Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 3 Hugmyndir ASÍ 1 kjaramálum Sjá ennfremur t Reykjavtkurbréf f dag ^ í RÆÐU sem Snorri Jóns- son, varaforseti ASÍ, flutti á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins um siðustu helgi, gerði hann grein fyrir hugmyndum forystumanna ASÍ um stefnu verkalýðs- samtakanna i launamálum á næstu vikum og mánuðum. Er þar um að ræða drög að stefnumótun i efnahagsmálum, sem lögð hafa verið til fyrir miðstjórn ASÍ og endanleg afstaða verður tekin til á sam- bandsstjórnarfundi ASÍ og kjararáðstefnu i byrjun des- ember. Hér fara þessi drög að stefnumótun ASÍ á eftir en þau voru birt i kafla úr ræðu Snærra Jónssonar i Þjóðviljanum sl. fimmtudag: Fyrst koma þrjú eftirfarandi grundvallaratriði: 1. Tryggð sé full atvinna. 2. Launakjör almennings verði bætt t samræmi við það, sem aðstæður frekast leyfa og sá kaupmáttur, sem stefnt er að að ná tryggður með raunhæfu fyrirkomulagi. 3. Ráðstafanir verði gerðar til að halda dýrtíðaraukningu innan ákveðinna marka. t.d. 10—15% é ári. Til að ná fram þessum grund- vallarmarkmiðum verði m.a. gerðar reftirfarandi ráðstafanir: 0 Áhersla verði lögð á að nýta til fulls framleiðslugetu þjóðar- innar og auka á þann hátt þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjur. Sérstaklega verði lagt kapp á að auka útflutnings- framleiðslu og framleiðslu. sem sparar erlendan gjaldeyri. 0 Tekin verði þegar t stað upp aðhaldssöm stjórn t gjaldeyris- málum og komið t veg fyrir óþarfa gjaldeyriseyðslu jafnt I innflutningi, ferðalögum og öðrum greinum. Settar verði reglur um timabundnar tak- markanir og/eða breytingar á aðflutningsgjöldum á inn- flutningi á vörum sem ekki geta talist nauðsynlegar. ^ Strangar reglur verði og settar til að koma t veg fyrir undan- skot gjaldeyris og allir undan- tekningalaust skyldaðir til að skila strax og hægt er gjaldeyri fyrir útflutning, umboðslaun og þjónustustörf. 0 Dregið verði úr rekstrarútgjöld- um rtkissjóðs og óttmabærum framkvæmdum rlkisstofnana, en þess þó gætt að nauðsyn- legar framkvæmdir og félags- leg þjónusta verði ekki skert. Hagur Itfeyrisþega verði I engu skertur. 0 Skattalögum og reglugerðum verði breytt þannig. að fyrir- tæki beri eðlilegan hluta af skattbyrðinni. Fyrningum verði breytt og það tryggt. að ein- staklingar sem hafa með hönd- um atvinnurekstur greiði ávallt skatta af persónulegum tekjum sfnum. Eftirlit með söluskatts- innheimtu verði aukið. Sam- timaskattur verði tekinn upp svo fljótt sem kostur er á. 0 Vextir verði lækkaðir nú þegar og áhersla lögð á að bæta lána- kjör framleiðslufyrirtækja og þjónustugjöld opinberra aðila verði ekki hækkuð á samnings- tímanum. Allar sjálfvirkar verð- lagshækkanir verði úr gildi numdar, þar á meðal á hvers konar þjónustu og búvörum. Lög og reglur um verðlags- ákvæði og verðlagseftirlit verði endurskoðuð með það fyrir augum að ná sterkari tökum á þróun verðlagsmála. Hámarks- verð verði sett á sem flestar vörur og breytingar háðar markaðsathugunum og athug- unum á afkomu fyrirtækja. 0 Opinberir starfsmenn fái fullan og óskorðaðan samningsrétt um laun stn. Bændur hafi einn- ig fullan samningsrétt um sin launakjör. 0 Niðurgreiðslum á vöruverði innanlands verði breytt i greiðslur, sem miðist við fjöl- skyldustærð Það er, að t stað þess að greiða niður búnaðar- vörur t.d , þá fái neytendur greiðslur beint til stn, og hafi þannig frjálsara val um hvaða vörur þeir kaupa. 0 Ltfeyrissjóðakerfið verði endur- skoðað i nánu samráði við samtök launafólks með þvi markmiði, að sjóðirnir geti veitt öldruðum og öryrkjum eðlileg eftirlaun. Allir lifeyris- sjóðir veiti hliðstæðar bætur eftir þvi sem frekast verður við komið. Undirbúin verði stofn- un lifeyrissjóðs allra lands- manna. 0 Hraðað verði undirbúningi og framkvæmd yfirlýsingar fyrr- verandi rikisstjórnar frá febrúar 1974 um félagslegar ibúðabyggingar. Verðtrygging húsnæðislána umfram hóflegt vaxtalágmark verði afnumin. 0 Fólki, sem býr i sinni einu eignaríbúð, sem keypt hefur verið á siðastliðnum 5 árum, skal innan tiltekinna marka gefinn kostur á að breyta lausaskuldum sinum i föst lán, sem veitt verði með hagstæð- um kjörum. Þá skal þvi fólki einnig heimilt að minnka við sig húsnæði án þess að sölu- hagnaður verði skattlagður. 0 Bætur þeirra bótaþega al- mannatrygginganna, sem telja verður láglaunafólk, verði i engu skertar og samráð haft við verkalýðshreyf inguna um breytingar á almannatrygg- ingakerfinu. 0 Þegar ekki er lengur þörf á innheimtu sérstaks söluskatts til Viðlagasjóðs, verði sölu- skattsinnheimtan lækkuð sem þvi gjaldi nemur. Fallið verði frá ráðgerðri 800 millj. kr. lækkun á tollum um næstu áramót vegna EFTA og Efna- hagsbandalagssamninga. □ □ Yngsta skátafélagið í Reykjavík eins árs I DAG er eitt ár liðið fra stofnun yngsta skátafélagsins f Reykjavfk en það eru Hafernir, sem starfa f Fella- og Hólahverfi. Ætlar félag- ið að minnast afmælisins með tvennum hætti. Klukkan 14 f dag verður messa f Fellaskóla og ætla skátarnir að ganga til messunnar frá Hólabrekkuskóla. Prestur í messunni verður sr. Hreinn Hjartarson. I kvöld klukkan 20 I Framhald á bls. 46 Jón Ásgeirsson: Nokkur orð til viðbót- ar nokkrum orðum um tónlistargagnrýni Herra Gunnar Egilson Ástæðan fyrir siðbúinni gagnrýni minni er í umræddu tilfelli mín sök. I fyrsta lagi var ég ekki viss um hvort rétt væri af mér að fjalla um þessa tón- leika og í öðru lagi, mikið ann- ríki um sama leyti. Ég hef leitazt við að fjalla um alla tón- leika, sem haldnir hafa verið hér i Reykjavík. i nokkur skipti hefur gagnrýnin verið siðbúin af minni hálfu og í önnur skipti hefur birting dregizt af ýmsum orsökum, en tel þó að i flest skipti hafi ekki liðið óeðlilega langur timi. Þessu má kjppa í lag með þvi að ráða annan mann í minn stað. Gagnrýni er sérkennilegt fyrirbæri og i litlu samfélagi líkleg til tjóns, bæði þolanda og gagnrýnanda. Þolandinn óskar eftir þessari þjónustu og fjölmiðlar ráða menn til starfans. Reyni gagn- rýnandinn að fylgja sannfær- ingu sinni, kemst hann fljót- lega að því að æra hans er i veði, sérstaklega ef hann gerist svo djarfur að stugga við þeim, er mest mega sín. Þá er brugðið hart við og ekki talið eftir sér að beita áhrifum sinum opin- berlega til að ófrægja gagn- rýnandann og jafnvel skaða hann með alls kyns rógi (sem er ein áhrifaríkasta aðferðin í gagnrýni), þar sem mannorð og mannréttindi eru til fárra fiska metin. Að stýra milli slfkra boða verður ekki gert á annan hátt en að haga gagnrýninni svo að öllum líki vel. Þá vaknar sú spurning, hvort slík þægðar- gagnrýni yrói listinni í landinu gagnleg. Margir telja gagnrýni Framhald á bls. 32 Munið Útsýnarkvöldið á Hótel Sögu í kvöld Kanaríeyjar 1975—1976 GRAN CANARIA: Nú eru aðeins laus sæti i eftirtaldar ferðir: Brottför: 4. des. 2 vikur 25. marz 3 vikur 22. april 3 vikur Verð frá kr. 42.800,- TENERIFE: 4. jan 2 vikur 1 8 jan 2 vikur 1 feb 1 9 dagar 1 9 feb 24 dagar 14 marz 3 vikur 4 april 18 dagar Allir fara í ferð með ÚTSÝN Sýningar í Kaupmannahöfn Brottför 1 5. feb. Scand menswear fair Brottför 14 marz. Scand fashion week Brottför 23. apr Scand gold & sih/er fair. Verðfrá kr. 38 300 Frankfurt Hópferð á teppasýningu 13. —19. jan. Verð frá Bangkok og Pattaya Ógleymenleg ævintrýaferð Brottför: 1 9 des 15. feb Kenya Brottför: 13. marz Safari og vikudvöl við Costa Del Sol Páskaferð Brottför 1 4. apríl 1 8 dagar. Skíðaferðir til Lech í Austurríki Brottför 1 5. jan og 7. febr. Verð með gistingu og Vi fæði FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.