Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 31
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 31 „Wiesenthal var flugmaður nasista” Bruno Kreisky, kanslari Austurrlkis, hefur nú beðiS þing landsins um aS létta þinghelgi hans um tlma til að gera honum kleift að bera vitni I meiðyrðamáli sem nasistaveiðimaðurinn frægi, Simon Wiesenthal, hefur höfðað á hendur honum. Wiesenthal er sem kunnugt er I forstöðu fyrir rannsóknarskrifstofu sem kannar glæpi nas- ista gagnvart gyðingum I heimsstyrjöldinni siðari. Nú hafa þau undur og stórmerki gerzt að »iesentnal hefur sjálfur verið sakaður um að hafa verið sendimaður nasista. A blaða- mannafundi nýlega ítrekaði Kreisky enn þessar ásakanir slnar. „Min skoðun i málinu var og er sú að Wiesenthal var sendimaður þeirra," sagði hann. Um það hvers vegna hann hefði skipað sér i forystu fyrir baráttunni gegn Wiesenthal sagði kanslarinn að hann sem gyðingur vildi ekki láta saka sig um gyðingafjandskap, en slíkar aðdróttanir munu hafa komið frá Wiesenthal. 20.000 myrtir í Bandaríkjunum 1974 Glæpamenn myrtu meir en 20,000 manns og stálu meir en 2,6 milljarða dollara verðmætum á síðasta ári, að því er fram kom I ársskýrslu bandarisku alríkislögreglunnar, FBI, um glæpi árið 1974 sem birt var fyrir helgina. Þessar geigvænlegu tölur þýða að aukning glæpa í Bandaríkjunum nam 18% þetta ár. Þýfi glæpamannanna var að verðmæti meir en árleg fjárveiting til alls dómskerfis landsins og tvöfalt meir en það kostar að reka Chicagoborg I eitt ár. Mjög stór hluti þessara glæpa var framinn af unglingum og um helmingur allra þeirra sem handteknir voru fyrir innbrot, ökutækjastuld og íkveikjur voru táningar. Ofbeldismestu glæpirnir, — morð, nauðganir og llkamsárásir -— voru ekki meir en hálf milljón þeirra tíu milljóna glæpa sem skráðir voru þetta ár. Edward Levi dómsmálaráðherra sagði um þessar niður- stöður FBI-skýrslunnar: „Ef takast á að komast fyrir þetta óskaplega vandamál þarf samræmt andsvar allra þátta dómskerfis landsins og allra samfélagsþegna". í skýrslunni kom fram að hættan á því að verða fórnarlamb einhverra þessara glæpa hefur aukizt um 32% frá árinu 1969. Frammistaða löggæzlunnar við að koma upp um glæpina hefur verið svo til óbreytt síðustu fimm ár, og árið 1974 leiddi aðeins einn af hverjum fimm glæpum til handtöku. Að verða fyrir skriðdreka Stundum fara svakalegustu umferðarslys furðulega vel. Dæmi um þetta er ævintýri sextluogfimm ára svissneskrar konu I bænum Oobel nýlega. Blessuð konan var að tölta með reiðhjólið sitt I mesta sak'—: eftir gangstétt I bænum einn huggulegan morgun er 50 tonna skriðdreki af Centuriongerð sem tilheyrði svissneska hernum kemur skröltandi eftir götunni. Og auðvitað þurfti svo véldreki þessi að renna til á sleipri götunni og fljúga uppá gangstétt og yfir gömlu konuna. Það dæmalausa var að skelkaðir skriðdrekamenn drógu konuna með aðeins smávægilega skeinu, — að vlsu Ifka sklthrædda —, undan drekanum. Hins vegar er hjólið hennar nú pönnukaka og jakkinn hennar væri hentugur fyrir nektardansmey. Minni háttar Watergatehneyksli Um sfðustu helgi kom út i London hjá sambandi brezkra yfirkennara skýrsla eftir einn yfirkennarann þar sem kemur fram að talsverður fjötdi skozkra skólabarna hiera sfmtöl og samtöl kennara sinna. Hinn háþróaði hlustunarútbúnaður tæknialdar hefur sumsé ekki farið fram hjá blessuðum börnunum. Þessir ungu Watergate-menn hafa, sam- kvæmt skýrslu þessari, fest kaup á njósnatækjum sem ekki kosta meir en fjögur pund og geta hlerað samtöl f nokkur hundruð feta fjarlægð. Einn drengurinn var gripinn vegna þess hve hann hafði ferðaútvarpið sitt hátt og þá kom f Ijós að f tækinu var hlerunartæki sem stillt var inn á samtöl f vinnuherbergi umsjónarkennara hans. Og einnig var slmi skólastjórans hleraður. Þá má geta þess að kennari einn sem hafði grun um að ekki væri allt með felldu rakti slóð hennar upp á háaloft heimavistarinnar og kom þar að blessuðum börnunum ! fullum gangi með herlega bfósýningu þar sem eingöngu voru sýndar klámmyndir. Ojáojamm. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Og þetta er ungt og leikur sér. Og allt það. Kíf í Kiev Það eins og týndist í fréttaflóðinu, en átta hundruð afríkanskir námsmenn í Kiev í Sovétríkjunum fóru fyrir skemmstu í viku verkfall, eftir að tékknesk skólasystir þeirra, sem hafði gengið að eiga heimspekistúdent frá Nígeríu, var tekin til bæna af yfirvöldum, gert að hætta námi og skikkuð heim til Tékkóslóvakfu. Afrfkumönnunum fannst þetta bera keim af kynþáttafordómum og héldu mótmælum sínum til streitu uns yfirvöld gáfu sig og hétu þvf að leyfa eiginkon- unni að njóta hvortveggja: skólavistar og maka. Sitt lítið af hverju Það eru vfðar herferðir gegn reykingum en hér á landi. í Bretlandi mun vera ein slfk um þessar mundir og f sfðustu viku kaus landssamband „andreykingamanna" Karl Bretaprins „andreykingamann ársins" fyrir að hafa bannað reykingar f opinberum máls- verði þangað til eftirrétturinn var fram borinn . . . British Airways hafa f hyggju að bjóða viðskiptavinum sfnum ódýran og óvenjulegan ferðamögu- leika á næsta ári, — þ.e. að gefa fólki um heim allan kost á að skipta við fólk f öðru landi á heimilum sfnum, þannig að t.d. brezk fjölskylda lánar afrfskri fjölskyldu bústað sinn f sumarleyfinu og öfugt . . . Jacqueline Onassis er að verða kvikmyndastjarna. Hún mun leika norn f kvikmyndinni „Flugnafrúin" að sögn leikstjóra myndarinnar, ítalans Pier Carpi, ásamt Terence Stamp og Jean Seberg. Vetrarþjónusta CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL I OlL FilTfl 1. Mótorþvottur 2. Hreinsun á rafgeyma- samböndum. 3. Mæling á rafgeymi og hleðslu 4. Skipt um loftsíu 5. Skipt um bensínsíu í blöndungi 6. Skipt um platinur. 7. Skipt um kerti 8. Ath. viftureim 9. Stillt kúling. 10. Þrýstiprófað kælikerfi. Verð m/sölusk.: 4 cyl. kr. 8.652, 6 cyl. kr. 9.651, 8 cyl. 10.248. 11. Mælt frostþol 12. Mótorstilling 13. Yfirfara öll Ijós og stillt aðalljós. 14. Hemlar reyndir 15. Stýrisbúnaður skoðað- ur. 16. Ath. rúðuþurrkur og . . sprautur. Innifalið í verðinu: Kerti, platinur, loft- og bensinsía og vinna. GM SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzl: 84245-84710 Wz . eg ekkt Fyrsta sendingin af hinum bráðfallegu rýateppum seldist upp í hvelli. Fleiri sendingar eru á leiðinni til afgreiðslu fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.