Morgunblaðið - 30.03.1976, Page 38
22
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976.
Badmintondómara-
félag stofnað
MIÐVIKUDAGINN 3. marz s.I.
stofnuðu dómarar í hadminton
með sér félag. Félagið mun vinna
í samráði við B.S.I. að málum bad-
mintondómgæzlu og sjá um að
ætíð sé nægur fjöldi dómara til í
landinu. Félagið mun því skipu-
leggja nokkur dómaranámskeið
nú á næstunni, og það fyrsta var
haldið á Siglufirði helgina 20. og
21. marz n.k. en þá fer fram Ung-
lingameistaramót íslands í bad-
minton. Annað dómaranámskeið
verður að öllum líkindum i
Reykjavík í þessum eða næsta
mánuði, en það mun verða aug-
lýst síðar.
Félagið mun í framtíðinni
halda dómaraþing a.m.k. einu
sinni á ári, en þá koma badmin-
tondómarar saman, samræma
túlkun á leikreglum og skipu-
leggja dómarastörf.
Formaður dómarafélagsins er
Sigfús Ægir Árnason, en með'
honum eru í stjórn: Grétar Snær
Hjartarson, Sigurður Haraldsson.i
Jóhann Hálfdánarson og Árni
Sigvaldason. Þeir sem hafa hug á
að ganga í félagið en hafa ekki
gert það enn, eru beðnir að hafa'
samband við formann þess í símaí
33887. Stofnfélagar teljast allir
þeir sem ganga í félagið á þessu
ári.
Myndasamkeppni um
Ólympíuleikana
ÍÞRÓTTAKENNARAFÉLAG
íslands hefur ákveðið að efna til
myndgerðarsamkeppni milli
skólanemenda á aldrinum 9—12
ára og 13—15 ára í tilefni
Ólympíuleikana 1976. Þátttakend-
ur skulu í verkum sínum fjalla
um íþróttir og eðli og gildi
Ólympíuleikanna. Veitt verða
þrenn Verðlaun fyrir beztu verkin
í hvorum aldurshópi að mati dóm-
nefndar og verða þau í fvrsta lagi
flugferð til Færeyja með Flug-
leiðum, í öðru lagi ELAN-skíði
sem verzlunin Sport hefur gefið
og í þriðja lagi bækur.
Stærð myndanna skal vera
30x40 sentimetrar sem lágmark
og er þátttakendum frjáls notkun
á efni og tækni.
Skilafrestur i samkeppninni er
til 1. maí n.k.
Dómnefnd skipa þeir Halldór
Þorsteinsson, Hörður Ingólfsson
og Þórir Sigurðsson, og skal skila
myndunum til Iþróttakennara-
félags Islands, Klapparstíg 16.
Reykjavík.
Hár yetraunavinningur
HJA dönsku getraununum hefur
undanfarin ár gengið illa að koma
þátttökunni upp á sama stig og er
í Noregi og Svíþjóð. Hafa Danir
verið hálfdrættingar á við Norð-
menn. enda notað danská kapp-
leiki svo sem hægt hefur verið.
Með fjölgun leikja á danska get-
raunaseðlinum í 13 leiki var re.vnt
að fá fram hærri upphæðir í
f.vrsta vinning. og í byrjun
febrúar kom fram ein röð með 13
réttum og varð vinningurinn
904.000 danskar krónur. eða sem
svarar til 25 millj. ísl. krónum.
Stefán Hallgrlmsson — farinn í æfingabúðir til Spánar ásamt félaga
sfnum úr KR, Erlendi Valdimarssvni.
Frjálsíþróttaíólk
í æíingááðír
NU I vikulokin fara þrír íslenzkir
frjálsíþróttamenn utan til æfinga.
Eru það þeir Stefán Hallgríms-
son, KR, og Erlendur Valdimars-
son, KR, sem báðir fara til Spánar
og munu dvelja í æfingabúðum
finnska frjálsíþróttasambandsins
á Malaga um hríð, og Friðrik Þór
Óskarsson, sem fer til Vestur-
Þýzkalands til æfinga. Verða því
alls átta islerizkir frjálsíþrótta-
menn erlendis á næstunni við
æfingar sínar Fyrrnefndir þrír,
Guðni Halldórsson og Hreinn
Halldórsson, sem eru í Vestur-
Þýzkalandi Li!ja Guðmundsdótt-
ir, sem er í Svíþjóð, og þeir Ágúst
Ásgeirsson. Siefús Jónsson og Vil-
mundur Vuh.i dmsson. sem eru í
Englandi. Þegar kemur lengra
fram á vorið munu sennilega
fleiri bætast við. Stendur til að
þau Ingunn Einarsdóttir og Jón S.
Þórðarson fari þá til Spánar, og
eins er líklegt að Óskar Jakobs-
son, spjótkastari úr IR, fari utan í
æfingabúðir.
Þeir Hreinn Halldórsson og
Guðni Halldórsson hafa æft af
kappi síðan þeir fóru til Vestur-
Þýzkalands, en ekki tekið þátt í
mótum. Guðni er nú á förum til
Englands þar sem hann mun æfa
með hinum þekkta kúluvarpara
Capes. Kynntist Guðni honum á
Evrópumeistaramótinu innan-
húss í Múnchen, og varð að ráði
að Guðni færi til hans til æfinga.
HANDKNATTLEIKSMENN Knattspvrnufélags
Akurevrar voru á ferð hér svðra um fvrri helgi og
léku þá tvo leiki, við KR og Breiðablik. Var leikur
KA við KR mjög veigamikill fvrir liðið þar sem
það var á toppnum í 2. deildinni hefði sigur unnist.
En innflúensan setti strik f reikninginn fvrir
Norðanmenn og nokkrir af fastamönnum Iiðsins
gátu ekki leikið með. Við liðstjórninni tóku þeir
Sveinn Sveinsson, fvrrum kunnug handknattleiks-
maður með Fram og Daníel Hálfdánarson, sem
gert hefur garðinn frægan með knattspvrnuliði
Hauka. Er Sveinn lengst til hægri á mvndinni, en
Danfel er annar frá vinstri. Milli þeirra situr
landsliðsmarkvörðurinn f knattspvrnu, Arni
Stefánsson, en hann var kallaður austan frá
Iþróttakennaraskólanum að Laugarvatni til þess að
leika með KA liðinu. Lengst til vinstri á mvndinni
er svo Ármann Sverrisson, einn efnilegasti hand-
knattleiks og knattspvrnumaður Akurevringa. Þótt
hann stæði fvrir sínu tapaði KA hinum mikilvæga
leik við KR og þar með mátti heita að endi væri
hundinn á vonir liðsins um sigur f 2. deildar
keppninni í ár og sæti í 1. deild að ári.
Steinunn og Sigurður
sigruðu nokkuð örugglega
UM fyrri helgi, dagana 21. og 22.
marz fór fram punktamót ung-
linga á skíðum á Isafirði. Var all-
góð þátttaka í mótinu og í flestum
greinum var um skemmtilega
keppni að ræða. Meðal keppend-
anna voru tveir af Olympíuförun-
um, Steinunn Sæmundsdóttir og
Sigurður Jónsson, og unnu þau
UNGMENNASAMBAND Austur-
Húnvetninga hélt 59. þing sitt f
Félagsheimilinu á Blönduósi
fvrir skömmu. Þingið sótti á
fjórða tug fulltrúa, auk stjórnar
sambandsins og gesta, en þeir
voru Hannes Þ. Sigurðsson,
stjórnarmaður í Iþróttasamhandi
tslands, Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ISI, Ólafur
Oddsson, félagsmálaleiðbeinandi
og stjórnarmaður í UMFl, Sig-
urður Geirdal, framkvæmdastjóri
UMFÍ, og Arni S. Jóhannsson,
kaupfélagsstjóri KH og hrepps-
nefndarmaður á Blönduósi.
Magnús Ólafsson, formaður sam-
bandsins, setti þingið, en þingfor-
seti var kjörinn Hilmar
Kristjánsson.
í skýrslu stjórnar kom fram að
unnið hafði verið að margvísleg-
um verkefnum á síðasta ári og
íþróttafólk hafði keppt bæði
heima og heiman. Sambandið sá
um framkvæmd Norðurlands-
meistaramóts í frjálsum íþróttum
og var mótið haldið á Blönduósi.
Á árinu var lögð áherzla á keppni
í yngri aldursflokkunum og m.a.
hófst s.l. haust keppni á vegum
sambandsins milli allra skóla í
héraðinu í nokkrum greinum
íþrótta.
Af samkomum sem sambandið
gekkst fyrir bar Húnavökuna
hæst og fóru þar fram fjölbreytt
dagskráratriðí til fróðleiks og
skemmtunar. Ritið Húnavaka
kom út um Húnavökuna og var þá
á þriðja hundrað blaðsíður að
stærð með fjölbreyttu efni.
Á þinginu voru samþykktar
margar tillögur. m.a. um að sam-
bandið réði sér framkvæmda-
stjóra næsta sumar. Fram-
nokkuð öruggan sigur bæði í svigi
og stórsvigi. Helztu úrslit í
keppninni urðu annars sem hér
segir:
SVIG:
Stúlkur 13—15 ára
(17 keppendur)
Steinunn Sæmundsd.. R. 100,35
Aldís Arnardóttir. A 108,14
kvæmdastjóri starfaði hjá sam-
bandinu í þrá mánuði á síðasta
sumri og þótti ljóst að nauðsyn
bæri til að halda áfram á þeirri
braut.
Úr stjórn sambandsins gengu
Hilmar Kristjánsson og Jóhann
Guðmundsson, en í þeirra stað
voru kjörnir Páll Kristinsson og
Karl Lúðvíksson.
Bedford
að hœtta
BREZKI langhlauparinn Dave
Bedford lýsti því yfir nýlega að
hann hefði nú gefið upp alla von
um að keppa á Ólympiuleikunum
i Montreal næsta sumar. Sagðist
Bedford eiga enn við meiðsli að
striða og ef hann fengi sig ekki
góðan alveg á næstunni væri
ekki um annað fyrir sig að gera
en að gefast upp og hætta að æfa
og keppa.
Dave Bedford sem verið hefur i
fremstu röð langhlaupara um ára-
bil setti heimsmet i 10.000
metra hlaupi árið 1973 og hljóp
þá á 27:31,0 min. Siðan hefur
hann átt erfitt með að finna form-
ið og hefur talið sig vera meidd-
an. Þeir læknar sem hafa skoðað
Bedford segjast hins vegar engin
meiðsli finna.
— Þeir stagast alltaf á þvi að
ég sé fyrst og fremst veikur i
höfðinu, sagði Bedford, — en
svo er alls ekki. — Ég veit bezt
sjálfur að ég geng ekki heill til
skógar, og og það er ekki af því
að ég sé „klikkaður" að ég hef
stöðugan sársauka i fótunum
þegar ég hleyp.
Sigurður Jónsson — sigraði í
svigi og stórsvigi.
Sigurður Jónsson — sigraði í
svigi og stórsvigi.
María Viggósdóttir, R 110,42
Ása Hrönn Sæmundsd., R 110,70
Nína Helgadóttir, R 111,30
Drengir 13—14 ára
(20 keppendur)
Valdimar Birgisson, I 109,71
Árni Þór Árnason, R 111,22
Erling Arthúrsson, I 115,24
Ólafur Grétarsson, A 115,30
Trausti Sigurðsson, R 117,51
Drengir 15—16 ára
(24keppendur)
SigurðurH. Jónsson, 1 91,47
Gunnar B. Ólafsson, I 98,63
Friðbjörn Sigurðsson H 104,31
Kristján Olgeirsson, H 105,81
Jónas Ólafsson, R 106,93
STÓRSVIG:
13—15 ára (17 keppendur)
Steinunn Sæmundsd., R 121,38
Sigríður Jónasdóttir, A 127,25
María Viggósdóttir, R 128,73
Ólöf Jóna Kristjánsd., 1 130,87
Nína Helgadóttir, R 132,01
Drengir 13—14 ára
(20 keppendur)
Björn Olgeirsson, H 113,18
Valdimar Birgisson, I 114,62
Árni Þór Árnason, R 116,76
Ólafur Grétarsson, A 119,25
Finnbogi Baldursson, A 120,09
Drengir 15—16 ára
(24 keppendur)
Sigurður H. Jónsson, I 106,48
Björn Vikingsson, A 110,55
Jónasólafsson, R 114,26
Kristján Olgeirsson, H 114,56
Halldór Svanbergsson, A 116,22
KARIN Guthke frá Austur-
Þýzkalandi sigraði sænska
Ólympíu- og heimsmeistarann I
dýfingum kvenna, Ulrike Knape,
á dýfingamóti sem fram fór i
Rostock f Austur-Þýzkalandi ný-
lega.
firóska í starfi IISAH