Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976.
17
Armann
Islands-
meistari
í körfu-
knattleík
1976
Islandsmeistarar Ár-
manns, fremri röð frá v:
Jón Björgvinsson. Atli
Arason. Jón Sigurðsson.
Haraldur Hauksson. Guð-
steinn Ingimarsson. Aftari
röð frá v: Ingvar Sigur-
björnsson þjálfari. Guð-
mundur SÍRurðsson. Björn
Christenssen. Jimmv Rog-
ers, Sigurður InRÓlfsson.
Birgir Birgirs, Björn
Magnússon. Sveinn Christ-
enssen. Hallgrímur Gunn-
arsson.
Flensan lagði Svavar
og iiísli lagði Viðar
Gísli Þorsteinsson hefur náð fastataki við gólf á andsta>ðiniíi
sínum og þá var ekki að sökum að spvr.ia.
ÍSLANDMEISTARAMÓTIÐ í
opnu flokkunum I júdó var háð í
fþróttahúsi Hagaskólans á laugar-
daginn og voru þátttakendur alls
33 talsins. Islandsmeistarar urðu
Gísli Þorsteinsson, Ármanni. í
karlaflokki ok Þóra Þórisdóttir.
Ármanni. f kvennaflokki. Þess
má geta. að Islandsmeistarinn frá
í fvrra. Svavar Carlsen. JFR.
varði ekki titil sinn. Svavar. sem
hefur verið nær ósigrandi hér
innanlands undanfarin ár fann
nú ofjarl sinn. Var það flensan
sam lagði Svavar svo heiftarlega í
rúmið að hann gat ekki varið
titilinn.
í opnum flokki karla voru
keppendur 20 og var hart barizt.
Röð efstu manna varð þessi:
1. Gísli Þorsteinsson Á
2. Viðar Guðjohnsen Á
3. Sigurjón Kristjánsson JFR
3. Halldór Guðbjörnsson JFR
Þeir Gísli og Viðar glímdu til
úrslita og stóð viðureign þeirra
heila lotu eða 10 mínútur. Gísli
hafði yfirhöndina og vann á 7
stigum. Er Gísli orðinn geysilega
öflugur júdómaður og Viðar
sömuleiðis. þótt hann sé aðeins 18
ára. Athygli vekur að Halldór
Guðbjörnsson skuli ná svona
langt því hann keppir í léttmilli-
vigt og er afar fátítt að keppendur
í svo léttum flokkum nái langt í
opnu flokkunum, þar sem allir
keppa við alla alveg sama hver
þvngdin er.
I opna flokknum hjá konunum
voru keppendur 13 talsins. Röð
efstu stúlknanna varð þessi:
1. Þóra Þórisdóttir Á
2. Anna Lára Friðriksd. Á
3. Rósa Össurard. Gerplu
3. Magnea Einarsdóttir Á
í þessum flokki hafði Þóra
mikla yfirburði og sigraði verð-
skuldað. Þóra bar einnig sigur úr
býtum í þungavigt íslandsmótsins
um fyrri helgi og þá lagði hún að
velli danska meistarann i grein-
inni. Conny Kristjánsson. sem
keppti sem gestur. — SS.
Eru 50 metrar á viku
ofmikið eða lítið?
Einarðar umrœður um íþróttir og fjöl-
miðla í ráðstefnu íþróttafréttamanna
— NJÓTA íþróttir forréttinda
fram yfir annað fréttaefni hjá fjöl-
miðlum. Er skrifað of mikið eða of
lítið um iþróttir. Hver eru viðhorf
íþróttahreyfingarinnar til fjölmiðla
og gagnstætt. Allar þessar spurn-
ingar komu til umræðu á ráð-
stefnu Samtaka íþróttafrétta-
manna um íþróttir og fjölmiðla
sem haldin var á laudardaginn.
Allsnarpar umræður urðu á köfl-
um á ráðstefnu þessari, en jafnan
voru þær málefnalegar og bar ráð-
stefnugestum saman um það í lok
ráðstefnunnar að hún hefði verið
til mikils gagns fyrir báða aðila og
lýstu yfir áhuga sinum á að halda
slika ráðstefnu aftur á næsta ári.
Ráðstefnan var allvel sótt, en til
hennar hefði verið boðið fulltrúum
frá ÍSÍ, UMFÍ og sérsamböndum
ÍSÍ Að vísu vantaði fulltrúa frá
nokkrum sérsambandanna, en mjög
mikið var um að vera á íþróttasvið-
inu á laugardaginn, er ráðstefnan
var haldin.
Flestir fundarmanna tókutil máls á
ráðstefnunni og gerðu grein fyrir
afstoðu sinni til fjölmiðlanna og
urðu iþróttafréttamenn fyrir tölu-
verðri gagnrýni sem þeir svöruðu í
íömu mynt og töldu að samskipti
þeirra við iþróttahreyfinguna væru
um' of einhæf. Leitaði hreyfingin
yfirleitt ekki til þeirra i öðru skyni en
að koma á framfæri upplýsingum
um mót og leiki fyrirfram Forystu-
mennirnir töldu margir að íþrótta-
fréttir fjölmiðla væru of einhæfar
bundnar við þær iþróttagreinar sem
taldar væru vinsælastar sérstaklega
knattiþróttirnar Þeir tölu iþrótta-
fréttamenn sýna íþróttastarfinu lít-
inn áhuga og oft kæmi fram hrein
vanþekking þeirra á þeim málum
sem þeir væru að fjalla um Þá bar
aðstöðuleysi iþróttafréttamanna á
góma og var bent á að aldrei væri
hugsað um að búa þeim aðstöðu við
gerð iþróttamannvirkja og væru því
þeir yfirleitt á hrakhólum Auk þess
var einnig bent á að iþróttafréttalið
fjölmiðla er yfirleitt mjög fámennt
og einstökum íþróttamönnum
ætlað að skrifa um allar greinar
iþrótta og skila fréttum frá sér á
skömmum tíma.
Könnun á vinsældum iþróttaefnis
i fjölmiðlum kom mikið til umræðu
og voru ráðstefnugestir sammála
um að þar hefði ekki sannleikurinn
komið í Ijós, og niðurstöður hefðu
að auki beinlinis verið rangtúlkaðar
Bent var á að iþróttaefni í fjölmiðlum
væri eitt vinsælasta efni yngri kyn-
slóðarinnar, en til hennar hefði um-
rædd könnun ekki tekið Töldu
margir ráðstefnugestrr að könnun
þessi hefði verið hreint kák, þar sem
aðstandendurnir hefðu beinlinis gef-
ið sér niðurstöður fyrirfram.
Ekki voru þó allir á þessp máli
Páll Heiðar Jónsson, dagskrárfull-
trúi- hjá Ríkisútvarpinu, fjallaði i
framsöguerindi um forgang iþrótta i
fjölmiðlum. og taldi hann fjölmiðl-
ana Ijá iþróttunum alltof mikið rúm
Væru íþróttirnar sér á báti að þvi
leyti að á þvi sviði störfuðu sérhæfð-
ir fréttamenn og væri það meira en
hægt væri að segja jafnvel um und-
irstöðuþætti atvinnulífsins. Páll
hafði meðferðis á ráðstefnuna úr-
klippur úr dagblöðum eina viku, og
hafði hann limt þær saman i eina
lengju sem mældist 50 metrar
Færði Páll heiðar ÍSÍ úrklippulengju
þessa að gjöf
Stjl
Nokkrir þátttakendanna á ráðstefnu íþróttafréttamanna. með hluta af íþróttafréttum daghlaóanna
síðastliðina viku á milli sin. (I.iósm. RAX)
FH og Fram
leika í kvöld
BÚIÐ er art ákveda hvenær
leikir í 8-liúa úrslitum hikar-
keppni HSl fara fram. Allir
leikirnir fara fram í Laugar-
dalsholl og átti sá fvrsti að
fara fram í gærkvöldi. leikur
Víkings og Gróttu. I kvöld
veröur svo aöal leikurinn. viö-
ureign Islandsmeistara FH og
Fram. Hefst leikurinn klukk-
an 20,15. Annað kvöld verða
tveir leikir á dagskrá í I.augar-
dalshöil. Valur mætir Fvlki
klukkan 20,15 ogKR mætir IR
klukkan 21.30.