Morgunblaðið - 21.05.1975, Page 27

Morgunblaðið - 21.05.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 31 Minning: Helena Hallgrímsdóttir fyrrum yfirhjúkrunarkona Guðrún Ólafsdóttir frá Bergvík - Minning F. 30. júnf 1910. D. 9. mal 1975. ÞAÐ er lögmál mannlegs lifs að fæðast til að deyja einhverntima seinna, oftlega með nokkrum aðdraganda, en einnig nánast fyrirvaralaust. Kallið kemur og það verður ekki sniðgengið. Ferð- inni er lokið. Og dvölin hinumeg- in við tjaldið hefst og þar kann að bíða hið lengi þráða fyrirheitna land. Við á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi vorum að hefja ráðningu starfsfólks í stað þess, er fara mun í orlof nú á næstunni. Sjálf- sagt þótti að leita til fyrri yfir- hjúkrunarkonu, Helenu Hallgrímsdóttur, til að gegna því starfi nú í sumar. Þá barst fréttin um, að hún sjálf væri farin í það orlof, sem öllum er fyrirhugað, óvænt og fyrirvaralaust. Hún hafði látist á Landakotsspitalan- um að morgni 9. maí sl. Þá er ég hóf störf á Sólvangi 1. janúar 1967 var Helena þar yfir- hjúkrunarkona. Tókst brátt með okkur allgóð samvinna. Helena var stjórnsöm og formföst. Gætti hags stofnunarinnar af ábyrgðar- tilfinningu og sveikst ekki undan merkjum. Stundum var erfitt um útvegun starfsfólks og þurfti oft- lega mikinn dugnað og skjótar ákvarðanir til úrlausnar. Þessa eiginleika átti Helena í ríkum mæli og hlífði hún sér lítt sjálfri ef svo bar undlr. Ekki taldi Helena eftir sér að mæta til starfa utan venjulegs vinnutíma þá er þörf krafði, og vildi ekki taka við greiðslu fyrir slíkt. Hún hafði vakandi umhyggju fyrir sjúklingunum og var þeim góð. Sjálf gekk Helena ekki heil til skógar hin siðari árin. Hún átti erfiðara um gang en skyldi og þurfti að ganga undir læknisað- gerðir á fótum af þeim sökum. Lítt kvartaði hún yfir annmarka þessum, en mun oft hafa þjáðst meira en litið. En eðli hennar var slíkt, að henni þótti ekki við hæfi að bera eigin erfiðleika á torg fyrir aðra. Helena var kona trúuð. Drottinn var hennar hirðir og hjá honum hlaut hún huggun þegar móti blés og andstreymi angraði. Og það sýður oft á keipum i mann- legri tilveru. Það liggur og ekki alltaf ljóst fyrir, hvar skórinn kreppir hjá samferðamanninum í hópgöngunni miklu. Helena lét af störfum á Sól- vangi i árslok 1974. Þá var og starfstími hennar í heild orðinn langur og réttur til eftirlauna all- góður. Á þessum tímamótum færði samstarfsfólk hennar á Sól- vangi Helenu nokkra gjöf og skráði nöfn sín í bók, er það færði henni, undir þessum orðum: Lengi mun vara Ijóst í minni samstarfid ad Sólvangi. Röggsemi þfn og reisn f háttum svip setti á salarkynni. Þökk þér færum og þér árnum farsældar um framtid alla. Þegar þetta var skráð var við það miðað, að Helena ætti eftir mörg ár í kyrrð og hvíld eftir erfitt starf og erilsamt og þess mun og hún sjálf hafa vænst. En hér fór sem oftar, að mennirnir áforma, en það er annar voldugri og viðsýnni, er ræður. Helena var tengd æskustöðvun- um traustum böndum og þangað leitaði hugur hennar löngum. Þar voru fjöllin há, fjörðurinn fagur. Pollurinn spegilsléttur og um tíma af árinu gengur sólin aldrei til viðar, en skreytir láð og lög gullnu geilsaflóði. Þar er fólkið gott og gaman er þar að dvelja. Og nú fær líkami þessarar dóttur Akureyrar aó hvílast undir háum fjöllum við fjörðinn bláa um framtíð. En andinn hefur ekki lokið sínu hlutverki. Honum eru ætluð frekari þjónustustörf að vinna á æðri vettvangi, þvi þegar silfurþráðurinn slitnar og gull- skálin brotnar þá leitar andinn til upphafsins, til guðs, sem gaf hann. Til hans sem veitir dánum ró en hinum líkn sem lifa. Ég votta systur hinnar látnu, Maríu Hallgrímsdóttur, og dóttur hennar mina dýpstu samúð. Þar er nú skarð fyrir skildi. En Helena er hér kvödd hinstu kveðju með virðingu og þökk og henni árnað fararheilla yfir móð- una miklu, þar sem taka við ljós- vakans lönd. Eirfkur Pálsson frá Ölduhrygg. Ösjaldan erum við á það minnt, og þvi oftar sem á ævina liður, að dauðinn getur verið kominn að dyrunum, og jafnvel inn fyrir þröskuldinn, þar sem hans er sízt von. Nýjasta dæmi um þetta, mér kunnugt, er fráfall Helenu Hall- grímsdóttur. Helena var fædd og uppalin á Akureyri. Foreldrar hennar voru Hallgrimur Jónsson, járnsmiður, og kona hans Sigriður Baldvins- dóttir, bæði þingeyskra ætta; hann úr Köldukinn, en hún frá Svalbarðsströnd. Hallgrímur var um langa starfsævi kunnur og virtur borgari norður þar. Hann var félagshyggjumaður, starfaði að ýmsum menningar- og fram- faramálum bæjarfélagsins, jafn- framt þvi sem hann var traustur og umhyggjusamur heimilisfaðjr. Sigríður var kona fáskiptin og helgaði starfskrafta sína einvörð- ungu heimilinu og fjölskyldunni. Mér er sagt, af þeim sem gerst mega um það vita. að hún hafi verið búin öllum kostum ástríkrar og fórnfúsrar móður. Helena fór því með mikið og dýrmætt andlegt vegarnesti úr foreldrahúsum. Hún valdi sér hjúkrun að ævistarfi og lauk námi árið 1942 við Centralsyge- huset, Holsterbro í Danmörku, stundaði siðan framhaldsnám í geðveikrahjúkrun og starfaði á ýmsum sjúkrahúsum i Danmörku til ársins 1945, er hún hvarf heim til átthaganna og tók við starfi á Kristneshæli til ársins 1950, en þá breytti hún til og fór að Reykja- lundi og var þar deildarhjúkr- unarkona til 1961, að hún fluttist aftur til Danmerkur og starfaði á Militær Hospitalet til ársloka 1962. Hinn 1. fe,b. 1963 réðst hún forstöðukona Sólvangs í Hafnar- firði og gegndi því starfi til síð- ustu áramóta. Þannig er starfssaga hennar i fáum orðum sögð, en hvernig hún rækti störf sín er lýst hér að framan af öðrum, mér kunnugri i þeim efnum. Og ekki kemur mér umsögn hans á óvart, eftir per- sónulegum kynnum mínurn af henni á öðrum sviðum. Hún var kona fáskiptin eins og móðir hennar, og gerði sér ekki alla við- hlæjendur að vinum. Þeim sem þekktu hana ekki eða hún kærði sig ekki um að kynnast, kann sumum að hafa þótt hún kuldaleg í viðmóti, en hinum sem hún batt vináttu við, reyndist hún heil og traust, hjálpfús og hjartahlý. Minningarnar um æskuárin og átthagana voru Helenu hjart- fólgnar, þótt hún hefði sjaldnast um þau mörg orð fremur en önnur einkamál sín. Svo vildi til að þegar hún lézt var hún nýlega komin úr heimsókn til Akureyrar og hafði dvalið þar um skeið hjá vinafólki sínu. Mér fannst hún koma andlega endurnærð úr þeirri ferð, þótt það varpaði skugga á gleðina, að systir hennar hefur um hríð átt við vanheilsu að striða, en þá kom líka hið sanna hjartalag Helenu ótvírætt í ljós. Allir, sem þekktu Helenu vel, vissu, að hún mundi hvergi hafa viljað kjósa sér legstað nema á Akureyri. Hún er því jarðsett þar. Það hefur vorað seint norðan lands eins og víðar þetta árið, en vonandi verður þess ekki langt að biða, að fjörðurinn fari að blána og sumarsólin að verma það fagra byggðarlag. Þá mun hin frjósama eyfirzka mold fljótt breiða græna gróðrarsæng sína yfir hvílu Helenu við hlið foreldra hennar í kirkjugarðinum suður á Brekk- unni. Líkaminn er aftur kominn heim á æskustöðvarnar, en andinn, samkvæmt óbifanlegri trú hennar, til Guðs, sem gaf hann. Vfglundur Möller. Afram geysar aldanna straum- ur óðfluga og óstöðvandi ber hann okkur öll áfram í skaut hins eilífa og ókunna. Aldrei erum við eins áþreifan- lega á þetta minnt eins og þegar við kveðjum samferðamann í hinztasinn. Á slikri kveðjustund rifjast upp I huga manns minningar, sem vekja hugann til umhugsunar um manngildi, kærleika, hjálpsemi og drengskap. Guðrún var fædd á Jörfa á Kjalarnesi 19. júli 1917. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Ölafur Finnsson og Jakobína Björnsdóttir er þar bjuggu, nú látin fyrir nokkrum árum. Guðrún var tiu ára gömul er foreldrar hennar fluttust að Berg- vík í sömu sveit. Fjölskyldan var siðan kennd við þí^in stað. Guðrún ólst upp i foreldra- húsum i glaðværum, mannvæn- legum systkinahópi. Hún var næst elzt 7 barna þeirra hjóna. Auk hennar eru nú látin Halldór, Finnur og Ásta, en þau sem eftir lifa eru Sigriður, Guðmundur og Kristbjörg. Á næsta bæ við Bergvík, Grund, bjó föðursystir Guðrúnar og var mikill samgangur milli heimil- anna, var það sem ein fjölskylda. Sérstaka tryggð batt hún við frænku sina og jafnöldru Mar- gréti Bjarnadóttur, síðar hús- freyju á Kirkjuferju. Guðrún fór strax eftir fermingu að vinna utan heimilisins, fyrst við barnagæzlu en siðan á ýmsum heimilum, síðast á Móum á Kjalarnesi hjá Guðmundi skip- stjóra Guðmunds«yni og konu hans Kristínu Teitsdóttur en þar kynntist hún eftirlifandi manni sinum Agli Hjartarsyni frá Knarrarhöfn í Dölum. Þau gengu í hjónaband 21. október 1944 og bjuggu í Reykjavík, nú síðast að Skaftahlið 32. Guðrún var fríð sýnum, björt yfirlitum og glaðsinna, hún átti gott með að blanda geði við fólk, góðgjörn og þá sérstaklega ef börn áttu i hlut. Hjónaband þeirra byggðist á samheldni og dugnaði þeirra beggja. Þeim varð fjögurra barna auðið, og eru þau Hjörtur, kvæntur Ernu Hannes- dóttur, Kristín, gift Þorsteini Aðalsteinssyni, Finnur, heitbund- inn Guðbjörgu Einarsdóttur og Ingunn, enn í foreldrahúsum. A heimili þeirra hefur dvalizt systir Egils, Katrín, með son sinn Hjört og reyndist Guðrún honum sem góð móðir. Fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin æskuheimili Guðrún- ar, Bergvík, og hafa haft þar ali- fuglarækt og fjárbúskap. Þennan búskap hafa þau stundað af miklum dugnaði, sem hefur sýnt. sig í því að ný hús hafa þau byggt yfir búpening sinn. t Bergvík dvöldust hjónin á sumrin við heyskap og önnur bú- störf, þar var jafnan gestkvæmt og höfðu barnabörnin mikla á- nægju af að dveljast þar hjá afa of ömmu. Ég sem þessar linur rita og kona mín, áttum þess kost að kynnast þessu fólki og koma oft á heimili þeirra, nutum við þess í ríkum mæli. Fyrir það viljum við þakka, einnig viljum við þakka Guðrúnu umhyggju hennar við litlu dóttur okkar og góðvild og ánægju, sem hún veitti okkur öllum af hjartagæzku sinni og glaðvæÆ. Nú er skarð fyrir skildi. Guðrúnar er sárt saknað af syst- kinum, frændum og vinum, en sárastur er söknuður eiginmanns hennar, barnaog barnabarna. Um leið og ég kveð þessa látnu vinkonu mína og bið henni guðs blessunar, vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til ástvina hennar. Á.Ö. BRJÓSTHALDARA-SETT Vesta hf BIKINI-SUNDFOT Laugaveg 26, sími 10115 — 11123

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.