Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975
46
Með haustinu vaknar að nýju
áhugi fólks á kvikmyndum, og
þá taka stóru dreififyrirtækin
við sér og bjóða betri myndir en
á boðstólum hafa verið i hitum
sumarsins.
„Myndir ársins“ koma flestar
upp á yfirborðið i desember-
mánuði. Þá er aðsóknin i há-
marki, og eins þarf að frum-
sýna myndir fyrir áramót til að
þær komi til greina við næstu
OSCARsverðladnatilnefningu,
(í febrúar ár hvert, en verð-
launin eru afhent I byrjun
april). Flestar OSCARsverð-
launamyndirnar hafa einmitt
verið jólamyndir dreifihring-
anna, þó að öllum líkindum
verði ekki svo í vor. Þá má
reikna með að hin víðfræga
JAWS hreinsi öll verðlaunin,
en hún var frumsýnd í sumar.
Páskarnir eru einnig mjög
ánægjulegur tími fyrir kvik-
myndaunnendur. Þá er að-
sóknin mjög mikil um allan
heim, og þá hafa margar beztu
myndir allra tíma fyrst komið
fyrir almenningssjónir.
Að þessu sinni er Kvik-
myndasíðan helguð þeim
myndum sem eiga eftir að
gleðja erlenda kvikmyndahús-
gesti i haust og vetur, og okkur
vonandi sem fyrst. Hér verður
aðeins drepið á myndir áhuga-
verðustu leikstjóranna og Ieik-
aranna, — myndir sem flestar
eiga eftir að slá í gegn og for-
vitnilegt verður að fylgjast
með.
STÓRMYNDIRNAR
0 George C. Scott, Anne
Bancroft, Burgess Meredidth
og Roy Thinnes fara með aðal-
hlutverkin í nýjustu „stórslysa-
mynd“ Universal, THE
HINDENBURG. Segir hún í
smáatriðum frá þeim atvikum
sem urðu þess valdandi að hið
risastóra samnefnda loftfar
Þjóðverja varð eldi að bráð í
New Jersey árið 1937.
0 Malcolm McDowell, sem við
munum eftir úr myndunum
OH, LUCKY MAN og A
CLOCKWORK ORANGE, birt-
ist bráðlega á tjaldinu í nýjustu
ævintýra- og skylmingamynd
Richard Lester, ROYAL
FLASH. McDowell fer með
hlutverk húsarakapteins, sem
er skúrkur hinn mesti og hefur
valið sér til fylgilags ekki
óvænni menn en þá Alan
Bates og Oliver Reed.
0 I myndinni MIDWAY á
garpurinn Charlton Heston
næstum aleinn í höggi við obb-
ann af hinum japanska flota
síðari heimsstyrjaldarinnar. Þó
að Heston sé til alls vis, þá ku
víst koma honum til einhverrar
hjálpar þeir garparnir Robert
Mitchum, Henry Fonda og
Glenn Ford, menn fullharðn-
aðir úr fjölda strfðsmynda.
• Það kannast sjálfsagt margir
við hina sígildu sögubók Kipl-
ings, THE MAN WHO WOULD
BE KING. Það eru þeir Sean
Connery og Michael Caine sem
reyna að ná þvi langþráða
marki i nýjustu mynd gamla,
góða John Huston.
0 Richard Lester er ekki enn
búinn að fá leið á hressilegum
ævintýramyndum, og húrra
fyrir því, þvi að absúrd-fyndni
hans nýtur sín hvergi betur. Og
sú mynd sem hann er að fást
við þessa dagana suður á Spáni
lofar aldeilis góðu. Hún nefnist
„ROBIN AND MARIAN. Robin
er sjálfur Hrói Höttur og ekki
leikinn af ómerkari manni en
Sean Connery. Hin undurfagra
Audrey Hepburn leikur
Marian, en þetta er fyrsta hlut-
verk leikkonunnar í ein sex, sjö
ár, eða allár götur síðan hún
krækti í ítalska lækninn sinn.
Með önnur stór hlutverk í
myndinni fara þeir Nicol
Williamson, Richard Harris og
Robert Shaw.
0 Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan kvikmyndatakan
hófst á fyrstu bandarísk-
rússnesku myndinni, sem gerð
hefur verið, THE BLUE BIRD.
En nú hefir verið ákveðið að
frumsýna myndina á næstu
páskum, þá sjálfsagt samtímis í
Washington og Moskvu. Eliza-
beth Taylor, Cicely Tyson, Jane
Fonda og Ava Gardner fara
með aðalhlutverkin. Synd að
hún er ekki frumsýnd á
kvennaárinu!
0 Hrossagaukur brezkrar
kvikmyndalistar, Ken Russel,
vinnur nú af krafti að mynd-
inni LIZTOMANIA. Segir hún
frá ævi tónskáldsins Lizt. Verð-
ur þetta örugglega skemmtilegt
framlag sérvitringsins og þeir
Roger Daltry (Tommy) og
Ringo Starr, sem leikur páfann,
fara með aðalhlutverkin.
0 Martin Scorsese (undirrit-
aður bíður með óþreyju mynd-
ar hans MEAN STREETS, ku
vera væntanleg í Austurbæjar-
bió) vinnur nú að gerð ann-
arrar New York-myndar, TAXI
DRIVER. Hún fjallar um leigu-
bílstjóra sem gerist Iaunmorð-
ingi. Hinn upprénnandi leikari
Robert De Niro og Cybill Shep-
herd skipa helztu hlutverkín.
STJÖRNUSKINIÐ
0 Liza Minelli, hver vann
OSCARsverðlaunin í hitteð-
fyrra fyrir CABARET, hefur
nú snúið sér að kvikmyndaleik
aftur, í myndinni LUCKY
LADY, sem Stanley Donen leik-
stýrir þessa dagana suður i
Mexico. Félagar hennar i
smyglævintýri þar syðra eru
ekki af lakari endanum, Gene
Hackman og Burt Reynolds.
0 Charles karlinn Bronson
(hélt nýlega uppá fimmtíu og
fimm ára afmælið sitt) er nú
með þrjár myndir á leiðinni.
Ein þeirra fjallar um kreppu-
árin þar vestra og heitir að
sjálfsögðu HARD TIMES.
Hinar eru SHOWDOWN AT
BREAKHEART PASS og
FROM NOON UNTIL THREE.
Báðar ekta vestrar, ekkert
spaghetti er nú á borðum hetj-
unnar.
0 James Caan á í höggi við
þrjá leigumorðingja í nýjustu
mynd harðjaxlsins Sam Peckin-
pah, THE KILLER ELITE.
Hún er sögð vera, hvort sem þið
trúið því upp á Peckinpah eða
ekki, í Kung Fu stfl!
0 Annar leikstjóri, sem er
uppfullur af „machismo",
Robert Aldrich, er að Ijúka við
mynd um morðmál. Hinn vin-
sæli Burt Raynolds fer með
aðalhlutverkið. Þeir félagar
gerðu myndina THE LONGEST
YARD fyrir ári síðan.
0 Gamli meistarinn Hitchcock
vinnur nú að gerð myndarinnar
FAMILY PLOT. Efnið er ekki
ókunnugt gamla manninum,
sumsé demantaþjófnaður og
mannrán. Með titilhlutverk
fara Barbara Harris, Karen
Black og Bruce Dern.
0 Francois Truffaut hefur nú
lokið við nýjustu mynd sina,
THE STORY OF ADELE H.
Segir hún frá hinni einmana
dóttur Victors Hugo.
0 LACOMBE, LUCIEN var af
flestum talin ein bezta mynd
síðasta árs, og langbezta mynd
Louis Malle, sem nú vinnur að
mynd sem á að gerast í framtfð-
inni, enda um stríð milli kynj-
anna. Það furðulegasta við
myndina er þó kannski að Joe
Dallesandro, (úr Warholmynd-
unum) fer með stærsta hlut-
verkið.
0 Hinn frábæri grínisti og
gamanleikari Gene Wilder
hefur nú lokið við nýjustu
mynd sína, SHERLOCK
HOLMES SMARTER BROTH-
ER, en hún er jafnframt fyrsta
myndin sem hann leikstýrir.
Hún segir af Sigerson Holmes,
sem er vitlaus í öfund út í stóra
bróður . .. Madeline Kahn og
Marty Feldman leika með kapp-
anum. Þið megið örugglega
gæta að ykkur, Allen og
Brooks!
Nýjasta mynd þeirra félaga
Sidney Lumet og A1 Pacino
(SERPICO, og hvenær er von á
henni Friðfinnur) nefnist DOG
DAY AFTERNOON. Segir hún
frá kynvillingi (Pacino), sem
rænir banka til að geta komið
kærastanum sfnum í kynbreyt-
ingu. Ja sveiattan!