Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 Þorvarður Elíasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs: Nokkrar athugasemd- ir uni verðstöðvun Viðskiptaráðherra hefur nú tilkynnt fyrirætlun sína um herta verðstöðvun fram til 20. marz 1976. Af því tilefni er rétt að gera hér nokkra grein fyrir afstöðu þeirra aðila atvinnulífs- ins, sem ekki hafa getað fallizt á röksemdir verðlagsyfirvalda. 1. Verðstöðvun „svokölluð" hefur nú ríkt síðan I nóv. 1970 með litlum hléum. Á þessu tímabili hefur verðbólga magn- ast jafnt og þétt og náð því stigi að verða 60% á ári. Berlega hefur því komið í ljós, að svo- kölluð verðstöðvun hefur ekki slævandi áhrif á verðbólgu- hraðann. Hann stjórnast af efnahagslögmálum sem ekki verða sniðgengin fremur en náttúrulögmálin, þótt stjórn- endum verðlagsmála gangi hægt að átta sig á þeirri stað- reynd og haga störfum sínum i samræmi við það. Sannleikur- inn er enda sá, að ef almennu verðlagi er þrýst niður fyrir jafnvægispunkt sinn, þá veldur slík aðgerð aukinni verðbólgu, sem ekki stöðvast fyrr en jafn- vægi hefur myndazt aftur. 2. A undanförnum mánuðum hefur verið slakað á aðhaldinu, þannig að fjölmargir aðilar hafa getað fengið nokkra úr- lausn mála. A sama tima hefur verulega hægt á verðbólguhrað- anum. Aðeins ein atvinnugrein hefur enga afgreiðslu fengið á erindi sinu i verðlagsnefnd frá því siðustu kjarasamningar voru gerðir í júní s.l., þ.e. verzl- unin. Erindi verzlunarsamtakanna, I sem send var verðlagsnefnd 3.' júlí s.l., hefur enn ekki verið tekið til meðferðar í nefndinni. Verzlunarráð tslands hefur á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í að áætla afkomu verzlunargreinanna, m.a. að beiðni verðlagsyfirvalda, og i þeim tilgangi, að þær skýrslur gætu orðið umræðugrundvöllur sem verðlagsnefnd gæti byggt niðurstöður sínar á. Það getur þvi varla nokkur vænzt þess með sanngirni að verzlunin samþykki nú að vísa eigin er- indi frá, þegar umræður um málið eru rétt að hefjast. 3. Engin vissa er fyrir hvað tekur við eftir 20. marz og ekki nokkur leið að geta sér til um hvernig verðlagsyfirvöld hyggj- ast haga málum eftir þann tfma. Reynslan hefur hins veg- ar sýnt, að engar ráðstafanir ríkisstjórna eru eins varanleg- ar og bráðabirgðaráðstafanir. Þess má þvi vænta, að ef verð- lagsnefnd tileinkar sér þá starfshætti, sem viðskiptaráð- herra er að óska eftir að verði við hafðir fram að 20. marz, þá muni þeir í raun verða einnig viðhafðir áfram þegar gildis- tíma ráðherraákvörðunar lýk- ur, eða a.m.k. móta starfshætti nefndarinnar. 4. Sú starfsregla, sem hætta er á að ráðherra sé nú að inn- leiða, er með þeim hætti, að framkvæmt hennar hlyti á ekki lengri tíma en einu til tveimur árum að leiða til stöðvunar á atvinnurekstri allra iðnaðar- og þjónustufyrirtækja í landinu, miðað við að núverandi verð- bólguhraði haldi áfram, og til stöðvunar á dreifingu allra inn- lendra matvæla, þótt sú þróun taki e.t.v. nokkru lengri tima. Það eina, sem eftir stæði af atvinnulífi landsmanna, væri innflutningsverzlunin og dreif- ing erlendra vara. Framkvæmd þessarar starfsreglu er því ómöguleg og óskynsamleg, þótt segja megi að skaði sá, sem hún veldur, sé þvi minni sem hún verður skemur notuð. 5. Enda þótt allt verlag sé hátt gagnvart neytendum er það svo lágt gagnvart seljend- um að ýmsar greinar verzlunar eru nú reknar með tapi og ýmis annar rekstur á við mikla erfið- leika að stríða. Mikill halli á viðskipajöfnuði sýnir enda, að nokkuð vantarátilþessað verð lagið sé þess megnugt að koma á jafnvægi í efnahagsmálunum við núverandi efnahagskerfi. Verði almennu verðlagi þrýst niður á enn lægra stig, leiðir það einungis til aukins við- skiptahalla og vaxandi gjald- eyrisskorts. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða þar sem íslendingar hafa nú þegar misst nokkurn hluta efnahags- legs sjálfstæðis slns I hendur alþjóðastofnana og eiga á hættu að missa það allt, ef ekki verður snúið við á þessari braut. óórétta trirnlac/luggatjölcli/i 4ra ára reynsla SÓLARIS Strimla-gluggatjöldin höfum við framleitt fyrir flestar stærri bygg- ingar. Athugið verð og gæði Rennibrautin mjög fyrirferðalítil Tvær breiddir efnis og tugir lita. SÓLARIS-STRIMLAR einungis hjá ^lunaljild Lindargötu 25-Símar 13743 og 15833 — Sveinn Ben. Framhald af bls. 2 frestað aðgerðum um eins árs skeið. Rengi ég mjög að rétt sé með farið að þetta hafi verið gert af nokkurri röggsemi því að ég tel þetta svo ósennilegt að það svari til þess að einhver lítt kunnur kommúnisti hafi farið að standa upp I hárinu á Brés- néff í Rússlandi. Hvernig sem á því stendur þá sýnist værð hafa færzt yfir Hafrannsóknastofn- unina svo að ráðamönnum I ríkisstjórn og á Alþingi varð ekki kunnugt um ástandið fyrr en með „svörtu skýrslunni". Skýrsla þessi var ekki lögð fram fyrr en í okt. 1975. — Hvað viltu segja um þá skoðun, sem Kristján Ragnars- son formaður LÍU hefur sett fram, að nauðsyn muni bera til að leggja miklum hluta fiski- skipaflotans til þess að vernda þorskstofninn fyrir ofveiði? — Ég tel að það sé fyrst og fremst komið undir því, að viðsjálfir verndum fiskstofn- ana þegar þeir eru I uppvexti og þar til þeir hafa náð kyn- þroska og svo því, hvort samningar takast við Þjóðverja um löndun í V-Þýzkalandi og jafnframt í öðrum löndum EBE á meginlandinu. Löndun á karfa og millistærð af ufsa hefur jafnan verið hagstæð í EBE-löndum. En þessar fisk- tegundir hafa hins vegar selst á mjög Iágu verði í Bretlandi. Þess vegna tel ég að komast megi hjá stöðvun skut- togaranna einkum stærri skut- togara sem sótt geta á djúpmið og fjarlæg mið með góðum árangri. Allt veltur á því að þeim verði veitt löndunar- heimild I þessum löndum með hagstæðum kjörum. Ef svo vel tækist til, þarf að mínu áliti ekki að koma til neins niður- skurðar á veiðum þessara skipa og mundu veiðar þeirra ekki skaða þorskstofninn þvi að Is- lendingar sjálfir hafa i hendi sér að láta þá veiða á þeim slóðum þar sem lítið er af þorski. Ekki kemur til mála að hækka hinar takmörkuðu veiði- heimildir til Englendinga upp úr 65 þúsund tonnum. Einnig verður að skera niður veiði- heimildir annarra þjóða um meira en helming. — Yngsta Framhald af bls. 3 verður kvöldvaka á sama stað. Það eru tilmæli félagsstjórnar- innar ti) foréldra skáta í hverfinu að þeir komi i messu og á kvöld- vökuna. Á þessu eina ári, sem liðið er frá stofnun félagsins hefur það einkum háð starfsemi þess að hafa ekki nægjanlega góða hús- næðisaðstöðu og hversu fátt full- orðið fólk tekur þátt i starfi fé- lagsins. Félagið hefur starfað í Fellahelli en húsnæðið þar er ekki mjög hentugt fyrir skáta- starf og leitar félagið nú eftir hentugu húsnæði. Félagar Haf- arna eru nú 230 auk 6 fullorðinna, sem þátt taka i starfi félagsins. — Stuttsíðan Framhald af bls. 15 St: Hvaðan koma áhrifin f tónlist ykkar? — Á hvað hlustið þið helzt? B: Sjálfur hef ég hlustað mjög takmarkað á músík nema þá helzt á móður mína í eldhúsinu. — Ég held að ég hafi hlustað Iang- minnst á tónlist af okkur öllum. V: Jú, við gengum í gegnum þetta venjulega. Við Bjólan vorum saman í blúsnum. E: Jú, ég gekk nú í gegnum þetta venjulega, blúsinn, Cream-rokkið og allt það og spilaði meira að segja í Creain-hljómsveit, sem hét Scream. V: Já, en það eru nú nokkuð margar uppáhaldshljómsveitir, sem við eigum. Kinks eru t.d. mjög hátt skrifaðir hjá okkur. Allir: Kinks jááá! V: Og náttúrulega Bítlarnir og Osmonds. — Það er annars gaman að leggja þetta niður fyrir sér. Áhrifin koma úr ýmsum áttum og þar af leiðandi mjög óbeint inn f þá tónlist, sem við erum að skapa vegna þess að þetta er eitthvað sem við semjum frá okkur sjálf- um. En eftir að hafa hlustað á heilmikla músík þá eru ákveðin áhrif fyrir hendi. B: Maður myndi náttúrulega ekki semja neina tónlist, ef maður hefði ekki heyrt neina tónlist áður. E: Gentle Giant, Man og Jack Bruce eru lfka í miklu uppáhaldi hjá okkur. B: Þú ert nú að verða hrifinn af þeim núna. Við vorum í þessu fyrir nokkrum árum. — Annars er ekki hægt að tala um áhrif frá neinum sérstökum. St: Hvernig skiptið þið þvi sem þið semjið á plötunni. V: Mest af því er sameiginlegt. St: Hvernig skiptið þið þvf sem þið semjið á plötunni. V: Mest af þvi er sameiginlegt. St: Hvernig verða lögin þá til hjá ykkur. V: Maður glamrar eitthvað. Svo koma menn einnig með lag eða hluta úr lagi. Á þessu eru svo yfirleitt gerðar einhverjar breyt- ingar, þ.e. „Bandið“ tekur það til meðferðar. Þessar breytingar eru stundum smávægilegar en stund- um stórar. E: Það er styrkur að geta virkjað okkur alla og bætt hver annan upp í gegnum eitt lag. V: Við sjáum t.d. hljómsveitir eins og Bítlana. Þeir hafa aldrei gert eins góða hluti hver í sinu lagi eins og þeir gerðu saman. Þeir hafa getað sameinað hæfi- leika sfna og krafta og fengið beztu hugsanlega útkomu. — Talið barst nú að seinkun plöt- unnar. — S: Albúmið seinkaði henni fyrst um mánuð og núverandi albúm er þriðja útgáfan. Fyrsta albúmið týndist í pósti, en kom svo fram fyrir nokkru. Þetta fyrsta albúm var með vatnslitamynd eftir Sig- urð Bjólu. Næsta albúm var með mynd af flugvél og var alveg full- búið undir prentun, en þá var ekki til nógu góður pappir f það. E: Þetta endaði svo með því að albúmið var gert i Kassagerðinni. B: Við uppgötvuðum pappa hjá Sambandinu, sem notaður er fyrir fiskútflutning. Hann er brúnn og þykkur, þolir rigningu og það verður hald á albúminu svo hægt verði að fara með þáð í partí. S: Fyrsta pressun plötunnar eyði- lagðist líka alveg svo pressa varð annað upplag, sem síðan tafðist lengi vegna flutningserfiðleika. AMUNDI með aðra SPILVERKSPLÖTU? St: Það hefur heyrst að Amundi sé með einhverjar upptökur með Spilverkinu sem hann hyggst gefa út. B: Við sömdum við Áma, þegar við fórum út að taka upp Stuð- mannaplötuna, um að taka upp nokkur Spilverkslög, sem hann fengi að gefa út um leið og Stuð- mannaplatan kæmi út, og í stað- inn kostaði hann okkur aðra leiðina út. S: 1 rauninni eru þetta lög leikin af Stuðmönnum en samin af Spil- verkinu. En Amundi er nú búinn að rjúfa samninginn þar sem hann gaf lögin ekki út á tilsettum tima. B: Hann ætlar sér væntanlega að gefa þessar upptökur út um leið og Spilverksplatan kemur út og því erum við mjög óhressir yfir þar sem þetta eru gamlar upp- tökur, sem alls ekki gefa rétta mynd af Spilverkinu. V: Lögin, sem Ámundi hefur eru lögin, sem við lékum á fyllerístón- leikunum miklu með stóru hljóm- sveitinni í Hamrahlíðinni,_____ FRAMTÍÐIN St: Hvað ætlið þið annars að gera í framtfðinni? V: Bara að spila og halda áfram að þróa þessa músík. Við höfum hugsað okkur að reyna að finna einn mann í viðbót, góðan hljóð- færaleikara, helzt blásara. E: Og hann mætti helzt ekki semja. V: Það er varla pláss fyrir fleiri lagasmiði. Þó myndi það varla standa í vegi fyrir honum því góð lög eru alltaf góð lög. B: Það verður að vera einhver kjarni, sem er við þrfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.