Morgunblaðið - 23.11.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975
7
Það fer varla framhjá
nokkrum athugulum manni,
að postullega trúarjátningin
er notuð í tveimur mismun-
andi útgáfum í islensku kirkj-
unni. Orðalagsmunur er á
tveimur stöðum. ( 2. grein
hennar er ýmist talað um, að
Kristur hafi verið píndur
„undir Pontíusi Pilatusi" eða
„á dögum Pontíusar Píla-
tusar." í þessu dæmi eraug-
Ijóslega um orðalagsmun
einan að ræða, en ekki merk-
ingarmun. Hitt dæmið er úr
3.grein játningarinnar. Þarer
í eldri útgáfu talað um „upp-
risu holdsins", en í þeirri
yngri um „upprisu dauðra".
Þar er merkingarmunur mik-
ill.
En hvernig stendurá
þessu og hvað er hið rétta?
Ég er oft spurður slíkra
spurninga, ekki sist af for-
eldrum fermingarbarna, sem
eðlilega verða oft varir við
þetta misræmi.
Fyrri spurningunni, um
ástæðu, er auðvelt að svara,
en hinni um rétt og rangt er
erfiðara að gera skil, af því að
hér sem oftast á trúmálasvið-
inu er erfitt að „sanna" hlut-
ina. Hitt hlýtur hverjum
kristnum manni að vera bæði
frjálst og skylt, en það er að
bera því vitni, sem hann trúir
sjálfur, og leiða að þvi þau
rök, sem hafa mótað afstöðu
hans, og það langarmig til
að gera með þessari hug-
vekju minni.
Hinn latneski frumtexti
játningarinnar talar að vísu
um upprisu holdsins og
endurspeglar þar þá skoðun,
sem hefur verið ríkjandi
meðal ráðamanna i kirkjunni,
þegar játningin varð til. Elsta
mynd textans er frá því um
eða fyrir aldamótin 200.
Miklu eldri getur játningin
heldur ekki verið, því að
hvorki Nýja testamentið né
önnur rit frá 2. öld þekkja
hana. Játningin er því ekki
postulleg í þeirri merkingu,
að hún sé samin af postul-
unum eða á þeirra dögum.
Nafnið hefur hún fengið af
þvi, að hún hefur verið talin
túlka postullega trú, sem er
þó afar teygjanlegt hugtak.
Trúarlegar deilur í
söfnuðinum í Rómaborg virð-
ast hafa valdið því, að játn-
ingin var samin. M.a. var
deilt um upprisuna. Sumir
héldu fram gyðinglegum
hugmyndum um holdlega
upprisu á efsta degi. Aðrir
héldu afturfram andlegri
upprisu. Þeir voru sama sinn-
is og Páll postuli, sem eyðir i
það miklu máli að útskýra, að
hold og blóð geti ekki erft
Guðsríki, hið forgengilega
erfi ekki óforgengileikann,
heldur muni upp rísa andleg-
ur likami, sem að visu sækir
ýmislegt til hinnar jarðnesku
myndar, en verður þó alltaf
andlegur.
Um þetta var enn deilt á 2.
öldinni, og þá vill svo til, að
maður að nafni Markíon fer
að boða í Róm ýmsar annar-
legar kenningar um Krist.
Hins vegar var hann með
Ég trúi á
upprisu
dauðra
hugmyndir um andlega upp-
risu. Þegar hinn kristni
söfnuður afneitaði svo
Markíon, þá var kenningum
hans afneitað í heild, upp-
risukenningum hans einnig.
Játningin, sem er samin um
þetta leyti, hlaut að bera
þess merki og talar því um
upprisu holdsins.
Þannig stóð svo textinn
óhreyfður að kalla um langan
aldur. Það er fyrst á siðbótar-
tímanum sem hreyft er við
honum að ráði. Eitt af aðals-
merkjum siðbótarinnar er sú
skoðun, að sérhverjum
manni skuli leyft að hugsa
sjálfstætt og að hans eigin
samviska upplýst af orði og
anda Guðs sé hans æðsti
dómari í þessum efnum.
Marteinn Lútherfann, að hið
gamla orðalag gat ekki stað-
ist, og hann vildi tala um
„upprisu líkamans". Þar var
komin málamiðlun, sem að
hans dómi gat átt við hvort
sem var, andlega eða hold-
lega upprisu. Lúther vildi líka
hætta aðtala um „almenna
kirkju", en hafa f staðinn
„kristilega kirkju", þannig að
hann hefur verið ófeiminn að
breyta orðalagi, ef hann áleit
annað réttara. Enska
biskupakirkjan tók upp orða-
lag Lúthers um upprisu
líkamans, annars mun hafa
orðið lítið um afgerandi
breytingar fyrr en nú á síð-
ustu timum.
Níkeujátningin, sem samin
var árið 325 og rómv,-
kaþólska kirkjan notar i
messum sínum, hefur orða-
lagið „upprisu dauðra". Það
varð ofan á, einnig i postu-
legu játningunni, þegar
íslenska helgisiðabókin var
endurskoðuð og gefin út að
nýju árið 1 934. Hið sama
mun hafa gerst hjá Svíum.
Hinir eru þó fleiri, sem ekki
hafa breytt hinu forna orða-
lagi, en þeirra á meðal eru þá
lika fjöldamargir, sem
samvisku sinnar vegna hafa
ekki getað tekið sér þetta i
munn, nema með þeim for-
mála, að þeir játi trúna „með
orðum feðranna". Þannig er
undirstrikað, að hið sístæða
og eilífa er tekið alvarlega,
þótt i fornum, stöðnuðum og
jafnvel úreltum búningi sé.
Mér finnst þó sú afstaða,
sem islenska kirkjan tók árið
1 934, miklu sannari og á
allan hátt heilbrigðari, og ég
harma þá viðleitni, sem nú
verður æ sterkari meðal
presta, — aðfæra hlutina
aftur til hins forna horfs.
Við skulum minnast þess,
að Kristur sagði, að Drottinn
væri ekki guð dauðra, heldur
lifenda, og nefnir þar Abra-
ham, ísak og Jakob, sem
hann telur þá upprisna.
Sama skilning er að finna í
sögunni um ríka manninn og
Lasarus og ummyndunina á
fjallinu. En sennilega birtist
skilningur Jesú greinilegast-
ur í orðum hans við iðrandi
ræningjann á krossinum: „í
dag skaltu vera með mér í
Paradís." Slík orð útiloka í
huga mínum allar hugsanir
um grafarsvefn til efsta dags.
Þau höfða beint til hinnar
andlegu upprisu og gera ráð
fyrir henni þegar eftir and-
látið.
En afstaða okkar til þessa
máls hlýtur einnig að eiga
sinn eftirleik, sfnarafleið-
ingar. Upprisa holdsins til
dóms á efsta degi leiðir óhjá-
kvæmilega af sér annaðhvort
eilffa sælu eða eilífa útskúf-
un. — Hin andlega upprisa
dregur upp allt aðra mynd.
Þá verður Iffið í eilífð-
inni beint framhald
jarðlífsins. Líkams-
fjötrarnir, bönd ófullkomleik-
ans, falla, en andi mannsins
leitar frjáls á nýja þroska-
braut undir handleiðslu
hans, sem fórnaði sjálfum sér
til þess að geta leitt í Ijós líf
og ódauðleika.
Dauðinn er þá ekki óttaleg-
urlengur. Hann útvíkkar
miklu fremur og stækkar Iffs-
svið mannsandans, leiðir
hann þangaðsem reynslan
verður meiri og æðri, þekk-
ingin á æ hærra stigi og
kærleikurinn i sinni.
íslenska kirkjan má athuga
vel sinn gang, áður en hún
reynir að svipta þjóð sina
þeirri eilífðarsýn, en innleiða
í staðinn „lærdóminn Ijóta"
um eilifa útskúfun.
Iðnaðarhúsnæði óskast
Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
60—70 fm húsnæði til leigu. Nauðsyn-
legt er að gott niðurfall sé fyrir hendi þar
sem fyrirhugað er rekstur lítils þvotta-
húss. Æskileg staðsetning er í austurhluta
borgarinnar eða í Kópavogi. Vinsam-
legast leggið inn nöfn og síma inn á augl.
deild Mbl. fyrir 26. nóv. n.k. merkt:
„Þvottahús 4642"
Bingo — Bingo
Nýtt norskt garn.
Kostar aðeins kr. 110.-
pr. 50 gr.
Þolir þvottavélaþvott.
VERZL. HOF.,
Þingholtsstræti 1, sími 16764. Reykjavik.
ÍSLENZK
MATVÆLI
lcefood | Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði.
Eigum ^
fyrirliggjandi: 4
o
REYKTANLAX
GRAVLAX
REYKTA SÍLD
REYKTA YSU
REYKTAN LUNDA
HÖRPUFISK
r
k
Tökum lax I reykingu
og útbúum gravlax. y
Kaupum einnig frosinn lax til reykingar.
Sendum f póstkröfu
VAKÚM PAKKAO EF ÓSKAÐ ER.
íslenzk matvæli
Sími 51455
Drengja og
telpnaskór
á 2ja ára til 5 ára
Skóverzlun Péturs Andrés-
sonar
Sköverzlunin Framnesvegi 2
Póstsendum.