Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 1
48 SÍÐUR
269. tbl. 62. árg.
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Carvalho tekur
aftur við stöðu
í heraflanum
Lissabon, 22. nóvember.
Reuter.
OTELO de Carvalho hershöfð-
ingi, hinn róttæki yfirmaður ör-
yggisþjónustunnar Copcon, hefur
aftur verið skipaður í fyrri stöðu
sfna sem yfirmaður herstjórnar-
umdæmisins í Lissabon þar sem
meirihluti liðsforingja á Lissa-
bon-svæðinu lagðist gegn þvf að
hófsamari hershöfðingi yrði skip-
aður í hans stað.
Talsmaður heraflans sagði að
Vasco Lourenco höfuðsmaður,
einn af leiðtogum hófsamra her-
foringja, hefði neitað að taka við
stöðu yfirmanns herliðsins á
Lissabon-svæðinu þar sem hann
nyti ekki trausts liðsforingja.
Ford herðir
tökin á leym-
þjónusturmi
Washington 22. nóvember Reuter
RlKISSTJÓRN Gerald Fords
mun nú ætla að herða eftirlit
og stjórn á bandarfskri leyni-
þjónustustarfsemi eftir að
skýrsla leyniþjónustunefndar
öldungadeildarinnar birtist f
gær, þar sem lýst er hvernig
leyniþjónustan CIA, hafði á
prjónunum áform um að
myrða eða steypa af stóli ýms-
um erlendum leiðtogum. Ron
Nessen, talsmaður Hvfta húss-
ins, sagði að Ford forseti hefði
mestu skömm á þvf að banda-
rfskir embættismenn hefðu átt
aðild að morðtilræðum og væri
nú að kanna leiðir til að koma
f veg fyrir að slfkt endurtæki
sig. Skýrsla nefndarinnar nær
yfir stjórnartfma forsetanna
Eisenhowers, Kennedys, John-
sons og Nixons og hafði Hvfta
húsið harðlega mótmælt þvf að
hún yrði birt á þeim forsend-
um að það gæti haft f för með
sér stórháskalegar afleiðingar
fyrir öryggi Bandarfkjanna.
Embættismenn f bandarfska
dómsmálaráðuneytinu segja
að CIA -mennirnir sem aðild
áttu að áformum þessum,
komist sennilega hjá refsingu
samkvæmt núgildandi lögum.
Carvalho hershöfðingi hefur
stofnað samstarfi aðila ríkis-
stjórnarinnar í hættu með opin-
skáum stuðningi við róttæk öfl.
Byltingarráðið hafði lagt til að
Lourenco höfuðsmaður yrði yfir-
maður herliðsins á Lissabon-
svæðinu til að bjarga stjórnar-
samvinnunni en liðsforingjar
gerðu þessa málamiðlunartillögu
að engu með þvf að leggjast gegn
skipun hans.
Byltingarráðið kemur saman á
mánudag til að reyna að leysa
stjórnmálakreppuna.
Kommúnistaforinginn Alvaro
Cunhal hefur krafizt myndunar
nýrrar vinstri stjórnar án þátt-
töku flokks alþýðudemókrata
(PPD) til að afstýra hættu á
gagnbyltingu hægrimanna og
myndun nýrrar einræðisstjórnar.
Hann gagnrýndi þá ráðstöfun
stjórnarinnar að hætta störfum og
kvað það hafa aukið hættu á átök-
um.
Framhald á bls. 47
aimainyiiu
Juan Carlos vinnur konungseið sinn. Forseti þingsins les honum eiðstafinn. Soffía
drottning er til hægri.
Talsmaður yfirmanna í Hull og Grimsby:
Kveðst ekkert kannast
við nokkra úrslitakosti
FRESTURINN sem brezkir tog-
araskipstjórar settu brezkum
stjórnvöldum til að ganga að úr-
slitakostum þeirra um herskipa-
vernd rann út f gær án þess að
fréttir bærust um að þetr hefðu
látið verða af hótun sinni um að
sigla burt af tslandsmiðum.
Tom Nielsson, talsmaður yfir-
manna á togurum f IIuIl.Grimsby
og Aberdeen, sagði f viðtali við
Mbl. í gær að hann vissi hrein-
skilnislega ekki um nokkra úr-
slitakosti. Hann sagði að hann
mundi vita um slíka afarkosti
ef þeir hefðu verið settir.
Ekkert var vitað um fyrirætlan-
ir skipstjóranna þegar sfðast
fréttist og ekkert heyrðist f tal-
stöðvum þeirra. I hafnarbæjun-
um á Englandi var talið að ef
skipstjórarnir ætluðu að sigla út
fyrir landhelgina mundu þeir
ekki tilkynna það og neita að fara
, til baka nema þeir fengju her-
skipavernd að sögn Jóns Olgeirs-
sonar, ræðismanns í Grimsby.
Fréttir um að togararnir út af
Austfjörðum væru á suðurleið og
væru ekki að veiðum komu af
stað talsverðum vangaveltum í
ensku hafnarbæjunum í gær, en
engar fréttir bárust frá togurun-
um eða aðstoðarskipum þeirra.
Austen Laing, framkvæmda-
stjóri sambands brezkra togara-
eigenda, kvaðst telja að togararn-
ir mundu halda áfram veiðum á
Islandsmiðum. Hann taldi að þeir
hefðu fært sig sunnar þar sem
þeim hefði verið úthlutað nýtt
veiðisvæði.
Ritari félags yfirmanna á togur
um í Grimsby, Dave Hawley,
ræddi við Fred Peart land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðherra
í gærmorgun og kvaðst hafa
fengið „ótvíræð og uppörvándi
svör um núverandi verndunarráð-
stafanir og verndunarráðstafanir
í framtíðinni.“ Hann skoraði á
Peart að hafa skipstjóra með i
ráðum þegar framtíðarstefnan í
fiskveiðimálum yrði tekin til at-
hugunar.
Lundúnablaðið Daily Express
sagði í dag að framferði varð-
skipsins Týs hefði leitt til þess að
brezkir togaramenn teldu svo til
vist að fljótlega mundi koma til
íhlutunar brezka sjöhersins í fisk-
veiðideilunni. I frétt frá frétta-
manni balðsins f Reykjavík,
Veron Armstrong, er Guðmundur
Kjærnested skipherra á Tý
kallaður„brjálaði sjóræninginn",
þar sem lýst er klippingu togvíra
togarans Benella frá Hull.
Daily Telegraph segir að Eric
Thundercliffe, sem sigldi á Is-
landsmið með togaranum Ross
Altair f gær til að taka við starfi
ráðunautar brezka togaraflotans á
Islandsmiðum um borð í aðstoðar-
skipinu Lloydsman, muni bera
togaramönnum þau skilaboð að
„enginn vilji dauða hetju fyrir
nokkrar fiskikörfur."
Framhald á bls. 47
Ég vil miðla málrnrí*
sagði Juan Carlos I er hann tók við konungdómi
Madrid, 22. nóv. — Reutcr
„LENGI lifi konungurinn" berg-
málaði f þinghöllinni f Madrid f
dag er Juan Carlos I., konungur
Spánar, hafði svarið konungseið-
inn. Juan Carlos er fyrsti kon-
ungur Spánar f 44 ár.
1 ra>ðu sinni við athöfnina sagði
konungur m.a.: „Frjálst.aðgætið
þjóðfélag krefst þátttöku allra og
framtfðin lofar góðu. Spánska
konungsríkið vill stuðla að friði
og skilningi meðal þjóða, með
virðingu fýrir hagsmunum hverr-
ar einstakrar þjóðar. Framtfð
okkar grundvallast á þjóð-
areiningu. Eg vil miðla málum.“
Konungur minntist Francos
þjóðarleiðtoga með virðingu og
þakklæti. Hann kvað minningu
hans gera til sín kröfur. Þá
minntist hann föður sins hlýlega
og sagði hann hafa innrætt sér
skyldurækni og ást á föðurland-
inu. Þá ræddi hann um nýtt skeið
í sögu Spánar og nefndi í því
sambandi, „frið, vinnu og hag-
sæld“.
Ræðu sinni lauk Juan Carlos I.
með þessum orðum: „Evrópa er
ekki fullkomin án Spánar. Spán-
verjar eru Evrópubúar. Skilning-
ur aljra þjóða á þessu er nauðsyn-
legur. Með Guðs hjálp lofa ég
ykkur staðfestu og forsjálni."
Flutningur ræðunnar tók 15
mínútur og var henní tekið með
miklum fögnuði.
Skammt frá þinghöllinni er
kapellan þar sem Franco, hinn
látni þjóðarleiðtogi, sem verið
hefur við völd s.l. 36 ár, liggur á
líkbörum. Talið er að þegar hafi
um 200 þúsund manns vottað hon-
um hinztu virðingu, síðan
kapellan var opnuð almenningi i
gærmorgun, og um hádegisbilið f
dag voru um 100 þúsund i biðröð
við kapclluna.
Framhatd á bls. 47
Skotbardagar
og mannrán á
sjálfstæðisdegi
Líbanons
Beirut — 22. nóv. — Reuter.
ÁTÖK milli hægri- og vinstri-
sinna urðu í suðurhluta Beirut
í dag, en nú eru rétt 32 ár liðin
frá þvf að Líbanon hlaut sjálf-
stæði. Hersýning, sem venju-
lega er haldin þennan dag, féll
niður vegna ástandsins f land-
inu, og Suleiman Franjieh
flutti ekki ávarp til þjóðarinn-
ar samkvæmt venju. I nótt
voru mikil átök í úthverfum
borgarinnar og var fólk varað
við að vera á ferðinni vegna
skotbardaga og hættu á mann-
ránum, en vinstrisinnaðir
skæruliðar rændu tveimur
Itölskum diplómötum Þeir
voru látnir lausir eftir að fal
angistar höfðu látið lausa tvo
gísla úr hópi vinstri sinna. Þá
var brezkum starfsmanni
Middle East Airlines rænt í
gær, en hann var látinn laus
skömmu síðar.