Morgunblaðið - 02.04.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 02.04.1976, Síða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Járnabindingamenn Við óskum eftir að ráða nokkra járnabindingamenn , sem hafi a.m.k. 2ja ára reynslu í slíku starfi. Skriflegar umsóknir séu sendar á skrifstofu vora í Reykjavík, Suðurlandsbraut 12, þar sem greint sé frá reynslu umsækjanda, og tilgreint hjá hvaða vinnuveitanda viðkomandi hafi unnið við járnabindingar Energoprojekt Sigölduvirkjun glaiy margar gerðir fyrirliggjandi - einhver þeirra hlýtur að henta yður. Instamatic myndavélin frá Kodak hefir farið sigurför um heiminn. Þetta er skemmtileg og nytsöm gjöf, sem heldur áfram að gleðja — aftur og aftur Gunnar Jóhannsson bóndi: Innlend fóður- öflun og nýting húsdýraáburðar Þar sem innlend fóðuröflun í landbúnaði hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og all- flestir er eitthvað hafa til mál- anna lagt, hafa verið á einu máli um ágæti og arðsemi þeirra til- rauna með grasköggla íblandaða tólg eða lýsi í stað erlenda kjarn- fóðursins, finnst mér tími til að einhver reyni að koma til og kippa í spottann til að reyna að toga forustusauð þessara æsi- fregna niður úr skýjunum, þar sem hann er því miður kunnur fyrir að hafa dvalið helst til lengi. Fyrst vil ég vefengja að þau íblöndunarefni sem um ræðir séu til í nægjanlegum mæli, þar sem t.d. lýsi er ekki hægt að nota mikið þar sem geymsluþol þess er takmarkað nema geymt sé í nærri lofttæmdum umbúðum. Sagt er, að ef til komi muni sparast um 2000 milljónir á ári í gjaldeyri og eru þær tölur fengn- ar með því að margfalda árs- notkunina sem er um 50.000 tonn með útsöluverði á kjarnfóðri 40 kr_ per kg. Ef slíkur útreikningur er tekinn gildur, þá er vist ekki lengi verið að rétta þjóðarskútuna við. I fyrsta lagi er innifalið í verðinu svo sem flutningur, möl- un á korni, blöndun og annar vinnslukostnaður. I öðru lagi er þess einnig ógetið að hið svokallaða erlenda kjarn- fóður er ekki eingöngu erlent því í fóðurblöndurnar er notað íslenzkt grasmjöl, fiskmjöl, kalk, þangmjöl svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessir liðir hafa verið frádregnir má ætla að gjaldeyris- eyðslan sé um 25 kr. per kg. Strax er því hægt að lækka þessar 2000 milljónir í 1250 milljónir, en þar með er ekki allt komið þar sem ekki er hægt að fóðra alla gripi með grasmjöli svo sem svín og hænur. Ekki trúi ég því, að allir vilji leggja niður eggjafram- leiðslu í landinu því fátt getur komið í hennar stað, nema þá að hafin yrði tinsla á eggjum frá villtum fuglum, en ekki er líklegt að það yrði neitt framtíðar úr- ræði, því ekki eru þeir allir í náðinni hjá Búnaðarþingi þessa dagana. I þriðja lagi á eftir að reikna í þessu dæmi þá gjaldeyriseyðslu sem á sér stað í framleiðslu á grasmjöli og segir mér svo hugur þegar allir þessir liðir hafa verið teknir með í reikninginn verði útkoman sú að 2000 milljóna gjaldeyrissparnaðurinn verði orð- inn að engu. Þó ég hafi hér mót- mælt nokkuð þessum gjaldeyris- sparnaði má ekki líta svo á að ég sé almennt á móti grasmjölsfram- leiðslunni því fáar þjóðir geta státað af betra grasmjöli en Islendingar. Þrátt fyrir gæðin er hver fóðureining í grasmjöli mjög dýr eða um 60 kr. og í grasköggl- um rúmar 52 kr., en sá munur liggur í því að graskögglar eru ódýrari í framleiðslu. Aftur á móti kostar hver fóðureining í maísmjöli kr. 35.00. Til að brúa þetta bil hefur verið gripið til þess ráðs að blanda tólg í gras- kögglana, sem kostar um 50 kr. per kg, til þess að auka fóðurgildi þeirra, og væri því ekki úr vegi að spyrja hvort ekki væri eðlilegt að gera hið sama við maísinn og auka þar með fóðurgildi hans. Ef það reyndist jafnvel og grasmjöls- íblöndun kæmi talsverður gjald- eyrissparnaður fram. Ef þessar vangaveltur mínar reynast réttar væri ekki úr vegi að beina kröft- um okkar og fjármagni að þvi að reyna að lækka framleiðslu- kostnað á grasmjöli með því að reyna að nýta verksmiðjurnar betur. Á síðast liðnu ári tók til starfa ný grasmjölsverksmiðja í Flatey sem kemur til með að Gunnar Jóhannsson kosta rúmar 200 milljónir og er afkastageta hennar um 3000 tonn á ári sem miðast þó aðeins við 3ja mánaða vinnslutímabil. Afskriftir og vextir af slikri verksmiðju eru nálægt 50 milljónir á ári, og sé því deilt á framleiðsluna kemur í ljós að aðeins þessir liðir eru um 17 kr. á hvert kg eða 50% af útsölu- verði grasköggla. A þessu má sjá að vonlaust er að rekstur slíkrar verksmiðju borgi sig, því til glöggvunar hef ég tekið saman rekstrarkostnað einnar starfandi verksmiðju á síðast liðnu ári, með þeirri breytingu þó, að verk- smiðjan sé byggð i árslok 1975: pr kg Vinnulaun 8,42 Olia. rafmagn umbúdir viðhald o.fl. í verksmiðju 11,35 ræktun og jarðvinnsla 8,12 annar kostnaður 1,95 Afskriftir og vextir 16,62 kr. 46,46 Söluverð grasköggla er 34 kr. per kg. Raunverulegt tap er því kr. 12,46 per kg. Með 3000 tonna framleiðslu verður tapið því kr. 37.380.000,00 á ári. A þessu sést að það er engin grundvöllur fyrir byggingu slíkr- ar verksmiðju í dag, á þeim for- sendum, sem þær eru reknar á í dag. En þar með vil ég ekki láta leggja niður grasmjölsvinnslu í landinu heldur reyna að nýta verksmiðjur þær, sem fyrir eru betur, til að lækka framleiðslu- kostnaðinn. Þær verksmiðjur sem byggðar yrðu í framtíðinni verða að vera staðsettar þannig, að hægt verði að nýta þær til apnars en grasmjölsþurrkunar. Sá mögu- leiki sem ég hef hugsað mér til að nýta verksmiðjurnar betur, er í því fólginn að þurrka skít úr hænsnum og ef til vill svínum. Víða erlendis, svo sem í Dan- mörku er farið að gera þetta í talsverðum mæli. Þurrkaður hænsnaskítur er þá notaður til að fóðra með nautgripi og sauðfé og má nota hann t.d. sem 40% af kjarnfóðurgjöf þegar miðað er við þá reynslu sem komin er á notkun hans. Greinilegt er því að geysileg verðmæti fara hér forgörðum því flestum hænsnabændum verður lítið úr skitnum og er hann allt að vandamál hjá mörgum. Vinnslan ætti að verða mjög hagkvæm og eru eftirfarandi kostnaðartölur um vinnslu skits- ins fengnar miðað við grasmjöls- þurrkun. Framleiðslukostnaður er miðaður við 3000 tonna gras- mjölsverksmiðju sem rekin er allt árið. per kg Vinnulaun 3,30 Olía, rafmagn. viðhald umbúðir o.fl. f verksm. 11,35 Flutningskostn að verksm. 4,00 Afskriftir og vextír % 4,16 22.81

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.