Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Ali sigraði Lyle í 11. lotu MUHAMIVIAD Ali varði heims- meistaratitil sinn í hnefaleikum þungavigtar er hann mætti landa sinum Ron Lyle í kcppni sem fram fór í Las Vegas í Bandaríkj- unum aðfararnótt laugardagsins. Var það i 11. lotu sem dómarinn stöðvaði leikinn og dæmdi Ali sigurinn, sem er sá þrettándi sem hann hlýtur í keppni um heims- meistaratitilinn. Aðeins einu sinni hefur Ali tapað slíkum leik, 8. marz 1971, er Joe Frazier sló hann út. Leikurinn í Las Vegas var mjög jafn til aö byrja með, en ekki aö sama skapi jafn góöur. Báðir hnefaleikararnir freistuðu þess að stöðva hinn með því aö hanga á honum, og litið var af afgerandi og fallegum höggum eða brögð- um. Heldur var þaö Lyle sem reyndi að sækja og átti Mu- hammad Ali nokkrum sinnum í erfiðleikum í leiknum, hraktist út i kaðlana og varðist við þá! Þegar á leikinn Ieið tók Lyle hins vegar augsýnilega að þreyt- ast og hóf þá Ali sókn. I 10. lotu kom hann mörgum höggum á and- stæðing sinn og í elleftu lotu stöðvuðu dómararnir leikinn og dæmdu Ali sigur á „teknisku" rot- höggi. Fyrir sigur i þessutn leik fékk Muhammad Ali eina milljón doll- ara, en Lyle fékk hins vegar aðeins 100.000 dollara í sinn hlut. Ali mun svo fá helmingi hærri upphæð er hann mætir Bretanum Joe Bugner i keppni i Kuala Lumpur seinna á þessu ári, þannig að heimsmeistarinn ætti ekki að þurfa að líða skort um þessar mundir. Eftir að dómararnir höfðu dæmt Ali sigur sneri hann sér að áhorfendum sem voru um 7000 talsins og kallaði hvað eftir annað: „I am the greatest'* — ég er beztur. Hann lauk síðan lofs- orði á Lyle, sem hann sagði vera mikinn baráttumann. — En það hefði átt að stöðva leikinn fyrr, sagði Ali, — ég var búinn að ganga miklu fyrr frá honum, þótt hann héngi uppi. Lyle var hins vegar á öðru máli: — Ég vann allar loturnar, sagði hann, — og hefði leikurinn haldið áfram hefði Ali tapað á stigum. Ég var ekki það illa farinn að ég hefði ekki þraukað leikinn út. Ron Lyle, sem var fyrir nokkr- um árum dæmdur í fangelsi fyrir morð, er jafnaldri Muhammads Ali, 33 ára, og hefur mikla reynslu sem hnefaleikari. Hann hefur 34 sinnum keppt við at- vinnumenn, 30 sinnum unnið sigur, tapað þrisvar og einu sinni gert jafntefli. Ásgeir Sigur- vinsson „ÉG ER bjartsýnn á góðan árangur gegn Frökkum á sunnudaginn Ég sá þá I sjón- varpinu fyrir skömmu er þeir léku við Portúgal á heima- velli og töpuðu 0:2. Frakk- arnir eru yfirleitt sterkir á heimavelli en I þessum leik var völlurinn mjög lélegur og Frakkarnir voru alveg hörmu- legir. Þeir ættu þvl varla að gera stóra hluti á Laugardals- vellinum eins og hann er sagður vera nú og þegar við bætist að við erum með okkar sterkasta lið held ég að við ættum að geta verið bjartsýnir á góðan árangur." Ásgeir Sigurvinsson er kominn heim til að hvíla sig eftir erfitt keppnistlmabil I Belglu og einnig til að leika tvo landsleiki fyrir fsland. Fréttamaður Mbl. hitti hann að máli I Vestmannaeyjum um helgina og þá mælti Ás- geir ofangreind orð. — Hve lengi verðurðu heima I þetta sinn Ásgeir? „Ég verð í rúman mánuð. Ég á að fara út aftur 21. júnl og þá fer ég beint i æfingar. 25. júní tökum við þátt I hraðmóti á Spáni en ekki veit ég hvaða lið verða með okkur I þvi móti. Standard er á keppnisferð í Evrópu núna og leikur nokkra vináttuleiki en ég fékk að sleppa við þá ferð." — Nú gekk ykkur ekki of vel í lokin i belgísku deild- inni? „Nei því er nú verr. Við áttum lengi möguleika á að hljóta sæti i UEFA keppninni en sá möguleiki gekk okkur úr greipum. Eftir það var allur áhugi úr mannskapnum og siðustu leikirnir voru mjög þreytandi enda ekki að neinu að keppa. Maður var ósköp feginn þegar þetta var búið. Þá kom upp missætti milli þjálfarans og fyrirliðans hjá okkur en ég vona að það lagist i sumar. Ég hef ekki trú á að það verði miklar breyt- ingar hjá okkur utan það að liðið hefur keypt tvo unga stráka frá Beringan og Wintenslag." — Hvernig gekk þér per- sónulega? „RÉTTLÁT úrslit“ virtist almennt vera skoðun þeirra sem frétta- maður Mbl. ræddi við að loknum leik IBV og Víkings í Vestmanna- eyjum. Hér fara á eftir stutt viðtöl við þjálfara og fyrirliða liðanna: Gísli Magnússon, þjálfari ÍBV: „Ég er að sjálfsögðu óánægður með leikinn, þetta var miklu lé- legra en við höfum 'sýnt í vorleikj- unum. Ég held að það hafi fyrst og fremst stafað af taugaspennu og svo miklum mannamissi. Okkur vantaði 3 góða menn og það kom mjög illa niður á miðj- unni. Víkingarnir voru frískir og ákveðnir í að ná a.m.k. öðru stig- inu. Þeir komu mér á óvart. Það er oft sagt að fall sé fararheill. Við stefnum hátt í þessu móti, ég þori ekki að lofa sigri en við mun- um berjast." Snorri Rútsson, fyrirliði IBV: „Það var nú heldur svakalegt að ná ekki nema öðru stiginu, við höfðum reiknað með báðum. En miðað við gang leiksins voru þetta sanngjörn úrslit. Víkingarnir voru reyndar búnir með úthaldið í lokin en það dugði okkur ekki. Lið IBV á að geta meira, það hefur sýnt það í vorleikjunum og við ætlum okkur stórt í mótinu þótt okkur vanti góða menn vegna meiðsla. Vikingarnir komu á óvart miðað við æfingaleikinn við þá f vor. Ég held varla að þeir verði í fallbaráttunni í ár.“ Tony Sanders, þjálfari Víkings: „Drengirnir unnu vel við erfiðar aðstæður. Þetta var mikill bar- áttuleikur og ég held að við höf- Víkingar kræktu í annað stigið 0:0 í Eyjum VlKINGAR komu til Vestmanna- eyja í þeim tilgangi að krækja í annað stigið á móti spútnikliði IBV. Meira gátu þeir varla vænzt eftir hina stórgóðu frammistöðu Eyjaskeggja I æfingaleikjum i vor þar sem þeir hafa unnið flest liðin stórt, þar á meðal Víking. Bjartsýnn á góðan árangur gegn Frökkum „Yfir heildina var þetta ágætt keppnistlmabil hjá mér. Ég vann mér fast sæti I liðinu og komst I góða aefingu. Það var bara verst hvað mér gekk illa að skora. Ég skoraði ekki nema 4 mörk I deildinni og 2 í bikarnum en átti ótal skot I stengur og slár. Nýi samningurinn minn tekur gildi I haust og gildir hann til þriggja ára. Hann er miklu hagstæðari en gamli samningurinn." — Hvernig gekk Ólafi bróður þinum hjá Standard? „Honum gekk vel til að byrja með. lék fyrst með varaliðinu og komst í aðal- hópinn. Hann var vara- maðurinn i einum leik og átti að fá að leika með f næsta leik en þá fór hann að finna til eymsla i öðrum fætinum. Fyrst héldum við að þetta væru meiðsli og fékk Óli meðferð eins og svo væri en þetta lagaðist ekki. Þetta hefur heldur versnað en hitt og fer hann I rannsókn hér heima. Það er ekki gott að segja hvað þetta er, kannski er það virus. Það er alveg ðráðið hvort Óli fer út aftur til Standard þegar hann hefur náð sér." — Og að lokum Ásgeir, hvernig ætlar þú að verja frf- inu hér heima? „Ég ætla nú fyrst og fremst að slappa af enda búinn að fá nóg af fótbolta i bili. Þetta eru búnar að vera stanzlausar æfingar og leikir síðastliðna II mánuði og á þessum tima hef ég leikið meira en 60 leiki. Ég hugsa að ég eyði megninu af timanum hér heima i Eyjum enda er alltaf bezt að vera hér." — SS. um verið jafningjar þeirra á öllum sviðum. Ég er bara búinn að vera með liðið í 3 vikur og það var ekki annað að sjá en það hefði stundað æfingar vel undanfarna mánuði. Vestmannaeyingar eiga gott lið og það er ekkert skrítið að þeir skuli hafa unnið alla leiki sína í vor. Miðherjinn þeirra (Sigurlás) vakti sérstaka athygli mína, hann á trúlega eftir að verða mjög góður.“ Eiríkur Þorsteinsson, fyrirliði Víkings: „Ég er nokkuð ánægður með úrslitin en ekki eins ánægður með knattspyrnuna sem liðin sýndu. Það var hart barizt við erfiðar vallaraðstæður. Framlín- an hjá ÍBV var mjög hættuleg eins og við bjuggumst við en vörnin hjá þeim fannst mér óörugg. Þá fannst mér það galli á spilinu hjá þeim hvað þeir spil- uðu þvert. Þeir eiga eflaust eftir að gera það gott í sumar og við stefnum líka hátt. Það þýðir ekkert annað en stefna á topp- inn.“ Markmiðinu náðu Vfkingar og var það eflaust léttara verkefni en þá hafði grunað. Eyjamenn náðu sér aldrei vel á strik gegn ákveðnum leikmönnum Vfkings og aðeins á köflum í seinni hálf- leik náðu þeir að sýna þá knatt- spyrnu sem fært hefur þeim góðan árangur og við eigum von- andi eftir að sjá til þeirra f sum- ar. Knattspyrnulega séð var þetta fremur slakur leikur en bæði lið- in börðust af miklum móði og af og til sáust falleg augnablik. Lokatölurnar urðu 0:0, marka- laust jafntefli og verða það að teljast sanngjörn úrslit að liðin skyldu skipta með sér stigunum. Veður var fagurt í Eyjum á laugardaginn þegar leikurinn fór fram, sólskin með köflum en ekki tiltakanlega hlýtt. Leikið var á grasvellinum í Eyjum sem er gróðurlaus á stórum köflum eftir vikurinn. Annars var völlurinn þurr og bjargaði það miklu. Ahorfendur voru allmargir og hvöttu sína menn kröftuglega til dáða. Vegna þess að þrír leik- manna Víkings voru i prófum að morgni laugardagsins komu Vík- ingarnir með leiguflugvél skömmu fyrir leik. Ekki var hægt að merkja það að nýafstaðin flug-. ferð né prófannir hefðu áhrif á liðið, því það sýndi mun betri leik í fyrri hálfleik en heimamenn, og var þó á móti vindi að sækja. Börðust Vikingarnir af miklum krafti, náðu algerum tökum á miðjunni og voru öruggir í vörn. I sókninni var eins og svo oft áður treyst á langspyrnur fram á tvo eldsnögga miðherja liðsins, þá Stefán Öalldórsson og Kára Kaaber. Skapaðist oft hætta i kringum þá, sérstaklega þö í kringum Stefán. Hann fékk t.d. bezta tækifæri hálfleiksins á 26. mínútu er hann komst inn fyrir vörn tBV og skaut föstu skoti að marki sem Ársæll varði með Texti og myndir: Sigtryggur Sigtryggsson. naumindum. Nokkur fleiri tæki- færi fengu Vikingarnir en ekki nærri eins hættuleg en vart er hægt að tala um umtalsverð tæki- færi Eyjamanna. Víkingarnir voru einnig sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks en brátt mátti greina að úthaldið fór að minnka hjá þeim og þá fyrst komust Eyjamenn í gang. Sýndu þeir oft á tíðum stór- góða samleikskafla seinni hluta leiksins, samleikskafla sem hæg- lega hefðu getað endað með marki. Næst því að skora var hinn ungi og eldsnöggi miðherji Sigur- lás Þorleifsson á 69. mínútu. Hann komst þá inn fyrir vörn Víkings, lék á Diðrik markvörð og renndi boltanum í átt að markinu en framhjá. Víkingarnir fengu einnig sín tækifæri t.d. Kári Kaaber alveg i lokin en skalla- knöttur hans fór framhjá. Mér segir svo hugur að Vest- mannaeyingarnir eigi eftir að sýna margt fallegt i sumar þótt þeir hafi verið heldur sparir á fallega knattspyrnu í þessum leik. Þeir kenndu taugaspennu um slakan leik í fyrri hálfleik svo og því að Víkingarnir hefðu verið mun ákveðnari en þeir áttu von á. Er hvorttveggja eflaust rétt. Nú þá má ekki gleyma því að þrjá af fastamönnum liðsins vantaði, Ölaf Sigurvinsson, Öskar Valtýs- son og Viðar Eliasson og munaði mest um Óskar á miðjunni. En knattspyrnan sem þeir sýndu á köflum i seinni hálfleik lofar góðu. I þessum leik sýndu þeir Ársæll Sveinsson og Tómas Páls- son beztan leik. Ársæll var mjög öruggur i markinu og hirti allt sem kom inn í vítateiginn. Er hann að verða einn okkar öruggasti markvörður. I framlín- unni var Tómas stórhættulegur þegar hann fékk boltann en hann var ótrúlega lítið nýttur. Þá vakti Sigurlás Þorleifsson athygli i mið- herjastöðunni. Er þar á ferð pilt- ur sem eflaust á eftir að láta meira i sér heyra. Vikingarnir börðust mjög vel i þessum leik og náðu markmiðinu að fá eitt stig út úr viðureigninni og með örlítilli heppni hefðu jafn- vel bæði stigin getað orðið þeirra. Vörn þeirra var ágæt i leiknum og ungur miðvörður, Róbert Agnars- son, vakti athygii. Á miðjunni höfðu þeir Eiríkur Þorsteinsson og Gunnar Örn Kristjánsson löng- um öll tök en þessar sífelldu lang- spyrnur fram völlinn eru ekki til fyrirmyndar hjá þeim jafnt sem öðrum í liði Víkings. En vafalaust á það eftir að breytast þegar Guð- geir Leifsson hefur leik með Vík- ingsliðinu en það verður i næsta leik liðsins. I framlínunni vakti Stefán Halldórsson sérstaka athygli, eldsnöggur og leikinn. Virðist afturkoma hans í lið Vík- ings ætla að gjörbreyta framlínu þess til hins betra. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Grasvöllurinn I Vestmannaeyjum. ÍBV — Vfkingur 0:0 Áhorfendur: 588. Áminning: Engin. Dómari: Baldur Þórðarson og dæmdi hann auðdæmdan leik mjög vel og naut við það aðstoðar góðra línuvarða, Hinriks Lárussonar og Arnars Grundfjörð. Vfkingar sækja að marki IBV en Eyjamenn eru til varnar. Það er Stefán Halldórsson sem skallar knöttinn en Friðfinnur Finnbogason stekkur upp með honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.