Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 „Fiskkassamir frum- skilyrði góðrar vöru,” r — segir framkvæmdastjóri U.A. Utgerðarfélag Akureyringa h/f er í hópi þeirra fyrirtækja á Akureyri, sem veita flestum atvinnu, beint og óbeint. Hjá félaginu vinna að staðaidri 430—440 manns, 150 sjómenn á togurunum f hraðfrystihúsinu allt að 200 manns, við saltfisk- verkun um 40, við skipaaf- greiðslu 20, á netaverkstæði 15 og á skrifstofu og við stjórnun 12. Þar að auki veitir félagið mjög mörgum vinnu óbeint, svo sem á viðgerðarverkstæð- um og við vörubílaakstur, svo að eitthvað sé nefnt. Hraðfrystihús U.A. hefir mörg undanfarin ár verið eitt af þremur hæstu frystihúsun- um innan S.H. að framleiðslu- magni og verðmætasköpun og oft í efsta sæti. Árið 1974 fóru þaðan t.a.m. 3364 lestir af freð- fiski, og var það mesta magn frá einstöku frystihúsi innan S.H. það ár, þegar fryst loðna og síld eru ekki taldar með. Verðmætið var 427 milljónir króna, og varð hvergi meira f íslensku frystihúsi það ár. Forvitnin rekur okkur á vit framkvæmdastjóranna, Gísla Konráðssonar og Vilhelms Þor- steinssonar, til að fræðast af þeim nánar um starfsemina í þessu afkastamikla hraðfrysti- Framkvæmdastjórarnir Gfsli Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson ræða við aðstoðarverkstjórana Gunnar Aspar og Kristján Einars- son. Kristján Guðmundsson um- sjónarmaður fiskvinnsluvéla. húsi og um hagi þess yfirleitt. Þeir taka okkur af mikilli ljúf- mennsku og veita greið svör. — Hraðfrystihúsið hóf starf- semi sína árið 1957 og telst því bráðum til gömlu húsanna eða þeirra eldri í landinu, en kostað hefir verið kapps um að endur- nýja og endurbæta eftir þörf- um. Tæknibreytingar eru örar, og enginn hlutur er fullkominn eða endanlegt takmark i sjálfu sér, þannig að sifellt er umbóta þörf. Arið 1969 var húsið stækkað verulega, og þá kom ný og stór frystigeymsla og aukið var við ýmsa þætti vinnslunnar með því að stækka vinnslusal og vélasal. Þá var einnig auk- inn frystivéla- og tækjakostur Guðjón Björnsson yfirvélstjóri. hússins. Til dæmis framleiða 4 ísvélar 70 lestir af ís á sólar- hring. Jafnframt var reynt að hafa mið af kröfum um aukið hreinlæti við fiskvinnslu hér á landi yfirleitt til að tryggja það, að kaupandinn fengi sómasam- lega matvöru. Gengið var frá lóðinni eins og hún er núna með grasflötum og bílastæðum, en þau þarf nú að stækka og bæta. Þessa dagana bíðum við t.a.m. eftir því, að vélar og menn frá Akureyrarbæ leggi á pau malbik. — í sumar hafa 6 togarar aflað hráefnis til hússins, þar af 5 stórir og nýlegir skut- togarar. Ekki ætti að koma fyrir sá virkur dagur, að ekki Mikil stækkun frystihússins fyrirhuguð á næstunni verði unnið í húsinu vegna hráefnisskorts. Hér er líka veruleg saltfiskverkun jafn- hliða, en þó að allt sé í fullum gangi, höfum við stundum ekki getað annað öllu. Þegar mest hefir borist að höfum við selt nágrönnunum fisk, sem við höf- um ekki komist yfir að vinna, bæði til ýmissa staða hér við Eyjafjörð og til Húsavíkur og Sauðárkróks. En eins og afköst- in eru hér hjá okkur núna, telj- um við vel fyrir hráefnisöflun séð með 5 togurum í næstu framtíð, þó að gamli síðutogar- inn Harðbakur hætti, en það er alveg óvíst, hvað við getum haldið honum úti lengi enn. — Um 80% af öllum fiski, sem hingað berst, er í kössum, en sennilega eru fiskkassar óviða notaðir í stórum skuttog- urum annars staðar. Við teljum kassana frumskilyrði þess, að fiskurinn varðveitist vel og verði góð vara. Hann verður ekki fyrir neinu teljandi hnjaski frá því að hann veiðist og kemur úr vörpunni og þar til hann fer á færibandið í frysti- húsinu. Þar að auki má fiskur- inn vitanlega ekki vera of gamall, þegar hann kemur að landi. — Mjög misjafnlega mikið af fiski fer í gegn á dag, það fer eftir hráefni og tegundum og i hvaða pakkningar fiskurinn er unninn. Magn hráefnis getur hlaupið á 35—75 lestum á dag, miðað við það, að unnið sé til klukkan 7 á kvöldin. Karfi og ufsi á Rússlandsmarkað er fljótunnastur og fer hraðast í gegn. Hér vinna oft um 200 manns, t.d. margar húsmæður og svo skólafólk á sumrin. Yfir- verkstjóri er Gunnar Lórenzson og aðstoðarverkstjórar Gunnar Aspar og Kristján Einarsson. Yfirvélstjóri er Guðjón Björns- son og umsjónarmaður fisk- vinnsluvéla Kristján Guð- mundsson. — Þessa dagana erum við að taka upp nýjan hátt á launa- greiðslum til starfsfólks frysti- hússins, og er ætlunin, að laun- in verði í formi afkastaverð- launa. Tilhögun þessi er vitan- lega með fullu samþykki stéttarfélaga þeirra, sem í hlut eiga. Tilgangurinn er tvíþætt- ur, annars vegar að auka af- köstin í húsinu og hins vegar að hækka laun starfsfólksins. — Hér er matsalur og eld- hús, og hér getur fólk fengið kaffi og máltfðir á Iágu verði, eftir því sem það óskar, enda eiga margir langt heim í mat. Þó er þessi aðstaða ekki mikið notuð, enda er mikill hluti starfsfólksins húsmæður, sem margar hverjar telja sig þurfa Framhald á bls. 17. Ur vinnslusal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.