Morgunblaðið - 21.05.1975, Side 14

Morgunblaðið - 21.05.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1975 Virkjun Kláffoss í Hvítá: Vinnsla vatnsorku þrefald- astá Vesturlandi JON Arnason, alþingismaöur, mælli fyrir frumvarpi lil laga um virkjun Kláffoss í Hvílá, scm er slórt hagsmunamál byggöanna í Veslurlandskjörda>mi. Ra>ða þingmannsins fer hér á eftir: Traustog hagkvœm virkjun — eitt samveitusvœöi Vesturlands Frumvarp til laga um virkjun Hvítár í Borgarfirði, er flutt að beiðni stjórnar og eignaraðila Andakilsárvirkjunar, en þeir eru Akraneskaupslaður og Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Þá er, eins og ég mun síðar víkja að, almennur áhugi í öðrum byggðum á Vestur- landi, svo sem Snæfellsnessýslu og í Dalasýslu, á því að þeir verði aðilar að þessu væntanlega orku- veri, en þar með væri myndað eitt allsherjar orkuveitusvæði, sem mundi ná yfir alll Vesturlands- kjördæmi, sem yrði þá Vestur- landsveíta. — Það hefur oft verið um það rætt, að í framtíðarskipan orku- mála í landinu beri að stefna að því, að komið verði á landshluta- veitum, ýmist á vegum byggðar- laganna sjálfra, með aðstoð ríkis- íns, eða þá í sameign ríkis og sveitarfélaga. — Þó hefur al- mennt verið gengið út frá því, að meirihluti stjórnar slfkra orku- veitna væri í höndum heima- manna. Undirbúningur að virkjun Kláf- foss í Hvítá var fyrst hafinn á árunum 1963 og 1964. — Virkjunarmat, sem þá var gefið út, var unnið af þeim Rögnvaldi Þorlákssyni, verkfræðing, og Ásgeir Sæmundssyni, tæknifræð- ingi. — Umræddar virkjunarrannsókn- ir, svo og allar þær virkjunar- rannsóknir sem síðan hafa átt sér stað varðandi væntanlega virkj- un, hafa verið unnar að frum- kvæði Andakílsvirkjunar og á hennar kostnað. — Virkjunarmat það, sem út var gefið i aprilmánuði 1964, bar það með sér, að virkjun Hvítár við Kláffoss væri hagstæð virkjun borið saman við aðra valkosti og með tilliti til þess öryggis, sem raforkuverið mundi veita Vestur- landi. Eins og fram kemur i 1. gr. frumvarpsins, er gert ráð fyrir, að vatnsaflstöðin verði alt að 13,5 mw. Er sú stærð ákveðin með tilliti til þess, að þá fer minna land undir vatn vegna stíflugerðar en ella, ef raforkuverið væri miðað við 15 mw. eins og möguleikar eru á, með aukinni stíflugerð. Einn af aðalkostum Hvítár til orkuvinnslu er talin vera sá, hvað vatnsstreymið i ánni er jafnt. — Eftir 22ja ára rannsóknir og vatnsmælingar er orkuvinnslu- getan talin vera um 88 gwh í meðalári. Lægsta framrennsli á þessu 22ja ára tímabili var árið 1963 og hefði orkuvinnslan það ár verið um 72 gwh mælt við stöðvarvegg. — Korgangsorka er hinsvegar tal- in vera um 75 gwh. Nýtt virkjunarmat hefur nú verið framkvæmt um Kláffoss- virkjun og er virkjunarkostnaóur- inn áætlaður, eftir breytingu á skráðu gengi ísl. krónunnar í febrúarmánuði s.l., 1156 milljónir króna. — Er þá ekki meðtalinn kostnaður við tengingu orkuversins við orkuflutningskerfið í Borgarfirði, ekki greiðslur fyrir land og vatns- réttindi og vextir á byggingar- tíma. • — Að þessu meðtöldu verður heildarstofnkostnaður tal- inn 1.450 ntillj. króna. Með tilliti til þessa verður kostnaðarverð forgangsorkunnar miðað við 40 ára annuitet og 8% reiknivexti, ásamt 0,75% stofn- kostnaðar í rekstri, kr. 1,77 kwh. Sé hinsvegar reiknað með 10% vöxtum, er kostnaðarverð for- gangsorkunnar 2,12 krónur á kwh. Eftir gildandi gjaldskrá kaupir Andakílsárvirkjun raforku frá Rafmagnsveitum ríkisins á kr. 2,58 kwh. Væri orkan keypt frá Landsvirkjun, milliliðalaust, yrði verðið kr. 2,32 á kwh. Á síðastliðnu ári var komið á tengingu frá Andakílsárvirkjun til Snæfellsness með sérstakri stofnlínu, en meó því eru kaup- túnin á norðanverðu Snæfellsnesi komin í samband við orkuveitu- kerfið á Suð-Vesturlandi. Á þessu ári er síðan gert ráð fyrir að leggja nýja stofnlínu frá Stykkis- hólmi um Skógarströnd í Dali. — Að lokinni þeirri framkvæmd er Vesturland allt frá Hvalfirði til Gilsfjarðar orðið eitt samveitu- svæði, sem hefur íbúatölu um 14.000 manns. — Þar af er um 9.500 manns í þéttbýli. — Orkuþörfin vex um 10% á ári Afl orkuvera á þessu samveitu- svæði var á síðastliðnu ári eða í árslok 1974 þannig, — að vatns- orkuverin tvö framleiddu 8.870 kw — Andakíll 7.920 kw og Rjúk- andi 950 kw. — Þar til viðbótar eru díselrafstöðvar í Ólafsvík, 1695 kw., í Stykkishólmi 1200 kw og i Búðardal 1000 kw — eða samtals orka frá díselstöðvum 3.895 kw. Samtals er því afl rafstöðva í dag á Vesturlandi 12.765 kw. Á síðastliðnu ári var raforkuöfl- un á Vesturlandi sem hér segir: Frá Andakílsárvirkjun 26,9 kw, frá Rjúkanda 8,1 gwh og keypt orka frá Landsvirkjun eða Raf- magnsveitum rikisíns 32,3 kwh — eða samtals vatnsorka 67,2 gwh. Raforka framleidd í díselraf- stöðum var hinsvegar þannig, að diselrafstöðin í Ólafsvík framleiddi 4,7 gwh, í Stykkis- hólmi 5,6 gwh og í Búðardal 3,0 gwh. — Samtals raforka fram- leidd með díselvélum því 13,3 gwh. Heildarraforkunotkun á Vesturlandi hefur þannig verið 80,5 gwh á síðastliðnu ári. Á Vesturlandi, eins og annarstaðar á landinu, má gera ráð fyrir verulegri aukningu á raforkunotkun. — Talið er að aukningin verði ekki undir 10% á ári. — Mestur hluti þeirrar aukn- ingar er aukin sala raforku til húshitunar. — Þá er einnig talið sennilegt að raforka verði í aukn- um mæli tekin í notkun sem varmagjafi í atvinnurekstri eftir þvi sem tækni þróast og verð raf- orku verður hagstæðara miðað við olíu eða annan orkugjafa. — Eftir því sem almenningur verður háðari raforkunotkuninni, aukast að sjálfsögðu kröfurnar um aukið öryggi, varðandi orku- afhendinguna. Húshitun með rafmagni gerir menn viðkvæmari fyrir truflun- um en áður, en jafnframt verður mjög kostnaðarsamt að sjá fyrir varaorku með díselvélum, þó að alltaf verði eitthvað af slíkri orku að vera fyrir hendi. Dreifing vatnsaflstöðvanna um landið verður þannig stöðugt þýð- ingarmeiri þáttur í uppbyggingu raforkukerfisins um land allt. — Með tilkomu nýrra orkuvera eykst að sjálfsögðu það heildar- orkumagn, sem til ráðstöfunar verður, en þá er annar þáttur sem skiptir miklu máli að leysist jafn- hliða, en það eru dreifilínurnar. — Þar er mikið verkefni fram- undan, og gegnir einu máli um hvar á landinu er. — Með virkjun Kláffoss rúmlega tvöfaldast afl orkuvera á Vestur- landi og vatnsorkuvinnslan þrefaldast. — Kláffossvirkjun er í byggð, í miðju Borgarfjarðar- héraði, og eykur það mikið öryggi rafmagnsnotenda á svæðinu og minnkar um leið orkutap í flutn- ingi. Hagngting jarðvarma á Vesturlandi Jafnhliða þeim rannsóknum, sem átt hafa sér stað varðandi orkuvinnslu með vatnsafli á Vesturlandi, hafa einnig átt sér stað rannsóknir á athuganir á hugsanlegri hagnýtingu á þeim mikla jarðvarma sem fyrir hendi er á Vesturlandi og þá einkum í Borgarfirði. — Gerðar hafa verið áætlanir um kostnað við hitaveitur fyrir Borgarnes, Hvanneyri og Akranes, og er talið að fyrir þeim framkvæmdum sé fjárhagslegur grundvöllur. — Hvort Akranes fær heitt vatn frá Leirá eða jarðhitasvæðinu í Reykholtsdal er ekki vitað ennþá, en meiri líkur taldar á að Leirár- svæðið hafi nægjanlega mikið heitt vatn fyrir Akranes, en þar stendur nú yfir borun 2000 metra djúprar holu, sem gerð er í til- raunaskyni áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Með hliðsjón af þessu má gera ráð fyrir að um helmingur íbú- anna á Vesturlandi fái hitaveitur frá jarðvarma. Hinn helmingurinn, eða um 7000 manns, þarf því raforku til hitunar á öllu húsnæði, sem hita þarf, til atvinnu, þjónustu og íbúðarhúsnæðis. Talið er að þessi þörf sé um 12000 kwh á íbúa á ári, — verður raforkuþörf til húshitunar því um 84 gwh á ári. Nú þegar er fyrir hendi nokkur rafhitun á Vestur- Iandi, eða um 12 gwh, þannig að viðbótarþörfin er 72 gwh á ári, miðað við fólksfjölda í árslok 1974. Aðdragandi að flutningi þessa frumvarps um Kláffossvirkjun hefur verið nokkur. — Eftir að uppkast að frumvjarpinu lá fyrir, hafa sérfræðingar hjá Lands- virkjun og Orkustofnun, haft málið til athugunar og skilað álits- gerð. — Ég hefi séð minnispunkta og athugasemdir verkfræðings Landsvirkjunar um málið, en hann gerir samanbúrð á Kláffoss- virkjun annarsvegar og Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkjun hins- vegar. Ég tel að hér sé ekki um raun- hæfan samanburð að ræða, þar sem um er að ræða orkuver eins og Sigöldu, sem samið var um fyrir tveim árum og mikil vinna við framkvæmdina hefur þegar átt sér stað. — Að vísu mun það vera svo, að vissir þættir í kostnaði við væntanlega Hraun- eyjarfossvirkjun eru tengdir þeim framkvæmdum sem búið er að stofna til þegar Sigölduvirkjun líkur. — I Iók þessa álits er þó viður- kennt, að virkjun Kláffoss í Hvítá sé mjög hagstæð smávirkjun, en að það liti ekki út fyrir að fram- kvæmd sé tímabær í næstu fram- tíð, eins og nú standa sakir. — Andstaða þá og nú og 30 ára reynsla Það er ekkert nýtt, að skoðanir sérfræðinga i þessum málum, sem og á öðrum sviðum, falli ekki saman. — Það hefur jafnan verið svo. Við minnumst þess andbyrs sem átti sér stað frá vissum aðil- um, þegar í virkjun Andakilsár var ráðist. Þar var ekki um stór- virkjun að ræða, en allt um það hefur sú framkvæmd skilað við- komandi byggðarlögum ómetan- legum arði á því tæplega 30 ára tímabili sem orkuverið hefur verið starfrækt. — Að sjálfsögðu ber að halda áfram með stórvirkjanir í land- inu, til að efla stóriðju og full- nægja aukinni eftirspurn eftir raforku í landinu til húshitunar og almenningsþarfa, og renna með því nýjum stoðum undir efnahag þjóðarinnar. — En þrátt fyrir það ber einnig að hafa i huga, að slík orkuver sem hér um ræðir, eru þýðingarmikill þáttur í heildarkerfinu og skapar nauð- synlegt öryggi fyrir hin einstöku byggðarlög. — Svo sem kunnugt er, eru eigéndur Andakílsárvirkjunar Akraneskaupstaður og Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. — Er þetta frumvarp flutt að beiðni stjórnar Andakílsárvirkjunar og fyrr- nefndra eignaraðila. — Þess skal og getið, að fyrir hendi er algjör samstaða eigenda Andakilsárvirkjunar um að eignaraðild að fyrirhugaðri virkj- un við Kláffoss verði aukin þann- ig, að Snæfells- og Hnappadals- sýsla og Dalasýsla verði með- eigendur orkuversins, og þannig að því stefnt, að öll grunnorku- vinnsla á Vesturlandi verði sam- eign íbúanna, sem sjálfstæð Vesturlandsveita. — Þá er þess að geta, að á aðal- fundi Samtaka Sveitarfélaga á Suð-Vesturlandi, sem haldinn var á s.l. hausti, var allmikið rætt um orkumál Vesturlands, og var þar gerð einróma samþykkt um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að greiða fyrir því, að Kláffoss verði virkjaður og ennfremur áskorun til þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli, að þeir myndi sameign um orkuverið. — Af hendi stjórnar Andakílsár- virkjunar og bænda sem land eiga að Hvítá, þar sem landspjöll verða vegna fyrirhugaðrar virkjunar, hafa þegar farið fram viðræður milli aðila um væntanlegar bætur. Á þeim fundi var algjör sam- staða um málið og samkomulag um málsmeðferð, ef til þess kæmi, að ekki næðist samkomu- lag milli aðila án matsákvörð- unar. Fylgir fundargerð þess fundar með frumvarpinu sem fylgiskjal. Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir þvi, að annars- vegar sé ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast fyrir Andakílsárvirkj- un lán til framkvæmdanna, og hinsvegar sé ríkisstjórninni heim- ilt að taka lán fyrir hönd rikis- sjóðs að hluta til eða að öllu leyti í stað ábyrgðarinnar og endurlána Andakilsárvi^kjun. í hvoru tilfelli, sem um er að ræða, skal ríkisstjórnin ákveða kjör og skilmála fyrir sjálfs- skuldarábyrgðinni eða endurláni. Orkuverið við Andakílsá hefur nú verið starfrækt um 30 ára timabil og hefur alla tíð reynst hið besta fyrirtæki. — Á orkuver- inu hvíla nú tiltölulega litlar skuldir og með tilliti til þess ætti það að skapa aukið öryggi fyrir fjárhagslegum grundvelli að tengja þessi tvö orkuver sam- eiginlegum rekstri, eins og hér er lagt til. Ég vil að lokum óska þess, að háttvirtir þingdeildarmenn greiði fyrir afgreiðslu málsins svo sem kostur er. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.