Morgunblaðið - 21.05.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.05.1975, Qupperneq 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Guðrún svo að orði um það, að hún sagði, að Sigríður væri farin að segja eftir. Það var eitt kvöld nokkru eftir miðjan vetur, að þær Sigríður og Guðrún sátu tvær einar i stofu. Veður var fagurt, sólin var að setjast, og kvöldroðanum kastaði á gluggana og inn um st.ofuna. Guðrún sat á stóli út við gluggann og var að sauma og þagði; sá, sem þá hefði séð hana og tekið eftir brosunum, sem voru Teiknarinn lætur hér strákana með hundinn telja upp þá 20 muni sem hann teiknaði, en þeir áttu að leggja þá á minnið, loka augunum og telja þá upp aftur og sannreyna þannig minni sitt. — Það getum við Ifka gert, á sama hátt og þeir. að smáflögra um munnvikin á henni, og séð hvernig spékopparnir á kinnunum á henni ýmist voru að myndast eða hverfa, mundi hafa hugsað: Annaðhvort er um það, stúlka mín, að þú ert sokkin niður í einhverja skemmtilega hugsun, eða hitt, að einhver fallegur piltur er hér í nánd og gefur þér auga; þú hefur veður af honum, en læzt ekki sjá hann, slær því augunum niður og þykist ekki gæta að öðru en saumunum, en getur þó ekki með öllu dulið það, sem dulið á að vera; hugrenningar þínar læðast á vörum þér. Sigríður sat allskammt frá Guðrúnu í legubekk einum og hafði í fangi sér dálitla meyju, ofur fallega. Það var dóttir þeirra hjónanna, sem Sigrún hét og Sig- ríður unni mikið. Sigríður svæfði meyjuna í kjöltu sér og kvað þetta við hana: Ljóshærð og litfrið og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! Kvennagullið svo um munaói, og ekki vantaði þá öl og vín til þess að drekka með, slfk veisla hafði aldrei staðið í konungshöllinni. Piltur skrúfaði frá krananum sínum, og þá streymdu fram hin dýrlegustu vín. Þegar varðmennirnir, sem flytja áttu þorparalýðnum á hólmann kaldan hafra- graut, saltan vel, ásamt mysu til drykkj- ar, komu róandi með þessar kræsingar, þá vildu hinir ekki einu sinni bragða á þeim. Þetta fannst varðmönnunum und- arlegt, en undarlegra þó hitt, þegar þeir sáu hve fagurbúinn ruslaralýðurinn á hólmanum var orðinn, fatanna vegna hefðu þeir allir getað verið keisarar og páfar, og varómennina fór að gruna, að þeir væru komnir út í skakkan hólma, en þegar þeir gættu betur að, þá þekktu þeir að þetta var sá rétti. Þá sáu þeir, að sá, sem þeir höfðu farið með út í hólmann daginn áður, hlaut aó hafa hér hönd í bagga, og að það væri hann, sem hefði útvegað öllum lýónum þessi skartklæði. Þegar þeir komu svo aftur heim til kon- ungshallar, voru þeir ekki seinir á sér að segja frá því, að nú væri sá, sem nýkom- inn var út í hólmann, búinn að klæða alla Já, þad er erfitt með fram- tfðina, en gætuð þér sagt mér nú hvar ég lagði bílnum mín- um? STGNIúND m »>'- J LTkiö ö grasfletinum Eftir. Maríu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 59 Hann endurgalt bros hennar, en feimni hans leyndi sér ekki. — Ekki gat mig órað fyrir að ung og falleg slúlka hefði fengið áhuga á mér... I ródd hans vottaði I senn f.vrir undrun og auðmýkt, sem ég held að hafi snortið alla viðstadda ekki sízt þessa fjóra myndarlegu menn með trausta samfélagsstöðu á bak við sig... Raddblær hans gaf ótvírætt til kynna meira en orðin að þessi grófgerði og klunnalegí maður vissi ósköp vel að hann var ekkert sérstakt augnayndi og hversu hamingjusamur hann hafði orðið vegna þeirrar ástar sem Agneta Holt hafði fa>rt inn í líf hans. En enda þótt ásthrifni stúlkunnar hefði sennilega I upp- hafi verið vakin af þvf að hann var eini ungi maðurinn f nágrenninu, mátti sjá á svip hennar, að honum hafði vissulega tekist að gera hana bæði glaða og hamingjusama. Mér fannst skyndilega að ég gæti unnt þeim báðum þess að þau fengju að njót- ast... — Það var fyrir þremur ár- um... að við fundum hvort annað. Nú var það aðallega Christer sem hún beindi tali sínu til. — Ég var auðvitað logandi hrædd um að pabbi og mamma kæmust að einhverju, en ég trúði Tommy fyrir þessu og hann var auðvitað elskulegur og'skilnings- ríkur eins og alltaf. „Þú verður að losa þig undan fjötrunum sem mamma hefur lagt á þig,“ sagði hann. „Börje Sundin er prýðileg- ur náungi og traustur. Þú hefðir getað fundið hann verri." Hann sagði þó að hans skoðun væri sú að ég væri of ung... til að lifa með karlmanni og ég lofaði ég skyldi vera gætin. En svo... eitt hlýtt sumarkvöld gleymdum við öllu... nema að við vorum ung og mjög ástfangin. Og þá.. . þá gerð- ist þetta voðalega... Hún var orðin eldrauð f framan en hversu erfitt sem það hlaut að vera fyrir hana að skýra hér ókunnugu fólki frá viðkvæmustu einkamálum sfnum hikaði hún ckki eitt augnabiik. — Við vorum niðri f gamla garðhúsinu. Eg vissi að pabbi var ekki hcima og mamma var yfir- leitt ekki á fótum á þessurn tíma kvölds. En allt f einu kom Tommy þjótandi og hrópaði með öndina í háisinum. „Mamma er á leiðinni hingað. Eg sty.tti mér leið gegnum hindberjarunnana. Flýtið ykkur." Hann komst ekki lengra þvf að við heyrðum f henni fyrir utan. fig hafði þotið upp af bekknum og reyndi f örvæntingu að lága hárið á mér og föt- in. ..Tommy stillti sér upp við dyrnar, eins og hann ætlaði að verja okkur... svo opnaði hún. Það var ægilegt augnablik. En það liðu ekki nema fáein andar- tök þá hneig hún niður með- vitundarlaus án þess að hafa stunið upp orði. Ég fór að gráta... En Tommy sagði við Börje að hann skyldi flýta sér burt. „Fljótur! Áður en hún rakn- ar við. Það er ekki vert hún komi að þér hérna. Ekki batnar það þá. „Svo hvarf Börje á braut og hún rumskaði og.. .og fyrst skildum við ekki hvað hún átti við. En svo rann það smám saman upp fyrir okkur, hvaða ásökunum hún var að bera Tommy... Og nú býst ég við þið skiljið hvernig í málinu liggur, er það ekki? TOMMY HEFUR GREINILEGA SKYGGT A BÖRJE SVO AÐ IIUN SA HANN EKKI. ÞEGAR IIÚN OPNAÐI DYRNAR. Og af því að hún hafði þvílfkt hatur á Tommy sem alltaf hafði sýnt sig gegnum árin, var hún strax tilbúin að trúa hinum ógeðslegustu hlutum upp á hann. Tommy varð náhvftur f andliti og þegar ég reyndi að segja að þetta væri ekki honum að kenna, ýtti hann mér frá og sagðist ætla að tala við mömmu undir fjögur augu... Og svo... áð- ur en hann fór burt... kom hann og talaði við mig. Honum sárnaði þetta allt en hann var óskaplcga reiður út f pabba og mömmu. „Við skuiuni láta þau lialda það sem þau langar til, vina mín,“ sagði hann. „Eftir það sem hefur gerzt hef ég ekki í hyggju að koma hingað framar, jafnvel þótt þú farir tii þeirra og segir þeim upp alla söguna. Og ef þú átt að geta afborið að vera hér hcima, verður þú að gcta haft styrk af Börje. Þú skalt ekki hafa áhyggj- ur af mér, ég bjarga mér áreiðan- lega. Og ég segi I.ou hvar mig verður að finna. Skrifaðu mér... ef þér finnst alit vera að vaxa þér vfir höfuð." Söknuðurinn vegna látsTommy virtlst á ný ætla að buga hana og hún þagnaði. Chríster horfði á hana fuilur samúðar. — Og þetta var sem sagt það sem þú gerðir, sagði hann stilli- lega. — Þú skrifaðir um þig og Börje og hvernig þér leið hér heima. Það var efnið í þessum f jórum bréfum... — Já, sagði hún eymdarlega. — Ég sagði að hann ætti að eyði- leggja þau, en hann geymdi þau samt og þegar hann kom hingað um daginn, tók hann bréfin með til að láta mig fá þau aftur. — Veiztu að hann bauð föður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.