Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 5 Nýtt leikhús: Leikrit eftir Jökul sýnt á Loftleiðum Höfundaleikhúsið heitir nýtt leikhús, sem hefur göngu sfna f litla salnum á Hótel Loftleiðum næstkomandi fimmtudagskvöld. Viðfangsefnið er lfka nýtt; ein- þáttungurinn „Hlæðu, Magða- lena, hlæðu“ sem ungir leikhús- menn úr höfundasamtökunum standa að. Höfundurinn er Jökull Jakobsson og leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson. Leikmynd og sviðsstjórn hefur á hendi Else Duch, sem starfað hefur við fjölda leikhúsa í Danmörku og gert leikbúningana f Kaupmann- inn í Feneyjum í Þjóðleikhúsinu. Eldri dömurnar tvær á sviðinu, sem verzla með tau og tölur, leika Herdís Þorvaldsdóttir og Þóra Friðriksdóttir, en Sigurður Karls- son,* leikari kemur f heimsókn að loknu stuttu hléi. Hvað eina er unnið f sjálfboðavinnu og allt er f Samninga- fundur í dag SAMNINGAFUNDUR deiluaðila, ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambands- ins sem ráðgerður hafði verið í gær, verður haldinn í dag hjá sáttasemjara ríkisins. Á fundin- um mun Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Klemens Tryggvason hagstofustjóri gera grein fyrir spám um verðlagsþró- un, en fyrir hvítasunnu höfðu hagfræðingar ASl og VSl gert grein fyrir athugunum sínum á vísitölunni. stfl og helzt í hendur, litla leik- sviðið, leikritið og miðaverðið, sögðu þeir Hrafn og Jökull við blaðamann Mbl. Sýningar verða tvisvar á kvöldi kl. 10.00 og 21.30 á fimmtudag, laugardag og sunnudag, og má panta aðgöngu- miða á Hótel Loftleiðum eftir kl. 14.00. Leikritið fjallar um mannleg samskipti og þá gleði og angist, sem sækir í minningarnar. Jökull fer þar inn á nýja braut og byggir á þjóðsögulegum efniviði um kon- ur, sem gengu í björg til álfanna. Það viðfangsefni gerir hann al- gilt. Þó leikurinn á sviðinu gerist nú um 1930, þá getur hann eins átt við alla tíma. Jökull kvaðst hafa skrifað þetta leikrit í janúar í vetur, en kveikjan sé mun eldri. Ekki kvað hann persónurnar, dömurnar með tölubúðina, sann- sögulegar, en hins vegar væri bú- ið að benda sér á þær víða, i Reykjavík, Hafnarfirði og Akur- eyri, svo þær séu eða hafi áreiðan- lega verið til. Nokkrum breytingum tók leik- ritið í uppsetningu, eins og Jökull á til með að gera „ef hann hefur skynsaman leikstjóra sem nú og það einhvern, sem hefur eitthvað fleira en skynsemi til að bera“, eins og hann orðaði það. Jökull hefur að undanförnu unnið nokk- uð að uppsetningu á leikritum og Hrafn hefur skrifað fyrir leik- svið, og þeim kemur saman um að það geri hugmyndaskiptin þeirra á milli sennilega frjórri. Þetta sé svona eins og þegar myndist spenna milli tveggja hlaðinna raf- Höfundurinn Jökull Jakobsson og stjórnandinn Hrafn Gunnlaugsson bródera I stofu kvennanna tveggja með tau- og tölubúðina, sem leikritið fjallar um. Höfundur stofunnar og leiktjalda, Else Duch, horfir á þá. skauta. En oft verðí við æfingu leikrits eins og opnist grein á stofni og spretti fram. Og þvi sé mjög mikilvægt að leikstjóri sé vakandi fyrir þeim vaxtarbrodd- um, sem búa i textanum. Hugmyndin að þessari sýningu vaknaði á fundi leikritahöfunda. Það kom í ljós að mikið er til liggjandi af stuttum leikþáttum, sem stóru leikhúsin tvö eiga erfitt með að taka til sýningar. Þau við- urkenna þó þörfina og hafa m.a. lánað til þessarar tilraunar bún- inga og leikara. — Oft er talað um að höfundi sé nauðsynlegt að vinna i leikhúsi, sagði Hrafn. En það gagnar ekki, ef það er ekki einmitt hægt við nýgræðinginn, því af honum spretta venjulega upp listaverkin. Þetta leikhús er því hugsað sem forum eða torg, þar sem menn geta sett á svið og skipst á hugmyndum. Að því standa þá jafnan þeir, sem hafa áhuga hverju sinni. Leikmynd Jökuls, „Hlæðu Magðalena, hlæðu“, hefur verið í æfingu í 2 mánuði, en frumsýning var ekki ákveðin fyrirfram, til að losna undan þeirri streitu, sem fylgir timahraki. Aðeins var ákveðið að byrja, þegar ávöxtur- inn væri þroskaður og tilbúinn til að detta af trénu. Þá skyldu hefjast sýningar og fengin af þvi reynsla, hvort fólk hefði áhuga á að koma út á Loftleiðahótel, sjá klukkutíma sýningu og kannski fá sér snarl i kaffiteriu eða drykk á bar, sundsprett í laug eða gufu- bað. Þeir Hrafn og Jökull tóku fram að þeir hefðu ekki sótt um styrk til neins eða ætluðu að gera það. En ekki hefðu þeir komið uþp þessari sýningu, ef ekki hefði notið einstakrar greiðasemi Hótel Loftleiðá og starfsfólks þar. ! SértHboð j w. Grill-kjúklingur Leyfilegt verð kr. 810 Sft Tilboðsverð kr. f ull Vals appelsínusafi,2ltr. Leyfilegt verð kr. 611 JS Jfj| g Tilboðsverð kr. Sanitas, blönduð ávaxtasulta,1.2 kg Leyfilegt verð kr. 468 M M Tilboðsverð kr. » Denimbuxur, barna- og unglingastærðir Verð frá kr. 750-1750 Kaffi, 1 kg Leyfilegt verð kr.494 Tilboðsverð kr. Herra- nærbuxur 3stkkr..QQ Drengja- nærbuxur 3stk.kr.j|0|| Vióskiptakortaverð fyrir alla! IÉþi ISK SKEIFUNN11!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.