Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 19 Síðustu geimfararnir, Eugene Cernan kafteinn og Jack Schmitt jarðfræðingur, eru hins vegar ekki fámæltir. Cernan var annar Bandaríkjamaðurinn sem „gekk“ í geimnum (1966) og sá síðasti sem skildi eftir sig fótspor á tunglinu (14. desember 1972). Schmitt er eini borgaralegi vís- indamaðurinn, sem hefur kannað tunglið. Hann hyggst bjóða sig fram til öldungadeildarinnar fyrir repúblikana. DULRÆNT SAMBAND Enginn tunglfari virðist eins ánægður og sjálfum sér nógur og Irwin. Hann vill, að heimurinn fái að vita að ástæðan sé sú að hann hefi komizt i dulrænt samband við guð í geimnum. Irwin hefur alltaf verið trúaður og eftir tungl- ferðina fannst honum lif sitt hafa fengið nýjan tilgang: „Guð veitti þáttum, trúarbrögðum og þjóð- um.“ John Young er eftirmaður Shepards sem yfirmaður geim- farasveitar NASA. Hann er einn þriggja geimfara, sem hafa farið fjórar geimferðir. Hann er ein» konar einfari og viðurkennir aft hann eigi sér ærin áhugamál utan starfsins og heimilisins. Sfðari kona hans hefur háskólapróf f sálarfræði og þau búa i íbúð gegnt geimstöðinni I Houston. Hann talar lítið. NASA komst að þvl sér til furðu eftir tunglferðina, að hann hafði skilið við fyrri konu sína. mér djúpa reynslu og blessaði mig með hæfni til að tjá hana.“ Júlf 1969: Armstrong sem yfirmaður Apollo 11. Charles Duke: viðhorfin Alan Bean: hjálpar syni sfnum. breyttust. Fyrir tungllendinguna: Buzz Aldrin 1969 ásamt Joan konu sinni og börnunum. varð aðaláhugamál hans þegar hann sagði sig úr sjóhernum 1972 og hann stofnaði sálarrannsókna- félag í Palo Alto í Kaliforníu og gaf út bók um sálarrannsóknir. „Þegar ég horfði út um glugga geimfarsins,“ segir hann, „fékk ég nýja innsýn, og það var eins og ég hefði fengið svar við öllum fyrri spurningum mínum um til- gang og tilgangsleysi alheimsins." Sumir félagar hans halda að hann hafi fengið I sig of mikið af geim- geislum. A1 Shepard er eini geimfarinn, sem hefur komizt áfram I sam- kvæmis- og kaupsýslulífi Houst- ons. Hann var glúrinn að festa fé I fasteignir og banka, ók um I lúx- usbílum, gekk I félög sem vinna að góðgerðarstörfum fyrir sam- borgarana, umgekkst þá sem pen- inga höfðu og áhrif. Þegar hann hætti I flotanum var hann gerður undiraðmlráll og því næst varð hann framkvæmdastjóri bygg- ingafyrirtækis. Hann er eini tunglfarinn, sem hefur orðið milljarðamæringur. Hann er kvæntur og á tvær uppkomnar dætur og býr með konu sinni I Houston. Eftir fjórðu tunglferðina breyttust skoðanir fólks á hinum flekklausu geimförum Bandaríkj- anna. Án þess að NASA vissi tóku David Scott, James Irwin og Al- fred Worden með sér 400 umslög til tunglsins I leyfisleysi. Þar und- irrituðu þeir bréfin og' rúmlega 200 leyfileg bréf og límdu á þau sérstök minningarfrímerki eftir lendinguna. Síðan skiptu þeir á milli sin 300 umslögum á laun og gáfu vestur-þýzkum kunningja sínum 100 umslög. NASA komst ekki að þessu fyrr en umslögin voru sett á markað I Evrópu og boðin á 1500 dollara stykkið. Tunglfaranrir áttu á fá 8.000 doll- ara hver, en vildu ekki taka við peningunum þegar málið komst upp rúmu ári eftir tunglferðina. Þeir fengu allir opinbera áminn- ingu, Irwin sagði af sér I sama mánuði og hinir voru reknir úr geimfarasveitinni. Irwin segir, að Scott hafi átt hugmyndina og kveðst hafa verið tregur að fallast á hana. „Ég hélt hann veldi Jack Schmitt I staðinn fyrir mig,“ segir hann. Nú hefur hann stofnað ásamt baptistapresti félagsskap I Colorado er skipuleggur ræðu- höld og dagskrár um trúarleg efni og trúarherferðir meðal sam- borgaranna. Samtökin vilja veita hópum og fjölskyldum athvarf og skjól. Þetta reyndu þau að gera fyrir fyrrverandi stríðsfanga og fjölskyldur þeirra og týndra her- manna, en skulda eftir það 250.000 dollara. Irwin greiðir af þessari skuld með fyrirlestrum sem hann heldur þrisvar I viku að minnsta kosti og tekur 1500 dollara fyrir hvern. I bók sinni „To Rule the Night“ minnist Irwin þess, að blaðamenn hafi oft sagt að geimfararnir gætu ekki komizt af án eiginkvenna sinna, og segir þetta verka hlægi- lega á sig. „Síðasta árið sem við æfðum fyrir Apollo 15, var svo mikill tilfinningafuni á heimil- inu, að ég gat varla einbeitt mér að starfinu... Margsinnis töluð- um við opinskátt um skilnað svo börnin heyrðu...“ Ferðin gekk ekki eins snurðulaust og af var látið. Kastazt hafði I kekki með BREYTTI ENGUM Aldrin nú: taugaspenntur og skeggjaður af þvf Armstrong varð á undan honum. félögunum áður en lagt var af stað, og sambúðin versnaði I för- inni. Ýmislegt fór úrskeiðis og geimfararnir misstu stjörn á sér. Á heimleiðinni mældist óreglu- legur hjartsláttur hjá Irwin og Scott. Fyrir tveimur árum fékk Irwin hjartaáfall, fyrstur allra tunglfaranna, þegar hann var áð spila handbolta. David Scott man hins vegar ekki betur en allt hafi verið með felldu I ferðinni. Hann man ekki betur en þeim hafi öllum verið sagt samtímis frá hugmyndinni um umslögin og á sama stað. Hann mlnnist þess ekki að hafa beitt Irwin fortölum, hann ætlaði aldrei að skipa annan I hans stað og hann telur að ekki hafi verið meiri ýfingar I Apollo 15 en I hverri annarri tunglferð. Hann segir llka, að áhöfnin hafi aldrei reynt að fela umslögin. Scott virð- ist eins kraftmikill og I eins góðu jafnvægi og áður fyrr. Hann er orðinn yfirmaður rannsóknar- stöðvar NASA og sagði sig nýlega úr flughernum. EIN JÖRÐ Þátttakendurnir I fimmtu tugl- ferðinni (Apollo 16, 1972), Charles Duke ofursti og John Young kafteinn, eru blátt áfram og láta lítið yfir sér. Duke selur bjór I Texas og segist eins rólegur og raunsær og fyrir tunglferðina. „Börnin koma manni aftur niður á jörðina. .. Ég er ennþá Ameríkumaður I húð og hár... En maður finnur nokkuð til smæðar sinnar á tunglinu, þegar maður getur rétt út höndina og hulið jörðina I lófunum... . Nú lit ég á jörðina og mannkynið sem eina heild, án aðgreiningar eftir kyn- Þeir segja báðir, að tunglið hafi breytt engum. „Það er ekki hægt að fara þangað án þess að það skilji eftir sig óafmáanlegar minningar eða tilfinningar," segir Cernan. „En sannleikurinn er sá, að Buzz Aldrin var það sem hann var áður en hann fór til tunglsins. Ed Mitchell var með fjarskynj- unaræði áður en hann fór til tunglsins. Jim Erwin hefði senni- lega orðið trúboði þegar hann hætti I flughernum hvort sem var. Tunglið hafði aðeins þau áhrif, að þessir náungar fengu stökkpall til að halda áfram fræðiathugunum sínum eða til þess að koma ár sinni fyrir borð.“ Schmitt, eini tunglfarinn sem hefur ekki kvænzt, segir: „Um leið og maður sér jörðina úr geimnum hverfa öll landa- merki... Það var ekki lendingin á tunglinu sem skipti máli heldur öll reynslan." Alf Worden, eini tunglfarinn sem hefur erft skáldgáfu guðsins Apollos, veitir mönnum aðrainnsýn: Spyrjið ekki geimmanninn, sálgreinið ekki blýmanninn, hann er með tóman heila og missir ljóma sinn I rigningunni. John Young: geimfari sem áttl sér leyndarmál. Pete Conrad: ánægðastur 1 Skvlab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.