Morgunblaðið - 01.06.1975, Page 20

Morgunblaðið - 01.06.1975, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Isíðustu viku stóð yfir í Briissel fundur leiðtoga Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. 1 ræðu, sem Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, hélt á þess- um fundi, lagði hann áherzlu á mikilvægi varnarsamstarfsins og út-’ færslu landhelginnar. Jafnframt því sem for- sætisráðherra ræddi þessi mikilvægu málefni gagn- rýndi hann aðgerðir Efna- hagsbandalagsins til þess að koma í veg fyrir, að íslenzkar sjávarafurðir kæmust inn á markað þess. Forsætisráðherra sagði, að með þessum aðgerðum væri vegið að undirstöðum íslenzks efnahagslífs. Er forsætisráðherra ræddi varnar- og öryggis- málefnin á leiðtogafundin- um sagði hann, að raun- sæið væri mikilvægast á því sviði, þvi að óskhyggj- an gæti leitt menn á hættu- legar brautir. Jafnframt benti ráðherrann á, að það væri vandi ríkisstjórna lýð- ræðisríkja að sannfæra kjósendur sína um nauð- syn þess að menn fórnuðu einhverju fyrir öryggi sitt. Grunvdallarþættirnir í öryggisstefnu íslendinga væru augljósir, þegar litið væri á legu landsins í Atlantshafinu og á því svæði leitaði sovézki flot- inn út á heimshöfin. Það er á þessu raunsæja mati, sem íslendingar hafa byggt stefnu sína í varnar- og öryggismálum og hljóta að gera enn um sinn. Það væri óhyggilegt og bein- línis háskalegt að veikja það varnarsamstarf, sem Atlantshafsbandalagsríkin hafa átt með sér, með ein- hliða aðgerðum. Geir Hall- grímsson vék að þessu atriði á leiðtogafundinum og sagði, að það væri ekki rétt að draga úr varnar- samstarfi vestrænna ríkja um leið og stefnt væri að því marki að mynda kerfi, sem tryggði öryggi okkar og gerði okkur fært að leysa deilur og varðveita friðinn með þvf að báðir aðilar í austri og vestri minnkuðu herafla sinn. Á leiðtogafundinum gafst forsætisráðherra m.a. tækifæri til að ræöa fisk- veiðilögsögumálin við full- trúa ýmissa ríkisstjórna eins og kanzlara Vestur- Þýzkalands, utanríkisráð- herra Bretlands og forseta Bandaríkjanna. Þessi fund- ur í Bríissel hefur því verið okkur íslendingum mjög NATO mikilvægur fyrir undir- búning að útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 sjó- mílur. I þessum viðræðum var það m.a. upplýst, að umræður um einhliða út- færslu Bandaríkjanna mundu ekki hefjast síáar en á næsta ári. Þessi afstaða Bandaríkjastjórn- ar er að sjálfsögðu afar þýðingarmikil fyrir okkur I sambandi við þá útfærslu, sem nú er framundan. Geir Hallgrímsson ræddi hafréttarmálin í ræðu sinni á Brússelfundinum og sagði þá m.a.: „íslend- ingar snúa sér ekki aðeins að Norður-Atlatnshafi þegar þeir meta öryggis- aðstöðu sína, heldur er þetta hafið, sem lífsafkoma þeirra byggist á. Hagkvæm nýting fiskstofnanna og skynsamleg stjórn fisk- veiða á hafinu umhverfis ísland eru meginstefnumið ríkisstjórnar minnar. Eðli- leg verkaskipting milli Idag safnast sjómenn saman í verstöðvum víðsvegar um landið og halda hátíðisdag. Sjó- mannadagurinn minnir okkur í byrjun sumar ár hvert á það mikla starf, sem sjómenn leggja af mörkum við öflun þeirra verðmæta, sem öðrum fremur eru grundvöllur afkomu og velferðar þjóðarinnar. Sjómanna- samtökin hafa ekki ein- vöröungu unnið kappsam- lega að framgangi hags- munamála sinna, heldur hafa þau unnið þrekvirki við að reisa og reka dvalar- heimili fyrir aldraða. Á þessum degi minnast menn ekki sízt þess mikilvæga starfs. Yfir þessum sjómanna- degi hvílir þó skuggi, sem óhjákvæmilega hlýtur að setja svipmót á hátíðar- höldin. Verkfall undir- manna og yfirmanna á stóru togurunum hefur nú staðið alllengi og samn- ingatilraunir hafa engan þjóða við nýtingu tak- markaðra auðlinda ver- aldarinnar er jafnmikil- væg fyrir líf og öryggi okkar allra.“ Sú grund- vallarstefna, sem forsætis- ráðherra lýsti í þessari ræðu nýtur nú æ meiri og tryggari stuðnings á alþjóðavettvangi. Við höf- um því sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr til þess að fylgja henni ótrauðir fram. raunhæfan árangur borið. Öllum er ljóst að við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja við rekstur þessara skipa. En hvað sem því líður þá er hér um að ræða mikilvirk atvinnutæki og víst er, að með öllu er óþol- andi að þau liggi miklu lengur bundin við bryggju. Á þessum hátíðisdegi sjó- manna mega menn ekki að- eins óska þess, að deilan leysist^nú veltur allt á því, að menn standi saman um raunhæfar aðgerðir til þess að leysa þann hnút, sem bundinn hefur verið. Þá hafa þeir alvarlegu atburðir gerzt, að nokkrir forystumenn launþegasam- takanna hafa beitt sér fyrir því, að lög um lausn kjara- deilu starfsmanna í ríkis- verksmiðjum yrðu virt að vettugi. Þetta er einstæður atburður, en menn hljóta þó að vona, að úr rætist í sátt og samlyndi. Hitt er ljóst, að ofríki gegn lögum landsins leysir engan vanda. Leiðtogafundur Sjómannadagurinn Reyki aví kurbréf Fólkið furðu lostið 'Laugardagur 31. maí **£ l 't 'lf «•»* tn sfet’ , ''aM®vAe®u \auoV®0 Tfei w"v * feu\»®ss s® ' 9 «a V®"tt .' ácVot®1 ofe s®tttt-Lt\úMb' ífeVM' xet' et V® Wa^ Ekki er ofsögum sagt af undrun þeiriá, sem það vakti manna á meðal um land allt, þegar forusta launþegasamtakanna kunngerði kröfur sínar um nærfellt 40% kauphækkun nú og síðan fullar vísitölubætur. Hvað veldur, spurðu menn hver annan. A undanförnum mánuðum — og raunar í heilt ár — hefur öllum verið ljóst, að þjóðin ætti við að stríða mikla efnahagsörðugleika, og engum hefur dulizt, að hún lifði langt um efni fram, jafnvel á mesta velgengnistímanum. For- ustumenn allra stjórnmálaflokka og hinna margvíslegu samtaka í landinu hafa margsinnis lýst yfir þvi, að þeim væri ljóst, að þessir erfiðleikar hlytu að þýða skert kjör þjóðarinnar í heild. Menn hafa viðurkennt, að viðskiptakjör- in hafi versnað um þriðjung, en til viðbótar þeim erfiðleikum kæmi nú sú byrði að rísa undir skuldasöfnun á því tímabilí, þegar viðskiptakjör voru í há- marki og gjaldeyrisöflun í raun- verulegum verðmætum mun meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Allt þetta veit hvert mannsbarn í landinu, og allir vita líka, að kjarasamningarnir fyrir rúmu ári, þegar samið var um kaup- hækkanir, sem hjá flestum losuðu 20%, en hjá sumum komust allt upp í 50%, kynntu undir óðaverð- bólgunni og gerðu það óhjá- kvæmilegt, að stjórnvöld gripu til margháttaðra ráðstafana til að stemma stigu við því, að allt efna- hagslíf sporðreistist strax á s.l. vori með þeirri örlagariku af- leiðingu, að þáverandi forsætis- ráðherra, Ólafur Jóhannesson, taldi nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til kosninga. Vandinn þá var þó ekki nándar nærri eins mikill og nú. I fyrsta lagi áttum við þá gilda gjaldeyrisvarasjóði. I öðru lagi óraði menn þá ekki fyrir því, að viðskiptakjör ættu eftir að versna eins og raunin hefur síðan orðið, og í þriðja lagi var hin ógnvekjandi verðbólguþróun ekki orðin eins langvarandi og nú. Hvað hugsa mennirnir? Þegar allt þetta er hugleitt, og það gerir nú sérhver skyni borinn maður, er von að spurt sé: Hvað hugsa þeir menn, sem nú boða, að þeir ætli að leitast við að knýja fram meiri almennar kauphækk- anir en áður hafa þekkzt, sam- hliða því að setja vísitöluhjólið í fullan gang, þannig að verðbólgan hlyti að magnast um allan helming, ef þeir kæmu áformum sínum fram? Bréfritari ætlar sér ekki þá dul, að hann geti fremur en aðrir svarað því, hvað veldur. Hitt er þó ljóst, og því geta allir svarað, að framkvæmd kröfugerð- ar forustunnar í launþegasamtök- unum gæti ekki leitt til velfarnað- ar, sízt fyrir þá, sem við lökust kjör búa. Auðvitað verður ekki unnt að skipta neitt meiri verð- mætum milli manna, þótt slík kröfugerð næði fram, en ella væri. Þvert á móti yrði áreiðan- lega minna til skiptanna, hvort heldur sú skerðing birtist í lang- varandi verkföllum eða atvinnu- leysi og samdrætti (hvort tveggja blasir raunar við eins og nú horfir — því miður). Hitt er þó kannski ennþá alvarlegra, að þau skertu verðmæti, sem eftir yrðu til út- deilingar eftir nýja kollsteypu, ennþá voveiflegri en hinar fyrri, mundu áreiðanlega skiptast enn óréttlátlegar niður en þau gerðu eftir samningana í fyrra, og voru þeir samningar þó kannski verstir fyrir þá sök, hve svívirðilega þeir röskuðu launakjörum , hinum lág- launuðu í óhag, en hinum betur settu til hagsbóta. Þótt stjórnlaus verðbólga skerði auðvitað hag þjóðarinnar sem heildar, er ekki þar með sagt, að sumir geti ekki hagnazt á henni. Og þá eru það auðvitað þeir, sem stórupphæðir skulda í óverðtryggðum lánum eóa hafa með öðrum hætti að- stöðu til að nota sér öngþveiti til fjárhagslegs ávinnings. Og þeim ávinningi ná þeir að sjálfsögðu frá öðrum, fyrst og fremst þeim, sem minnst mega sín og eru því fórnardýr verðbólgunnar, lág- tekjufólk, aldraðir og eignalitlir. Þetta veit hver maður, ef hann á annað borð vill vita. Vilja þeir þetta? En þegar einnig þessi staðreynd blasir, við verður undrun manna enn meiri. Og þá er spurt: Getur það verið, að þeir forustumenn í launþegasamtökunum, sem nú ráða ferðinni, vilji í raun og veru að þessi verði þróunin? Þeirri spurningu verður að sjálfsögðu að svara neitandi að því er flesta þá varðar. Það er ekki þetta, sem fyrir þeim vakir, en hvað er það þá? Mikið hefur bæði hér og I ýmsum öðrum lýðræðisríkjum verið rætt um hinn mikla styrk launþegasamtaka, sem nánast gætu komið fram hverju, sem þeim sýndist. En ber kröfugerð ASl nú vott um styrkleika, þegar menn skoða .afleiðingar þess, ef tækist að framfylgja kröfunum að verulegu marki? A ekki markmið Iaunþegasamtakanna að vera að berjast fyrir bættum hag þátt- takendanna, ekki sízt hinna lægst- launuðu og ver settu í þjóðfélag- inu? Jú, hingað til hafa víst allir haldið, að svo væri. Er það þá styrkleiki, þegar heildarsamtök launþega leiðast út I aðgerðir, sem óhjákvæmilega hlytu að verða í hrópandi mótsögn við markmið samtakanna, mundu leiða til versnandi hags launþeg- anna og fjárhagslegs upplausnar- ástands, sem harðast kæmi niður á launþegum. Enginn efast um, að fararstjór- arnir í Alþýðusambandinu geta komið fleiri eða færri verkalýðs- félögum út i harðvítug verkföll, ef það er það, sem fyrir þeim vakir. Og súmir kunna að telja það vera vott um styrkleika þeirra. En er veikleikinn ekki meiri, þegar allt kemur til alls? Er það ekki grátlegur veikleiki, að þessir menn skuli gefast upp á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.