi kom á miða númer 3753 — Vikudvöl í húsi LFR í Munaðarnesi kom á miða númer 3491. — Vöruúttekt hjá Ultíma kom á miða númer 2210. — Hnattlíkan kom á miða númer 2155. — Vöruúttekt hjá P.F. stöð- inni kom á miða númer 2213. — Vöruúttekt hjá Eyfelld kom á miða númer 1774. — Vöruúttekt hjá Pfaff kom á miða númer 3720 — Vöruúttekt hjá Öl. Kr. Sigurðs- syni h.f. kom á miða númer 1707. — Ferðatæki kom á miða númer 3040. — Svefnpoki kom á miða númer 1576. Aðalumboðsmaður er Kristinn Óskarsson, simi 85762 i Reykja- vík. Tölurnar eru birtar án ábyrgðar. Astand 1 byggingariðn- aði fer dagversnandi SAMNINGAFUNDUR f deilu rfk- isins og starfshópa hinna þriggja rfkisverksmiðja, Aburðarverk- smiðjunnar, Sementsverksmiðj- unnar og Kfsiliðjunnar, hefur verið boðaður f dag, en Iftið hefur miðað f samkomulagsátt að und- anförnu. Verkföll þessi hafa þó allvfðtækar afleiðingar, einkum verkfallið f Sementsverksmiðj- unni, sem lamar allan byggingar- iðnaðinn og mun nú hvað úr hverju fara að hafa f för með sér atvinnuleysi meðal byggingar- manna. Mbl. ræddi í gær við Vfglund Þorsteinsson, framkvæmdastjóra hjá B.M. Vallá, og spurði hann um ástandið. Viglundur sagði að ástandið væri eins og það var fyr- ir hátíðarnar. „Enn höfum við þó engan mann sent heim. Við ætl- um aðeins að doka við á meðan unnt er að dytta að tækjum og bílum fyrirtækisins og nota tím- ann til þess að búa í haginn fyrir starfsemina — er verkfallið leys- ist. Aðeins er þó unnin dagvinna og spurningin er miklu fremur, hve lengi starfsmennirnir halda ástandið út án eftir- og nætur- vinnu. Víglundur sagði að ástand- ið á byggingarmarkaðinum færi dagversnandi og mætti nú búast við því að vinna stórra hópa bygg- ingarmanna færi að stöðvast. Víg- lundur taldi að ástandið yrði Námskeið fyr- ir ljósmyndara EDWARD Praus mun halda nám- skeið fyrir Ijósmyndara á vegum Menningarstofnunar Bandarfkj- anna, Neshaga 16, kl. 19: 21. maí — svart-hvít mynda- taka, meðhöndlun skjala, kodak filmur. 22. maí — þróun ljósmyndatöku í Bandaríkjunum. slæmt í vikulokin og ljótt yrði það I næstu viku, ef ekki tækjust samningar. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Breiðholti hf., sagði að ástandið myndi verða óbreytt fram að helgi, en þá yrði fyrirtækið að losa sig við a.m.k. allt lausafólk. Hjá Breiðholti starfa nú um 300 manns, þar af um 60 1 Vestmannaeyjum. Ástandið er þó mun betra í Eyj- um, þar sem Breiðholt á þar sem- entsbirgðir, sem endast munu út mánuðinn. Hafði fyrirtækið ný- lega fengið sementsfarm sendan til Vestmannaeyja, er verkfallið skall á. Hjá Breiðholti er enn unn- in 2ja stunda eftirvinna á dag, enda sagði Sigurður það nauðsyn- legt, þar eð enginn lifandi maður lifði af dagvinnunni einni saman. IÐNAÐARBANKINN OPNAR ÚTIBÚ í BREIÐHOLTI III SlÐASTLIÐINN föstudag opnaði Iðnaðarbank- inn útibú í Brciðholti III, að Völvufelli 21. Utibúið mun annast alla almcnna bankaþjón- ustu og sjá um hvers konar innheimtu. Það verður opið frá 9.30 til 12 og frá klukkan 13 til 16 og aftur frá klukkan 17 til 18.30. Utibússtjóri er Höskuldur Jónsson. Myndin er tckin við opnun útibúsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.