Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 47 — Portú^al Framhald af bls. 1 Sósíalistar gagnrýndu í dag ný áform um bein pólitísk tengsl her- aflans og verkamannaráða sem gæti verið undanfari myndunar einræðisstjórnar vinstriöfga- manna. PPD gagnrýndi byltingar- ráðið fyrir að hafa ekkert gert til að leysa stjórnarkreppuna. Báðir flokkar gagnrýndu Francisco da Costa Gomes forseta fyrir að kalla fund sem kommún- istar héldu til að mótmæla „verk- falli“ stjórnarinnar „mikinn sigur fyrir sósíalisma.“ Sósíalistar sök- uðu hann um hringlandahátt og gagnrýndu hann fyrir að taka af- stöðu gagnvart stjórninni sem væri ábyrg gagnvart honum. — Talsmaður Framhald af bls. 1 Blaðið segir að Thundercliffe muni efna til atkvæðagreiðslu meðal togaraskipstjóranna í tal- stöðvum þeirra til að ákveða hvar þeir skuli veiða. Tom Nielson, framkvæmda- stjóri félags yfirmanna á Hull- togurum og talsmaður félaganna I Hull, Grimsby og Aberdeen, sagði f viðtali við Mbl. í gær að hann vissi ekki til þess að skipstjór- arnir hefðu sett nokkra úrslita- kosti. Þegar honum var bent á að sjávarútvegsráðuneytið i London hefði staðfest að skiptstjórarnir hefðu hótað að fara frá míðunum ef freigátur birtust ekki innan þriggja sólarhringa, sagði Nielson að hann hefði verið í London þegar úrslitakostirnir voru settir og enginn i ráðuneytinu hefði kannazt við þá. Hann kvaðst telja að um væri að ræða einhvern til- búning blaðamanna. Nielson sagði að einu áform brezku skipstjóranna væru að veiða upp að tólf mílum. Um siglingu togaranna í suðurátt sagði hann að sennilegast væri að aðstoðarskipin hefðu úthlutað togurunum nýju veiðihólfi. Jón Olgeirsson kvaðst ætla að úrslitakostnirnir hefðu verið settir á miðvikudag en siðan dregnir til baka. — Spánn Framhald af hl« i Eftir athöfnina biðu þúsundir manna utan við þinghöllina. Þegar konungsfjölskyldan kom akandi i fylgd öflugs gæzluliðs veifuðu konungshjónin til mannfjöldans, sem fagnaði þeim með lófataki og hrópaði „Lengi lifi konungur- inn“. Allt fór friðsamlega fram í Madrid i dag og voru allar verzlanir lokaðar í tilefni dagsins. Krónprins Spánar er Pelipe de Borbon y Grecia, sjö ára sonur Juans Carlosar I. og Soffíu drottningar hans, sem er dóttir Páls Grikkjakonungs og systir Konstantíns konungs, sem nú er i útlegð. I stjórnarskrá Spánar er kveðið svo á, að krónprinsinn taki ekki við konungdómi fyrr en hann hefur náð 30 ára aldri. Beri andlát konungs að höndum áður en hann hefur náð tilskildum aldri mun rikisstjóri — einn eða fleiri — taka við stjórn landsins. — Þjófnaður Framhald af bls. 48 mun meira stolið í seinna innbrot- inu, gullhringum og ýmsu öðru verðmæti. Bæði innbrotin voru rannsökuð á sínum tíma en upp- lýstust ekki. Hins vegar hafði Jón augun opin allan timann ef vera kynni að eitthvað kæmi fram sem varpað gæti Ijósi á málin. Það var svo fyrir nokkrum dögum að hann komst á sporið og handtók konu nokkra sem viðurkenndi bæði innbrotin. t fyrra skiptið braust hún inn ásamt annarri konu en í seinna skiptið naut hún aðstoðar karlmanns við verknaðinn. Allt þetta fólk hefur áður komið við sögu lögreglunnar. r — 01 barn Framhald af bls. 48 f ferðinni. Þegar komið var niður af Hálfdán á leið til Patreksfjarðar, var komið að því að konan skyldi fæða og varð að stöðva bifreiðina meðan fæðingin fór fram. Yfir- lögregluþjónn staðarins, Páll Janus Pálsson, aðstoðaði ljós- ' móðurina og gekk fæðingin vel, en að henni lokinni var haldið rakleiðis á sjúkrahúsið hér. Lögreglan á Patreksfirði er vel búin tækjum, þar sem hér er nýlegur sjúkrabíll og ein lögreglubifreið. En i þetta skipti var sjúkrabíllinn f smá viðgerð og varð þvi að fara á lögreglubifreiðinni. Lögreglu- þjónar þeir, sem starfað hafa hér undanfarin ár, hafa þótt sýna einstakan dugnað í vetrarferðum við sjúkra- flutninga. I allar áttir er yfir erfiða fjallvegi að fara, þar sem oft eru mikil snjóalög og hálka í brekkum, og vegir þykja hér víða hættulegir. Kunna menn vel að meta störf þeirra. Núverandi lögreglu- þjónar staðarins eru Páll Janus Pálsson og Pétur Sveins- son. Páll — Elfa Björk Framhald af bls. 2 stærsta almenningsbókasafn á Norðurlöndum, og þetta var mfn stóra gæfa, því ég var þarna við alls konar störf og kynntist mörgum hliðum safn- vinnu.“ Síðan sækir hún um að komast að við bókasafnsskóla safnsins og vann jafnframt við safnið. „Þetta var alveg stór- kostleg reynsla, þvf fyrir utan allt það fólk sem maður kynnt- ist þá gat maður þarna samein- að nám og starf, teoríu og praktík". 1 desember 1973 lauk hún prófi við þennan skóla. „Eg bjóst ekkert frekar við að fara heim í bráð og ég vann því áfram f Svíþjóð.m.a. var ég eitt sumar með bókaþjónustu fyrir eiturlyfja- og áfengissjúkl- inga.“ ,„En Eirfkur Hreinn Finn- bogason, fyrrverandi borgar- bókavörður, hafði mikinn áhuga á að ráða bókasafnfræð- ing, menntaðan á Norðurlönd- um til að annast talbókasafn fyrir blinda og heimsendingar- þjónustu fyrir fatlaða, og það varð úr að ég fluttist heim og tók við þessu starfi 1. maí 1974. Og það var alveg eins og stórt ævintýri að koma heim og byrja svona starf alveg frá grunni, þótt það hafi vissulega verið erfitt.“ „Mér finnst að þessi gamla mynd af bókasafni sem ein- hverju rykföllnu, þöglu og þrúgandi mætti gjarnan hverfa," sagði Elfa Björk Gunnarsdóttir að lokum. „Bókasafn á að vera opin, lífleg stofnun, þar sem líka má tala og hlæja. Og ég held að fáar stofn- anir í þjóðfélaginu hafi breytzt jafn mikið á undanförnum árum og bókasöfnin. Þau eru ekki lengur staðir þangað sem fólk kemur eingöngu til að fá sér bækur úr hillum. Þau eru stofnanir með fjörmikilli starf- semi af ýmsu tagí, og þau eiga allt eins að koma með bæk- urnar til fólksins. Markmið bókasafns hlýtur að vera að sjá um að réttar bækur komist í réttar hendur, að bækurnar fái Vængi. Og sjálft starfið í bóka- safninu er í eðli sfnu stórkost- legt starf, því bókin getur verið góð leið að manneskjunni. Það er alltjent manneskjan sem mestu máli skiptir.“ — Rannsókn Framhald af bls. 2 velt hefi verið að leiðrétta og hann hefði aldrei snert við þessu fé. Þá væri allt tal um risnukostn- að mjög orðum aukið. „Hitt er svo annað mál,“ sagði Sigfinnur, „að það er ekki fyrir neinn mann að vinna við svona skilyrði þar sem pólitískt hatur og persónuleg öfund ráða. Hér hefur maður verið að vinna myrkranna á milli til að draga bæjarfélagið upp úr sukki og óreiðu sfðustu ára og svo fær maður svona nokkuð framan í sig. Það er t.d. ekki búið að afgreiða reikninga bæjarins frá árunum 1973 og 1974 og 5 manns eru í stöðugri vinnu til að reyna að komast til botns í þessu. En eitt er víst, að ég ætla ekki að gefast upp fyrir þessum mönnum." Sigfinnur sagði að lokum að hann hefði stefnt ábyrgðarmanni blaðsins „Fréttir" sem gefið er út í Eyjum fyrir ummæli sem blaðið hefði birt um sig. Einbýlishús til sölu gamalt einbýlishús í Vesturbænum. Stór bílskúr með hita og 3ja fasa raflögn. Stór garður. Símar 43326 — 73361 — 30662. Grundig radíófónn eykur heimilisgleðina Þetta er GRUNDIG Ballade 4, vandaður og glæsi- legur stereo radiófónn á hagstæðu verði. Viðtækið, sem er fullkomið og langdrægt, er með langbylgju, miðbylgju, stuttbylgju og FM. FM bylgjan er gerð fyrir stereo móttöku, en væntanlega hefjast stereo útsendingar útvarps áður en of langt um liður. Plötu- spilarinn, sem er af gerðinni Automatic 60, er auð- vitað stereo lika. Er hann byggður hvort heldur er fyrir einstakar plötur eða 6—7 plötur með sjálf- virkri skiptingu. Stórir, vandaðir „superphon“ há- talarar tryggja góðan hljómburð, auk þess, sem úttak er fyrir 2 viðbótarhátalara. i Ballade 4 er einnig hólf, sem nota má fyrir segulbandstæki eða plötugeymslu. — Ballade 4 er i valhnotukassa, og eru utanmál hans þessi: Breidd 133 sm., hæð 76 sm. og dýpt 36 sm. f fáum orðum sagt, Ballade 4 er fallegt og fullkomið hljómtæki með 3ja ára ábyrgð og kostar aðeins kr. 111.100,00. Við eigum einnig 3 aðrar gerðir GRUNDIG radiófóna. Væri ekki heilla- ráð að koma við og kanna málið nánar? NESCO HF Leidandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.