Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 Sjötugur: Gústav A. Þórðarson fyrrv. kaupmaður Um aldamótin síðustu var ís- lenzka þjóðin samfélag bænda, sem stunduðu landbúnað og sjó- sókn, þar sem skúturnar gömlu voru stórvirkustu atvinnutækin. Vegna undirokunar hafði orðið mannfækkun og afturför frá því á dögum þjóðveldisins forna. Á síðasta þriðjungi 19. aldar byrjaði landflótti til Ameríku. I byrjun 20. aldar bjarmaði af degi. Togaraútgerðin hófst fyrir al- vöru með komu Jóns forseta til Reykjavíkur 1907. Um sama leyti komst skriður á síldveiðarnar fyrir Norðurlandi með herpi- nótinni. Alveg eins og Reykjavfk breytt- ist á þessum árum allt fram til 1928 úr bæ í borg, fyrir at- beina þorskveiða togaranna, óx Siglufjörður úr fámennu þorpi í kaupstað og í það að verða miðstöð síldveiðanna í landinu á sama tímaskeiði. Þó átti hið fornkveðna „svipull er sjávarafli" enn betur við síld- veiðarnar en þorskveiðar togar- anna. Einn af helztu athafnamönnum á þessu lffskeiði þjóðarinnar var Asgeir Pétursson, útgerðarmaður margra skipa og eigandi söltunar- stöðva í Siglufirði og á Akureyri. Hann rak jafnframt mikla verzlun o.fl. SriL-HÚSGÖGN' ® HITT Manstu þegar þú lakkaöir síðast? Lakklyktin ætlaöi alla aö kæfa, og þegar þú varst loksins búinn aö lakka, áttiröu enga terpentínu til aö hreinsa alla nýju penslana, sem þú keyptir. Bráöum þarftu að lakka aftur, sannaöu til. Þá er líka betra aö gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið. Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlaö á tré og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra veöurrvatns- og þvottheldni. Svo geturðu nefnilega notaö rúllu, og aö sjálfsögðu pensil líka. Kópal-Hitt þomar á 1—2 klst. Þaö er lyktarlaust, gulnar ekki og bregst ekki. Greinargóöur leiöarvísir á hverri dós. Þegar þú ert búinn aö lakka, þá, — já þá þværöu rúlluna og penslana úr venjulegu sápuvatni. Hugsaöu um Hitt þegar þú lakkar næst. AUÐBREKKU 63 KOPAVOGI SÍMI 44600 sófasettió hittir beint í mark TODDÝ sófasettiö er sniöió fyrir unga tolkiö Verð aöeins kr. 109.000.- Góöir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Ásgeir var kvæntur Guðrúnu, dóttur Halldórs Jónssonar, bónda að Rauðamýri, föðurbróður þeirra Laugabólssystkina. Fyrir þessi ættartengsl réðst Olafur fram- kvæmdastjóri Þórðarson, sem síðar hafði forustu um stofnun SH, til Ásgeirs og starfaði á hans vegum í 12 ár. Einnig Jón Leopold Þórðarson. Gústav, sem á sjötugsafmæli á morgun 24. nóvember, hélt á sömu mið til manna, sem þekktu bræður hans og hafði annar hús- bænda hans unnið við verzlunar- störf hjá Ásgeiri Péturssyni. Á þeim árum sem mest var um- leiks hjá Ásgeiri, störfuðu um 500 manns á hans vegum sumarlangt og margir allt árið. XXX Gústav Þórðarson hleypti héim- draganum 1929 um vorið, er hann hafði lokið prófi frá Verzlunar- skóla Islands og réðst sem verzlunarstjóri til Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns og vararæðismanns f Siglufirði og Sveins Hjartarsonar kaupmanns, sem áttu saman eina helztu verzlun bæjarins. Kenndi þar margra grasa eins og þá var títt í mörgum verzlunum hér á landi. Sveinn Hjartarson kaupmaður varð bráðkvaddur árið 1938. Keypti Gústav þá eignarhluta hans af erfingjunum. Nokkrum árum síðar keypti hann einnig eignarhluta Sigurðar Kristjáns- sonar. Eftir það rak hann verzlun- ina fyrir eigin reikning fram til ársins 1950, að hann réðst til starfa hjá Síldarútvegsnefnd. Starfaði hann þar nokkru lengur en síld entist fyrir Norðurlandi, en þaðan tók með öllu fyrir síld- veiðar eftir árið 1967, einnig á fjarlægum miðum. XXX Á starfsárum Gústavs Þórðar- sonar í Siglufirði gekk á ýmsu með síldveiðarnar. Stundum brugðust veiðarnar hrapallega eins og 1935 og 1945. Stundum féll verðið á saltsíldinni. T.d. hefðu menn þurft að leggja um kr. 7 með hverri tunnu, ef endar hefðu átt að ná saman hjá Síldar- einkasölunni 1931. Einu sinni féll verðið á bræðslusíldinni niður í krónur 3 — málið (150 lítrar). Síldarútvegurinn fór f skulda- skil 1935/36 og 1949. Þeir sem höfðu lánað útveginum fengu aðeins greidd fá prósent af kröfum sínum, sjómenn, verka- fólk, útgerðarmenn o.fl. urðu fyrir miklu tjóni. Stundum var landburður af síld svo ekki hafðist undan að bræða síldina eða salta. Skemmdist hún þá og varð jafnvel að moka henni í sjóinn aftur eða láta varð hana svamla óveidda í sjónum. 1 öllum þessum' vanda sýndi Gústav Þórðarson mikið lang- lundargeð og var alltaf á nóttu sem degi fús að hjálpa viðskipta- mönnum sínum eftir beztu getu og jafnvel meira en það, því að Gústav lét viðskiptavinina jafnan fá „krit“ á úttektinni, þótt honum væri ljóst að brugðið gæti til beggja vona um greiðslugetuna og stundum ef til vill um greiðslu- vilja þess, sem úttektina fékk. Enda fór það svo, að Gústav reið ekki feitum hesti frá kaup- mennskunni, þegar upp var staðið éftir 22 ára erilsamt starf. Mörgum manninum gerði Gústav Þórðarson kaupmaður góðan greiða. 1 starfi sfnu hjá Síldarút- vegsnefnd reyndist hann einnig mesta lipurmenni. Um allt þetta „bras“ get ég borið vitni af eigin raun, þvf á sumrum var ég samtíða Gústav um 20 ára skeið í Siglufirði og átti við hann mikil viðskipti. Gústav leigði um skeið frysti- húsið Undir Bökkum í Siglufirði af Ásgeiri Péturssyni ásamt Olafi bróður sínum og Jóni, syni Ás- geirs. Gekk sá rekstur ágætlega. XXX Gústav átti því láni að fagna í lífsins ólgusjó að eiga ágæta konu, Dagbjörtu Valgerði Einars- dóttur, kaupmanns á Akureyri, fyrrum kaupstjóra Gránu- verzlunar á Oddeyri, Gunnars- sonar. Varð þeim tveggja sona auðið, Sveins, fulltrúa hjá Astúnum SF f Reykjavík. Hann er kvæntur Erlu Ingólfsdóttur, Erlendssonar skósmiðs á Akur- eyri, Loftssonar. Eiga þau tvær dætur, 11 og 13 áragamlar. Hinn sonurinn er Einar, af- greiðslumaður Flugleiða í New York. Hann er kvæntur Grímu, dóttur Gfsla Indriða'sonar, fyrrum fulltrúa á pósthúsinu f Siglufirði. Eiga þau hjón einnig tvær dætur, þriggja og fimm ára að aldri. Gústav A. Þórðarsyni kippir í Laugabólskynið. Hann er greind- ur og góðviljaður. Söngmaður góður og lagvís. Kona hans er og mjög músfkölsk. Það sem Gústav kann að hafa f misst við greið- vikni um of í þessari vályndu ver- öld, bfður hans sem annarra mætra manna handan við móðuna miklu í öruggri vörzlu í auðlegð, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Að lokum óska ég þeim hjónum Dagbjörtu og Gústav og afkom- endum þeirra alls góðs á ófarinni ævibraut og þakka samfylgdina. Sveinn Benediktsson. P.S. Fyllri greinargerð um ætt Gústavs A. Þórðarsonar er að finna í eftirmælum um bróður hans, Ólaf Þórðarson, sem birtust í Morgunblaðinu 26. ágúst 1975. Sv.B. Félag Sjálfstæðismanna í Árbæjar- og Seláshverfi Árshátið félagsins verður haldin i Skíðaskálanum i Hveradölum laugar- daginn 29. nóvember. Allt sjálfstæðisfólk i hverfinu er hvatt til að mæta og taka með sér gesti, Allar nánari upplýsingar i simum 82097 og 86323. Skemmtinefndin. Akureyri nærsveitarmenn Munið spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í sjálfstæðishúsinu Akureyri fimmtudaginn 27. nóv. kl. 20.30. Glæsileg verðlaun. Dans að lokinni félagsvist til kl. 1. Spilanefnd. Heimdallur Heimdallur Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Heimdallar S.U.S. verður haldinn í Miðbæ við Háaleitisbraut miðvikudaginn 26. nóvember n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúaráðs. 2. Stjórnmálaályktun, umræður, afgreiðsla. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.