Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 Viðtal við Leif Einarsson, bónda í Nýjabæ Eftir eitt af votvirðasömustu sumr- um, sem bændur muna á Suðurlandi, þar sem þurrkadagar voru aldrei fleiri en tveir saman og fram að miðjum september höfðu slíkir þurrkflæsur að- eins komið þrisvar, er einsýnt. að bændur á Suðurlandi verða að búa sig betur undir votviðrasumrin en þeir hafa gert fram til þessa Rigningasumrin hafa komið næst- um með árvissu millibili og ætíð hafa bændur staðið uppi jafn varnarlausir og setið uppi með stórspillt hey í hlöðum, að ekki sé meira sagt Forystumenn landbúnaðarins og þeir sem tilraunum og rannsóknum stjórna á vegum þeirra hafa emblínt á stórvirka og kostnaðarsama vélþurrk- un, en ekki sinnt sem skyldi votheys- verkunum, sem þó þegar hafa verið reyndar í mörgum myndum erlendis og sumar gefizt vel í um átta ár hefi ég fylgzt með starfi Einars Guðjónssonar, fyrrum forstjóra vélsmiðjunnar Bjargs í Reykjavik, sem reynt hefur að vekja athygli á mögu- leikum heyverkunar með lofttæm- ingu Erfiðlega hefur honum reynzt að ná athygli ráðamanna um þetta áhuga- mál sitt, sem segja má að hafi tekið hug hans allan nú seinni ár Uppfinn- inga- og hugvitsmenn sjá sjaldnast árangur starfs síns og fyrir þeim flest- um hefur það legið að ganga þrauta- leið vonbrigða og að vera af samtíð sinni misskildir. Einar Guðjónsson hef- ur reynt það fram til þessa REYNSLAN ER ÓLYGNUST í þrjú ár hefur Leifur Einarsson bóndi í Nýjabæ undir Eyjafjöllum reynt þessa heyverkunaraðferð, sem byggist á loft- tæmingu heysins og var fyrst reynd í Nýja-Sjálandi, síðar í Englandi og víð- ar í samvinnu við tvo eyfellska bænd- ur, Magnús Sigurjónsson í Hvammi og Leif, hefur Einar Guðjónsson aðhæft þessa heyverkunaraðferð islenzkum aðstæðum með eigin uppfinningum, sem ég vil fullyrða að sýni nú, að 8 ára tilraunum loknum, þann árangur, að ekki verði fram hjá litið, heldur veitt athygli. Því vildi ég leggja lóð á þá vogarskál og lagði leið mína heim til Leifs bónda í Nýjabæ og bað hann að segja mér frá reynslu sinni af þessari heyverkunarað- ferð, en reynsla bóndans hlýtur að vera það, sem úr sker í sambandi við framvindu á þessum tilraunum Einars Guðjónssonar — Leifur, hver var aðdragandi þess Leifur Einarsson. Lofttæmingin að verki. Magnús Sigurjónsson bóndi f Hvammi virðir fyrir sér þjöppunina. Kól umbusareggið ? Heyverkun með lofttæmingu að þú fórst út í þessa heyverkunarað- ferð með lofttæmingu? — Aðdragandinn var sá að ég fylgd- ist með Einari Guðjónssyni í Hvammi, en þar byrjaði hann tilraunir sínar sum- arið 1 968 Fyrst hélt ég að þarna væri um venjulega votheysverkun að ræða, en þegar ég sá heyið um veturinn, sannfærðist ég um það að heyverkunin var allt önnur og vildi ég gjarnan reyna þetta Pantaði ég turn hjá Einari og fékk hann uppsettan í júlí 1 973 — Hvernig gekk að setja turninn upp og hver var kostnaðurinn þá? — Turninn er samansettur úr galvaníseruðu bárujárni og komið fyrir í hringbeygðum umgjörðum og öðru efni Á þriðja degi höfðu þrír menn reist turninn og þótti mér verkið ganga ótrúlega vel Turninn er rúmlega 6 m í þvermál og um 4 m á hæð og reiknast mér að það fari um 3 hestar í rúm- metra, þannig að turninn taki um 360 hesta Kostnaðurinn var ótrúlega lítill eða aðeins rúmlega 1 50 þúsund krón- ur — Það er hvasst oft hér undir fjöll- um Hefur ekki reynt á að turninn gæti fokið, þar sem hann er næstum laus á jörðinni? — Það eru stög á turninum, sem eru óþörf nema þegar hann er tómur, seinm part vetrar og á vorin Ef þess er gætt að hafa stögin á turninum og að þau séu vel frá gengin, þá tel ég enga fokhættu vera með hann. — Hvermg heyjar þú í turninn? I sumar heyjaði ég í turninn í sinn og hafði þá rekið mig á Byrjað að hevia í turninn bremur döqum eftir að byrjað var að reisa hann. Turninn fullur af grasi og frágenginn fyrir veturinn. þriðja einkum tvennt, sem ég þurfti að að- gæta í fyrsta lagi að láta í turninn aðeins nýslegið hey og í öðru lagi að lofttæma eins fljótt og hægt var að hverri hirðingu lokinni. Því keypti ég mér í vor sláttutætara og vagn, en sláttutætarinn slær upp á vagninn Áður hafði ég slegið fyrir hverja hirð- ingu í turninn og oft of mikið, þannig að það hey skemmdist, hitnaði í því og lá stundum til skemmda Einnig fannst mér eins og með aðra votheysverkun að bezt væri að hirða í turninn gras- þurrt hey, en það var aldrei hægt í sumar og verður því spennandi að vita hvernig verkunin á heyinu verður í vetur Sumarið 1974 byrjaði ég að heyja i turninn seinni partinn í júni og á 9 dögum fyllti ég hann með 5 fyllingum, en það er einmitt einn af kostunum með þessari heyverkunarað- ferð, að það er hægt að halda stöðugt áfram, þvi með lofttæmingunni sígur heyið svo hratt, — þjappast svo vel saman — Lofttæmingu segirðu, — hvað er það? — Lofttæmingin virkar sem pressa á heyið og er gengið þannig frá turnin- um að hann sé þéttur. Á efri brún geymisins er U-mynduð renna. í þessa rennu er settur jaðarinn á plastdúk sem nær að fylgja eftir heysigi allt niður að miðju turnsins. Plastið er síðan þétt í U-rennunni með gúmmí- slöngu, sem er blásin út í rennunni til þéttingar Lofttæmingarslangan er sett i miðjan dúkinn síðan tengd sogdæl- unni Það tekur einn mann um klukku- tima að koma þessu fyrir, en þess ber að geta að enn þá er Einar að full- komna þennan útbúnað og reyna kraft- meiri sogdælur. Mér hefur nú dottið í hug að nota mætti haugsugurnar, sem margir bændur eiga í dag og eru ónotaðar á sumrin, einmitt sem slíkar sogdælur — Leggur Einar þér til vélar sem hann vinnur að í þessu sambandi? — Já, lofttæmingardælu eða sog- dælu, sem hann smíðaði sjálfur og ýmislegt fleira sem hann er að reyna, t d hnífur til að ná upp heyinu, sem líkist hjólsög og núna er hann að vinna að því að sogdælan geti þjónað þvi hlutverki á veturna að flytja heyið inn i fjós Einar hefur unnið að þessu hérna hjá mér með óvenjulegum áhuga og lagt fram eigin fjármuni og mér Iiggur við að segja nær ótakmarkaðan tíma Hann vinnur að þessu með heil bænda i huga en virðist fá litlar undir- tektir Ég Tninnist þess t d ekki að neinir búfráeðirpehntaðir 'nripnh háfi komið hingað til að kynna sér þesSa heyverkunaraðferð, þó ég viti að Einar hafi margt gert til að reyna vekja at- hygli á þessu — Finnst þér þá að rannsóknastofn- anir landbúnaðarins eigi að sinna þessu? — Mér finnst að sérstaklega þurfi að sinna einmitt þessu í sambandi við búskapinn, því í rauninni er ekkert meira virði fyrir okkur bændur en að ná góðum heyjum og vera ekki eins háðir sól og regni og við höfum verið fram til þessa Þess vegna tel ég ástæðu til að rannsaka allt i sambandi við heyverkun, hvað lítið sem það er, sem gæti dregið úr kjarnfóðurgjöf og bætt öryggi við heyöflun. Það hlýtur að vera áhugavért fyrir alla sem hafa áhuga á landbúnaði og vinna við hann — Hver er reynsla þín af þessu heyi sem fóðri á veturna? — Hún er ótrúlega góð Kýrnar sækjast beinlínis eftir þessu fóðri og er þar ekkert annað fóður sem ég veit um til samjöfnunar Jafnhliða þessari hey- verkun er ég með þurrhey og sýru- verkað vothey, svo ég hef nokkurn samanburð Spilið sem lyftir þakinu. — Er engin sýra notuð með þessari lofttæmingaraðferð? — Nei, aðeins grasið eins og það kemur fyrir Nú svo er grasið án lyktar og með grænum lit, hafi mér tekizt lofttæmingin eins og varð sumar- ið 1974. Af þessu góða heyi í fyrra vetur gaf ég 30 kúm frá miðjum desember í annað málið og entist það fram i miðjan apríl Minnkaði ég fóður bætisgjöf um helming og fann ég ekki að það kæmi að sök, en þegar ég hætti að gefa þetta fóður og gaf aðeins þurrhey minnkaði nytin í kúnum um 20% þótt ég yki fóðurbætisgjöf og reyndi að vanda til fóðursins eins og bezt ég kunni — Nú höfum við einkum rætt um það jákvæða við þessa heyverkunar- aðferð, en hvað virðist þér þá vera erfiðast? — Það er líkt og með aðra súrheys- verkun að erfiðast er að gefa á veturna og þó öllu erfiðara með þessari aðferð. því heyið er svo fast, næstum eins og jarðvegur Það væri til mikilla bóta ef það verkefni, sem Einar vinnur nú að í sambandi við losun á heyinu, gæfi árangur. — Hver er að þinum dómi helzti munur á þessu heyi og venjulegu súr- heyi? — Það er því miður órannsakað, en kýrnar mínar fullvissa mig um ágæti heys, sem er verkað með lofttæmingu Þeim finnst það hey miklu lystugra en venjulegt sýruverkað hey, jafnvel þó það sé mjög vel verkað í sambandi við þennan samanburð má líka minnast þess hversu langan tíma það tekur að fylla venjulegan súrheysturn og svo að í mesta lagi 3/4 hlutar turnsins nýtist en með lofttæmingaraðferðinni er auð- velt að fylla turninn alveg með um 5 fyllingum eins og ég hef áður vikið að, en það er hægt vegna þess að Einar hefur smíðað sérstakt spil til að lyfta upp þakinu um 70 sm. — Hefur þú prófað að gefa þetta hey, sem þú verkar með lofttæmingu eingöngu? — Nei, en ég sé ekkert því til fyrir- stöðu Vinnan við að gefa heyið er það mikil enn sem komið er, að ég hef ekki treyst mér til að gefa það nema i annað málið — Þegar þú lítur til liðins rigninga- sumars. Mætti ég þá spyrja þig, hefðir þú getað þurrkað þetta hey, sem þú hefur í turninum? — Ég var við heyþurrkun þessa fáu þurrkdaga í sumar, svo það hefði varla orðið, en það gleymist of oft hjá bænd- um hvert fóðurgildi heysins er og með tilliti til þess hversu nauðsynlegt er að finna hentuga aðferð við votheysverk- un. Vinnan er raunar mun meiri við að gefa á veturna, en þar á móti kemur minni vinna á sumrin við heyöflunina og það sem gerir gæfumuninn að mínum dómi Svo miklu betra fóður. Þessi var reynsla Leifs Einarssonar, bónda í Nýjabæ, og reynslan er ólygnust. Á heimleiðinni varð mér hugsað til Einars Guðjónssonar og hans áhuga á málefnum bænda. Þetta virtist svo einfalt og auðskilið heima i Nýjabæ Mikill sparnaður í vélakaup- um, minni troðsla á túninu, engar áhyggjur við heyverkunina á sumrin, — sumarfrí hjá bændum seinni part sumars, betra fóður, sparnaður í fóður- kaupum um milljónir, sparnaður í oliu- eyðslu um milljónir, — og allt í gjald- eyri, hraustari kýr að vetri og betri mjólk. Hvers vegna er þetta ekki reynt með tilraunum á vísindalegan hátt og fóðurgildi heysins kannað? Er þessi heyverkunaraðferð ef til vill eins og Kólumbusareggið, sem enginn gat látið standa upp á endann á vísindalegan hátt, en Kólumbus gat það og Einar Guðjónsson heldur sitt strik, — með sinum tilraunum og ódrepandi áhuga Reynsla Leifs Einarssonar bónda í Nýjabæ kallar á það, að þessum til- raunum sé gaumur gefinn í alvöru Halldór Gunnarsson Grasskurðarvélin, sem Einar Guðjónsson vinnur nú að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.