Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 39 Minning: Karl G. Pálsson bifreiðarstjóri Fæddur 18.6. 1903 Dáinn 26.9. 1975. Smátt og smátt falla greinarnar af hlyn aldamótastofnsins eftir því sem árin líða. Nú kveðjum við vinir og samstarfsfólk Kalla Páls bifreiðarstjóra hjá Bæjarleiðum hinztu kveðju, en hann andaðist eftir stutta sjúkralegu á Landa- kotsspítalanum eða nánar tiltekið föstudaginn 26. sept. síðastliðinn. Hann hafði átt við sjúkdóm að stríða um margra ára skeið, en síðustu þrjú árin var hann óvinnufær, þó ávallt hann hefði fótavist, sem færði honum þá ómetanlegu ánægju að geta heim- sótt, meðal annars starfsfélagana á Bæjarleiðum og bílaverkstæði Mjólkursamsölunnar, enda aufúsugestur þar sem hann kom og bar með sér hlýja vorblíðu og einlæga brosmildi sem yljaði þeim sem aðnjótandi urðu. Nú er við starfsfélagar Kalla Páls sjáum á bak okkar góða félaga, minnumst við hins dags- farsprúða félaga, bæði í starfi og leik. í>ó gat Kalli Páls verið fastur fyrir, ef um alvarlega hluti var að ræða, enda lifði hann tímana tvenna með þeirri kynslóð sem upplifað hefur stórbrotnar fram- farir á flestum sviðum þjóðlífsins, frá fátækt til velmegunar, og mun vart önnur kynslóð eiga eftir að upplifa slíkt. Kalli Páls var fæddur 18. júní 1903 að Lækjarbotnum í Sel- tjarnarneshreppi, foreldrar hans voru þau hjónin María Sigurðar- dóttir og Páll Gestsson bóndi. Þau eignuðust þrjá syni, Vígmund, Karl og Einar, auk uppeldissonar, Aðalsteins Vígmundssonar. Með foreldrum sínum fluttist Kalli Páls frá Lækjarbotnum að Eiði, síðan að Lágafelli í Mosfellssveit, þar sem hann hóf sinn bifreiðar- stjóraferil hjá Boga Þórðarsyni. Frá Lágafelli fluttist hann árið 1920 að Leynimýri í Reykjavík. Kalli Páls var bæði bifreiðar- stjóri og bifvélavirki og starfaði við báðar atvinnugreinarnar ýmist hjá sjálfum sér eða öðrum. Eins og áður er getið hóf Kalli Páls bifreiðaakstur hjá Boga RAFTORG Þórðarsyni á Lágafelli, siðan hófu þeir bræður Kalli og Vigmundur samstarf um rekstur hálfkassa- bifreiðar til fólks- og vöruflutn- inga i Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós. Kalli Páls hóf fyrstur áætlunar- ferðir fyrir fólksflutninga frá Reykjavik til Mosfellssveitar, með rútu sem hafði afgreiðslu á B.S.R. En síðustu 20 árin ók hann eigin bifreið frá Bifreiðastöðinni Bæjarleiðum. Hann starfaði ennfremur við bifvélavirkjun hjá Páli Stefánssyni og bílaverkstæði Mjólkursamsölunnar. Eftirlifandi kona Páls er Jóna V. Guðjónsdóttir, sem er borin og barnfædd Reykvíkingur, og stofn- uðu þau sitt eigið heimili 1 litla timburhúsinu á Grettisgötu 48b, og hafa búið þar alla tíð. Þau hafa með samstilltu átaki breytt húsinu, eftir efnum og ástæðum, í mjög vinalegar og hlýlegar vistar- verur. Þau hjónin Jóna og Kalli Páls eignuðust tvö börn, dóttur sem dó á fyrsta ári og Ölaf Karls- son tannlækni, sem kvæntur er Guðrúnu Árnadóttur, þeirra börn eru Jón Karl, 17 ára, Ingunn, 12 ára, og Valdis, 6 ára, fædd á giftingardegi ömmu og afa, 19. nóvember. Sambúð þeirra hjóna Jónu og Kalla Páls var að þvi er ég bezt veit með ágætum, enda Jóna kona til fyrirmyndar eftir því sem mér hefur komið fyrir sjónir, af mínum kynnum við hana. Þau voru samhent um upp- eldi sonarins, enda þeirra sólar- geisli, sem aldrei hefur brugðizt þeirra björtustu vonum, því Óli Karls er sá persónuleiki sem trausts þeirra er fyllilega verður. Eigi má gleyma barnabörnunum, sem veittu ömmu og afa yl og ánægju, bæði i litlu vinalegu íbúðinni á Grettisgötu 48b, svo og einnig í sumarbústað Öla við Meðalfellsvatn í Kjós, en þar dvöldu þau mörgum stundum, Jóna og Kalli Páls, ásamt fjöl- skyldu Öla í faðmi fagurra fjalla sem endurspegluðust í blátæru Meðalfellsvatni, sannkallaðir unaðsdagar. Kalli Páls var mjög áhugasam- ur um ferðalög og kunni vel að meta fegurð landsins. Sem dæmi má nefna að honum héldu engin bönd og fór hann hringveginn strax og hann var opnaður og i sumar fóru þau hjónin Jóna og Kalli ein síns liðs i vikuferðalag til Norðurlands eða alla leið til Svalbarðseyrar, en þar naut hann kjarks og dugnaðar lífsförunauts sýns, því svo fársjúkur var hann að ekki gat hann óstuddur gengið frá eða til bíls ef út var farið. Mikill kjarkur það, ekki sízt hjá Jónu. Rétt eftir þessa ferð fóru þau hjón með Óla syni sinum og fjölskyldu í ferð yfir Kjöl og lánaðist allt vel. Þessar ferðir urðu Kalla Páls ógleymanlegar unaðsstundir, sem vafalaust léttu honum byrðarnar. Ekki má gleyma í þessum fátæk- legu skrifum um Kalla Páls hinum árvissu heimsóknum hans í Hafravatnsrétt. Hlakkaði hann alltaf mikið til löngu fyrir fram til réttanna og að hitta þar gamla vini og kunningja, ræða við þá og láta fleyg á milli ganga, að gömlum og góðum réttasið. Að leiðarlokum þökkum við vinir og samstarfsfólk Kalla Páls samverustundirnar, minningin um hann mun geymast meðal okkar um ókomin ár. Við biðjum honum fararheilla til fyrirheitna landsins. Kalli Páls verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánu- daginn 6. október kl. 13.30. Jónu eiginkonunni, Óla einka- syni, konu hans og börnum, svo og öðrum ættingjum og vinum, færi ég fyrir mína hönd, starfsfélaga og vina, innilegar samúðarkveðj- ur. Ég þakka Kalla Páls fyrir ein- læga og fölskvalausa vináttu um leið og ég óska honum góðrar heimferðar. Þorkell Þorkelsson, Bæjarleiðum. K.F.U.K. Vindáshlíð Hlíðarkaffi verður selt í húsi K.F.U.M. og K. Amtmanns- stíg 2B í dag, sunnudaginn 5. október, til ágóða fyrir starfið í Vindáshlíð. Kaffisalan hefst kl. 3 e.h. Einnig verður Hlíðarsamkoma kl. 20.30 og kaffi á boðstólum á eftir. Komið og drekkið síðdegis- og kvöldkaffið hjá okkur. Stjórnin. íjor að vetri til Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, í verslunarerindum, í leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir í miðbæinn á 10 mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og íþróttahöllin í Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru í nágrenninu, og síðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju w Suðurlandsbraut 2, Sími 82200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.