Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 48
ALLA DAGAi SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALLIR ÞEKKJA SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 Alit brezkra fiskifræðinga: Veiði þorsks yngri en 4ra ára verði algjörlega hætt Þegar vetur gengur í garð — færist skamm- degið yfir og skuggar veða æ lengri. Myndin er tekin á Þingvöllum fagr- an haustdag. — Ljósm : ÓI.K.M Skýrsla um niðurstöðu brezkra og íslenzkra fiskifræðinga um ástand þorskstofnsins við Island MORGUNBLAÐINU hefur borizt skýrsla um niðurstöður viðræðna brezkra og fslenzkra fiskifræð- inga um skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar um ástand þorsk- stofnsins við Island. Eins og áður hefur komið fram greindi vísindamcnnina aðallega á um þann þorskafla, sem leyfilegt ætti að vera að vciða, svo að þorsk- stofninn byði eigi skaða af. tslenzku sérfræðingarnir töldu óhætt að vciða 230 þúsund tonn á ári, en brezku vísindamennirnir voru með 35 þúsund tonna meiri ársafla, 265 þúsund tonn. Að öðru Skartgripaþjófn- aður upplýstur „ÞAÐ ER mesti misskilningur að mál gleymist ef þau upplýsast ekki strax. Þau eru geymd en ekki gleymd," sagði Jön Gunnars- son rannsóknarlögreglumaður í samtali við Mbl. í gær, en hann hafði þá nýlokið við að upplýsa innbrot sem framin voru í skart- gripaverzlun viðÓðinsgötu í apríl s.l. 1 þessum innbrotum var stolið skartgripum að verðma'ti um 500 þúsund krónur og nú 7 niánuöum sfðar kom megnið af þýfinu til skila. Þetta voru tvö innbrot í sömu verzlunina 18. og 21. apríl s.l. var Framhald á bls. 47 ar forstjóra hafði ekki tekizt að komast að þvf, hvað togaraskip- stjórarnir ætluöust fyrir, þar sem þeir virðast nú forðast að skýra frá fyrirætlunum sfnum í tal- stöðvem. Þegar Týr klippti á togvír Real Madrid frá Gimsby í fyrradag, voru 14 togarar að veiðum með honum 30 mílur undan Rifstanga. Allir togararnir hættu samstundis veiðum og mun þeim hafa fundizt litið koma til verndar Star Polar- is, sem var með Real Madrid og átti að gæta hans. Héldu togararn- ir síðan í suðurátt og virðast fleiri slást í hópinn og eins og áður sagði stefndi allur flotinn suður á bóginn i gær. 1 gær áttu einmitt úrslitakostir skipstjóranna til brezku ríkisstjórnarinnar að renna út, en óljóst var hvað þessi suðursigling þeirra þýddi, hvort þeir væru að færa sig á suðlægari mið innan fiskveiðilögsögunnar — eða hvort þeir ætluðu út úr henni. Jón Olgeirsson I Grimsby sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ef þeir ætluðu út úr fiskveiðilögsög- unni væri líklegast að þeir létu engan vita af því, en myndu til- kynna, er út væri komið að þeir myndu eigi snúa við aftur. Pétur Sigurðsson sagði Morgunblaðinu í gær að skipstjórarnir töluðu mjög mikið um herskipavernd sfn í milli. Þá bárust Morgunblaðinu er- lendis frá f gær, eins og fram kemur í forsíðufrétt, efasemdir um að úrslitakostir togaraskip- stjóranna væru á rökum reistir, en benda má á að AP-fréttastofan fékk staðfest sl. miðvikudag að sjávarútvegsráðuneytinu í Lond- an hefði borizt skeyti með úr- slitakostum um að kæmu freigát- urnar ekki, færu togararnir. Varðskipin, Týr, Ægir og Þór fylgja togaraflotanum eftir á þessari dularfullu suðursiglingu. leyti voru vfsindamennirnir að mestu sammála, en skýrslan um niðurstöður viðræðnanna, fer hér á eftir: 1. Viðræðurnar byggðust á skýrslu, sem Hafrannsóknastofn- unin hafði lagt fram, en þar er þvf spáð að ef núverandi veiðisókn helst óbreytt muni áframhald verða á þeirri stórfelldu minnkun þorskstofnsins við Island, sem átt hefur sér stað frá árinu 1970. Af- leiðingin yrði sú að hrygningar- getu stofnsins yrði stefnt í hættu, auk þess sem þetta myndi koma fram í minnkuðum afla á árinu 1979. Ástæðurnar fyrir áhyggjum íslensku vísindamannanna voru: aukið hlutfall smáfisks í aflanum, fækkun innan hrygningar- stofnsins; minnkandi endur- nýjunarhæfi (nýliðun) sam- kvæmt upplýsingum, sem fengist hafa við seiðarannsóknir; aukin sókn veiðiskipa. Niðurstöður íslensku vísindamannanna eru því þær að á árinu 1976 mætti leyfilegur hámarksafii ekki fara fram úr 230.000 tonnum, til þess að koma i veg fyiir að enn frekar verði gengið á hrygningarstofn- inn en orðið er, jafnframt þvf sem stefnt yrði að þvi að stofninn gæti til langframa þolað hámarksafla Framhald á bls. 32 Ljáslll. Mbl. Ól.K. M :i;, ÞÝFIÐ. MIKIL örvinglan virðist hafa komið upp meðal brezkra togara- skipstjóra, sem vcrið hafa að veið- um úti fyrir Austfjörðum og i gær varð landhelgisgæzlan ekki vör við neinn togara þar eystra, sem var að veiðum. Allt frá þvi er klippt var á togvfr Real Mad- rid, hafa togararnir verið á sigl- ingu og halda þeir nú f austurátt og i gærdag, er Mbl. fór í prcntun, virtust þeir allir stefna á svæðið umhverfis Hvalbak. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðsson- GUÐMUNDUR Axelsson kaup- maður f Klausturhólum hefur keypt til landsins bók um Kötlugosið 1625, útgefna f Kaupmannahöfn 1627. Bókin er samin af Þorsteini Magnús- syni sem á þessum tfma var klausturhaldari í Þvkkvabæjar- klaustri. Er bókin hin mesti dýrgripur og er ekki vitað til að annað eintak af henni sé til á landinu. Guðmundur hefur gef- ið Landsbókasafninu forkaups- rétt á bókinni og eru þau mál nú f athugun, en stjórncndur safnsins hafa mikinn hug á því að eignast bókina, að þvf er Ólafur Pálmason bókavörður tjáði Mbl. f gær. Bókin lætur ekki mikið yfir sér, hún er aðeins fjórblöðung- ur en geysilega fágæt og því mikið verðmæti. Halldór Hermannsson getur hennar i Islandicu og vitnar þá aðeins til eins eintaks af bókinni í eigu safns í Kaupmannahöfn. Er talið að Halldór hafi ekki vitað um nema þetta eina eintak af bókinni. Guðmundur Axelsson rakst svo á eintak af bókinni þegar hann var á ferð í Kauo- mannahöfn f haust og festi þá kaup á bókinni og galt fyrir mikið verð. Eru þeir sérfræð- ingar sem Mbl. ræddi við um bókina á einu máli um að þetta eintak Guðmundar sé það eina sem vitað sé um að sé f eigu Islendings. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Titilblað bókarinnar Ó1 barn í lög- reglubílnum Patreksfirði 21. uóvembcr ÞAÐ bar við síðastliðna nótt, um kl. 03, að ung kona frá Bfldudal Aðalheiöur Magnús- dóttir, ól meybarn f lögreglu- biðreiðinni B510 frá Patreks- firði. Nánari tildrög eru þau að s.l. nött var beðið um sjúkrabif- reið frá Patreksfirði til Bíldu- dals til þess að sækja konu, sem ætlaði að fara að fæða og skyldi hún flutt á sjúkrahús á Patreksfirði. Á milli Patreks- fjarðar og Bfldudals eru rúm- lega 30 km og yfir tvö fjöll að fara og annað þeirra, Hálfdán, er með hæstu fjallvegum, um 500 metrar. Mikil hálka var á veginum og veður slæmt. Ferðin gekk þó ágætlega og var héraðsljósmóðirin, Ásta Gísladóttir, sem betur fer með Framhald á bls. 47 Allur brezki togaraflotinn á leið suður með Austurlandi Fágæt bók um Kötlugos- ið árið 1625 keypt hingað Eina eintakið sem vitað er um hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.