Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975
Fátt virðist nú benda til þess að
foreldrar Patriciu Hearst fái dótt-
ur sína heim á næstunni ef þá
nokkurn tfma aftur. Lögreglan í
San Francisco, alríkislögreglan
FBI og starfsmenn fylkissaksókn-
arans f Californfu hafa byggt mál
sitt gegn Patty og félögum hennar
Harrishjónunum á svo öruggan
og nákvæman hátt, að ekkert
nema kraftaverk getur bjargað
Patty frá þvf að eyða stórum hluta
ævinnar bak við lás og slá. Patty
sjálf virðist einnig frekar hafa
áhuga á að aðstoða ákæruvaldið
en verjendurna. Þegar hún var
handtekin af FBI-mönnum f út-
jaðri San Francisco í sl. mánuði
eftir 19'A mánaðar eltingarleik
bar hún skammbyssu f veski sfnu
og sagði er lögreglumennirnir
stóðu skyndilega f dyrunum á
íbúðinni, sem hún hafði leigt:
„Allt f lagi þið eruð búnir að ná
mér, ekki skjóta, ég kem með
ykkur.“ Þegar hún síðan var
formlega ákærð fyrir rétti tveim-
ur klukkustundum síðar sagði
Patty skælbrosandi eftir handtökuna.
Catharine Hearst í gleði-
vímu eftir að hafa hitt
Patty.
Frá bankaráninu. Patty miðar sjálfvirkum hrfðskotariffli á viðskipta-
vini og starfsmenn bankans, sem liggja á gólfinu.
Löng og erfiö réffarhölú
eru framundan hjá
Patty Hearst
Leltin að henni kostaði
800 miiijönlr kr.
hún við dómarann, er hann
spurði hana um atvinnu: „Borgar-
skæruliði," og lyfti krepptum
hnefa hægri handar svo glampaði
á handjárnin. Patty lét sér greini-
Iega hlutina f léttu rúmi liggja,
þann tfma sem hún var f réttar-
salnum, tuggði tyggigúmmí án af-
láts og brosti breiðu sigrihrós-
andi brosi til viðstaddra.
Eftir að hún hafði verð ákærð
um bankarán og brot á reglugerð
um skotvopn, sem geta haft allt að
25 ára fangelsi í för með sér var
Patty flutt í 8 fm. fangaklefa í
San Mateofangelsinu, þar sem
hún mun væntanlega verða höfð f
haldi þar til réttarhöldunum yfir
henni lýkur, en þau munu taka
langan tfma, þar sem ákæruskjal-
ið telur 23 afbrot. Skömmu eftir
að hún var komin í fangaklefann
féllst hún á að hitta foreldra sína.
Frásagnir af þeim fundi eru ekki
allar á sama veg. Foreldrar henn-
ar sögðu við fréttamenn, að end-
urfundirnir hefðu verið dásam-
legir, T>au hefðu öll tárast og
Patty sagst vilja koma heim. Hins
vegar er haft eftir fangavörðum,
sem ekki voru langt undan, að
Patty hafi verið fremur kuldaleg í
viðmóti við foreldra sína og staðið
stif er þau föðmuðu hana að sér.
Faðir hennar hafi spurt hana
hvort hún væri tilbúin til að koma
heim og hún svarað kæruleysis-
lega: „Hvert annað ætti ég að
fara?“ Woodruff dómari, sem úr-
skurðaði Patty í gæzluvarðhaldið
ákvað að tryggirrg hennar skyldi
vera 1 milljón og 50 þúsund
dollarar, sem þýðir að þá upphæð
yrðu foreldrar hennar að setja
sem tryggingu fyrir að fá hana
lausa úr fangelsi og myndi sú
upphæð tapast ef hún flýði á brott
úr borginni, jafnvel þótt hún næð-
ist aftur. Tveimur dögum síðar
nam dómarinn trygginguna úr
gildi, sagðist vilja fá fyrir því
örugga vissu sína hvort treysta
mætti því að Patty reyndi ekki að
hlaupast á brott. Hefur enn ekki
verið tekin endanleg ákvörðun f
þvi málí, en verður væntanlega
gert f næstu viku, er fyrir liggja
niðurstöður geðheilbrigðisrann-
sóknar, sem dómarinn fyrirskip-
aði.
„AUÐVALDSSVlN"
Ljóst er að faðir Pattys, blaða-
kóngurinn Randolph Hearst, var
ekki viss um hvort hann ætti að
hætta á að setja áðurgreinda
upphæð að tryggingu fyrir dóttur
sína. Er fréttamenn spurðu hann
um það mál sagðist hann halda að
að það væri í lagi. Fréttamenn
minna á, að er hann hafði skv.
kröfu félaga í Symbóniska frelsis-
hernum SLA dreift matvælum
fyrir 2 milljónir dollara meðal
fátækra í Kaliforníu sem lausnar-
gjald fyrir Patty fékk hann í
hendur segulbandsspólu, þar sem
Patty kallaði hann auðvaldssvín
og lygara fyrir að halda því fram,
að hann hefði áhyggjur af velferð
hennar og „hins kúgaða
almennings“ og sagði: „Ég hef
ákveðið að ganga í lið með SLA og
berjast." Hún tók einnig fram, að
hún hefði ekki verið pyntuð,
heilaþvegin, dáleidd eða gefin lyf
og væri ekki á neinn hátt rugluð í
ríminu. Með spólunni fylgdi
mynd af Patty með sjálfvirkan
riffil, sem varð heimsfræg á svip-
stundu. Háifum mánuði seinna
tók svo Patty þátt i ráninu á
Hiberniabankanum í San
Francisco og hafði þá tekið sér
nafnið Tania og var vopnuð sama
sjálfvirka rifflinum. Myndavélar
bankans sýndu svo ekki varð um
villst, að hér var á ferðinn
Patricia Hearst. Fá orð fá lýst
örvæntingu fjölskyldunnar og
faðir hennar lýsti yfir í blaða-
viðtali: „Þetta er hryllilegt, fyrir
60 dögum var hún yndislegt barn,
nú eru myndir af henni í vopnuðu
bankaráni. Nokkru síðar voru