Morgunblaðið - 02.04.1976, Page 36

Morgunblaðið - 02.04.1976, Page 36
36 MORCL'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 Á hættu- slóðum í ÍsraelniíKare Sigurður Gunnarsson þýddi um Saharaeyðimörkina. Hann hafði sett sér það takmark, að verða fyrsti maður- inn í heiminum, sem gengi með regnhlíf þvert yfir eyðimörkin. ()g svo gekk hann og gekk.. . og talaði og talaði. En Oskar, sem hafði ekki fyrr séó mann með hita- sótt þá, sem geisaói á þessum slóðum, var bæði undrandi og óttasleginn. Augu McLeans voru undarlega rauó og bjarmi þeirra ónotalegur. Yfirbragð hins glaða unglings var horfið og i staðinn kominn einhver fjarrænn furðusvipur. Svo hreyfði hann allt í einu annan handlegg- inn eins og hann héldi á regnhlíf, stóð rösklega á fætur og gekk burt í nátt- fötunum rauðu. COSPER-------------\ Auðvitað elska ég þig sem fvrr. Eg er bara að hvíla mig smástund. V_______________________________________^ Petterson stóð samstundis upp og studdi félaga sinn inn i tjaldið. Hann kom aftur eftir stutta stund og kvaóst vona, að McLean mundi sofna fljótt, og að morgni mundi honum líða betur. Míron, Jesemel, María og Ester höfðu séð slíka sjúklinga fyrr og voru því ekkert sérstak- lega undrandi, en Óskar strauk höndum um andlit og höfuð og hugsaði með sjálf- um sér: Ég er þó vonandi ekki búinn að taka veikina? Og nú sagði Petterson: „Ég held að það sé réttast, aó ég hringi til stöðva Sam- einuðu þjóðanna í Tíberías. Við höfum beint samband þangað. Það er ekki víst, að þú vitir, Óskar að Sameinuðu þjóðirn- ar hafa aðalbækistöó sína hér í Galíleu í Tíberías, borginni gömlu við Genesaret- vatnið." Nei, Óskar vissi það ekki. Því næst gekk Petterson að tækinu sem var í tjaldinu og hringdi en fékk ekkert svar. Hann hringdi aftur, en það fór á sömu leið, — enginn svaraói. „Líklega hefur einhver klippt leiðsluna í sundur,“ sagði Petterson. Míron taldi nú öruggara að athuga vopn sitt, en auðvitað var það í bezta lagi. Petterson flýtti sér að bæta við, að vel gæti átt sér stað, að villinaut hefði slitið leiðsluna eða þá úlfaldi, því að hún lægi óvarin ofan jarðar. Hvers vegna ættu menn að klippa sundur símaleiðslu að tjaldi Sameinuðu þjóðanna? Þær eru al- veg hlutlausar og allir, sem hjá þeim starfa, eiga að gæta fyllsta hlutleysis. Nú leið brátt að kveldi, og annaðhvort urðu gestirnir frá samyrkjubúinu að fara strax eöa þá að halda þarna fyrru fyrir um nóttina. Það var hrein fávizka aó fara um mýrarnar í myrkri og þá ekki síður meófram sýrlenzku landamærunum. Óskar sagði, að hann ætlaöi að verað eftir hjá Petterson." Það er ekki rétt af okkur að skilja hann eftir einan hjá veikum manni. Auk þess er ég hlutlaus, þar sem ég er Norðmaður... og komi Arabar þá. .. En þið ættuð heldur að fara.“ Petterson var líka á sömu skoðun. Hann þakkaði Óskari fyrir að vilja vera hjá sér. Þau hin vildu líka gjarnan vera kyrr, en viðurkenndu hins vegar, að það væri rétt, sem Óskar sagði. Þau ákváðu þvi að fara. Miron lofaði að aka til Tíberías um nóttina, segja frá því, að VtEP 'Zgttlw KAFf/NU \\ J® Er karrfsósan nógu sterk — heldurðu? Gesturinn: — Maturinn í kvöld er eins og veðrið, heldur kaldranalegur. Þjónustustúlkan: — Vissu- lega, það er allt eins og veðrið, athugasemd vðar líka. X Kakarinn: — Jæja, litli maður, hvernig viltu láta klippa þig? Drengurinn: — Ég vil láta klippa mig alveg eins og pabbi er klipptur. Og þú mátt ekki glevma litla gatinu í hnakkan- um, þar sem sést í höfuðið. X — Attu einhver fátæk skvld- menni? — Ekki sem ég þekki. — En áttu einhver rík skyld- menni? — Ekki sem þekkja mig. Það er engin ástæða til að halda áfram að skella þjölum inn í kökurnar. — Þetta er versta tilfelli sem ég hef séð, hvað sem það nú annars er. — Hefurðu tekið konuna þína í hagfræðitíma eins og þú varst að tala um? — Já, svaraði hagfræðingur- inn. — Og hefir það borið sýni- legan árangur? — Já, ég hef orðið að hætta að revkja. X — Þú átt við, að þú hafir ekki verið í brúðkaupi dóttur þinnar. — Já. — Hvar varstu eiginlega? — Ég var að revna að útvega tengdasyni mínum eitthvað að gera. X Spakmæli: — Vonin er draumur vakandi manns. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 34 innar sem hafði verið hætt í miðj- um klíðum. Hún vppti öxlum þegar hún sá hann líta í kringum sig. — Það er mjótt bilið milli Iffs og dauða. Maður er að skræla lauk og þá heyrir maður hávaðann og hleypur fram. Og svo er allt með öðrum brag, þegar aftur er snúið. Hún sópaði matnum saman og henti í ruslafötuna eins og það svalaði henni á einhvern hátt. Var þetta slys eða ... morð.. ? David beið eins og dæmdur maður eftir því sem hún myndi segja. Loks stóðst hann ekki mátið og spurði: — Hvernig gerðist það? — Ég veit það ekki. Það var enginn sjónarvottur. Við heyrðum öll lætin, en þegar við komum á vettvang var bíllinn horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann. Fyrir hugskotssjónir Davids leið aftur bfllinn frá kvöldinu áður sem beðið hafði eins og rán- dýr f dimmu húsasundi og lagt sfðan tíi atlögu þegar minnst vonum varði. Hann fann örvænt- inguna gagntaka sig? Var þetta sami bfllinn? Morð — af sömu óskiljanlegu ástæðu? Mme Lambert setti fyrir hann bolla og undirskál og skenkti honum kaffið. Hún hikaði andar- tak og síðan náði hún f glas og hellli smákonfaksliigg í það og rétti að honum. Hún fékk sér f annað glas og settist niður við borðið á móti honum Þau drukku koníakið og kaflið þegjandi. Hann hafði gersamlega gleymt tilveru Nicole. Það var engu líkara en koníakið hýrgaði ráðskonuna ögn. Hún hallaði sér aftur á bak f stólnum og þerraði sig um munninn með hreinun klút. — Hann fór alltaf f gönguferð klukkan hálf tólf á hv'Tjum morgini. Það var hægt að stilla klukkuna sína eftir honum. Hann var ákaflega nákvæmur maður og reglusamur í hverju sem var. Hann vildi lifa reglubundnu Iffi og kærði sig ekki um ncina óvænta atburöi eða tilviljanir. Hann fór yfir veginn hérna hinum megin við innkeyrsluna og inn á krána. Þér sjáið krána þegar þér komiö út fyrir hliðið. Þar átti hann stefnumöt við forn- vin sinn, M. Colin. Þeir fengu sér drykk saman, röbbuðu um nýjustu fréttir. t dag fór hann af stað eins og venjulega. Ilann klæðir sig alltaf af stakri snyrti- mennsku. Ilann kallaði til mfn: Kem eftir klukkutfma, Maric, og svo heyrði ég útihurðina skella á hæla honum. Ekert gerðist f dag sem var öðru vfsi cn alla aðra daga. Og ég vissi upp á hár hvenær dyrnar myndu opnast aftur. Það er ákaflcga heppilegt f.vrir ráðskonu að vinna hjá slíkum manni. — Ég get trúað því, samsinnti David. — Og cins og ég sagði: f dag eins og alla aðra daga heyrði ég hann kalla til mfn: Kem eftir klukkutfma Marie. Hann var kominn hálfa leið yfir götunu, þegar bíllinn skall á honum. Hann þeyttist yfir götuna og skall niður við dyrnar á kránni. Eg heyrði hávaðann og bremsu- hljóðin. Lfkami hans lá fyrir krárdyrunum. Þeir hafa orðið að færa hann til að komast út og þeir voru smeykir að gera það vegna þess að hann var með Iffsmarki. En þegar þeir höfðu komizt út fyrir dyrnar var bfllinn horfinn eins og ég sagði — rétt eins og jörðin hefði gleypt hann. — Og engir sem sáu þetta ger- ast? — Eins og þér hafið sjálfsagt áttað yður á Monsicur, er þetta ákaflega rólegt, Iftið þorp. A þess- um tíma dags eru karlmennirnir annaðhvort við vinnu sfna eða farnir að fá sér drykk fyrir hádeg- isverðinn. Og konurnar eru f óða önn að undirbúa hádegismatinn, svo að það er sjaldgæft að nokkur hræða sé á ferli hér á þessum tfma dags. — Sagði M. Boniface ekkert? Hún hristi höfuðið. — Þeir létu flytja hann á sjúkrahúsið, en það var bara formsatriði. Hann var dáinn þeg- ar þeir komu frá þvf að gá hvort nokkuð sæist til bifreiðarinnar. M. Colin sagði mér það. — og þessi vinur hans, M. Col- in. Hann sá ekkert heldur? — Nei, ekki frekar en aðrir sem voru inni f kránni. Eg var að tala við þá rétt áður en þér komuð. Hún andvarpaði þungan. — Og nú — ég veit ekkert hvað ég á að gera? Þctta er ákaflega einkennileg tilfinning, eins og fótunum hafi verið kippt undan manni. — Atti M. Boniface enga ætt- ingja? — Hann var orðinn háaldraður maður, næstum áttatfu ára gam- all, þótt hann væri bæði unglegur og ern. Hann kvæntist aidrei og átti enga afkomendur og allir ætt- ingjar hans eru látnir. Eg veit ekki við hvern ég á að tala til að biðja um að ganga frá málum hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.