Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÖBER 1975 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: i/quohju /"A' Okkur Islendingum verður tíð- rætt um veður og er ekki að undra, þegar þess er gætt, hversu háðir við erum náttúru- öflunum þar eð öll afkoma okkar veltur á því, að árferði sé gott. Það setur nokkurn hroll að okkur viðfyrstu snjóa og ýmsujn sýnist, að sumarið hefði gjarnan mátt staldra lengur við. Hversu dásamlegur tími eru ekki vor og sumar hér á norðurslóð með bjartar nætur og fuglaklið. Hvílík himinhróp- andi andstæða þeirra er vetur karl, Svalir haustvindar boða komu hans, feykja burt lauf- skrúði iiðins sumars, og sólin vikur hægt fyrir vaxandi rökkurfölva haustsins Og skáldin fylltust löngum angur- værum söknuði, er sumri hallaði, og í hugum þeirra urðu til dapurleg stef: „Mér er haus( f hug, á vör, Ilúm er ausfangeymur, sezí f klaustur ka*(i ug fjör. Kuldanaust er heimur“. Svo kvað Klettafjallaskáldið. Engu breytti, þótt fjarri dveldi það föðurlandi sínu. Og vetrar- kvíða setti að Þorsteini Erlings- syni, þegar hann orti skamm- degisvísur sinar: „AIKaf fækkar aumra skjól, alllaf leingjast nætur, kvöl er hvað þú, kæra sól, kemurseint áfa*lur.“ íslenzka tungu skortir ekki myndauðgi þegar fjallað er um veðrabrigði eða árstíðaskifti og í skáldskap er þeim þátta- skilum, þegar mannsæfi er á enda, gjarnan lýst á líkan hátt og veðrabrigðum: „Skjótt hefursól brugdidsumri því séð hef ég fljúga fannhvfta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri.“ Þannig minntist listaskáldið, Jónas, Bjarna Thorarensen. — Þegar blaðað er í íslenzku sálmabókinni, þá komumst við að raun um, að trúarskáldum hefur verið það hugleiknara að yrkja um sumarkomu, en komu hausts og vetrar. Níu skáld eiga þar vorsálma, en sex yrkja um haustkomu. Séra Matthías biður: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði,“ og séra Björn í Laufási finnur til fagnaðar við vorkomu á þeim veðursæla og undurfagra stað, er hann sat: „Sé oss öllum sumargjöf Jesú kraftur frelsi friður." Trúarskáldunum verð- ur vorkoman á Islandi ímynd þeirrar upprisu, sem er grund- völlurinn, sem við kristnir menn byggjum líf okkar á. En hvert er þá efni haust- sálmanna. Brynjúlfur frá Minna Núpi ávarpar Guð i vetrarbyrjun og segir: „Kvíða vér mættum, ef ei undir vernd þinni stæðum.“ Hver sá sem gengur Drotni á hönd og öðlast lifandi og einlæga trú á hinn upprisna frelsara, þarf engu að kvfða. Jesús Kristur mælti eitt sinn: „Sjá ég segi yður: Hefjið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir eru þegar hvítir til upp- skeru.“ Sú uppskera, sem Jesús talar um, er alls ekki háð ákveðinni árstíð, heldur eilífð- inni, er hefst við komu hans inn í líf okkar. Kristnir menn eru ekki kallaðir til þess að bíða með hendur í skauti eftir verk- efnum. Orði Guðs hefur verið sáð á meðal okkar. Og við komum saman í kirkjunni til þeirrar uppskeru, sem Jesús Kristur boðaði lærisveinunum forðum. „Fylg þú mér.“ Kall hans er ljóst og auðskilið. Svo væri enn ef það hljómaði ekki í breytilegum tóntegundum úr ýmsum áttum: Fylg þú mér. „Og margir fals- spámenn munu rísa upp og leiða marga í villu," sagði Jesús, er hann boðaði endalok þessa heims. Mörgum verður á að hugsa sem svo, hvort þeir Upp- skeru tími tímar séu upp runnir, því að sjaldan hefur reynt eins á kristindóminn í heiminum, ein- mitt vegna þess, að margir telja sig þess umkomna að breyta grundvallaratriðum kristinna kenninga, svo að ráðvilltur nútímamaður verði móttæki- legri fyrir boðskapnum. Þeir telja sig vinna á akri Krists, en þeim er farið eins og þeim fræðimönnum er hafna hold- tekju Guðs í Jesú Kristi og upp- risunni sem sannsögulegum at- burði. Um þá sagði hinn heims- kunni guðfræðingur, Karl Barth: „Þeir hafa fleygt barn- inu út með baðvatninu. Þegar þeir reyndu að gera kristindómin senni- legan handa efagjörnum mönnum, tókst þeim cinungis að svifta hann meiningu." Marga hefi ég héyrt segja: „Ég vil vera í friði með trúarskoð- anir mínar, út'af fyrir mig. Ég hefi ekkert í kirkjuna að sækja. Það er hægt að hugsa margt gott i einrúmi.“ Rétt er það, að það er ágætt að njóta næðis í einveru og hugsa ótruflaður. En það er ekki nóg fyrir krist- inn mann. Jesús Kristur segir enn: „Lítið á akrana. Þeir eru þegar hvítir til uppskeru,*' og: „ég hefi sent yður til þess að uppskera það, sem þér hafið ekki unnið að.“ Þú gengur ekki einn út á akurinn. Við göngum öll, lærisveinarnir allir. Við erum í þörf fyrir samvinnu þar sem orð heilagrar ritningar er grundvöllur starfsins og játn- ingar kirkjunnar í heiðri hafðar. Þessi er vilji Guðs og við hlýðum þeim vilja, er við göngum inn í kirkjuna til sam- félags við hann. „Hefjið upp augu yðar!“ Það er engin blekking, að kristin kirkja á í vök að verjast lfkt og sá stofn, sem haustnæðingurinn leikur um og vill brjóta. En við megum ekki gefa okkur kvíð- anum á vald, þeim vetrarkvfða sem sáir vonleysi eða kæruleysi í hjörtun. „Hver sá sem upp sker, fær laun og safnar ávexti til eilífs lffs, til þess að bæði sá sem sáir og sá sem upp sker geti glaðst sameiginlega.“ Þau orð Jesú hljótum við að skilja. Eftirtaldar vélar eru til afgreiðslu nú þegar og á næstunni. Bútsög 12” — 1 4” Fræsari í borði. Loftpressur 368 e/mín. Sambyggðar trésmíðavélar. G. Þorsteinsson og Johnson Ármúta 1, sími 85533. Þettaer Krókur Sjá blaosíðu 13 Handknattleikur fyrir byrjendur i 5. flokki karla, fædda '63 og síðar, hefst í Vogaskóla þriðju- daginn 7. þ.m. kl. 6. Einnig fyrir byrjendur í 3. flokki kvenna kl. 6.45 sama dag. Handknattleiksdeild Ármanns. Óskum eftír að kaupa notaðar vélar i Skoda 110 L (72ja mm ) til upptekningar. Tékkneska bifreiðaumboðið á /slandi Auðbrekku 44—46 Kópavogi sími 42606. Hinn margumtalaði og vinsæli Olsölumarkaður vekur athygli á . . . . Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverrí vlku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega lágu verði Látið ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeins stuttan tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.