Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 1
4 8 SIÐUR Harðorðasta yfirlýsing frá brezkum ráðherra: CROSLAND HÓTAR VEIÐ- UM INNAN 50 MÍLNA „Alvarleg tilraun til að stórspilla fyrir samningum,” segir Matthías Bjarnason Matthfas Bjarnason Grimsby 4. október AP — Reuter A nthony Crosland, umhverfismálaráðherra Bretlands, sagði f /Vræðu á borgarafundi í kjördæmi sfnu, Grimsby, f morgun, að brezkir sjómenn ættu skv. alþjóðalögum skýlausan rétt á að veiða upp að 12 mflum við tslandsstrendur ef ekki verður búið að ganga frá nýjum fiskveiðisamningi milli Islands og Bretlands fyrir miðjan nóvember. Ráðherrann lýsti því einnig yfir, að Bretar yrðu og myndu veiða fyrir innan 50 mílurnar, þeir ættu rétt á sanngjörnum aflakvóta. Bretar hefðu fullan rétt á að halda áfram veiðum á svæðum, sem hefðu verið þeirra hefðbundnu mið um 500 ára skeið og fslenzka rfkisstjórn- in þyrfti ekki að fara f neinar grafgötur um að brezka stjórnin væri ákveðin f að tryggja brezkum sjómönnum þann rétt. Morgunblaðið hafði samband við Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra og spurði hann álits á ummælum Croslands. Sjávarút- vegsráðherra svaraði: „Svo ég segi alveg eins og er, er ég gátt- aður á þessum ummælum. Ég fæ ekki séð að svona umbúðalausar hótanir séu leiðin til að greiða fyrir samningum. Ég vísa því al- gerlega á bug að Bretar eigi hér einhver hefðbundin mið. Þeir töldu sig lengi eíga hefðbundinn rétt til að fiska inni á íslenzkum fjörðum víða við landið og þeir hikuðu ekki við að drepa íslend- inga á sínum tima eða ýta þeim út af fjörðum. Og flestum er í fersku minni aðför þeirra að Hannesi Hafstein og hans aðstoðarmönn- um á Dýrafirði, þött 80 ár séu u.þ.b. liðin. Ég hélt að Bretar væru búnir að fá nóg af slikum aðgerðum og sömuleiðis tveimur þorskastriðum, gagnvart þjóð, sem á allt sitt undir fiskveiðum. Auk þess hafa Bretar sjálfir óskað eftir friðsamlegum viðræð- um og því er það að brezkur ráð- herra sem lætur sér slíkt um munn fara, sé þetta allt rétt eftir honum haft, hefur að minnsta kosti gert alvarlega tilraun til að stórspilla fyrir samkomulagi, svo ekki sé meira sagt.“ Crosland sagði, að jafnvel þótt samkomulag yrði gert fyrir 13. nóvember yrði slíkt samkomulag að tryggja brezkum sjómönnum veiðar innan 50 mílna lögsögunn- ar, sem Islendingar hefðu ein- hliða lýst yfir. Crosland gagn- rýndi íslenzku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki byrjað alvarlegar viðræður um nýtt samkomulag og sagði að Harold Wilson forsætis- ráðherra og James Callaghan utanríkisráðherra hefðu skorað á Geir Hallgrímsson og Einar Ágústsson að láta viðræður hefjast. Síðan sagði ráðherrann: „Ég vil gera íslenzku ríkisstjórn- inni tvö atriði ljós, að ef nýtt i samkomulag verður ekki undirrit- að fyrir 13. nóvember getur eng- inn vafi leikið á því skv. alþjóða- lögum, að brezkir sjómenn eiga fullan rétt á að veiða alls staðar við íslandsstrendur upp að 12 Kosningar í Austurríki Vín, 4. október. Reuter. BtJIZT ER við hnffjöfnum úrslit- um f þingkosningum, sem fara fram f Austurríki á morgun. Svo getur farið, að Bruno Kreisky kanzlari verði að mynda minni- hlutastjórn jafnaðarmanna eftir kosningarnar. Alþjóðleg réttarhöld vegna skorts á mannréttindum í Sovétríkjunum □ -----------------------□ Sjá Reykjavfkurbréf DAGANA 17.—19. október n.k. fara fram i þinghúsinu í Kaup- mannahöfn hinar alþjóðlegu Sakharov-vitnaleiðslur, sem kenndar eru við sovézka vis- indamanninn og andófsmann- inn Andrei Sakharov. Er hér um að ræða alþjóðleg réttar- höld vegna glæpa, sem framdir hafa verið gegn almennum mannréttindum i Sovétrfkjun- um. Fjölmörg vitni verða leidd fram í réttarhöldum þessum, þ.á m. mun sovézka Nóbels- skáldið Alexander Solzhenitsyn bera vitni, en ekki er vitað enn, hvort Sakharov fær leyfi til að fara frá Moskvu til þess að vera viðstaddur og taka þátt í vitna- leiðslum þeim, sem kenndar eru við nafn hans. Sakharov-vitnaleiðslurnar fara fram á vegum samtaka út- laga frá A-Evrópu en fjölmarg- ir heimsfrægir menn hafa lýst stuðningi sinum við þau. Má þar nefna þýzka rithöfundinn Gúnter Grass, franska leikrita- skáldið Eugéne Ionesco, Jens Otto Krag, fyrrv. forsætisráð- herra Danmerkur, Simon Wiesenthal, Austurríkis- manninn, sem hefur leitað naz- ista frá stríðslokum um heim allan o.fl. o.fl. Á blaðamanna- fundi, sem efnt verður til dag- inn áður en vitnaleiðslurnar hefjast, verður sýnd kvikmynd, sem tekin var i sovézkum vinnuþrælkunarbúðum og smyglað frá Sovétríkjunum. I vitnaleiðslunum verður fjallað um pólitíska og hugmynda- fræðilega kúgun, trúarlegar ofsóknir og misnotkun sál- fræðilegra aðferða, kúgun minnihlutahópa í Sovét- ríkjunum o.fl. Meðal þeirra, sem bera munu vitni i réttarhöldum þessum, má nefna: Andrei Sakharov, fái hann leyfi til að fara frá Sovét- rikjunum, Alexander Solzhen- itsyn, Vladimir Maximov, rit- höfundur, sent rekinn var frá Sovétríkjunum sl. ár, Andrei Sinjavski, sem nú er búsettur í Frakklandi og var í 7 ár i vinnu- þrælkun í Sovétríkjunum, Alexander Vardy, rithöfund, er dvaldi nokkur ár í vinnuþrælk- unarbúðum, Diinitri Panine, stærðfræðing, sem dvaldi í 16 ár i fangelsum og vinnuþrælk- un, Abraham Sifrin, lögfræð- ing, sem dvaldi í 10 ár í fanga- búðum, Victor Fainberg, lista- gagnrýnanda, sem pindur var og settur á geðveikrahæli. í Sovétríkjunum, Marina Fain- berg, sálfræðing, sem starfaði á þvi geðveikrahæli og bjargaði lifi Viktors Fainberg með þvi að 'breyta þeirri lyfjameðferð, sem hann átti að sæta, o.fl. o.fl. Meðal þeirra, sem munu spyrja vitnin, eru: Simon Wiesenthal, Eugene Ionesco, Victor Zorza, blaðamaður, o.fl. o.fl. Um Sakharov-vitnaleiðslurn- ar er fjallað í Revkjavíkurbréfi Morgunblaðsins f dag. Anthony Crosland mílum.“ Hann sagði, að því færi fjarri, að brezka stjórnin væri ánægð með núgildandi samkomu- lag, en það hefði verið málamiðl- unarleið, farin til að tryggja hags- muni beggja landa og virða óskir stjórna beggja. Crosland lagði áherzlu á að nýtt samkomulag yrði undirritað og það fljótt og að slíkt samkomulag yrði að tryggja réttindi brezkra togaraeigenda og skipstjóra, sem vilja stunda veiðar á sinum hefðbundu miðum. „Þessi hefðbundnu mið eru m.a. innan 50 mílna lögsög- unnar, sem Islendingar lýstu yfir einhliða að væru þeirra eigin og aðeins þeirra fiskimið. Auðvitað viljum við sanngjarnan og réttlát- an samning og hann verður að vera gagnkvæmur að því leyti. Það er ekkert sanngjarnt við sam- Framhald á bls. 2. Eugene Ionesco Simon Wfesenthal Vladimir Maximov Alexander Solzhenitsyn Andrei Sakharov Sakharov-vitnaleiðslurnar 17.-19. október:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.