Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 23.11.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur langa slána héðan í frá, hugsaði faðir hans, þá verð ég að senda hann langt í burtu, þar sem enginn þekkir hann og þar sem ekki er auðvelt fyrir hann að komast heim aftur, ef hann hefir það í hyggju. Svo lagði maðurinn af stað með piltinn, hann Hjalta sinn, og hvar sem þelr fóru, þá bauð hann Hjalta í vinnumennsku, en ekki nokkur maður vildi nýta hann. Eftir langt ferðalag komu þeir til ríks manns, sem hafði ekki sem best orð á sér; það var sagt að hann sneri hverjum peningi þrisvar, áður en sleppti honum. Þessi . . . og vogna hinna miklu sigra mannsins á sviði uppfinninga hcfur manncskjan nú mciri og bclri líma Iil að hdga sig jákvæðara lífi. I ■- - maður bauðst til þess að taka Hjalta fyrir vinnumann, en hann átti að vinna kaup- laust í þrjú ár. En þegar árin væru liðin, átti maðurinn að fara til bæjarins og kaupa það fyrsta, sem hann hitti þar og það átti Hjalti að fá í kaup. Maðurinn átti að fara tvo morgna í röð, en Hjalti svo sjálfur þriðja morguninn og það sem þeir þá keyptu, átti Hjalti líka að fá. Hjalti var nú hjá ríka manninum og hagaði sér betur en nokkur hefði getað haldið, sem þekkti hann, þótt hann væri vissulega enginn fyrirmyndar vinnu- maður, en þá var nú húsbóndi hana heldur enginn fyrirmynd á sínu sviði, því hann lét Hjalta vera allan tímann í sömu fötunum, sem hann var í þegar hann kom til hans fyrst, svo að lokum var ekki orðið annað en hver bótin ofan á annarri. Og svo þegar árin þrjú voru liðin og maður- inn ætlaði að fara að kaupa, Iagði hann af stað eldsnemma morguns. „Dýrar vörur verða að skoðast við dagsins ljós“, sagði hann við sjálfan sig, „og nú er varla mikið um samkeppnina svona snemma, og það er gott, því það getur sjálfsagt orðið nógu dýrt samt, því það er alveg undir heppni komið, hvað ég finn“. Sá fyrsti sem hann mætti á götum bæjarins, var gömul kerling, og hún bar á handleggnum körfu með loki yfir. „Góðan daginn gamla mín“, sagði bóndi. „Sæll vert þú maður minn“, svaraði kerl- ing. „Hvað hefirðu í körfunni þinni?“ spurði maðurinn. — „Langar þig til að vita það?“ spurði kerling. „Víst langar mig til þess“, gegndi bóndi, „því ég átti að kaupa það fyrsta, sem falt væri“. — „Jæja, kauptu þá“, sagði sú gamla. „Hvað kostar það þá?“ spurði maðurinn, og kerling sagðist ekki geta sett minna upp en fjóra skildinga. Það fannst bónda ekk- ert sérstaklega hátt verð, kvaðst ganga að því og lyfti lokinu yfir körfunni, og DRÁTTHAGIBLÝANTURINN VlEP MORðdN Mffinu Blessaður nefndu ekki ketti á|nafn. ClUíjjixaji*. Það verður aldrei sagt um mig, s sem þú sagðir mér f n6tt að kunn* ekk> aö ‘aka var f sjálfu sér mjög sannsögu- leg. Brezka leikritaskáldið Sher- idan kom eitt sinn f spánnýjum skóm, sem vöktu mikla athygli kunningja hans. — Getið þið nú, sagði hann, hvernig ég komst yfir þessa skó. Menn fóru að geta, en enginn hitti á það rétta. — Nei, sagði Sheridan, ykk- ur er alveg óhætt að gefast upp, þið komið aldrei með það rétta. Ég keypti þá og borgaði út í hönd. X Dr. Walter Williams var eitt sinn fenginn til þess að halda ræðu við kínverskan háskóla. Hann fékk túlk, sem átti að skrifa jafnharðan á töflu það sem hann sagði, Dr. Williams tók eftir þvf, að túlkurinn skrifaði nær þvf ekkert á töfl- una og spurði hann að þvf að ræðunni Iokinni hverju þetta sætti. — Við skrifum aðeins, þegar ræðumaðurinn segir eitthvað, svaraði Kfnverjinn. X De Valera fyrrum forseti írlands var eitt sinn handtek- inn í borginni Ennis f miðri stjórnmálaræðu, sem hann var að halda. Að ári liðnu var hann látinn laus. Hann fór þegar f stað til Ennis, boðaði til fundar og hóf mál sitt með þessum orðum: — Eins og ég tók fram áður en ég var truflaður... Moröíkirkjugaröinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 41 Arne? Hvernig er hún eiginlega þessi Barhara, sem allir karl- menn gleypa með augunum, en konur kalla subbu og svika- kvendi? Einar ræskti sig vandlætíngar- samur, en Friedeborg kinkaði áfjáð Ijósum hárlokkunum. — Góða frú Puck, svona hefur það allfaf verið. Barbara kom hingað árið 1946 og enda þótt hún gætf ekki Iagt fram nokkur einustu meðmæli réð Gerhard Motander hana á svipstundu sem cinkaritara. Það er ekki svo að skilja að ég efist um hún hafi staðið í sfnu stykki, en hún var ekkert sfðri f þvf að gera veslings Gerhard gersamlega trylltan f sér. Og Tekla er nú ekki þannig gerð að hún sitji með hendur f skauti og fylgist aðgerðalaus með. Hún hefur alltaf verið ákvcðin og duglcg og ég get ekki með orðum lýst hvað ég hcf dáðst að henni fyrir það. Þegar hún komst að þvf að maðurinn hcnnar var með einkaritaranum, hóf hún ýmsar svona smárannsóknir og þá komst hún að þvf að Barbara hafði verið tilneydd að hætta þvf starfi sem hún hafði haft f Vásterás vegna þess að það höfðu horfið peningar úr kassanum — ckki háar fjár- upphæðir en nóg til þcss... — Var sannað að Barbara hefði stolið peningunum. Einar bar spurninguna fram dálftið herskáum rómi. — Ne... ei það veit ég nú ekki, sagði Friedeborg og híks gætti í röddinni. — Hún meðgekk að minnsta kosti aldrei að hafa STOLIÐ þessum pcníngum, en hún viðurkenndi að hún hefði kannski verið dálítið hirðulaus og stöku sinnum ekki greitt alls kostar rétta upphæð. Og það er nú kannski það sama. Alla vcga fór Tekla til Gerhards og sagði hon- um frá þessu, en hún var of sein mcð það. Hann harðneitaði að reka Barböru. Þau rifust voða- lega, alveg voðalega um þetta allt og að lokum sagðí Gerhard að hann vildi fá skilnað, þvf að hann ætlaði sér að giftast Barböru. Þetta var sumarið 1948. Tekla var örvita af sorg og hugarvfli og ég skildi hana AFSKAPLEGA vel — hugsið ykkur bara hneykslið sem hefði orðið og svo þetta yndislega hcimilí sem þau höfðu byggt upp f sameiningu og svo allir pen- ingarnir sem hann Gcrhard átti. Nú og ég tala nú ekki um hvað þetta hcfði orðið stórkostlega mikið áfall fyrir hana Susann. En auðvitað vissi ég ekki hvernig átti að snúa sér f þessu. Og ég vissi heldur ekki hvernig ætti að hug- hreysta hana. Og-svo... nú svo var eins og guð almáttugur hcfði litið tii hcnnar í náð sinni... Gerhard fékk botnlangakast og dó um nött- ina — mánuði eftir að þetta rifrildi varð miili þeirra. — Nei, heyrðu mig nú Friede- borg, sagði Hjördfs æstum rómi. — Það er guðlast að blanda guði almáttugum inn f þctta mál. — Hvernig tók Barbara þessu? spurði Einar og hugsanagangur hans virtist satt að scgja dálftið einhliða. — O, ætli hún hafi ekki svrgt það meira að hafa misst af auðæf- um hans en honum sjálfum. Og hálfu ári seinna giftist hún svo Arne, sem hafði snúizt í kringum hana allan tímann eins og skopparakringla. Til að byrja með fannst Teklu alveg óbærilegt að fá hana sem nágranna, en ég vcrð nú að segja að það hefur gengið framar öllum vonum... En nú verðið þið að hafa mig afsakaða, ég heyri að það eru kúnnar í búðinni. Við fullvissuðum hana um að við hefðum einmitt ætlað að búast til brottfarar og það gerðum við lfka eftir að ég hafði keypt eitt par af svörtum sokkum. Nokkrum klukkutfmum sfðar, þegar ég sat ein í hálfmyrkvaðri setustofunni á prestsctrinu var ég enn með hugann bundinn við Barböru. Ég hafði hreiðrað um mig f gulum hægindastól með háu baki og ég gat ckki varizt því að rifja það upp fyrir mér, þegar Barbara hafði stokkið upp úr þessum sama stól og þeytt svfvirð- ingunum framan í Teklu Motander. Nei. það var vfst degin- um ljósara að með þessum nágrönnum voru engir dálcikar, og nú skildi ég að það voru veru- lega gildar ástæður fyrir þvf að heldur fátt var með þeim og grunnt á þvf góða. En á hvaða hátt gat þctta hafa skipt sköpum varð- andi afdrif Arne Sandells? Eg gat ekki skipað hugsunum mfnum rökvfst niður og kom ekki auga á neina skynsamlega iausn á mál- inu. Og svo hef ég sofnað hvar ég sat þarna f stólnum. Ég hrökk Upp og varð þess vfsari að ég var ekki lengur ein í stofunni. Lampi var kveiktur á borðinu við jólatréð og ég heyrði alvarlega rödd Tords scm sagði: — Þctta er hræðileg aðstaða scm ég er f... og það versta er að ég sé enga leið út úr þessu. Ég vona að þú haldir ekki að ég viiji rétt að gamni mínu forðast að fara á fund Christer Wijk og segja honum. alit sem á samvizku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.