Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Erna Ragnarsdóttir. Utilokum Dæmi um starfsheiti sem lögö voru til grundvallar í kjarasamningunum 1974. O Samningur Fél. ísl. iðnrekenda og Vinnuveitendasambands Islands við Iðju, fél. verksmiðju- fólks: Vélavinna, saumaskapur, sníðsla, birgðavarsla, skinnasaumur, bílstjórar o.s.frv. O Samningur verslunarmanna við Kaupmannasamtök Islands, Fél. isl. stórkaupmanna og Verslunarráð Islands: Afgreiðslu- og skrifstofufólk, símverðir, innheimtumenn, sölumenn, ritarar, fólk við götunarvél- ar, bókarar, deildarstjórar o.s.frv. • Samningur Verkamannafél. Dagsbrúnar við Vinnuveitendasamb. Islands o.fl.: Byggingarvinna, fiskvinna, hafnarvinna, stjórn þungavinnuvéla, o.s.frv. • Samningur Verkakvennafél. Framsóknar við Vinnuveitendasamb. tslands o.fl.: Dagleg ræsting, fiskvinnsla, starfsstúlkur í mötuneytum, matráðskonur, o.s.frv. • Samningur Starfsmannafél. ríkisstofnana við ríkissjóð Islands: Þvottamaður ganga Landspítalans, afgreiðslumaður A.T.V.R., sjúkraliðar, hárgreiðslumaður Þjóðleikhúss, forstöðukona dagdeildar, forstöðumaður mælastöðvar Rarik, saumakona, gæslu- menn við gcðhjúkrun, matráðskona Kristnesi, bryti Litla-Hrauni o.s.frv. 0 Samningur Starfsmannafél. Reykjavíkurb. við Reykjavíkurborg: Gæslustörf á Kjarvalsstöðum, gæslukonur, aðstoðarstúlkur tannlækna, aðstoðarmenn hjá Skýrsluvélum, forstaða sundstaða, forstaða dagheimila, yfirmatreiðsla Borgarspítala, aðstoðar- matráðskona Borgarspítala o.s.frv. 0 Samningur Fél. fsl. símamanna við ríkissjóð Islands: Fjarritarar, talsímakonur, ritsfmaritarar, eftirlitskonur með talsímaafgreiðslu, yfirvarðsstjórar talsímakvenna o.s.frv. vinnuráðningar og skipunar f starf, hlunninda, vinnuskilyrða og fækkunar í starfi. I stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands, sem er lög nr. 33/1944, segir svo: 69. gr. Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefji, enda þarf lagaboð til. 1 lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954 3. gr., segir svo í 6. tölulið: Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf. Lög um jafnlaunaráð frá 1973, 2. gr.: Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfs- fólki eftir kynferði. Gildir þetta ekki aðeins um launagreiðslur, heldur um hvers konar greinar- mun, útilokun eða forréttindi vegna kynferðis. Óheimiít er að skerða jafnrétti kynjanna til at- Samkvæmt starfs- heitunum virðast samn- ingsaðilarnir ekki sjá neitt athugavert við það að konur geti gengið í öll störf, sem samið hefur verið um. Öðru máli gegnir um karla — þar á sér stað frekleg mismunun í þeirra garð. Körlum er t.a.m. tæplega stætt á því að falast eftir starfinu: eftirlitskona með tal- símaafgreiðslu. Hvað er til bragðs að taka? Hefur löggjafinn ekki veitt körlum neina vernd gegn slíku misrétti á vinnumarkaðnum? Bæjarst/órinn í Hafnarfirdi. Vélritunarstúlka óskast Félagssamtök óska að ráða vélritunar- stúlku til starfa Vélritunarkunnátta áskil- in. Umsókn, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist Mbl. merkt „Rösk—6926". Hér er greinilega atriði að vélritarinn sé kvenkyns. Útkeyrslumaður Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða mann til útkeyrslustarfa Þarf að vera eldri en 20 ára og hafa bílpróf Framtiðar- starf fyrir samvizkusaman mann Skrif- legar umsóknir er greini frá fyrri störfum sendist til Mbl fyrir 15 maí n.k. merkt Útkeyrsla — 7238 Oft sitja hæfileikar og starfsmenntun í fyrirrúmi án tillits til kynferðis. L.O. (Auglýsingarnar birtust í Mbl. 10. og 11. mai s.l.) Undarleg er sú árátta manna að geta ekki haldið sig að anda laganna, a.m.k. gefur fólk sér býsna lausan tauminn i starfs- auglýsingum, samanber: Bókhaldsstúlka óskum að ráða stúlku til að færa vélabók hald og fleira /Eskilegt að hún hafi almenna bókhaldsþekkingu Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist fyrir 1 5 maí n.k. Gunnar Ásgerrsscn h. f., Suður/andsbraut 16. Óskum eftir að ráða rennismiði Jens Amason h.f. vélaverkstæðr. Súðarvogi 14. Bókari — bókhaldsvél — bókhaldsstúlka' Tvær konur óskast til starfa hálfan og allan daginn. Geta byrjað strax. Sælkermn — óðal, Austurstræti 12. sími 11630. Skrifstofustarf Hafnarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða karlmann um óákveðmp tíme á skrit- stofu hafnarsjóðs Umsóknir um starf þetta ■kiitu séndm undirrituðum fyrir 1 3. maí n.k. Einaskilyrðið: kvenkyn. Hvað skyldi maðurinn eiga að gera' I sumum lond- um, s.s. Kanada, er kyngreining I starfsauglýsingum óheimil. Sjoppueigandinn sagði aðspurður: „Auðvitað auglýsi ég eftir stúlkum til afgreiðslu — þær gera sig ánægðar með minnu kaup en piltar.“ . . . og svo var það fulltrúinn, sem fór fram á launahækkun, vegna þess að hann þurfti að vélrita svo mikið sjálfur. „Hvað eru margir starfs- menn í bókhaldinu?“ „Við erum þrír, auk aðalbók- arans, og svo eru þar tvær stúlkur.“ ^ ^ — Arndís Framhald af bls. 23 meógöngu, mundu jafnvel síður nota sér frjálsar fóstur- eyðingar en hinar, sem betri efni og aðstæður hefðu. I þessu máli sem mörgum öðrum er víða maðkur í mysunni, en óskandi er, að þingmenn hafi i huga réttindi alls lífs, hvort sem um er að ræða nýfætt barn, fóstur í móðurkviði eða gamalmenni, þegar þeir greiða atkvæði um frumvarp þetta, en láti ekki stjórnast af hræðslu um atkvæðatap háværs minnihluta. Arndís Björnsdóttir kennari. — Rut Framhald af bls. 23 Það er innsta eðli og hæsta ósk hverrar heilbrigðrar konu að gefast með likama og sál þeim manni einum, sem hún elskar — og áð fæða börn þeirra. Á ábyrgð okkar kvennanna er það að opna augu ungu stúlknanna fyrir þessari stað- reynd, að vekja skilning þeirra á þessu eðli sínu, að gera þær færar um að gefa irekar en að krefjast. Ast er kraftur, er sagt. Það er lika sagt, að hún sé eiginleiki konunnar. Þess vegna færi vel á því á þessu kvennaári, að við konur notuðum þennan kraft til að leysa vandamál, frekar en að fylgja vafasömum slagorðum liðandi stundar. Rut Magnúsdóttir Eyrarbakka. — Kjartan Framhald af bls. 23 leikinn ný mannvera hafi breytzt í staðreynd strax á getnaðaraugnablikinu, og þess vegna verður að biða með að dæma óvelkomin fóstur úr leik nema, eins og áður hefir verið margsagt, þegar algerar neyðaraðstæður krefjast þess. Hið síðara er þetta. Ég vel biðja menn áð gæta þess, og gæta þess vel, að glata ekki hæfileikanum til þess að hríf- ast frammi fyrir hinu undur- samlega í lífinu og tilverunni, svo sem sköpun nýrrar mann- veru hlýtur ávallt að teljast vera. Kjartan Norðdahl. HAFNARFJÖRÐUR — HAFNARFJÖRÐUR Framhaldsstofnfundur Byggingafélags ungs fólks i Hafnarfirði verður fimmtudaginn 22. maí kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. Stjórn Stefnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.