Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 Minning: Haraldur Jónsson kennari og hreppstjóri F. 6. júlf 1901. D. 13. nóv. 1975. Haraldi kynntist ég, er ég kom að Suður-Vík í Mýrdal fyrir rúm- um 50 árum. Þar mun hafa verið eitt af mannflestu heimilum landsins og fólk á öllum aldri. Sumir höfðu verið þar áratugi. Haraldur var meðal hinna ungu, aðeins 2 árum eldri en ég. Hann vakti strax athygli mína. Hann var öðrum hæglátari, laglegur, með mikið þykkt hár og óvenju björt og íhugul augu. Og er hann hafði Iokið máltíð, hallaði hann sér á rúm sitt með bók. Ég hélt að hann væri með spennandi skáld- sögu, en sá, er ég leit á hana, að hún fjallaði um sögu Egypta og var á ensku. Og hvar hafði hann lært ensku. Jú, hann hafði verið í Flensborg. Og nú var hann að lesa fræðibók á ensku. Ilann hlaut því að hafa notað enskutímana vel. Ekki lét hann mikið yfir því. En seinna sagði skólabróðir hans mér, að Haraldur og Kristinn Andrésson hefðu skarað framúr. — Nokkrum árum síðar tók Haraldur svo kennarapróf. Og upp frá því varð kennsla hans aðalstarf. Lengst af í Breiðavíkur- hreppi á Snæfellsnesi. Og þar kvæntist hann Guðrúnu Eiríks- dóttur, bónda í Gröf. Og þar sett- ist hann að, og var kennari þar til fyrir fáum árum, og hreppsfjóri frá 1942 til dauðadags. Þau Guðrún eignuðust 5 börn. Tvö þeirra eru kennarar: Þor- björg á Akranesi og Helgi við háskólann í Oslo. En hann mun vafalaust vera lærðastur ís- lendinga í slafneskum málum. Eiríkur sonur þeirra, rennismið- ur, og búsettur í Reykjavík, Ingi- björg vestra, og Hallsteinn tók við búi að Gröf fyrir nokkrum árum, er Haraldur lét af búskap, eftir að hafa misst konu sína. Haraldur fæddist að Hörgslandskoti á Siðu, og var Skaftfellingur í báðar ættir. Þær skulu ekki hér raktar. En sjálfur sannaði hann, að hann var góðra ætta afkomandi. Eins og flestir upp úr aldamót- um, ólst hann upp við sveitastörf. Og þau stundaði hann þar til hann gerðist kennari. Og öðrum þræði með kennslunni, eftir að hann kvæntist. En áhugamál hans voru á allt öðru sviði. Til háskóla- náms hafði hugur hans staðið. Og þangað hefði námsleið hans átt að liggja. Þar átti hann heima. En svo var samviskusemi honum samgróin að ég er þess alveg full- viss, að hann hafi aldrei á ævinni kastað höndum til nokkurs verks, hversu leiðinlegt sem honum kynni að hafa þótt það. Ekki var Haraldur þó gallalaus. Hann var mjög hlédrægur. Synd- samlega hlédrægur, sagði ég hon- um stundum. Nærri er sanni hygg ég, að ég hafi þekkt Harald flest- um betur. Frá árinu sem við vor- um saman í Vík, skrifuðumst við á. Og á mínu heimili hélt hann til síðustu 3—4 áratugina, er hann kom til borgarinnar, þar til sonur hans settist hér að. Og meðan hann var að afrita ferðabækur Sveins Pálssonar, og síðan dag- bækur hans, dvaldist hann stund- um vikum saman á heimili mínu. Og eins og að líkum lætur var um margt spjallað. Eitt sinn hjóluð- um við til sumarvinnu norður á Siglufjörð. Ferðin tók okkur 10 daga, því að við gáfum okkur tíma til skoðunar. Og í fylgd með Haraldi var við fleira staldrað en gengur og gerist. Við fórum Kaldadal. Og hann bar nafn með rentu daginn þann, en við ekki meira en mátulega vel búnir. Bjuggumst við að hjóla okkur til hita. En svo fast blés ,,Norðri“ móti okkur, að við urðum að leiða hjólin nema spotta og spotta, þar sem vegur var bestur. Enda vor- um við 17 tíma frá Hrauntúni að Húsafelli. Og gott þótti okkur þar að koma, vel þreyttum ferðalöng- um. En þótt svölu gustaði af jöklum móti okkur, var hitt þó verra miklu, að I Sandkluftum var sand- bylur svo svartur, að við sáum aðeins fáa faðma fram. Og hefð- um við ekki haft áttavita og kort, hefðum við elt hjólför eftir bíl. En Haraldur skoðaði kortið nokkrar mínútur með áttavitann í hendinni og komst að raun um, að hjólförin lægju i ranga átt, og ákvað svo líklega stefnu. Og er við komum út úr bylnum, vorum við á réttrí leið. En það var glögg- skyggni Haralds að þakka, en ekki minni. Er ég var í Vík, var Haraldur áreiðanlega byrjaður að vinna fyrir veðurstofuna að regn- mælingum. Og um tugi ára hafði hann á hendi eftirlit með Snæfellsjökli. Mælingar á þvi, hve mikið hann hopaði undan hlý- viðrinu. Og líklega má i efa draga, að nokkur hafi þekkt Snæfells- jökul betur en hann. Þangað átti hann margar ferðir, ýmist einn eða með ferðamönnum, oftast erlendum. Og með Jóni Eyþórs- syni veðurfræðingi var hann við mælingar á Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökli. En þeir Jón voru miklir vinir. Eins og áður segir, afritaði Haraldur ferðabækur Sveins Pálssonar. En í það hefði enginn lagt nema brynjaður þolinmæði. Og þeim einum hent, er mikla hæfni hafði til glímu við erfið handrit. Og verkið sannaði, að Haraldur hafði hvort tveggja til að bera. Pálmi rektor Hannesson sagði mér að Haraldur hefði leyst verkið af hendi með svo miklum ágætum, að hann efaðist um, að þar skeikaði staf. Enda var hann síðar fenginn til að afrita dagbæk- ur Sveins. Og að því, er ég best veit, að ósk Vilmundar Jónssonar, fyrrverandi landlæknis, þess fjöl- hæfa ágætismanns. Og fjallaði hann um læknisfræðilegu til- vitnanirnar. Og byrjaður var Haraldur á veðurbókum Sveins. En þar er vafalaust að finna athyglisverðar veðurfræðilegar upplýsingar. Skaði, að Haraldi skyldi ekki endast aldur til að ljúka því verki. Og er hann kom hér um daginn virtist sá möguleiki eins líklegur. Það var engan slappleika á hon- um að sjá. Og síst datt mér í hug, að það væri síðasta skipti, sem við sætum andspænis hvor öðrum, og röbbuðum um daginn og veginn. Hann var hinn sami Haraldur, sem var að lesa sögu Egypta, dag- inn, sem ég kom að Suður-Vik, — aðeins eldri að árum, lífsreyndari, með gildari sjóð þekkingar og skilnings, meiri hugsuður, en annars sami hægláti ágætisdreng- urinn, með sömu björtu íhugulu augun, og sömu sindrandi kímnina, er hann opnaði ,,skel- ina“. Og það gerði hann oftast, er við vorum saman. Og stundum læddist þá með ein og ein „létt- lynd“ staka. Þau 50 ár, sem ég þekkti Harald, minnist ég þess ekki, að honum hafi nokkru sinni hrotið blótsyrði af vörum, né misjafnt orð um nokkurn mann. Hafði hann þó stórt skap, en óvenju vel tamið. Og enginn mannlegur máttur hefði fengið hann til að hvarfla frá því, sem hann taldi rétt vera. Aldrei minntist hann á, að hann hefði haft löngun til að halda áfram námi, en kannaðist við að svo hefði verið. Sig hefði langað að lesa náttúruvísindi eða læknis- fræði. Og líklega hefði það orðið læknisfræði. Hryggilegt er að honum skyldi ekki auðnast það, því að enginn vafi leikur á, að líkur eru til, að hann hefði orðið afburða læknir með sina takmarkalausu sam- viskusemi og samúð, ásamt skarpri athyglis- og ályktunar- gáfu. Leiðir hafa skilist. Horfinn er úr hópnum maður, sem aldrei steig á nokkurs manns strá, og hafði sig aldrei f frammi, svo að hvorki hann né samfélagið naut nema brots af fjölþættum og skörpum gáfum hans. Fari hann vel minn kæri vinur, og ég þakka honum fyrir árin eitt og fimmtíu. Nú hefur hann lifað dauðann. Og ég óska honum ein- ungis, að hann megi njóta hæfi- leika sinna á nýjum Ieiðum. Þá mun margt gott í götu hans gróa og aðrir með honum njóta. Söknuð nánustu ættingja munu bjartar minningar milda. M.Sk. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur gre'in, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. „Kampavíns- njósnarinn” — eigin frásögn Wolfgangs Lotz KOMIN er út í íslenzkri þýðingu frásögn af njósnaferli eins kunn- asta njósnara, sem nú er á lífi, Wolfgang Lotz, skráð af honum sjálfum. Bókin nefnist „Kampa- víns-njósnarinn“. Hann segir f formála að bók- inni: „Þetta er sönn frásögn af dvöl minni f Egyptalandi, þegar ég starfaði þar sem njósnari tsraels. Hér er aðeins byggt á staðreynd- um og er frásögnin þvf ólík mörg- um, ýktum lýsingum á starfi mínu, sem birtust í heimsblöðum á sínum tíma. Að sjálfsögðu er enn um ýmis atriði að ræða, sem verða að fara leynt, og er þvf ekki hægt að greina frá þeim, en stað- reyndum um starfsemi mína og reynslu er annars í engu breytt, aðeins fáeinum nöfnum, til að vernda vini og saklausa aðila, sem ég vil ekkert mein gera. Sums staðar hef ég notað afrit réttar- skjala sem viðauka við frásagnir af ýmsum atburðum, svo og frétt- ir dagblaða, bréf og skjöl, til að skýra einstaka þætti starfsemi minnar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka útgefendum bókarinnar og einkum Anthony Masters og Jeremy Robson ágæta samvinnu við að búa hana til prentunar.” Bókin er 188 bls. að stærð. Ot- gefandi er Skuggsjá. útfaraskreytlngar btémouol Groðurhúsið v/Sigtún sími 36770 + Faðir okkar, JÓHANN BJARNI JÓSEFSSON yistmaður á Hrafnistu sem andaðist i Landakotsspítala 21 nóv s I. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkiu þriðjudagmn 25 nóv n k kl 10 30 f h Kristjana Johnson, Þorgrímur Jóhannsson. t JÓN BJÖRNSSON, verkstjóri, Fornós 10, Sauðárkróki. varð bráðkvaddur að heimili sinu 1 3 nóv s I Útförin hefur farið fram Fyrir hönd aðstandenda. Helga Sigurðardóttir. t Bróðir okkar, ADOLF FERDINAND JÓNSSON, lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar, 20 nóvember Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðrún Jónsdóttir. t Okkar hjartanlegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ARNLEIFAR EINARSDÓTTUR, Skeggjagötu 8. Fyrir hönd vandamanna Hulda Guðrmindsdóttir. Hjalti Guðnason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir mín, INGIBJÖRG FELIXDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Blámýrum i Ogurhreppi, andaðist 13 nóvember s.l Jarðarförin hefur farið fram Þökkum auðsýnda samúð Tryggvi Valdemarsson, Guðrlður Ólafsdóttir, Kristin Valdemarsdóttir, Bergur Haraldsson, Sigríður Valdemarsdóttir, John Petersen, Valdemar Valdemarsson, Sigriður Aðalsteinsdóttir, Brynhildur Jónasdóttir, Markrún Felixdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, JÓN GÍSLASON, verzlunarmaður, frá Siglufirði, sem andaðist 16 þ m. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, mánudag- mn 24 nóvember kl 3 e h. Ástriður Reykdal, Helga Gisladóttir, Siguriina Gisladóttir, Soffia Gisladóttir. t Við viljum þakka allan þann styrk hlýhug og samúð, sem okkur var sýnd við fráfall ástkærrar dóttur okkar, systur og barnabarns DÓRU MARGRÉTAR Alda Bragadóttir, Björn Ingi Björnsson, Steinunn Inga Björnsdóttir, Ingibjörg Stephensen, Dóra og Bragi Brynjólfsson, aðrir vandamenn. f Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, mannsins mins, föður, tengdaföður og afa okkar SÓLBERGS Á. EIRÍ KSSONAR Una D. Sæmundsdóttir. Vilborg Sólbergsdóttir, Kolbeinn Jakobsson, Eiríkur Kolbeinsson. Ólafur Kolbeinsson. + Útför VALGERÐAR ÞORVARÐARDÓTTUR Miklubraut 78. verður gerð frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 25 nóv. kl. 1 3 30 Guðmundur Bjarnason, Edda Ingólfsdóttir, Valgarður Bjarnason. Jóna Gunnarsdóttir, Þorvarður Þorvarðarson, Hjörtur Þorvarðarson, Kristján Þorvarðarson Jón Þorvarðarson. Svanhildur Þorvarðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.