Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 Mikið um óhöpp í umferðinni um hvítasunnuhelgina GEYSIMIKIL umferð var um hvíta.sunnuhelgina að sögn lög- reglunnar. Var sérstaklega mikil umferð frá Reykjavík austur fyr- ir fjall til Hveragerðis og kvaðst lögreglumaður á Selfossi, sem Mhl. hafði tal af, ekki muna eftir annarri eins bílamergð í og við Hveragerði og á sunnudaginn. Ekki gekk umferðin slysalaust og er Mbl. kunnugt um a.m.k. átta bílveltur og urðu nokkur meiðsli í þeim. Mest urðu meiðslin í bíl- veltu við Alviðru, en þar hrygg- brotnaði farþegi og maður sem var í bíl sem valt á Hellisheiði Þjóðverji halastýfður VARÐSKIP klippti á togvíra vest- ur-þýzka togarans Wurzburg NC- 450 aðfararnótt s.l. laugardags, um 105 sjómílur útaf Hvalbak. Hafði varðskipið þá veitt togaran- uin órofna efiirför um nokkra hríð. Byrjun þessa máls var sú, að varðskip kom að fimm vestur- þýskum togurum á föstudags- kvöldið þar sem þeir voru að veið- um 10 milur innan fiskveiðimark- anna útaf Hvalbak. Voru togararnir reknir útfyrir. I hópn- um var fyrrnefndur togari og reyndi hann nokkrum sinnum að beygja inn í bakborðshlið varð- skipsins en það vék sér jafnan undan. Við athugun kom í ljós að þessi sami togari hafði haft uppi svipaða tilburði gegn sama varð- skipi nokkrum dögum áður og var ákveðið að veita honum órofna eftirför. Þegar togarinn var kom- inn 103 sjómílur útaf Hvalbak setti hann trollið skyndilega út þvert fyrir varðskipið. Þökkuðu varðskipsmenn gott boð og klipptu á togvírana en Land- helgisgæzlan telur heimilt að gera slíkt hafi hún veitt veiðiskipi óslitna eftirför. Átti klippingin sér stað klukkan 2,35 aðfararnótt laugardagsins. Togararnir þýzku héldu til Færeyja en þeir eru nú komnir aftur á Islandsmið að sögn Gæz'unnar enda munu þeir hafa veitt allvel hér við Iand að undan- förnu. höfuðkúpubrotnaði. Nokkur umferðaróhappanna stöfuðu af ölvun við akstur en mikið bar á ölvun um helgina að sögn lögregl- unnar. Hvergi voru háldnar skipu- lagðar samkomur um hvítasunnu- helgina en unglingar söfnuðust saman á laugardaginn í Þrastar- skógi og Heiðmörk. Þurfti lög- reglan að hafa afskipti af ungling- um á báðum þessum stöðum vegna ölvunar. Lögreglan i Hafnarfirði tók um helgina 11 ökumenn vegna ölvunar við akst- ur og var í flestum tilfellum um að ræða unglinga sem teknir voru i Heiðmörk og nágrenni. I einu tilfelli ók 14 ára piltur jeppa á staur. Með honum i förunni voru 3 félagar hans á svipuðu reki og meiddust tveir. Ökuþórinn var ölvaður. Mikið annríki var hjá lögregl- unni í Reykjavík um helgina vegna ölvunar og innbrota. T.d. stálu tveir 17 ára piltar tveimur haglabyssum úr verzluninni Vest- urröst. Hófu þeir skotæfingar bak við Hótel Esju aðfararnótt föstu- dagsins. Lögreglan fékk vitneskju um þessar æfingar og fann pilta þarna i nágrenninu. Voru þeir ekkert á því að gefast upp heldur miðuðu byssunum að lögreglu- Framhald á bls. 39 r Sofico opnað fyrir Utsýn FYRSTI ferðamannahópurinn á vegum ferðaskrifstofunnar Út- sýnar fór til Costa del Sol á Spáni sl. sunnudag. I hópnum voru tæp- lega 100 manns og heldur fólkið til í byggingum hótelhringsins Sofico en þær heita El Remo og Tamarindos. Byggingarnar hafa verið lokaðar f vetur vegna greiðsluþrots Sofico-hringsins en voru opnuð í tæka tíð fyrir gesti Útsýnar. Tók Ingólfur Guð- brandsson forstjóri Útsýnar á móti Islenzku ferðalöngunum er þeir komu til Tamarindos og El Remo á hvítasunnudag. 1 tilefni af opnun bygginganna fyrir ferðalanga Útsýnar var þeim öll- um hoðið til kvöldverðar og var Ingólfur veitandinn. Öll venjuleg aðstaða er fyrir hendi f bygging- unum að sögn starfsfólks Út- sýnar, t.d. matsala, barir, íþrótta- vellir og sundlaugar. Myndin var tekin á Costa del Sol á hvítasunnudag og sýnir Ingólf Guðbrandsson taka á móti fyrsta hópnum. SAS hefur Is- landsflug að nýju Myndin sýnir skemmdir á botni Hvassafells. Ljósm. Sv. P. Bráðabirgðavið- gerð á Hvassafelli Akureyri, 20. maí. HVASSAFELL er nú til viðgerð- Gerður Helgadóttir myndhöggvari látin GERÐÚR Helgadóttir, mynd- höggvari, lézt í Landspítalanum á laugardagsmorgun sl. Gerður var 47 ára að aldri, er hún lézt, fædd á Norðfirði 11. april 1928, þar sem foreldrar hennar, Helgi Pálsson, tónskáld, og Sigríður Erlendsdóttir, bjuggu. Níu ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur og hóf list- nám að loknu gagnfræðaprófi f Handíðaskólanum. Tæplega tvit- ug hélt Gerður til Italíu til tveggja ára náms í Listaaka- demíunni í Flórenz, og síðar í Grande Chaumiere Iistaskólanum í París og hjá myndhöggvaranum Zadkine. Eftir það bjó Gerður lengst af í París og stuttan tima í Hollandi, og vann að list sinni. Hún átti listaverk á yfir 50 listsýn ingum hér og erlendis, vann margsinnis verðlaun i samkeppn- um, gerði steinda glugga og aðra listgripi fyrir kirkjur i Frakk- landi, Þýzkalandi og víðar og við opinberar byggingar. Á tslandi eru þekktustu verk Gerðar steindu gluggarnir í Skálholts- kirkju, í Kópavogskirkju og Saur- bæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd og stóra mosaikmyndin á Tollstöð- *. ar hjá Slippstöðinni hf og er talið að bráðabirgðaviðgerð á botni skipsins ljúki um næstu helgi. Ljóst er að botninn er allur meira og minna skemmdur og fullnaðar- viðgerð getur ekki farið fram hér. Slippstöðin mun klæða skipsbotn- inn undir vélarrúmi með stálplöt- um og þétta botn skipsins þar, en undir lestum er botninn tvöfaldur og innri botninn heill og vatns- heldur svo að skipið ætti að geta flotið örugglega eftir viðgerðina. Ætlunin er að draga skipið til útlanda í næstu viku en ekki er enn ákveðið hvar fullnaðarvið- gerðin fer fram. — Sv.P. AKVEÐIÐ hefur verið að S.A.S. flugfélagið hefji flugferðir til Is- lands n.k. mánudag 26. maf og verður flogið tvisvar í viku á milli Kaupin annahafnar og Kefla- víkur. Þá mun félagið gangasl fyrir 4 ferðum f viku á milli Keflavíkur og Narssarssuaq. Ofangreindar ferðir standa fram til 12. september. Birgir Þórhallsson, forstjóri S.A.S. á Islandi, sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að flogið yrði með Boeing 727 vélum Flug- félagsins milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur og vélarnar væru leigðar i þessar ferðir. Hins vegar gegndi öðru máli um Grænlands- flugið, þar væfi um samvinnu að ræða. Þá sagði hann, að vorið 1976 Væri ákveðið, að S.A.S. hæfi áætl- unarflug til Islands með eigin vélum, og leiðin yrði Kaupmanna- höfn, Bergen, Keflavík, fram og aftur. Vélarnar sem i þessar ferð- ir yrðu notaðar væru af gerðinni DC-9 og væru svipaðar að stærð Hver hlýtur gæðinginn? Dregið hefur verið f happdrætti Fjár- öflunarnefndar kvenna I Hestamanna- félaginu Fáki. 6 vetra, grár gæðingur úr Eyjafirði kom á miða 1123, annar vinningur, sem er ferð fyrir einn til ttalfu, að verðmæti 40 þúsund krónur, kom á miða 599, en þriðji vinningurinn, svipa frá Ilalldóri Sigurðssyni gullsmið, kom á miða 3303. Vininga má vitja á skrifstofu Fáks v/Elliðaár. (Birt án ábyrgðar). og Flugfélagsvélarnar. En vonast væri til að enn nánara samstarfs taekist í framtiðinni milli Flug- leiða og S.A.S. en verið hefði. I sumar mun S.A.S. fljúga á mánudögum og föstudögum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur. Milli Keflavikur og Narssarsuaq verður flogió á miðvikudögum og fimmtudögum, þá í samvinnu við Flugfélagið, og á mánudögum og föstudögum, en þær ferðir eru algjörlega á vegum S.A.S. Innbrot í Stofuna INNBROT var framið i verzlun- ina Stofuna við Hafnarstræti aðfararnótt hvitasunnudags. Höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa skartgripi sem verzlunin hefur til sölu. Aðfararnótt 1. maí var einnig brotist inn i sömu verzlun og þá höfðu þjófarnir einnig á brott með sér skartgripi að verðmæti 70—80 þúsund krón- ur. Er hér aðallega um að ræða hálsmen, skyrtuhnappa og hringa. Eigandi verzlunarinnar, Guðrún Laxdal, hefur beðið Mbl. að koma því á framfæri við þá sem verzla með slíka vöru að vara sig ef einhver býður þeim slíkt til kaups og ekki virðist allt með felldu um tilkomu gripanna. inni í Reykjavík. Fleiri verk, sem hún hefur gert — sumt eftir að hún kom sjúk heim til Islands fyrir hálfu öðru ári — eru í loka- vinnslu í Þýzkalandi og koma heim I sumar, svo sem steindir gluggar í Ólafsvíkurkirkju, bronz- skúlptúrar í Hamrahlíðar^kóla og veggmynd í Samvinnubankann. Gerður lætur eftir sig óhemju mikið og frjótt starf á listasviðinu og verk hennar eru dreifð víða um lönd. Frama-stjórnin sjálfkjörin: Kommúnistar náðu ekki nægi- legum meðmælendafjölda LISTI stjórnar og trúnaðar- mannaráðs í Bifreiðastjórafélag- inu Frama varð sjálfkjörinn, þar sem aðrir listar komu ekki fram til kjörs, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir kommúnista til þess að koma saman framboðslista. Tókst þeim ekki að fá nægilega marga meðmælendur en samkvæmt lög- um Frama þurfa 10% félags- manna að mæla með framboði. Kommúnistar höfðu itrekað reynt að reka áróður fyrir nýju framboði frá því í marz, en ekki tekizt. Á miðvikudag var siðan auglýst eftir framboðum og gefin tveggja sólarhringa frestur á að skila framboðum, svo sem lög fé- lagsins gera ráð fyrir. Klukkan 17 á föstudag rann framboðsfrestur út og hafði þá aðeins borizt einn listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins. Á þeim lista, sem gekk um á meðal félagsmanna i Frama og reynt var að safna undirskriftum á voru m.a. nöfn manna, sem sæti áttu á lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs og hafði nöfnum þeirra verið stillt upp á listann af þeim forspurðum. Þrátt fyrir það tókst kommúnistum ekki að safna það mörgum meðmælendum, að framboðið yrði gilt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.