Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 10
4#p 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 Kórstarf hefur ákaflega þroskavœnleg áhrif á börn KÓR öldutúnsskóla í Hafnarfirði hefur starfað f tfu ár samfleytt en afmælisdagur hans telst 22. nðv- ember; þann dag árið 1965 kom kórinn fram f fyrsta skipti f skóla sfnum. Sfðan hefur kórinn eflzt og hann hefur oftsinnis komið fram á opinberum vettvangi, far- ið nokkrar utanlandsferðir og hefur kórinn fyrir löngu unnið sér fastan sess f kórstarfi hér- lendis. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið Egill Friðleifs- son. 1 tilefni afmælisins ræddi blaðam. Mbl. við stjórnandann og spurði fyrst um aðdraganda að þvf að kórinn varð til. — Ég hafði lokið tónlistarkenn- araprófi um vorið og hóf störf við Öldutúnsskólanna. Þar var eng- inn kór starfandi, en hjá mér vaknaði áhugi og þessi hugmynd mín fékk góðar undirtektir, ekki sízt hjá skólastjóranum, Hauki Helgasyni. Byrjað var við frum- stæðar aðstæður, enda var skól- inn þá f byggingu og æfingarað- staða ekki upp á það ákjósanleg asta. En áhugann vantaði ekki og þetta varð fljótlega og hefur verið allar götur síðan ánægjulegasti þátturinn í starfi mínu. Fjórtán stúlkur byrjuðu i kórnum og á afmælistónleikunum í Norræna húsinu í dag, eru með okkur fjórar af stofnfélögunum enda þótt þær séu löngu farnar úr kórnum og komnar í aðra skóla og sumar giftar. í fyrsta skiptið sem kórinn kom fram voru flutt ein- rödduð þekkt barnalög, en síðan hefur söngskrá okkar þróast í að syngja bæði einraddað keðju- söng, tvíradda, margraddað og sfðar pólifóniska tónlist; og nú- tímatónlist. Sumarið 1967 markar þáttaskil í starfi minu sem kór- stjórnanda. Þá fékk ég tækifæri til að dvelja sumarlangt erlendis, í Noregi, Danmörku og Finnlandi við þjálfun barnakóra. Þá kynnt- ist ég meðal annars þeim stjórn- anda sem langmest áhrif hefur haft á mig allra og verið „primus Rætt við Egil Friðleifsson, stjórnanda Barnakórs Öldutúnsskóla í tilefni tíu ára afmœlis kórsins m KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA Merki kórs Öldutúnsskóla. mótor“ f mínu starfi, þar sem var Erkki Pohjola frá Finnlandi en hann stjórnar, að mínu viti, ein- um bezta barnakór í Finnlandi. Ég átti þess kost að fylgjast nokk- uð með æfingum hans á sfnum kór, og varð það ómetanleg reynsla. Þjálfun barna hefst ekki með söngkennslu — Hvenær fer kórinn f utan- landsferð sína hina fyrstu? — Það var vorið 1968. Við héld- um þá til Helsinki á mót norr- ænna barnakóra sem útvarps- og sjónvarpsstöðvar á Norðurlönd- um efndu til. Þar var og vinur minn Erkki með kór sinn og þótti hann bera af. Þessi ferð gekk vel og var lærdómsrík öllum að fá þennan samanburð. Sumarið 1970 héldum við f norræna barnakóra- keppni í Stokkhólmi. Þar var og hinn finnski vinur minn með sinn kór. Siðar það sumar gafst mér kostur á að vera hjá honum í Finnlandi í hálfan mánuð og fylgjast með starfi hans. Tel ég mig hafa lært meira á tveimur vik um þar en á tveimur árum á Is- landi. Hann gerði mér grein fyrir þeim mun sem á því er að þjálfa kór barna og fullorðinna. Þjálfun barna hefst ekki með söng. Hún hefst með því að þjálfa athygli og einbeitni, síðan heyrn og þar á eftir söng og öndun. Ég hef ekki séð mann sem hefur í þessu starfi haft jafn algert vald yfir sínu fólki og Erkka Pohjola. Kórstarf f sjálfu sér ólýðræðislegt — Geturðu skilgreint hver hlut- verk kórstjóra er nákvæmlega í þjálfun kórs, Egill? — I sjálfu sér er kór sem slíkur ólýðræðislegt fyrirbrigði. Stjórn- andinn er einráður og félagar kórsins eru þegnar sem verða að lúta vilja hans í einu og öllu. Ég lærði það sömuleiðis af Erkka hversu gildi heimavinnunnar er mikilvægt. Það verður alltaf að gera strangar kröfur til sjálfs sin eigi síður en til kórfélaga. Arang- ur kórs er í réttu hlutfalli við hæfni, dugnað og áhuga stjórn- andans. Hver stjórnandi verður að velja sína eigin leið sem hann fer. En með þetta eins og flest annað má segja að reynslan sé drýgsti kennarinn. Ævintýraferð til Túnis — Nú, þið farið síðan í fleiri utajilandsferðir? — Eftir þátttökuna á mótinu 1970 í Stokkhólmi fengum við boð frá International Society for Mus- ic Education, sem er deild innan Unesco um að taka þátt í næsta alþjóðamóti þeirra i Túnis 1972. 1 Þáttakendur f Túnisferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.