Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Jónína Sigurðardóttir — Minningarorð Dáin 19.9.1975 Dáin 19.9. 1975 Hún Jóna frænka mín er dáin. Fyrir tveimur árum fékk hún hjartaáfall og þurfti eftir það að fara sér hægar en hún var vön. Hún hafði lengi ekki gengið heil til skógar, þó að hún væri ekkert að flíka því. Síðan þá höfum við verið hrædd um að eitthvað kæmi fyrir hana. Samt sem áður er erf- itt að sætta sig við að fá ekki að sjá hana oftar meðal okkar hressa og káta. Síðast, þegar ég hitti hana, var hún afar ánægð og lífsglöð. Hún var þá nýkomin úr ferð til Kan- ada með Þjóðræknisféiaginu. Hún sýndi mér myndir úr ferða- laginu og sagði mér frá ótal stöð- um, sem hún hafði heimsótt. Fal- legan minjagrip gaf hún mér og syni mínum, borðfána, sem hann er mjög hreykin af. Næst langaði hana að far'a til Florida og ætlaði ég þá að reyna að slást í för með henni. Nú verður sú för aldrei farin. Jóna hafði gaman af að ferðast og var alltaf tilbúin að fara af stað, ef tækifæri gafst. Margar góðar minningar eigum við hjónin um ökuferðir, veiði- ferðir og ferðir upp á Akranes með Jónu. Á Akranesi dvaldi Jóna oft hjá systur sinni, Ingi- björgu (ömmu minni) og heim- sótti þá lfka aðra ættingja og vini og þá átti hún marga. Jóna fæddist f Akrakoti, rétt hjá Akranesi, 5. janúar 1907. Hún var yngst í stórum systkinahópi. Móðir hennar dó stuttu eftir fæð- ingu hennar og þá var Jónu komið í fóstur til sjö ára aldurs. Jóna sagði mér oft frá æsku sinni og uppvaxtarárum og hversu ólíkt allt var þvf sem nú er. Trúmál voru einnig oft ofarlega á baugi. Jóna var mjög trúuð kona. Hún kærði sig lítið um að safna fjár- sjóðum á jörðu. Hún var afar gjaf- mild og rausnarleg. Hún gaf ekki af auðlegð sinni heldur sínum verkalaunum. Við systurnar feng- um frá fyrstu tíð að njóta þessa. Jóna var okkur alltaf eins og önn- ur amma. Marga fallega hluti á ég, sem hún hefur gefið mér. Á veggnum á móti mér hangir mynd af gam- alli konu, sem er að mala kaffi. Þessa mynd gaf Jóna mér einu sinni í afmælisgjöf. Jóna varð aldrei gömul, eins og þessi kona, þó að árin væru orðin 68. Hún var svo ung í anda, að hún gat samlag- azt hvaða aldursflokki sem var. Hún skrapp t.d. í fyrra til Noregs með Ungmennafélagi Islands. Einnig hafði hún gaman af að ræða við stúdentana á Nýja-Garði um ýmis málefni. Jóna var höfðingi heim að. sækja, og var stundum þröng á þingi hjá henni í litla húsnæðinu á Nýja-Gárði. Þar bjó hún I fjölda ára, fyrst með Gústu, vinkonu sinni, en síðar ein. Við kveðjum Jónu f dag, og þökkum henni fyrir alit, og ósk- um henni velfarnaðar, þar sem hún er núna. Harpa Jósefsdóttir Amin. Jón Þórarinsson lyfsali — Minning Jón Þórarinsson varð bráð- .... kvaddur þriðjudaginn 16. septem- ber. Það er harmsaga að slíkur mannkostamaður skuli vera kallaður burt langt fyrir aldur fram. Jón var góðum gáfum gæddur, jsviphreinn og fríður. Hann var^greiðvikinn, vildi hvers manns vanda leysa og framúr- skarandi raungóður. Jón var skemmtilegur og hlýr persónuleiki. öllum leið notalega í návist hans. Tíminn leið fljótt og óðar en varði gleymdist það sem hafði verið til angurs. Samtal og sögur kryddaði hann með græsku- lausu gamni sem gaf þeim lit og líf. Mörg hnyttinyrði Jóns gleymdust ekki og vöktu gleði á ný hvert sinn er þau komu í hug- ann. Margir humoristar eru hugsuðir og svo var um Jón. Hann var hlédrægur maður og naut sín bezt í þröngum vinahóp. Ungur giftist hann Gunnlaugu Hannesdóttur. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn: Þórarin, önnu Kristrúnu og Hannes. Þau voru samhent um það hjónin að koma sér upp fallegu og aðlað- andi heimili. Vinnudagur Jóns var oft langur og hann naut þess að hvílast á hinu friðsæla hreimili sfnu ásamt konu sinni og börnum. Það var ánægjulegt að heimsækja Gunnlaugu og Jón. Þau tóku á móti gestum sínum með einlægri hlýju og vildu allt gera til þess að gleðja þá. Enda geymir margur í hug sér ljúfar endurminningar frá dvöl á heimili þeirra. Þau hjónin máttu reyna þungan harm. Hvorugt þeirra flíkaði til- Framhald á bls. 22 Fréttabréfúr Miklaholtsh reppi ÞEGAR síðustu vikur sumarsins eru nú á næsta leiti er ekki úr vegi að rifja upp í stórum dráttum atburðarás veðráttunnar, sem við bændur erum svo ótrúlega mikið háðir með lffsafkomu okkar. „Bóndi þú sem allt þitt átt und- ir sól og regni.“ Ef litið er til baka og hugsað til þess tíma sem aðal uppskerutíminn við fóðuröflun stendur yfir. Aldrei hafa bændur látið á tún sín jafn dýran tilbúinn áburð og gjört var á þessu sumri. Af því hlýtur að leiða að hey eru aldrei dýrari en nú. En hvernig hafa þessi hey sem af túnum hafa komið verið: Um það hlýtur veðráttan að ráða ansi miklu. Heyskapur hófst hér almennt um miðjan júlí, var þá kominn ágæt- ur grasvöxtur. Náðist þá inn nokkuð af heyjum, þó aðeins hjá þeim sem hafa góða og örugga súgþurrkun. Góð veður voru svo marga daga en þurrkleysur að heita má þar til um miðjan ágúst. Þá brá til meiri úrkomu og sfðan hafa oft verið stórrigningar með smá upprofi á milli. En þeir dagar sem þurrir komu þar á milli nýtt- ust illa vegna þess hve túnin voru blaut víðast hvar eftir mikla úr- komu. Nú um þessar mundir hafa komið þurrir dagar sem breytt hafa heyskaparástandi til hins betra. Vil ég meina að heyskap sé hér um slóðir vfðast hvar lokið, þrátt fyrir erfiða tíð. Grasspretta var að heita má alls staðar ágæt, en margir eiga nokkuð af hröktu heyi. En hey eru víðast hvar með mesta móti að vöxtum. Sá, sem skrifar þetta fréttabréf, hefur þann sið að skrifa dagbók, þá fyrst og fremst veðurlýsingu. Telst mér til að frá 15. júlf og til þessa dags geti talizt 10 þurrk- dagar og það með löngu millibili. Þrátt fyrir það, þá eru bændur búnir það vel tækjum til hey- öflunar að heyskap má taka á mjög skömmum tíma ef tíðarfar er hagstætt. En eitt ætti þetta t Innilegt þakklæti fyrir veitta samúð við andlát og útför MAGNÚSAR BJARNASONAR Elfn Þorgerður Magnúsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Bjarni Guðmundsson. sumar að geta minnt okkur bænd- ur áþreifanlega á. Við þurfum að brynja okkur enn betur fyrir rosanum, þurfum enn að auka votheysverkun stórlega. Tíðar- farið í sumar var einmitt um lang- an tíma mjög hagstætt til slíkrar heyöflunar og slík heyöflun er örugg og ódýr, grasið á að vera, f flestum tilfellum, hægt að nýta f fullum blóma, ótrénað og óhrakið. Vonandi fáum við gott og hlýtt haust, sem bætti upp þetta drungalega sumar, sem bráðum kveður. Um uppskeru garðávaxta get ég lítið um sagt, víðast ólokið, en kuldinn í júnf hefur örugglega spillt þar nokkru um, en kartöflu- rækt er hér víðast hvar aðeins til heimanota. Slátrun sauðfjár hófst hér um 10. sept. Um vænleik dilka er lftið vitað ennþá, en mig grunar að þeir muni tæpast verða eins væn- ir og f fyrra. Með meira móti var tvílembt hér í vor og vorkuldar og gróðurleysi lengi fram eftir. En meðalvikt er þó ekki einhlítur mælikvarði á vænleikann. Heldur hvað skilar hver vetrarfóðruð kind miklum kjötþunga. Ræktunarframkvæmdir hafa verið með svipuðu móti og undan- farin ár. Skurðgrafa er búin að vera hér f sveitinni í allt sumar og mikið verið grafið, virðast ávallt vera nægjanleg verkefni til land- þurrkunar. Ber hafa vart sézt hér í sumar, enda lynggróöur skemmzt veru- lega í vorkuldunum. Si. laugardag þann 13. þ.m. fór frám frá Fáskrúðarbakkakirkju útför Ingibjargar Guðmundsdótt- ur frá Miðhrauni, hún lézt 4. þ.m. Utför hennar var mjög fjöl- menn, enda uppalin hér í sveit og bjó hér að Miðhrauni og víðar í sveitinni. JJm frú Ingibjörgu á Miðhrauni eiga allir góðar og bjartar minningar. Hún var ein af þeim konum sem fórnaði tíma til félagsmála og sinnti sfnu heimili þrátt fyrir það af frábærri elju og umhyggjusemi. Hún vildi alls staðar, hvar sem leið hennar lá, láta gott af sér léiða. Hennar glaða viðmót og hjartahlýja er öll- um ógleymanleg sem henni kynntust. Blessuð sé minning þeirrar góðu konu. Þá fór fram frá Kolbeinsstaða- kirkju þann 23. ágúst sl. útför Júlíusar Jónssonar bónda í Hftar- nesi, var hann jarðsettur í heima- grafreit sama dag að viðstöddu miklu fjölmenni. Júlíus var rúm- lega 90 ára gamall. Allan sinn búskap bjó hann rausnarbúi í Hítarnesi. Hann var mikill bú- hyggjumaður, skáld gott og gjör- hugull. Hann var ekki langskóla- genginn en lffsreynsluskóli var sá aðall sem hann hagnýtti sér á hagkvæman hátt. Kom það sér vel, því Hitarnes ber þess merki að þar hafi búhöldur setið í önd- vegi um langan tfma. Hvar sem hans leið lá vakti hann athygli, stór og kempulegur höfðingi fór þar sem hann var. Þótt ég hafi getið hér lauslega látinna samferðamanna, sem mörkuðu hér merkileg og ógleymanleg spor með samtíð sinni, þá er ekki úr vegi að geta afmælis áttræðs góðbónda hér í sveit. Þann 16. þ.m. varð Ásgrím- ur Þorgrímsson fyrrverandi bóndi hér á Borg 80 ára. Við það tækifæri heimsótti hann mikill fjöldi vina og vandamanna sem gjörðu honum daginn ógleyman- legan. Æviatriði Ásgrfms rek ég ekki hér. Vinir hans minntust hans f Morgunblaðinu á afmælis- daginn. páll Pálsson. - íslendingar Framhald af bls. 18 Þar hefur dr. Barnea m.a. undir höndum ritstjórn á riti sem deildin gefur út og er aðal- driffjöðrin í jarðhitaráðstefn- um sem farið hafa fram á vegum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár. Sú fyrsta var haldin f Piza á Ítalíu árið 1970 og sú önnur í röðinni var haldin í San Fransisco í Bandaríkj- unum á síðastliðnu sumri. Þá ráðstefnu sóttu um 1300 sér- fræðingar en ráðstefnuna á Italíu sóttu 500 manns. — Við sem störfum áð þessum málum hjá Sameinuðu þjóðunum höf- um mikinn áhuga á þvi að næsta jarðhitaráðstefna verði haldin hér á Islandi árið 1978. En ef svo yrði þyrfti íslenzka ríkið að taka þátt í kostnaðinum og um það atriði hef ég einmitt átt viðræður við fulltrúa íslenzka utanrfkisráðuneytisins í heimsókn minni hingað til lands. Búast má við 1000—1500 þátttakendurn ef ráðstefnan verður haldin hér því ég veit fyrir vfst að mjög margir hafa hug á því að heimsækja Island og skoða landið, um leið og þeir hafa gagn af ráðstefnustörf- unum. Ráðstefnur sem þessar hafa mikla þýðingu. Menn kynnast hver öðrum og læra hver af öðrum. Hlutur íslenzku sendinefndarinnar á ráðstefn- unni í San Fransisco var Is- landi til mikils sóma, nefndin var sú allra fámennasta en framlag hennar var aftur á móti með þvf athyglisverðasta sem fram kom á ráðstefnunni, sagði dr. Joseph Barnea í lok samtals síns við Morgunblaðið. — SS. Lokað í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar. Efnablandan h.f. Lokað í dag vegna jarðarfarar TECHNICA H.F. Frakkastíg 12. t ÞURÍÐUR JÚNÍUSDÓTTIR frá Syðra-Seli sem andaðist 22 september, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 27. september kl. 2 e.h. Sigrtður Júnlusdóttir, Páll Júnfus Pálsson. Minningarathöfn um EIRÍK ÁSGRÍMSSON Laugarvatni ferfram í Fossvogskirkju laugardaginn 27 septemberkl. 10.30 Jarðsett verður að Laugarvatni sama dag kl 1 5 00 og verður ferð frá Fossvogskirkju til Laugarvatns og til baka, fyrir þá sem þess óska. Þorbjörg Eirfksdóttir, Ásgrfmur Jónsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, HeiSaveg 6. Vestmannaeyjum. Jónfna Einarsdóttir, Guðbjörg Sigfrfð Einarsdóttir, Ásberg Lárentsfnusson, Rannveig Snót Einarsdóttir, Hörður Sigurbjörnsson, Jóhann Ingi Einarsson, Birna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag kl. 2—5 vegna jarðarfarar. Lyfjabúðin Iðunn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.