Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNt UR 5. OKTÓBER 1975 19 félk f fréttum Harrishjónin staðin að því að stela tveimur pörum af sokkum í sportvöruverzlun í Los Angeles meðan Patty beið fyrir utan f bíl. Er hún sá hvað var að gerast skaut hún úr hriðskotariffli á verzlunarbygginguna til hjálpar vinum sínum á flóttanum. „VOPNUÐ OG STÓRHÆTTULEG“ Þegar hér var komið sögu hættu bandarísk lögregluyfirvöld leit sinni að Patty Hearst sem fórnar- lambi ræningja og hófu leitina að „bankaræningjanum Taniu (öðru nafni Patricia) Hearst, hún er vopnuð og verður að teljast stór- hættuleg „eins og sagði á lýsingu FBI á dreifimiðanum með mynd- um af henni.“ Líklegast geta fáir gert sér í hugarlund þá martröð, sem Hearstfjölskyldan hefur gengið í gegnum undanfarin tæp tvö ár. Patty, sem var 19 ára, er henni var rænt, hafði verið hin dæmi- gerða bandaríska yfirstéttar- stúlka með lftinn áhuga á þjóð- félagsmálum almennt. Hún var í háskóla og heitbundin ungum og efnilegum manni Steven Andrew Weed, sem lagði stund á fram- haldsnám í heimspeki við Berkeley. Dagana áður en henni var rænt var hún ásamt móður sinni og vinkonum önnum kafin við að velja mynstrið á kínverska matarstellið, sem hún ætlaði sér að eignast er hún gengi í hjóna- bandið. Þessum þætti lífs hennar lauk skyndilega er þrir félagar úr SLA drógu hana hálfnakta út úr íbúð hennar um nóttina 4. febrúar 1974, eftir að hafa slegið unnusta hennar í rot, stungu henni í farangursgeymslu bif- reiðar og óku á brott með ofsa- hraða. Þetta var upphafið að ein- hverjum mesta eltingarleik FBI í sögu alríkislögreglunnar, elt- ingarleikur, sem var nær óslitið á forsíðum heimsblaðanna unz þær Patty og vinkona hennar af japönskum ættum, Wendy Yoshimura, voru handteknar. SKOTBARDAGINN I LOS ANGELES Upphafið að endinum að þvf er fregnir herma var 17. maí 1974, aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að Patty var rænt, er lögregl- an í Los Angeles hafði upp á 6 félögum SLA í húsi í suðurhluta borgarinnar og felldi þá alla eftir heiftarlegan skotbafdaga, sem sjónvarpað var beint um gervöll Bandaríkin. Húsið brann til grunna og í rústum þess fundust brunnar jarðneskar leifar 6 karla og kvenna. Óttast var í fyrstu að Patty hefði verið þar, en hún var ásamt Harrishjónunum og Wendy í húsi í nokkur hundruð metra fjarlægð, þar sem þau fylgdust með bardaganum í sjónvarpi. Þegar ljóst var að 6 menningarnir voru látnir lögðu þau hin á flótta og þá sem einu eftirlifandi félag- arnir í SLA. Harris fór þá út og keypti notaða bifreið sem þau óku i til San Francisco. Eftir nokkra dvöl þar, voru þau kynnt fyrir Jack Scott, kunnum ádeilumanni og fyrrum íþróttamálastjóra við háskóla f Ohio, sem hafði látið orð út berast að hann hefði áhuga á að skrifa bók um SLA. Scott bauðst síóan til að aka Patty til austurstrandar Bandarfkjanna, en Harrfshjónin og Wendy fóru aðra leið unz þau öll hittust í New York. Heimildir herma, að Scott hafi skömmu eftir að hann lagði af stað boðið Patty að aka henni hvert sem hún vildi, m.a. heim til foreldra hennar, en hún af- þakkaði það og sagði: „Ég vil fara þangað sem vinir mínir fara“. Eft- ir nokkra dvöl í New York, þar sem þau fengu að dvelja í íbúð, sem var í eigu félaga úr öfga- hreyfingunni The Weatherman, sem þekktust var fyrir ofbeldis- verk sín á árunum eftir 1960, töldu þau að lögreglan væri kom- in á sporið og fluttu þá á sveitabæ í Poconofjöllum í Pennsylvaniu, sem FBI-menn segja að tekin hafi verið á leigu í nafni Micki Scott, eiginkonu Jacks. Þau hjón hafa alltaf neitað að svara spurningum FBI, sem ekki hefur haft nægileg- ar sannanir á reiðum höndum til að handtaka þau. Hafa hjónin gert FBI erfitt fyrir með þvi að hídda blaðamannafundi og skrifa greinar, þar sem þau sökuðu lög- regiumenn um að hundelta þau og áreita. RAUÐUR VOLKSWAGEN Þau dvöldust á sveitabænum allt sumarið, en flúðu aftur skömmu áður en lögreglan komst á sporið, en lögreglumenn fundu þar fingraför, sem sýndu svo ekki varð um villst hverjir þar hefðu verið. Frá sveitabænum héldu fjórmenningarnir eftir ýmsum krókaleiðum til vesturstrandar- innar, alltaf einu skrefi á undan lögreglunni. Það var þó á sveita- bænum, sem Iögreglan uppgötv- aði það atriði, sem að lokum leiddi til handtökunnar einu ári sfðar. I New York slóst í för með þeim Kathleen Soliah, sem átti rauðan Volkswagen og einhvern veginn náðist númerið á bílnum, meðan flóttafólkið var á sveita- bænum. Við nánari eftirgrennsl- an komst lögreglan að því hjá fyrri eiganda bílsins, að Soliah hefði keypt hann og gefið upp sem heimilisfang póstbox í San Francisco. Rannsóknir lögregl- unnar leiddu í ljós, að hún hafði verið í vinfengi við ýmsa af SLA- mönnunum. Þessar staðreyndir Iágu fyrir í septemberbyrjun og setti þá lögreglan vörð um umrætt pósthús til að kanna hverjir ef einhverjir sæktu póst- inn. Brátt kom í ljós, að sá sem sótti póstinn fór með hann í tvö hús, 288 Recita Ave. og 625 Morse Street. 18. september náðu svo lögreglumenn Harrishjónunum, er þau komu út úr húsinu við Recita Ave, og skömmu seinna hlupu tveir lögreglumenn upp stigann upp á efstu hæð hússins við Morse Street, án þess áð hafa hugmynd um hvern þar væri að finna. Þeir bönkuðu á dyrnar og Wendy Yoshimura kom til dyra. Annar lögreglumannanna Tom Padden frá FBI sagði: „Hreyfðu þig ekki annars skýt ég höfuðið af herðum þér.“ Inni í búðinni sáu þeir aðra konu, sem reyndi að snúa sér undan, en Padden stökk að henni og tók i öxl hennar og sneri henni við og horfði framan í Patty Hearst. Vinkonurnar vís- uðu lögreglumönnunum á skammbyssur, sem voru I veskj- um þeirra og auk þess fundu þeir 4 aðrar skammbyssur, tvær hlaön- ar haglabyssur, sem hlaupin höfðu verið söguð af og miklar skotfærabirgðir. VÆTTI BUXURNAR Newsweek segir í frásögn sinni af handtökunni: „Lögreglumenn- irnir fóru sér að engu óðslega og leyfðu Wendy að setja á sig augn- linsurnar og Patty að finna gleraugun sín og skipta um bux- ur, þvf að henni varð svo um er hún sá lögreglumennina að hún vætti þær. Patty var kjökrandi, er lögreglumennirnir leiddu þær niður stigann. Padden spurði Patty hvort hún væri ekki fegin að þessu væri lokið, en hún Ieit bara á hann án þess að segja orð. Fyrir utan húsið var múgur og margmenni, þvf að strax og Padden sá að hann hafði hand- F. Lee Bailey foringi verjendaliðs Hearstfjöl- skyldunnar. Húsið við Morse Street, þar sem Patty og Wendy bjuggu. Harrishjónin og Wendv Yoshimura. Charles Bates, yfirmaður FBI- skrifstofunnar f San Franeiseo, sem stjórnaði leitinni að Patty f 19 erfiða niánuði. Frá skotbardaganum f Los Angeles f maí 1974. tekið Patty hringdi hann í yfir- mann sinn frá FBI í San Franeisco og sagði: „Við höfum náð Patriciu Hearst.“ „Vel gert,“ svaraði yfirmaður hans Charles Bates, 55 ára gamall með 34 ára starf hjá FBI, en það var hann, sem stjórnaði leitinni að Patty f rúma 19 erfiða mánuði og efaðist aldrei um að hann fyndi Patty að lokum. Bates sendi fjölda lög- reglubíla á staðinn í öryggisskyni og blaðamenn hópuðust að í tuga- tali. Þegar út kom virtist Patty hafa jafnað sig, því að hún brosti sigrihrósandi til ljósmyndaranna og lyfti krepptum hægri hnefa, eins og sést á myndunurh, sem samstundis voru sendar út um allan heim. Við frekari rannsókn kom í ljós, að það varr bróðir Kathleen, Steven Soliah, sem hafði tekið fbúðirnar tvær á leigu og var hann handtekinn daginn eftir og ákærður fyrir að hafa falið flótta- fólk. Þegar FBI-menn settust niður eftir handtökurnar og nutu óspart blaðaskrifanna um sig og fóru að reikna dæmið kom í ljós, að allt að 300 lögreglumenn unnu að málinu í einu, þeir yfirheyrðu eða könnuðu hagi 30 þúsund rnanna og kostnaðurinn fyrir bandaríska skattgreiðendur er áætlaður um 5 milljónir dollara eða 825 milljónir ísl. króna. Það finnst FBI- mönnum þó lágt verð fyrir það endurvakta traust og virðingu, sem þeir telja að handtakan muni hafa í för með sér hjá almenningi. ARALÖNG RÉTTARHÖLD En máli Patty Hearst er langt frá þvf að vera lokið. Nú eru framundan réttarhöld, sem geta tekið ár og daga með öllum þeim áfrýjunarmöguleikum, sem bandarískt réttarkerfi býður upp á. Hearst-fjölskyldan hefur ráðið 5 ha>fa og eitilharða lögfræði'nga til að verja Patty Og er foringi liðsins F. Lee Bailey, en kunnasti sakamálalögfræðingur Bandarfkj- anna, sem m.a. varði og fékk Medina höfuðsmann sýknaðan af ákærunni um M.v Lai fjölda- morðin og varði einnig Boston- morðingjann De Salvas. Verjend- urnir hafa frá upphafi lagt áherzlu á, að ekki verði hjá því komist f þessu máli, að leggja til grundvallar, að upphafið að þessu tímabili í Iffi Patriciu var, er henni var rænt með ofbeldi að næturlagi af yfirlýstum bylt- ingarmönnum, „sem héldu henni innilokaðri í klæðaskáp í 9 vikur unz hún var svo niðurbrotin manneskja, að lifsbjargarviðleitni hennar knúði hana til að biðja um inngöngu í hreyfinguna og af- neita og fordæma foreldra sína til að þóknast sinum nýju herrum og taka þátt í vopnuðu bankaráni til að sanna einlægni sína.“ Þetta eru vissulega sterk rök, en ákæruvaldið hefur einnig sterk rök sin megin. Þeir hafá með höndurn yfirlýsingar á segul- bandsspólum, þar.sem Patty játar á sig bankaránið og lýsir bylt- ingarskoðunum sínum. Það liggur lfka fyrir að eftir skotbardagann i Los Angeles gat Patty að vild ferðast um og henni stóð opin leið að snúa heim til foreldra sinna. Spurningin er hvers vegna káus hún flóttann og ferðast um vel vopnum búin. Það verður erfitt að finna svar við þeirri spurn- ingu, kannski veit það engi.nn maður, ekki einu sinni Patty. (New York Tinies, Time, Newsveek, AP).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.