Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NOVEMBER 1975 v - og handmennt NÁMSSKRÁ í handavinnu á skyldunámsstigi frá 1960. Fróðlegt er a8 bera saman markmiðin og námsefnin hjá drengjum og stúlkum, þar sem stefnt er að því að ÞROSKA hug og hönd drengjanna, en ÆFA stúlkurnar. En best er að láta lesandanum eftir samanburðinn. Handavinna drengja Markmið Með handavinnukermslu er að því stefnt að þroska hug og hönd nemandans, glæða form- og lit- skynjun hans og kenna honum að hagnýta sér ýmiss konar efnivið Þá skal lagt kapp á, að hann temji sér snyrtimennsku og reglusemi og að honum lærist að bera virðingu fyrir vinnu. Námsefnið. 7 til 8 ára dregnir. Föndur: 1. Leirvinna. 2 Pappirsvinna 3 Virvinna 4 Bastvinna 5 Prent (kartöflur) o fl 9 ðra drengir. Tréföndur, útsögun og mótun i pappírsmauk Föndur, svo sem um getur fyrir 7—8 ára drengi. Verkefni: Bílar, bátar, flugvélar, grindur, stigar, kertastjakar, útsög- un á ýmsum dýrum o.fl. 10 ára drengir. Smiði: 1 Sögun kennt skal að rista, fletta og búta. Sögunin skal fram- kvæmd i heppilegum vinnustelling-) um Jafnframt söguninni skal kennt að nota mælikvarða og hornmát 2, Negling Kennt skal að nota hamar, enn fremur hvernig reka skal nagla, svo að þeir haldi sem bezt og kljúfi ekki Einnig að stinga fyrir nöglum og sökkva þeim (dúkka). Vekja skal athygli nemandans á smekklegri neglingu 3. Kennt skal að fara með rasp, þjöl. borsveif og tálguhníf. Yfirborðsmeðferð: Notuð vatns- málning, t.d Hörpusilki o.þ.h., cellulose-lakk. Verkefni: Einfaldir kertastjakar, skip, bátar, bílar, flugvélar, grind- ur, stigar, dýr tálguð o.fl. 11 ára drengir. Kennt skal að hefla með stutthefli og rétta af efnivið, hefla kanta og sivalt og endahefla. Jafnframt skal kennt að nota strikmát, hornmát, úrsnara, skrúfjárn og sandpappír Yfirborðsmeðferð: Notuð vatns- málning, t.d. Hörpusilki o.þ.h. eða olíumálning, kennt að bæsa og lakka Verkefni: Skurðbretti, hand- klæðabretti, bílar, skip, flugvélar o.fl. 12 ára drengir 1 Kennt skal að hefla með lang- helfi, enn fremur meðferð líms og límfelling Þá skal kennt að fara með bjúghnlf, sporjárn. holjárn, ris- sali og þvingur Enn fremur skal kenna töppun og grópun. 2. Rennismiði 3 Yfirborðsmeðferð eins og áður, að viðbættum politur eða kemiskum bæs Verkefni: Brauðbretti, tréspaðar, sleifar, bakkar, blómagrindur, bréfastæði, handþurrkustæði, stærri leikföng, fluglahús, pappirs- hnifar, kassar (fyrir nagla, skó- bursta), bókastoðir, blómapressur, sleðar, flugmodel (einföld að gerð), flugdrekar Renndir munir: lampar, skálar, diskar, stjakaro fl, 4 Pappa- og leðurvinna Verkefni: Málun á klísturpappír, einfaldir kassar, öskjur, möppur veski ólar, greiðuhylki o.fl. 5 Æskilegt væri að drengjum á þessum aldri væri gefinn kostur á Hann vandar sig viS saumaskapinn Myndin er tekin i Digranesskóla vi8 SkálaheiSi. æfingu i að fara með nál og tvinna, t.d. í sambandi við einföldustu við- gerðir á fötum, festa tölur og stoppa I sokka. UnglingastigiS. 1.bekkur 1. Trésmiði: Upprifjun og áfram- haid af barnaskólanámi. Viðfangsefni: Krossfelling, grópun, töppun, geirskurður, lím- felling, rennismíði. Yfirborðsmeðferð sem áður. Verkefni: Veggkertastjakar, jóla- trésfætur, fánastengur, bókastoðir, ermabretti, veggbókahillur, bakkar, taflborð, smáborð, sjúkrakassar, verkfærakassar, bobb, renndir lampar, diskar, krúsir o fl. 2. Málmsmlði og tækjasmiði: Smiði einfaldra eðlisfræðitækja, lóðun og formun i eir, látún og járn Verkefni: Litlir kassar, skerma- grindur, bréfahnlfar, segulnálar, gufutúrbínur, rafseglar, rafhamrar, ritsími, „morselyklar', rafmótorar o.fl. 3 Flugmodelsmiði. 4 Pappavinna, undirbúningur að bókbandsnámi. Verkefni: Bréfamöppur, albúm, kassar, klísturpappir II bekkur. 1. Trésmiði: Viðfangsefni: Grötun, geir- negling, töppun tálgun með hol- járnum, rennismiði. Yfirborðsmeðferð eins og áður. Verkefni: skemlar, smáborð, töskur, kollar, bakkar, tálgaðir bakkar, hillur, lamparo.fi. 2 Málmsmiði og tækjasmiði Verkefni: Kassar, bakkar, bréfa- hnifar, skermagrindur, segulnálar, túrbinur, rafseglar, rafhamrar, raf- bjöllur, „morselyklar ', ritsími, raf- mótorar o.fl. 3. Bókband 4 Skylduverkefni Kenna skal að leggja á og brýna verkfæri og búa þau undir notkun. Æskilegt væri að kenna efnisfræði. svo og að skerpa og skekkja sagir. Handavinna stúlkna Markmið Með handavinnukennslu er að því stefnt að æfa hug og hönd nemendanna og kenna þeim að bera virðingu fyrir llkamlegri vinnu. Þeim þarf að lærast að meta fagra og vandaða vinnu, hvort heldur er um nauðsynjamuni að ræða eða þá sem ætlaðir eru til skrauts og fegrunar á heimili Æfa þarf og hekla úr baðmullargarni, t.d. potta- leppa, brjóta fald á einlitt efni og falda með tvinna. þræða saumavéi og sauma beinan saum Saumað t.d koddaver eða svunta. 11 ára stúlkur Kennt að prjóna slétt og brugðið með fimm prjónum. Kennt að taka upp lykkju Prjónað t d. vettlingar eða húfa. Kennt að spóla og rykkja á saumavél. Saumað t d eldhús- svunta og kappi 12 ára stúlkur Kennt að auka i prjón og taka úr, einfaldar viðgerðir á prjónlesi. Prjónaðir háleistar Kennt ein- skeftustopp í gróft efni Kennt að merkja með krossspori Rifjuð upp meðferð saumavélarinnar Kennd . undirstöðuatriði í fastasaum. Saumuð blússa Unglingastigið I. Bekkur Meðferð saumavélarinnar æfð Saumaðir einfaldir hlutir úr baðmullarefni, t.d sokkapoki, skó- poki, náttkjóll, náttföt eða leikfimis- föt Kennt að bæta og merkja Æfð útaukning og úrtaka í prjóni Kennt einfalt útprjón. Prjónaðir vettlingar meðtungu. Útsaumur II. bekkur Nemendum sýnt hvernig sauma- vél er hreinsuð og smurð Viðfangs- efni i fatasaumi heldur þyngri en fyrra ár, t.d. svunta, blússa, slopp- Stúlkan sagar ut f smfSinni f Digranesskóla við Skálaheiði. þroska vandvirkni nemendanna, efla smekkvisi þeirra á val verkefna og lita og kenna þeim að vita skil á efni þvi, er þeir vinna úr. Námsefnið 7 og 8 ára stúlkur Ýmiss konar föndur, t d pappirs- vinna, leirmótun, prent (kartöflur), teikning og meðferð lita 9 ára stúlkur Kennt að sauma ýmiss konar spor i gróft efní, sauma t.d. smá- dúk, bókmerki, nálapúða, nálabók o.þ.h. Kennt að fitja upp, prjóna garðaprjón og fella af. Prjónaðir ýmsir smáhlutir, t.d utan um herðatré, brúðuföt o.þ.h Kennt að brjóta fald á rúðótt efni, þræða og falda Saumaðir handavinnupokar Nota skal grófar nálar og grófan þráð 10 ára stúlkur Kennt að prjóna slétt og brugðið með tveim prjónum Prjónað t.d þvottapoki eða brúðuföt. Kennt að ur eða pils úr baðmullarefni. Prjón- aðir barnaháleistar VIÐ áttum tal við Þór Sigurðsson, nýskipaðan námsstjóra I mynd- og handmennt, og mntum hann eftir þvi hvers vegna svo mismunandi skipulag væri á handavinnukennslu i skólum, og hvers vegna sú náms- grein hefði enn ekki verið sam- ræmd i öllum skólum. Sagði hann, að rétt væri að ófull- nægjandi eftirlit hefði verið á náms- skipulagi i handavinnu fram tíl þessa. Stafaði það aðallega af þvi að enginn námsstjóri hefði verið i þessum greinum að undanförnu. Þórir sagði. að i vor væri væntan- leg ný reglugerð um mynd- og handmennt og verða þá gerðar veigamiklar breytingar á handa- vinnukennslu á skyldunámsstigi: Helztu breytingar á verklegu námi í grunnskóla verða þesSar: Hannyrðir, smlði, teiknun og skyldar greinar mynda sérstakan námsgreinahóp, sem nefnist mynd- og handmennt. Hver grein heldur sinum sérkennum hvað varðar markmið og vinnubrögð. Samstarf og samræming á námsefni og kennsluháttum þessara greina á að aukast mikið. Einnig samstarf og skörun við alar aðrar námsgreinar grunnskólans og þannig stefnt að þvi að allt nám þar myndi sam- ræmda kennslufræðilega heild Skipulögð kennsla í mynd- og handmennt verður I öllum aldurs- flokkum grunnskólans. Kyngreining hverfur algerlega f hannyrða- og smíðanámi. Verkefnaval verður fjölbreyttara en áður Ekki er ákveðin timaskipting milli hinna einstöku aðalgreina mynd- og handmennta í 1. og 2 bekk. Talið er nauðsynlegt að allir nemendur i 3.—6 bekk fái minnst 4 kennslustundir á viku I smíði og hannyrðum til að öðlast nauðsyn- lega grunnþekkingu og þjálfun í undirstöðuvinnubrögðum þessara greina. Lagt er til að nemendur í 7., 8.og 9. bekk geti a.m.k hálfan veturinn valið milli smlðanáms og hannyrða- náms Einnig er lagt til að nemendum i 7 , 8. og 9 bekk verði gefinn kostur á námi i valgreinum innan mynd-og handmenntagreinanna Lagt er til, að bekkjardeildum verði skipt til helminga í allri mynd- og handmenntakennslu. Þórir fræddi okkur einnig um, að I gangi væri nú könnun á húsnæði, tækjakosti og alhliða aðbúnaði til mynd-og handmennta i grunnskól- um landsins. Hefur margt fróðlegt komið fram i þessari könnun, sem bendir cil þess, að ýmislegt þurfi athugunar við Að lokum spurðum við Þór hvernig fjárveitingu til verklegu kennslunnar væri háttað. Benti hann á 38 gr. reglugerðar um rekstrarkostnað grunnskóla frá 28. mai 1975 Þar sem segir m.a að sveitarfélög skuli greiða efni til verklegrar kennslu. ÁRIÐ 1974 voru samþykkt á Alþingi • lög um skólakerfi. Sjöunda grein þessara laga hljóðar svo: í öllu starfi skóla skutu konur og karlar njóta jafnréttis f hví- vetna, jafnt kennarar sem nemendur. Umsjónarmenn þessara dálka hafa orðið varir við, að margir álfta að búið sé að samræma, að mestu leyti, handavinnukennslu pilta og stúlkna á skyldunáms- stiginu, þ.e. að kyngreining sé úr sögunni f þessu fagi og að piltar og stúlkur hljóti nú sömu kennslu I smiðum og hannyrðum. Við spurðum skólastjóra nokkurra barna- og gagnfræða- skóla f Reykjavfk, Kópavogi og Hafnarfirði hvernig handavinnu- kennslu væri háttað þar. í Álftamýrarskóla hefur handa- vinnukennslu ekkert verið breytt Þar er venjuleg skipting, stúlkur í hannyrðum og piltar i smíði f Austurbæjarskóla fá 9—11 ára börn sömu kennslu i smiði og hannyrðum, en piltar og stúlkur er sér, piltarnir I smiði hálfan veturinn og stúlkurnar i hannyrðum. Um áramót er skipt um, þá fara stúlkur í smiði og drengir I hannyrðir. Hjá eldri aldursflokkum er handavinnu- kennsla ekki samræmd. Hllðaskóli: Einungis kennsla 9 ára barna er þar samræmd Venju- leg skipting hjá eldri aldurs- flokkum, piltar i smiði, stúlkur I hannyrðum. Fossvogsskóli: Síðah 19 72 hafa Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.