Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 Neil Armstrong, fyrsti maðurinn, sem steig fæti á tungiið, felur sig bak við einhvers konar bros í góðum félagsskap ftöisku leikkonunnar Claudia Cardinale nokkrum mánuðum eftir tungiferðina. AÐEINS tólf menn hafa þurft að spyrja sig hvað þeir geti tekið sér fyrir hendur eftir að hafa verið á tunglinu. Svörin hafa verið á ýmsa vegu. Einn þeirra fjargviðr- ast yfir ósigrum og samsærisöfl- um. Annar er hissa að nokkur nenni að forvitnast um venjuleg- an framkvæmdastjóra. Sá þriðji telur sig hafa öðlazt sálarró og er orðinn trúboði. Tunglfararnir eru ekki vinir og hittast aldrej til að minnast lið- inna daga. Fæstir þeirra eru leng- ur frægir. Síðan Neil Armstrong og ,,Buzz“ Aldrin lentu fyrstir manna á tunglinu 1969 hafa nöfn og andlit flestra hinna fallið í gleymsku. Geimfarar Bandaríkja- manna hafa líka yfirleitt verið steyptir f sama mót og talað sama tæknimálið. I sjálfsævisögu sinni „Return to Earth“ gagnrýnir Buzz Aldrin blaðamenn fyrir yfirborðslegar lýsingar á geimförunum. Því mið- ur, segir hann, vorum við ekki eins miklir fyrirmyndardrengir og af var látið. En þjóðin hafði fengið nóg af ömurlegu stríði og innanlandsumróti og hélt dauða- haldi í þann draum sinn að Bandaríkjamenn sigrUðu í kapp- hlaupinu til tunglsins og banda- ríski fáninn yrði reistur þar svo allur heimurinn gæti horft á hann í sjónvarpinu. Spyrja má, hvort menn hljóti ekki að breytast við það að standa á tunglinu og horfa á jörðina velt- ast í svörtu tómi óralangt í burtu. Að því er líka spurt, hvort tungl- ferðir hafi heilsufarsleg eftirköst. Einn geimfaranna hefur fengið hjartaáfall. Michael Collins, sem hringsólaði um tunglið meðan Armstrong og Aldrin spókuðu sig þar, segir að geimgeislar hafi far- ið í gegnum sig. Aldrin óttast að einhverjir blossar hafi farið gegn- um höfuðið og tortímt mörgum heilasellum. Hann segir að Arm- strong hafi líka séð þessa blossa en varazt að tala um þá. Armstrong starfar í verkfræði- deild háskólans í Cincinnati og f skrifstofu hans minnir fátt á hann. Hann býr með konu sinni og tveimur unglingssonum á bændabýli 45 km f burtu. Hann hefur alltaf neitað að tala við blaðamenn, en lét til leiðast þar sem allir hinir tunglfararnir veittu viðtöl. Hann er hlédrægn- asti tunglfarinn, talar alltaf eins Eugene Cernan: slðasti maðurinn á tunglinu. tilbreytingarlausum rómi og læt- ur ekki tilfinningar sínar í Ijós. Hann neitar því að tunglferðin hafi breytt sér nokkuð. Hann hafi haft nóg að gera og ekki haft tíma til heimspekilegra bollalegginga. Þótt sagt sé að grunrit hafi verið á því góða með honum og Aldrin, segir Armstrong aðeins að skoð- anaágreiningur sé óhjákvæmileg- ur f slíkum ferðum. ALDRIN ÞUNGLYNDUR Félagi hans, Collins, segir að samkvæmt ferðaáætluninni hafi Aldrin átt að stiga fyrstur fæti á tunglið, en Armstrong hafi gert það í krafti réttar síns sem leið- angursstjóri. Skömmu síðar fyllt- ist Buzz þunglyndi, segir Collins. Aldrin játar f bók sinni, að Jack Schmitt: eini piparsveinn- inn af tungiförunum. hann hafi orðið reiður þegar hann frétti að Armstrong ætlaði að stíga fyrsta skrefið á tunglinu þar sem hann væri óbreyttur borgari. Þegar Aldrin spurði hann að þessu sagði Armstrong aðeins, að þetta væri „söguleg ákvörðun“ og hann „vildi ekki útiloka þennan möguleika". Sjálfur kveðst Arm- strong engan þátt hafa átt í íkvörðuninni. Síðan hefur stöðugt hallað und- an fæti hjá Aldrin. Þangað til hafði hann alltaf verið fremstur í öllu, íþróttum, námi og her- mennsku. Lendingin á tunglinu var hápunkturinn í Iífi Aldrins, en annar maður varð á undan honum. Hann fylltist þunglyndi og leit- aði huggunar í áfengisdrykkju og framhjáhaldi. Hann ákvað að Jim Irwin: fann návist guðs. brjóta allar brýr að baki sér, segja sig úr flughernum, skilja við kon- una sem hann hafði verið kvænt- ur í 17 ár og kvænast viðhaldinu, en hún hafði gifzt öðrum manni. Hann lét sér vaxa skegg, varð stjarna í Volkswagen- auglýsingum og heiðursformaður bandaríska geðverndarfélagsins. Erfitt var að fá botn í hvað hann var að fara í viðtali: hvernig „minnstu munaði" að ráðagerðir hans í kaupsýslumálum heppnuð- ust, hvernig hann ætlaði að gera einhverjar hugmyndir, sem hann fékk í geimfarastarfinu, að mark- aðsvöru, hvernig John Birchíélag- ið hafi sagt honum frá „samsær- um“. Hann talaði í sífellu. Orð hans lýsa vonbrigðum og beizkju: „Ég hafði komizt til tunglsins. Hvað átti ég að gera næzt? Ég hafði ekkert takmark lengur.“ Hann hefur fitnað og sýnist eldri en hann er. „Stundum", segir hann, „horfi ég á tunglið og segi við sjálfan mig: „Helvítið þitt, vand- ræði mín eru öll þér að kenna.““ INNHVERFURSONUR Næstu tunglfarar á eftir, Alan Bean, Charles (,,Pete“) Conrad og Richard Gordon (stjórnandi móðurskipsins) hafa átt meiri velgengni að fagna og góð vinátta hefur haldizt með þessum hressi- legu, ódeigu og duglegu sjóliðs- foringjum. Conrad og Bean eru einu tunglfararnir, sem hafa farið I aðrar geimferðir, báðir með Skylab. Bean hefur mestar áhyggjur af Clay syni sínum þar sem hann er orðinn innhverfur af því að hann heldur að hann geti ekki náð eins langt og faðir sinn að því er Bean telur. Bean er nú varafram- kvæmdastjóri sjónvarpsfyrirtæk- is í Denver og fer á veiðar eða á skíði með fjórum sonum sínum í tómstundum og dyttar að vélhjól- um þeirra. En hann leggur mesta áherzlu á að hjálpa Clay sem stundar háskólanám f sálarfræði. Conrad hefur ekki orðið var við nokkra breytingu á sér. „Tunglið var keppikefli okkar í sjö ár,“ segir hann, svo mér fannst það aðeins rökrétt að ég væri þar, þegar ég var þangað kominn.“ Hann er ekki haldinn blekkingum um sess sinn I sögunni. „Hver man eftir þeim sem flugu yfir Atlantshaf á eftir Lindbergh? Það sem ég lagði mest af mörkum og veitti mér mesta ánægju var það sem ég gerði í Skylab." (Hann var yfirmaður þriggja manna áhafnar sem dvaldist 28 daga í geimstöðinni 1973). A1 Shepard, sem þegar var orð- inn frægur sem fyrsti Bandaríkja- maðurinn sem skotið var út i geiminn (1961), var leiðangurs- stjóri í þriðju tunglferðinni 1971. Uþp komst eftir ferðina, að félagi hans, Edgar D. Mitchell, hefði gert fjarskynjunartilraunir fyrir sjálfan sig í ferðinni og reynt að senda fjórum félögum sínum á jörðu niðri hugskeyti úr geimn- um. Eftir ferðina átti Mitchell, ekki upp á pallborðið hjá NASA og skömmu síðar skildi hann við konu sína. SÁLARRANNSÓKNIR Mitchell var menntaðasti geim- farinn (hann, Aldrin og Harrison Jack Schmitt tóku doktorspróf áð- ur en þeir gerðust geimfarar) og hafði gruflað I dulsálarfræði síð- an hann varð geimfari 1966. Hún David Scott! frfmerkjahneyksli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.