Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
15
Chile:
Sjö þúsund pólí-
tískir fangar
Fjöldi hverfur sporlaust dag hvern
Helsinki, 30. marz. NTB.
NÚ sitja I fangelsum í Chile að
minnsta kosti sjö þús. pólitísk-
Útför
Montys á
morgun
London 30. marz AP.
FJÓRIR yfirhershöfðingjar
munu ganga meðfram kistu
Montgomerys hershöfðingja
við útför hans á fimmtudag og
verður kistan fána sveipuð.
Mun verða gengið um fornar
götur Windsor og útförin öll
með einum hinum mesta við-
hafnarbrag. Þegar til kirkj-
unnar kemur verður hleypt af
nítján skotum í heiðursskyni
og meira en eitt þúsund
hermenn munu taka þátt í
prósessíunni á eftir her-
vagninumsem kistuna ber. I
kapellu Windsorkastala
verður síðan minningar-
guðsþjónusta yfir hershöfð-
ingjanum. Síðar verður kistan
flutt til Binuteadkirkju í
Suður-englandi skammt frá
heimili hershöfðingjans og þar
verður hann jarðsettur að við-
stöddum aðeins nánustu
ættingjum sinum.
ir fangar og ekkert bendir til að
dregið hafi úr handtökum og
pyndingum segir í niðurstöðu al-
þjóðlegrar mannréttinda nefndar
á vegum kirkjunnar sem hefur
rannsakað brot herforingja-
stjórnarinnar f Chile á almennum
mannréttindum þar I iandi síðan
Allende forseta var steypt af
stóli.
I yfirlýsingunni segir að margir
hverfi sporlaust og sé þar á ferð
enn eitt vandamálið, en að sögn
vitna sem yfirheyrð hafa verið
um málið, mun margt af því fólki
hafa verið myrt með köldu blóði
af útsendurum stjórnarinnar. Er
talið að i hitteðfyrra hafi milli 60
og 70 manns horfið í hverjum
mánuði og að samkvæmt upplýs-
ingum sem hefur verið aflað að
staðaldri síðan bendi flest til að
þessi tala hafi enn farið hækk-
andi. Oft gangi það fyrir sig á
þann veg að lögregla handtaki
mann og síðan spyrjist ekki til
hans meir. Síðan herforingja-
stjórnin tók völdin i Chile hafi
samtals 180 þúsund manns verið
handtekinn og setið í fangelsi um
lengri eða skemmri tíma. Leyni-
lögregla stjórnarinnar hefur tak-
markalaust vald til að handtaka
fólk og ber ábyrgð á aðgerðum
þessum og þróun málanna. Fram-
koma herforingjastjórnarinnar
brjóti í bága við lög landsins og
mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna, segir í skýrslu
þessari.
Brezki flotinn kvartar
undan ástandi freigátna
Aðeins 25 af 60 hæfar til aðgerða
London, 30. marz.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
YFIRMENN brezka flotans hafa
gert varnarmálaráðuneytinu við-
vart um að flotinn geti ekki
tryggt að hann standi við skuld-
bindingar sínar á þessu ári, og
þar i felst verndun togaraflotans
við tsland, að því er brezka blaðið
Daily Mail sagði í dag. Blaðið
sagði að aðeins 40% af sextfu
freigátum Breta væru I full-
komnu lagi vegna viðgerða, lang-
tima endurbóta og annars
almenns viðhalds sem fram-
kvæma þyrfi.
Ekki bætir úr skák það sem
gerðist um helgina er freigátan
Diomede varð að snúa til Eng-
lands eftir árekstur við varð-
skipið Baldur, segir í skýrslunni
til ráðuneytisins.
1 forystugrein í Daily Mail segir
að það sé fráleit röksemd hjá
flotayfirvöldum að svo stórfelldar
endurbætur og viðgerðir þurfi að
vera I gangi. Blaðið segir: „Hvað
er það eiginlega sem vakir fyrir
brezka flotanum? Sjóliðsfor-
ingjarnir hafa skýrt utanrikis-
ráðuneytinu svo frá að aðeins 25
af 60 freigátum flotans geti farið
til átarfa og verði ekki bundinn
endir á þorskastriðið við Islend-
inga kunni svo að fara að flotinn
geti ekki varið togara okkar.
Þetta eru gersamlega óframbæri-
leg rök“.
x. . c - '
ÖSKARINN — Jack Nicholson
setur skóinn á Lousie Fletcher,
meðleikara sinn i Öskarsverð-
launamvndinni One Flew
Overt the Cuckoo’s Nest, við
afhendingu verðlaunanna i
fyrrinótt, en myndin fékk alls
fimm verðlaun. Slíkt hefur
ekki komið fyrir i marga ára-
tugi. T.v. er Saul Zaentz, annar
af framleiðendum mvndar-
innar. Louise hafði tekið af sér
skóinn vegna myndatöku með
karlmönnunum tveimur, þvi
hún er kona hávaxin og þótti
skyggja á þá báða.
Sfmamynd AP
George Burns, hinn þekkti
gamanleikari bæði á leiksviði
og í útvarpi, hlaut Oscar fyrir
beztan leik í aukahlutverki i
myndinni „The Sunshine
Boys“. Burns er nú áttræður að
aldri. Milos Forman, sem var
leikstjóri Cuckoo's Nest fékk
verðlaun fyrir bezta leikstjórn,
en það kætti ekki síður huga
Formans, sem er Tékkóslo-
vaki að hann fékk heimsókn
tvíburasona sinna ellefu ára
gamalla, sem hann hefur ekki
séó í fimm ár. Synirnir
fengu sérstakt leyfi til að fara
til föður síns í tilefni Oscars-
hátiðahaldanna. „Barry Lyn-
don“ og „Jaws“ skiptu á milli
sin nokkrum verðlaunum.
Barry Lyndon fékk verðlaun
Loks kom að því að
Nicholson fengi Oscar
Los Angeles, 30. marz
Reuter. NTB.
VIÐ 48. afhendingu hinna eftir-
sóttu bandarisku Oscarsverð-
launa í gærkvöldi hlutu Jack
Nicholson og Louise Fletcher
verðlaun fyrir beztan leik í að-
alhlutverki, bæði fyrir leik I
myndinni „One flew over the
Cuckoo’s Nest“. Myndin hlaut
samtals fimm Oscarscerðlaun
og var meðal annars talin bezta
mynd ársins og fékk og verð-
laun fyrir bezta handritið. Jack
Nicholson sem er 39 ára gamall
hefur fjórum sinnum áður kom-
ið til greina við úthlutun
Oscarsverðlaunanna Nicholson
fer með hlutverk sjúklings á
geðveikrahæli er gerir upp-
reisn gegn kerfinu, en Louise
Jack Nicholson I hlutverki hins
erfiða geðsjúklings Randle P.
McMurphy f myndinni „One
flew over the Cuckoo’s Nest“
sem hann hlaut Oscarinn fyrir.
Fletcher leikur stranga hjúkr-
unarkonu þar.
fyrir bezta listræna stjórn,
beztu búningateikningar og
beztu tónlistarútsetningu en
„Jaws“ fyrir bezta hljóðsetn-
ingu og klippingu.
Þá var Mary Pickford veitt
sérstök verðlaun fyrir framlag
hennar til kvikmyndanna. Var
sjónvarpað frá afhendingu
þeirrar viðurkenningar sem fór
fram á heimili leikkonunnar í
Beverly Hills. Mary Pickford er
nú 82ja ára.
Verðlaunaafhendingin sem
er mikið og árlegt sjónarspil í
kvikmyndaborginni dró til sin
hinar ýmsu stjörnur, en tekið
er fram að af þeim hafi Eliza-
beth Taylor að venju vakið
hvað mesta athygli þegar hún
kom á vettvang.
Þorskastríðsátök bezta
íréttamynd í Bretlandi
Hull, 30. marz.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Mike Smart.
BILL Nicol, þritugur kvikmynda-
tökumaður, fékk í dag verðlaun
brezkra sjónvarpsstöðva fyrir
beztu fréttamyndina á sl. ári fyrir
mynd sem hann kallar „þorska-
striðsátök” og var hún tekin á
fjörtíu klukkustunda tímaskeiði
um borð í freigátunni Brighton.
Hljóðsetningarmaður sá sem var
með Nicol um borð f freigátunni
tók upp allar samræður og loft-
skeytasendingar sem fóru á milli
á þessum fjörtíu stundum.
Þar sem verulegur hluti
myndarinnar var tekinn að nóttu
til notaði Nicol sérstaka kvik-
myndavél sem kölluð er „night
sight“ vélin og sjónvarpsmenn
BBC hafa búið til og nota sem
fyrirmynd byssusjónauka.
Skipherra Diomede við heimkomu:
Okkur tókst að bjarga
mynd af drottningunni
Rosyth, 30. marz.
Einkaskeyti til Mbl. frá
AP og Mike Smart í Hull.
SKIPHERRA freigátunnar
Diomede, sem kom til hafnar
hér til viðgerða stórlöskuð á
bakborðshlið, sagði að fslenzka
varðskipið Baldur hefði á
laugardaginn skorið 20 feta
rifu I hlið skipsins „eins og
dósahnffur." Skipstjórinn sem
heitir Robert McQueen og er 41
árs, sagði að sameiginleg bar-
stofa áhafnarinnar á freigát-
unni hefði skemmzt mikið,
mynd af „Philip prins hefði
eyðilagzt í átökunum „en tekizt
hefði að bjarga mynd af Elfsa-
betu drottningu.
McQueen sagði að freigátan
hefði veri að taka olíu úr tank-
skipi, þegar frétt hefði borizt
um að freigátan sem fylgdi
Baldri eftir hefði bilað smá-
vegis, og Diomede hefði því
tekið að sér eltingarleikinn.
Skipstjórinn sagðist hafa varað
Baldur við því að með þvi að
halda óbreyttri stefnu færi
varðskipið of nálægt freigát-
unni. „Eg reyndi að stugga hon-
Framhald á bls. 31
Skipherrann á Diomede Robert McQueen við komuna til Rosyth I
gærmorgun.
Bretar segjast
hafa virt
friðunarsvæði!
London, 30. marz.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
EINS og sagt var frá í gær veiddu
brezkir togarar á íslandsmiðum
8.257 lestir að sögn brezka land-
búnaðarráðuneytisins á tímabil-
inu frá 2. febrúar til 20. marz og
segir þar að það sé 484 tonnum
undir þeim kvóta sem Bretar hafi
sett sér. Þá sagði talsmaður land-
búnaðarráðuneytisins orðrétt:
„Togararnir hafa frá þvi deilan
upphófst virt friðunarsvæðin,
sem tilgreind voru í samningi
landanna er gerður var í nóvem-
ber 1973. „Og talsmaður samtaka
togaraeigenda sagði að þær tölur
sem að ofan greindi sýndu hversu
langt Bretar hefðu gengið og
Framhald á bls. 31