Morgunblaðið - 30.03.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976.
27
Von á kartöflum í
verzlanir á föstudag
Kílóið á 150 kr.?
KARTÖFLUSKORTUR sá. sem
rfkt hefur hér síðustu vikur, ætti
nú að öllu óbrevttu að taka enda I
vikulokin. Grænmetisverzlun
landbúnaðarins hefur fest kaup á
260 tonnum af kartöflum I Hol-
landi og koma um 160 tonn með
skipi. sem fór frá Rotterdam á
föstudagskvöld en I verzlanir f
Revkjavík ættu þessar nýju
kartöflur að koma á föstudag. Þá
hefur orðið sú brevting á veðrátt-
unni að Ifkur eru taldar á að hægt
verði að skipa kartöflum um borð
í m.s. Langá um miðja þessa viku.
I samtali við Jóhann Jónasson.
forstjöra Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins. kom fram að
kartöflurnar, sem keyptar hafa
verið í Hollandi. eru mexikanskar
og komu á markað í Hollandi á
mánudag í síðustu viku. Jóhann
tók fram að þessar kartöflur yrðu
dýrar, þegar þær kæmu í verzlan-
ir hér og mætti jafnvel gera ráð
fyrir að verð hvers kílós yrði
nálægt 150 krónum. Hvað snerti
verð pólsku kartaflnanna, sagðist
Jóhann gera ráð f.vrir að verð
þeirra út úr búð hér yrði ekki
langt frá því verði. sem ákveðið
var á íslenzkum fyrsta flokks
kartöflum nú f.vrir skemmstu en
samk. því kostar hvert kíló 83.50
krónur.
Vegna frétta i Dagblaðinu á
fimmtudag og föstudag óskaði
Jóhann eftir að taka eftirfarandi
fram: „Það er rangt að skrif Dag-
blaðsins hafi orðið kveikjan að
kaupum Grænmetisverzlunar-
innar á fyrrnefndum kartöflum i
Hollandi. Rétt atburðarás þessara
kaupa er á þann veg. að umboðs-
maður Grænmetisverzlunarinnar
f Hollandi hafði samband við mig
seint á mánudagskvöld í síðustu
viku og tjáði mér að þar væru nú
að koma á markað kartöflur frá
Mexíkó. Ég bað umboðsmanninn
að kanna. hversu mikið magn
væri hægt að fá af þessum
kartöflum og á hvaða verði, auk
þess sem áríðandi væri að fá
um það upplýsingar. hvort
heilbrigðisvottorð þessara
kartaflna væru fullnægjandi.
Fyrir hádegi á þrið.judag lágu
fyrir jákvæð svör frá umboðs-
Framhald á bls. 31
PLÖTUJÁRN
Höfum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3,4,5og6mm.
Klippum ni<Jur eftir máli ef óskad er.
Sendum um allt land
STÁLVER HF
FUNHÖFÐA17
REYKJAVÍK SÍMI 83444.
Stjórnunarfélag íslands
Um þjóðarbúskapinn
8. — 1 2. marz
Stjórnunarfélagið hefur ákveðið
að gangast fyrir nýju námskeiði.
sem hlotið hefur nafnið
„UM ÞJÓÐARBÚSKAPINN".
Námskeiðið stendur yfir mánudaginn 5. april
til föstudagsins 9. apríl kl. 15.00—18.30
dag hvern.
Tilgangur námskeiðsins er að kynna ýmis
þjóðhagfræðihugtök sem oft er getið i opin-
berri umræðu. Ætlast er til, að þátttakendur
geti, að námskeiðinu loknu, hagnýtt sér
betur en áður ýmsar upplýsingar, sem eru
birtar um þjóðarbúskapinn. Þá er vænst, að
námskeiðið auðveldi þátttakendum að meta
umræður um efnahagsmál.
Fjallað verður um helstu hugtök og stærðir
þjóðhagsreikninga og -áætlana svo sem
þjóðarframleiðslt), þjóðarútgjöld og
utanrikisviðskipti. Dæmi verða tekin úr hag-
tölum liðandi stundar og siðustu ára.
Ennfremur verður drepið á skýrslur um
afkomu atvinnuvega og rikisbúskapar. Þá
verður gripið á áhrifum efnahagsaðgerða,
svo sem i fjármálum, peningamálum, gengis-
málum og launa- og verðlagsmálum.
Námskeiðið sem er opið öllum, er tilvalið fyrir
forráðamenn hagsmunasamtaka og aðila vinnu-
markaðarins.
Leiðbeinendur eru: Jón Sigurðsson, hagrannsóknar-
stjóri, Ólafur Davíðsson, hagfræðingur og Hallgrimur
Snorrason, hagfraeðingur.
Þátttaka tilkynnist í síma 82930.
Eitt nýjasta verk Hans Richter's á sýningunni.
Sýning á verkum Hans Richters
Á mánudag verður opnuð I
Menningarstofnun Randaríkj-
anna sýning á list Hans Richters.
Hans Richter lézt 1. febrúar s.l.
87 ára að aldri en hann var einn
mesti frumkvöðull dadaismans.
Verk Hans Richter's hafa ekki
áður verið sýnd á Norðurlöndum
og sum þeirra verka sem eru á
sýningunni hafa ekki verið sýnd
áður. A sýningunni eru einnig
bækur Richters og sýndar verða
kvikmvndir sem hann gerði.
Sýningin spannar vfir 58 ára
tímabil. Hefst hún á verkum gerð-
um undir áhrifum dadaismans.
en lýkur með verkum sem eru
gerð 1975.
Dadaisminn kom fyrst fram i
Zurich árið 1916 og var Richter
eins og áður sagði einn af upp-
hafsmönnum hans. Ýmsar, aðrar
stefnur eru komnar frá dadaism-
anum, s.s. popplist. antidadaismi
o.fl.
Frank Ponzi. sérfræðingur i
listasögu og vinur Richter’s mun
einnign í tengslum við sýninguna
ræða um Hans Richter og list
hans.
Sýninginni lýkur23. april.
.Tilboð,
sem ekki verður
endurfekið...
SKODA 100
-630.000.
til öryrkja ca. kr. 460.000.-
I tilefni af því að 30 ár eru síðan fyrsti
Skodinn kom til landsins,
hefur verið samið við SKODA
verksmiðjurnar um sérstakt
afmælisverð á takmörkuðu magni
af árgerðum 1976.
5000asti SKODA bíllinn verður
fluttur inn á næstunni.
Hver verður sá heppni?
SKODA 110L
verð ca. kr. 670.000.-
til öryrkja ca. kr. 492.000.-
SKODA 110LS
verð ca. kr. 725.000.-
til öryrkja ca. kr. 538.000.-
SKODA 110R Coupé
verð ca. kr. 797.000.-
til öryrkja ca. kr. 600.000.-
TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐ/Ð
Á ÍSLANDIH/E
AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SÍMI 42600
AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. OSEYRI 8.
EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR.
■
■
■
■
■
I
■
■
■
■
I
■
■
■
■
■
■