Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTOBER 1975 37 Tvímælalaust á að virkja Blöndu EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi hreppsnefndar Höfðahrepps 22. sept. sl.: Hreppsnefnd Höfðahrepps fagnar þeirri yfirlýsingu iðnaðar- ráðherra á sl. vetri um að næsta stórvirkjun hérlendis verði á Norðurlandi vestra, og hvetur til þess að ákvörðun þar að lútandi verði tekin fyrir árslok 1975. Það er skoðun hreppsnefndar Höfðahrepps, að svo margt hafi komið fram, sem ótvírætt mæli með því að Blanda verði virkjuð, að það eigi tvímælalaust að ráðast i þá framkvæmd og ítrekar hreppsnefndin þá skoðun sína, að brýnt sé að ákvörðun verði tekin nú innan tíðar og síðan undirbún- ingi og byggingu orkuvers hraðað svo sem kostur er. Þú leggur hreppsnefndin áherzlu á, að samfara byggingu stórs orkuvers á Norðurlandi vestra, þá verði unnið að áætlun um nýtt eða ný öflug iðnfyrirtæki á svæðinu, sem nýti þá orku sem fæst, og á þann hátt stutt að vexti og viðhaldi þeirra byggða, sem svo lengi hafa átt við ramman reip að draga í atvinnumálum, en nú eygja möguleika verulegs vaxtar og uppbyggingar. Opinber há- skólafyrirlestur Dr. Gerhard Nickel, prófessor við háskólann f Stuttgart, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla Islands fimmtudaginn 9. október n.k. kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: Contrastive Linguistics and Foreign Langu- age Teaching öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Golf BILL, SEM BYÐUR UPP A NÝJA MÖGULEIKA Hann er 3.70 m. langur og 1 .60 m. breiður og er því einn af styttstu og breiðustu bílum í sínum flokki. Þó er hann „fullvaxinn" fólksbíll, reyndar mjög rúmgóður fimm manna fjölskyldubíll. Farangurs- rýmið er 350 lítrar, en það er hægt að stækka um helming eða í 698 lítra með einu hand- taki. Ef þér lítið undir vélarlokið, þá sjáið þér eina af ástæðunum fyrir því, að Golfinn er svo stutt- ur. Vélin er staðsett þversum. Tvær vélarstærðir er um að ræða 50 hö og 70 hö. Benzín- eyðslan er 7—8.9 I. á 100 km. Golfinn er fáanlegur tveggja dyra og fjögurra dyra, auk aftur- hurðar. Golfinn er mikill bíll og býður upp á mikla möguleika. — og þér munið njóta hans vel. Sýningarbíll á staðnum HEKLA H.F. LAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240 Heimsfrægar glervörur, kunnarfyrir lisffenga hönnun og frumlegt útlit. littala glervörur eru ein fallegasta tækifærisgjöf, sem hægt er að hugsa sér. Komið og skoðið úrvalið í verzlun okkar. HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik sími 25870 J vxrt INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 197S 2.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Með heimild í lögum nr. 11/ byggingarvísitala, sem Hag- 1975, auk heimilda eldri laga til þess að gefa út ný spari- skírteini í stað þeirra, sem upphaflega voru útgefin og innleyst hafa verið að við- bættri verðlagsuppbót, hefur fjármálaráðherra, f. h. ríkis- sjóðs, ákveðið útgáfu og sölu á spariskírteinum ríkissjóðs 1975 — 2. fl., að fjárhæð allt að 300 millj. kr. Kjör skírteina eru í aðalatr- iðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin eru verðtryggð og er grunnvísitala þeirra sú stofan skráir miðað við 1. nóvember n. k. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteinanna hefst 7. þ. m., og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innlánsstofnunum um allt land svo og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.