Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1975 25 Heilsugæzlustöð í Breiðholti: Möguleikar á leigu- húsnæði kannaðir Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri upplýsti f svari við fyrirspurn frá Guðmundi G. Þór- arinssyni á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag, að viðræður hefðu farið fram f vetur milli borgar- læknis og heilbrigðis- og trygg- — Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri ingaráðuneytisins um heilsu- gæzlustöð f Breiðholti. t þessum viðræðum hefði komið fram nokkur skoðanaágreiningur varð- andi vissa þætti væntanlegrar starfsemi og þá einkum að þvf er varðar stærð röntgeneiningar og rannsóknaraðstöðu. Þá upplýst! borgarstjóri, að borgarlæknir hefði nú haft til athugunar, hvort möguleiki væri á að setja upp til bráðabirgða heilsugæzlustöð f Breiðholti III f leiguhúsnæði. Ákvörðun þar um yrði væntan- lega tekin f heilbrigðisráði áður en langt um liði. Borgarstjóri sagði það vera skoðun borgarlæknis og ráðu- nauta borgarinnar, að vegna sér- stöðu Breiðholtshverfanna, bæði hvað varðaði legu þeirra og stærð, yrði að yera þar nokkuð fullkom- in aðstaða, sem hins vegar yrði tengd rannsóknarstofu og' rönt- gendeild Borgarspítalans. Að sínu mati þyrfti að leysa þennan ágreining sem fyrst og fá sam- þykki á þeim byggingarnefndar- teikningum, sem fyrir lægju. Þess væri að vænta að viðræðum við ráðuneytið gæti lokið sem fyrst, þannig að unnt yrði að ljúka tæknilegum undirbúningi verks- ins. Borgin gæti á hinn bóginn ekki hafið byggingarframkvæmd- ir, fyrr en fyrir lægi greiðslu- samningur milli rfkis og borgar um það á hvern hátt ríkið myndi greiða sitt lögbundna framlag til þessara heilsugæzlustöðva. Við undirbúning fjárlaga fyrir 1976 yrði gerð ákveðin ósk um að heilsugæzlustöð i Breiðholti yrði Bátar til sölu 1 50 lesta bátar með nýjum vélum, bátur í mjög góðu standi. 150 lesta bátur með nýuppgerðri Wichmann vél frá 1967. 30 tonna bátur á góðum kjörum. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Hafnarstræti 11 símar 14120—20424 heima 30008—35259 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Aðstoðarlæknar. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á lyflækningadeild spitalans frá 1. júlí n.k. og starfi þar i eitt ár. Umsóknarfrestur er til 18. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. Aðstoðarlæknar. Einn aðstoðarlæknir óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins frá 1. ágúst n.k. og tveir frá 1. sept. n.k. og vinni þeir þar i eitt ár. Umsóknarfrestur er til 18. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. Bakari óskast i brauðgerðarhús eldhúss Landspitalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfir- matráðskonan, simi 241 60. KLEPPSSPÍTALINN: Sálfræðingar. Sér menntaður sálfræðingur (kliniskur) óskast til starfa við spitalann, einnig aðstoðarsálfræðingur i stöðu sem skoða má sem námsstöðu og veitt yrði til eins árs. Starf þarf helzt að geta hafizt nú í sumar eða haust eftir nánara samkomulagi við deildarsálfræðing spitalans. Umsóknarfrestur er til 20. júni nk. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggj- andi á sama stað. Reykjavík, 16. maí 1975. SKRIFSTOFA RIKISSPÍTALANN A EIRlKSGÖTU 5, SÍM111765 FRA HH BORGAR- STJÓRN tekin inn á fjárlög þess árs. Ef svo yrði, gæti bygging hafizt 1976. Borgarstjóri sagði, að tillögu- uppdrættir og byggangarforsögn fyrir þann hluta byggingarinnar, sem fyrst og fremst væri ætlaður til heilsugæzlu, hefði verið send ráðuneytinu í desember 1973. Ráðuneytið hefði skömmu sfðar tilkynnt að engin fjárveiting væri fyrir hendi úr ríkissjóði til þessa verkefnis né til byggingar slíkrar stöðvar í Reykjavík. Við undir- búning fjárlaga fyrir 1975 hefði borgarlæknir óskað eftir fjárveit- ingu fyrir kostnaðarhluta ríkis- sjóðs a.m.k. fyrir byrjunarfram- kvæmdum. Ekkért hefði þó verið veitt til þessara framkvæmda á fjárlögum, en hins vegar hefði verið veitt fjármagn til heilsu- gæzlustöðvar í Árbæjarhverfi. Undirbúningur hennar hefði verið lengra á veg komin og myndi hún væntanlega taka til starfs í lok þessa árs. Tillaga Valgarðs Briem: Borgin auki umferðarfræðslu VALGARÐ Briem mælti sl. fimmludag f.vrir tillögu i borgar- stjórn um aukna fræðslu I um- ferðarmálum til að stuðla að bættu umferðaröryggi og um- ferðarmenningu. Tillögunni var að ósk flutningsmanns vísað til athugunar borgarráðs. Valgarð Briem mælti fyrir til- lögunni og gerði m.a. grein fyrir lagaákvæðum um fræðsluskyldu sveitarstjórna að því er umferðar- Valgarð Briem mál varðar. En tiilagan gerir ráð fyrir því, að borgarstjórn ráði frá og með næstu áramótum sérstak- an starfsmann til þess að vinna að upplýsingum og fræðslu um um- ferðarmál á vegum umferðar- nefndar og umferðardeildar borgarverkfræðings. Þorbjörn Broddason kvað hér vera um hið þarfasta mál að ræða. Hann væri sammála þeim grund- vallarhugmyndum, er þarna lægju að baki, en hann hefði á tilfinningunni að með þessu væri verið að farayfir lækinn að sækja vatn. Eðlilegra væri, að umferðar- fræðslan félli inn í hið almenna skólakerfi. Sigurður Harðarson sagði, að raunverulega ástæðan fyrir uim ferðarslysum væri fólgin í skipu- lagsmálum. Fáránlegt skipulag væri meginorsök umferðarslysa. Hann lagði áherzlu á, að skipu- lagsnefnd yrði falió þetta verk- efni. Valgarð Briem minnti á, að i giidandi lögum væri lögó skylda á bæjarfélög að sinna almennri um- ferðarfræðslu bæði fyrir almenn- ing og skólafólk. Hann væri sann- færður um, að umferðarfræðsla og upplýsingastarfsemi hefði verulega þýðingu l>g gæti átt mikinn þátt i að draga úr slysum. Hins vegar væri hann ekki and- vígur því, að þetta viðfangsefni yrði rætt á víðari grundvelli og starfsmaðurinn, sem lagt væri til að ráðinn yrði, gæti einmitt haft slíkt starf með höndum. NYTT KÓKÓMALT TopKvick leysist fljótt upp Hollurog bragðgóóur drykkur Gefió börnunum KAUPFELAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.